Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1990, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1990, Síða 16
16 MÁNUDAGUR 3. DESEMBER 1990. Spumirigm Bakarðu smákökur fyrir jólin? Eysteinn Steinarsson nemi: Líklega geri ég það. Mömmukökurnar baka ég alltaf. Ragnheiður Óladóttir verkakona: Voða lítið, svona þijár sortir. Elín Helga Steingrímsdóttir verka- kona: Já, ég baka svona ýmislegt sem ég lærði i húsmæðraskólanum. Elín Sigurðardóttir búkona: Já, já. Fullt af þeim. Margrét Anna Sigurðardóttir hjá tölvud. ríkissp.: Eitthvað smávegis en ég baka mörg hundruð laufa- brauðskökur. Sigríðnr Kjartansdóttir húsmóðir: Já, auðvitað. Gera það ekki allir? Lesendur Léttvln og bjór úr ATVR-búðum: Gamaldags verslunarhættir Stefán Guðmundsson skrifar: Ég vil byrja á að taka undir með Erlendi Jónssyni í lesendabréfi í DV fyrir nokkru þar sem hann leggur til aö með auknu verslunarfrelsi, sem tekur gildi í Reykjavík um næstu áramót, veröi létt af þeim hömlum sem nú gilda um afgreiðsluhætti á bjór og léttum vínum. - Nefnileéa að ríkið hætti að skikka fólk til að fara í sérstakar verslanir ÁTVR ef það vill kaupa nokkrar dósir af áfengum bjór eða flösku af léttu víni. Það er hárrétt að ríkiskassinn myndi einskis í missa þótt rýmkað yrði til með afgreiöslu á bjór og létt- víni og það selt t.d. í matvöruverslun- um. Og úr því að hluti þess sem rík- ið hefur einkasölu á, tóbakið, er selt í almennum verslunum því má þá ekki bæta þeim tegundum við sem eru hvað mest keyptar, bjórnum og létta víninu? Ég veit ekki betur en hefðin um að afgreiða ekki bjór og vín nema í sér- stökum verslunum ÁTVR hafi ein- mitt veriö rofin þegar verslun ein úti á landi fékk leyfi til að afgreiða þess- ar tegundir ÁTVR í venjulegri versl- un á staðnum. - Minnir meira aö segja aö hér hafi verið um að ræða barnafataverslun. Og allt virtist ganga eðlilega fyrir sig á staðnum þeim og engir urðu til að mótmæla. Eg er þess fullviss að meirihluti fólks vill að hér verði breyting á og fólki verði ekki lengur gert skylt að kaupa svo algenga neysluvöru sem bjór og léttvín er í sérstökum einok- unarútibúum ÁTVR. Eða erum við íslendingar svo gjörsamlega heillum horfnir í málum sem snúa að verslun og viðskiptum aö þetta eigi ekki hljómgrunn hjá ráðamönnum? - Mér finnst rétt að gefa þessu góöan gaum á þeim timamótum sem nú fara í hönd hér í höfuðborginni um rýmri afgreiðslutíma verslana. Tilraun er alla vega mikils virði. Það er í Olafsvik sem allt „gengur eðlilega" þótt vín sé afgreitt við hliðina á barnafatnaði. Harkan sex í „Leslampanum“ Benedikt Sigurðarson skrifar: í „Leslampanum", útvarpsþætti Friðriks Rafnssonar, laugard. 24. nóv. sl., fer Ingunn Ásdísardóttir afar hörðum orðum um hina nýju bók Einars Heimissonar, „Villikettir í Búdapest“. - Strax í upphafi pistils- ins þykir mér gæta mikillar ósann- girni í umsögn Ingunnar, t.d. þegar hún lýsir því yfir að bók Einars sé langt frá því að vera „nóbelsverk". - Eins og einhverjum heilvita manni dytti í hug að gera kröfu um það - að verki Einars annars ólöstuðu! Þá fullyrðir Ingunn að umrætt verk sé dauflegt og átakalaust með öllu, gjörsneytt tilfinningum og ástríðum. Persónurnar líði „ósnortnar" og „ósnertanlegar" í gegnum söguna. Þykir mér forvitnilegt hve mikla áherslu Ingunn leggur á vægi ástríðna í bókmenntum. -Loks hnýt- ir háttvirtur „dómari", þ.e. Ingunn, í gagnrýni sína þeirri.athugasemd, aö henni hafi þótt bókin svo leiðinleg að hún hafi þurft aö „beita sig hörðu“ til að komast í gegnum hana. Sannast sagna tel ég að „hörkutól- ið“ Ingunn hafi, þegar allt kemur til alls, og í raun og veru frá upphafi, tekið skakkan pól í hæðina. Hneigist ég fremur til að trúa því að einhvers misskilnings gæti í gagnrýni hennar en að óheilindi séu þar að verki. - Við lesningu „Villikattanna" hafi Ingunni einfaldlega orðið á í mess- unni; talið sig þurfa að „beita hörku“ í staö þess að gangast undir þá kröfu höfundar að leyfa hinum hárfínu til- finningum að njóta sín, bæði sínum eigin og þeim sem má finna í verkinu sjálfu. Aðal Einars sem rithöfundar er nefnilega að hluta til fólgið í lúmsk- um frásagnarhætti sem er látlaus á yfirborðinu en þrunginn tilfinning- um í djúpunum. Leikreglur