Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1990, Qupperneq 18
18
MÁNUDAGUR 3. DESEMBER 1990.
Meiming
Klassísk meistaraverk á
frönskum kvikmyndadögum
Margar af þekktustu kvikmyndum
Frakka eru gerðar af fyrirtæki sem
heitir Argos films. Fyrirtæki þetta
er eitt af frumkvöðlum í kvikmynda-
gerð og gerir jöfnum höndum leiknar
myndir og heimildamyndir.
Menningaryfirvöld í Frakklandi
hafa nú í viðurkenningarskyni við
stofnanda fyrirtækisins, Anatoile
Dauman, valið kvikmyndir frá fyrir-
tækinu til sýningar í þijátíu löndum
á sérstökum frönskum kvikmynda-
dögum. ísland er eitt þessara landa
og hófust sýningar í Regnboganum á
laugardaginn og munu standa alla
þessa viku.
Hér er komið gott tækifæri fyrir
áhugamenn að sjá nokkur af meist-
araverkum franskrar kvikmynda-
gerðar. Of langt mál væri að telja upp
alla þær myndir sem sýndar verða,
en hér verða taldar upp nokkrar sem
allir unnendur kvikmyndalistar
ættu að kannast við:
Hiroshima ástin mín (Hiroshima
mon amour), gerð 1959 af Alain
Resnais, Dökkrauða tjaldið (Le ride-
au cramoisi) gerð 1952 af Aleandre
Astruc, París að nóttu (Paris la nuit)
gerð 1955 af Jean Valere, Karlkyn
kvenkyn (Masculine Fémina) gerð
1966 af Jean-Luc Godard, Af tilviljun
Balthazar (Au hazard Balthazar)
gerð af Robert Bresson, Líknarhögg-
ið (Le coup de grace) gerð 1976 af
Volker Schlöndorff, Paris, Texas
gerð 1984 af Wim Wenders og Fórnin
(La sacrifice) gerð 1986 af Andrei
Tarkovski. -HK
Þjóðleikhúsið:
Söngvaseiður skal það heita
Tíu ára af mæli árbók-
ar knattspyrnumanna
Áratugur er nú liðinn frá því að
árbókin íslensk knattspyrna leit
fyrst dagsins ljós. Bókinn innheldur
í ár eins og undanfarin ár allt um
íslenska knattspyrnu ársins 1990.
Eins og vera ber tekur íslandsmótið
mesta plássið, en auk þess er getið
allra landsleikja og Evrópleikja ís-
lenskra liða. Urslit eru einnig birt
úr öllum flokkakeppnum sem fram
hafa farið á árinu. Sérstakt viðtal er
við knattspyrnumann ársins, Sævar
Jónsson, og grein er um Ásgeir Sig-
urvinsson. Sigurður Sverrissson
skrifaði fyrstu árbókina. Sú sem kom
næst var skrifuð af Sigurði og Víði
Sigurðssyni sem eftir það hefur einn
setið við stjórnvölinn. Víðir sagði
aðspurður að tíunda bókin væri með
svipuðu sniði og undanfarin ár. Mik-
iö væri af myndum eða hátt í tvö
hundruð talsins og í bókinni væru
allar hugsanlegar upplýsingar um
knattyrnuárið 1990. -HK
Frátorfbæ
til töl vualdar
Sigrún Björgvinsdóttir, DV, EgiJsstödum:
Út er komin á Egilsstöðum bókin
Frá torfbæ til tölvualdar. Þar rekur
Stefán Bjarnason, bóndi á Flögu í
Skriðdal, endurminningar sínar en
hann hefur skrifað margar greinar í
blöð og tímarit um ævina.
Stefán er einn sex bræðra sem ól-
ust upp á Borg í Skriðdal áður en
tæknibyltingin hélt innreið sína og
hefur séð tímana tvenna.