lýðræðisins á Alþingi: Gilda þær eða gilda ekki? Jón Björnsson skrifar: Nú er um fátt frekar rætt en það hvort Sjálfstæðisflokkurinn muni heill og óskiptur standa að því að fella bráðabirgðalögin sem sett voru á BHMR-menn sl. sumar. Ásamt Kvennalistakonum og þeim þing- mönnum úr stjórnarliðinu sem hafa tjáð sig mótfallna setningu laganna myndi þessi hópur allur geta svipt ríkisstjórnina þeim lífdögum sem hún annars ætti eftir. - Leikreglur lýðræðisihs eru að sjálfsögðu þær að þingmeirihluti á Alþingi ráði úrslit- um mála. Oftar en ekki verðum við lands- Haföi ríkisstjórnin kannski aldrei meirihluta á Alþingi i upphafi? menn vitni að því að þegar mikilvæg mál eru til umfjöllunar á Alþingi og komið að kosningu um þau hverfa vissir þingmenn af vettvangi til að hliðra til fyrir framgangi mála eða til að fella þau. - Eru þetta leikreglur lýðræðisins? - Eru það leikreglur lýðræðis að þingmenn sem tilheyra löggjafarvaldinu (í hinu þrískipta valdakerfi lýðveldisins) standi einnig að framkvæmdavaldinu og jafnvel dómsvaldinu líka eins og raunin er hér landi? Nú er eftir að sjá hvort t.d. þing- menn Sjálfstæðisflokks kjósa sam- kvæmt sannfæringu sinni og fyrri ákvöröun, gegn bráðabirgðalögun- um eða hvort þeir bregðast skyldu sinni með því að stuðla að framgangi laganna á þingi. - Liggur ekki bein- ast við að fella ríkisstjóm sem þegar hefur setiö alltof lengi og hefur lík- lega aldrei haft meirihluta á þingi, fremur en hún hefur nú þegar kemur að því aö staðfesta bráðabirgðalögin meö kosningu á þingi? Bj. Stefánsson skrifar: Sumir segja aö nóg sé komið af harmatölum gyðinga um heims- styrjöldina síðari og ofsóknir nas- ista. Síðast sá ég skrif í Tímanum þar sem þessi skoðun kom sterk- lega fram. Vitnað var til sjón- varpsþáttanna Ófriður og örlög sem nú eru sýndir hér. - Ég vil minna á að gyðingar hafa fyrir einstakan dugnað og seiglu brotið af sér hlekki kúgunar og þjáninga og tekist aö hasla sér völl líkt og öðrum ber hér í heimi. - Hvað sem líður aðstöðu og framgangi gyðinga í bandarískum kvik- myndaverum skara myndir það- an svo fram úr öðrum að áhorf- endur hundsa að mestu kvik- myndir sem annars staðar eru framleiddar. ganga Alfreð hringdi: Það var broslegt að lesa um að tveir framámenn í Stéttarsam- bandi bænda, þeir Haukur HaU- dórsson bg Hákon Sigurgríms- son, væru strax famir aðnotfæra sér vettvang Evrópubandalags- ins og sameinast bændum í Evr- ópu sem nú mótmæla kröftuglega niðurskurði styrkja til landbún- aðar. - Þeir hafa líka látiö þau ummæli falla að islenskir bænd- ur eigi mikla samleið með EB. En hvað sem líður inngöngu okkar íslendinga í EB þá verða þeir félagar fyrstir til að fara i útigöngu á vettvangi sem tengist EB beint. - Með þátttökunni í mótmælagöngunni með bændum í Evrópu verða þeir fyrstir íslend- inga til að afhenda ályktun frá fúndi tugþúsunda manna til ráðamanna EB. - Geri aörir betur i samstöðunni með EB! Mismunandi verð O.S. skrifar: Þaö hefur löngum verið erfitt aö finna karlmannafót hér á góöu verði. Að vísu hafa sumar versl- anir selt karlmannafót á sann- gjömu verði en það hefur ekki þótt „fínt“ að nota slík fot þótt góö séu, miöað við lún sem skarta vissum „merkjum“. - Nú er svo komið að hinar ódýrari verslanir eru komnar með vönduð og falleg fót fyrir karlmenn og veröið er enn langt, langt fyrir neðan það sem hinar „finni“ verslanir bjóöa. Og núna eru stórmarkaðir einnig famir að bjóða hér fatnað á skaplegu verði, svo að eitthvað viröist vera að rofa til í þessu efni. - Verð er þó enn mjög mis- munandi og er eins gott aö athuga sinn gang ef maður vill vera praktiskur og borga ekki bara fyrir „merkið" eitt. Barnakabarett G.S. skrifar: Leikfélag Selfoss sýnir þessa dagana bamakabarettinn „Úti em ævintýri“. Ég fór með 3 litlar frænkur mínar, 3,4 og 5 ára, einn sunnudaginn og sátu þær allar alveg heillaðar og horfðu á valin atriði úr bestu barnaleikritunum, Kardimommuþænum, Dýrunum i Hálsaskógi, Karíusi og Baktusí, Línu langsokk, Rauöhettu og Öskubusku. Útkoman hjá þeim á Selfossi er hreint frábær. Alltaf eitthvað aö gerast á sviðinu. Fólk í sunnu- dagsferð til Selfoss gæti fundið hér skemmtilega tilbreytingu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.