Margrét Pétursdóttir leikur Maríu í
Söngvaseiði. Myndin er tekin á æf-
ingu. DV-mynd BG
Nú standa yfir æfingar á söng-
leiknum Söngvaseiði sem betur er
þekktur undir frumheitinu Sound of
Music. Ekki er áætlað að sýningar á
söngleiknum verði fyrr en í byrjun
mars. Söngvaseiður er eftir ein-
hverja þekktustu söngleikjahöfunda
nútímans, Richard Rogers og Oscar
Hammerstein. Hann naut mikilla
vinsælda á Broadway á sínum tíma
og ekki urðu vinsældir kvikmyndar-
innar, sem gerð var eftir söngleikn-
um, minni. Fékk sú kvikmynd mörg
óskarsverðlaun. í kvikmyndinni lék
Julie Andrews Maríu, unga stúlku
sem varð barnfóstra hjá Trapp-fjöl-
skyldunni. Á sviði Þjóðleikhússins
mun Margrét Pétursdóttir leika Mar-
íu og Jóhann Sigurðarson leikur
Trapp greifa. Börnin sex leika Stein-
unn Ólína Þorsteinsdóttir, Halldór
Vésteinn Sveinsson, Sigríður Ósk
Kristjánsdóttir, Gizzur Páll Gizzur-
arson, Álfrún Örnólfsdóttir, Heiða
Dögg Arsenauth og Signý Leifsdóttir.
Margir aðrir leikarar taka þátt í sýn-
ingunni, má þar nefma Ragnheiði
Steindórsdóttur, Örn Árnason, Helg-
uE. Jónsdóttur, Erling Gíslason,
Margréti Guðmundsdóttur og Bald-
vin Halldórsson. Leiks'tjóri er Brynja
Benediksdóttir. -HK
Ulf Adaker er þekktur sænskur
trompetleikari.
Djass:
Sænskurfrompet-
leikari í heimsókn
Sænski djasstrompetleikarinn Ulf
Adaker er kominn til landsins í
stutta heimsókn og mun leika í Púls-
inum annað kvöld. Adaker hefur
verið virkur í sænsku djasslífi í
meira en aldarfjórðung. Hann var
einn af stofnendum bræðingssveitar-
innar EGBA, sem hefur leikið víða
um heim. Þá hefur hann spilað lengi
í djasshljómsveit sænska útvarpsins.
Um þessar mundir spilar Ulf Adak-
er mikið með nýstofnaðri djasssveit,
Ballads, Standard & Blues, en í þeirri
sveit eru m.a. Pétur Östlund og
kontrabassaleikarinn sænski, Palle
Danielsson.
Þeir íslendingar, sem leika meö
Adaker á þriðjudagskvöldið, eru Pét-
ur Grétarsson, trommur, Eyþór
Gunnnarsson, píanó, Tómas R. Ein-
arsson, kontrabassa, og Sigurður
Flosason, saxófón.
Áhættu-
dreifing
á einum
stað
Hlutabréfasjóðurinn hf. hefur áhættudreifingu að leiðarljósi.
Félagið ver hlutafé sínu til fjárfestinga í hlutabréfúm og
skuldabréfúm traustra atvinnufyrirtækja.
Kaup einstaklinga á hlutabréfum í félaginu veita rétt til
skattalækkunar.
Hluthafar í Hlutabréfasjóðnum hf. eru nú 1330 og markaðsverð
hreinnar eignar félagsins er 425 milljónir króna.* Þar af er
markaðsverðmæti hlutabréfaeignar félagsins 323,7 milljónir króna
og skiptist þannig á einstök félög:
millj.kr. millj.kr.
Eimskip 71,0 Sjóvá/Almennar ... 5,3
Flugleiðir 75,6 Skagstrendingur .. .... 10,7
Hampiðjan 20,6 Skeljungur .... 49,2
íslandsbanki • 1,5 Tollvörugeymslan .... 11,0
EHF Alþýðubankans .. . 1,8 ÚA 0,5
EHF Iðnaðarbankans .. 10,0 Olís 3,8
EHF Verslunarbankans . 7,8 Faxamarkaður . . .. 1,5
Grandi 36,9
Olíufélagið 16,5 323,7
* Alllar tölur m.v. nóvembcr 1990.
Hlutabréf Hlutabréfasjóðsins fást hjá öllum helstu verðbréfafyrirtækjum landsins.
Útboð nýrra hlutabréfa er hafið. Útboðslýsing liggur frammi á sölustöðum.
HLUTABRÉFASJÓÐURINN HF.
Skólavörðustíg 12 - Sími 21677 - 101 Reykjavík.
Valið og haf nað
í „Ættfeðrum“
- Núpakots-Blesi er afi Þrastar frá Kirkjubæ
Til Alberts Jóhannssonar, hesta-
manns, Skógum:
Kæri Albert. Ég þakka þér fyrir
góða og efnislega gagnrýni á bók
mína „Ættfeður", sem kom út í
haust. Það er mikill fengur að
fræðilegum ritdómum um bækur,
sem eru á fræðilegu sviði. Allt of
oft hafa dómar um slíkar bækur
vaðið á súðum, en þinn dómur er
alveg laus við slíkt svo sem þín var
raunar von og vísa.
Tvö atriði, sem þú nefnir, kalla á&
útskýringar af minni hálfu. Hið
fyrra er valdið, sem þú segir rétti-
lega, að ég hafi tekið til að velja
hesta í bókina og hafna þeim. Eg
vil vekja athygli á, að þetta vald er
ekki framkvæmt eftir geðþótta,
heldur eftir formúlu, sem sagt er
nákvæmlega frá í formála bókar-
innar. Ég vil gera skarpan greinar-
mun á þessum tveimur tegundum
af valdbeitingu.
Þú saknar í bókinni nokkurra
nafngreindra hrossa frá þínum
heimaslóðum. Orsökin er ekki sú,
að ég telji þau lakari en önnur
hross, sem sluppu inn. Þau náðu
bara ekki inn samkvæmt formúl-
unni. Hún er sjálfsagt gölluð, en
eigi að síður betri en geðþótti. Hún
sleppir ýmsum afkomendum
Núpakots-Blesa í stétt kynbóta-
hrossa, en hún sleppir líka ýmsum
afkomendum annarra frægra stóö-
hesta. Ef Núpakots-Blesi fer hlut-
fallslega illa út úr þessu, stafar það
ekki af geðþótta mínum, heldur af
gallaðri formúlu minni. Gaman
væri að reyna að finna betri for-
múiu.
Skylt þessari útskýringu er, að
svo sérkennilega vill til, að formúl-
an kemur Sveipi frá Rauðsbakka
ekki inn í bókina á grundvelli ís-
lenzku ættbókarinnar, þar sem
hann hefur númerið 874, heldur á
grundvelli dönsku ættbókarinnar,
þar sem hann hefur númeriö 100.
Þess vegna er hann í bókinni ein-
kenndur með dlOO, en ekki 874, en
báðar tölurnar auðvitað gefnar upp
í skrá yflr fjölbókaða hesta.
Hitt atriðið er ættfærsla Kirkju-
bæjarhrossa, þar sem í nokkrum
tilvikum stangast á upplýsingar í
Ættbók og sögu og í Kirkjubæjar-
bók, sem einnig er sjálfri sér ósam-
kvæm. Eftir samtöl mín við Sigurð
Haraldsson í Kirkjubæ og Halldór
Jónsson frá Teigi, sem lengi var
bústjóri í Kirkjubæ, hef ég sums
staðar farið eftir Ættbók og annars
staðar eftir Kirkjubæjarbók. Hall-
dór Jónsson lagði sérstaka áherzlu
á, að ættfærsla mín á Þresti frá
Kirkjubæ sé hin rétta. Núpakots-
Blesi er því afi Þrastar og getum,
við báðir veriö sáttir við það.
Rétt er hjá þér, að ég skirrist við
að taka afstöðu til ágreiningsefna
eða torleysanlegra mála á borð við,
hver sé banamaður Stokkhólma-
Rauðs og hvað hafl gerzt í hesthús-
inu hjá Herði frá Kolkuósi á lands-
mótinu 1962. Ég sé bara enga leið
til útskýringar á þessum málum
og get ekki búið til lausn, sem ég
hef ekki.
Hins vegar hef ég tekið afstöðu í
ættfærslu Hrafns frá Holtsmúla,
Harðar frá Kolkuósi og Faxa frá
Árnanesi með því að velja á ákveð-
inn hátt í ættartré þeirra, en geta
annarra sjónarmiða aðeins í bókar-
texta. Það leynir sér heldur ekki,
að ég hef í slíkum tilvikum farið
eftir samþykktu bókhaldi, en ekki
ágætum kenningum, sem byggja á
líkum.
Ég vona, að þessir punktar út-
skýri fyrir þér ýmis sjónarmið, sem
ég hafði i huga, þegar ég setti sam-
an bókina um „Ættfeður" íslenzka
hestastófnsins. Að lokum vil ég
þakka jákvæðan og uppbyggilegan
ritdóm þinn, sem hefur orðið mér
til gagns og ánægju.
Jónas Kristjánsson