Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1990, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1990, Qupperneq 6
6 MÁNUDAGUR 3. DESEMBER 1990. Fréttir___________________________________________________ Sjálfdauður eldislax settur í matvöruverslanir: Rúmlega fjögur tonn enn ófundin - taldi að heilbrigðiseftirlitið hefði eytt laxinum, segir yfirdýralæknir „Viö töldum aö heilbrigöiseftirlit Hafnarfjarðar heföi séð um aö eyða laxinum, enda var það ekki í okkar verkahring. Þaö heföi aldrei komiö til mála aö landbúnaðarráðuneytið heföi leyft útflutning á fískinum þar sem búiö var að dæma hann óhæfan til manneldis,“ segir Brynjólfur Sandholt yfirdýralæknir. Hollustu- vernd ríkisins tekur í sama streng og telur aö heilbrigðiseftirlit Hafnar- fjaröar hefði átt aö sjá um að -eyða laxinum þar sem hann var á yfir- ráðasvæöi þess. Rannsóknarlögregla ríkisins vinn- ur nú aö rannsókn á dreifingu á sjálf- dauðum, óneysluhæfum laxi sem komið hefur veriö á innanlands- markað. Jón Gestur Sveinbjörnsson, starfsmaöur hjá íslandsfiski hf., er talinn eigandi laxins en hann fékk tæp fimm tonn af honum hjá íslaxi á Vestfjöröum. Laxinn var fjarlægð- ur úr fiskeldisstööinni án vitundar landbúnaðarráðuneytisins en sam- kvæmt reglugerð þarf héraðsdýra- læknir eða fulltrúi hans aö vera á staðnum þegar fiskur er fjarlægður úr eldisstöð. Laxinum var síðan komið í verkun hjá Fiskverkunar- stöð í Hafnarfirði þann 27. september síðastliðinn. 720 kíló tekin úr verslunum Heilbrigðiseftirlitið í Hafnarfiröi fékk upplýsingar um að verið væri að vinna sjálfdauðan lax í vinnslu- stöðinni og var þegar í staö sett dreif- ingarbann á hann, enda samkværat reglugerð um fisksjúkdóma og fisk- eldi bannað að selja sjálfdauðan lax til manneldis. Á sama tíma voru landbúnaðarráðuneyti og Holliístu- vernd ríkisins látin vita af laxinum. Laxinum var síðan komið í geymslu í frystigeymslu í Hafnarfirði þar sem hann var geymdur þar til á þriðjudag í síðustu viku er Jón Gest- ur lét fjarlægja hann úr frystigeymsl- unni. Enginn veit hvað hefur orðið af laxinum. Lögreglan hefur fundið um 720 kíló af þeim tæpu fimm tonnum sem voru í frystigeymslunni og hafði hann verið reyktur. Auk þess hefur lögreglan og starfsmenn heilbrigðis- eftirlits fundið nokkurt magn af laxi sem eigandinn hafði gengið með í verslanir og boðið til sölu. Verslanir, sem höfðu keypt laxinn, höfðu pakk- aö honum í neytendaumbúðir undir eigin vörumerkjum. Búið var að fyrirskipa að eyða laxinum „Hollustuvernd ríkisins í samráöi við heilbrigðisráöuneytið ákvað þann 21. nóvember að laxinum skyldi eytt. Þann sama dag létum við Gest Björnsson, samstarfsmann Jóns Gestur Sveinbjörnssonar, vita af því símleiðis og sendum þeim síðar- nefnda bréf þar sem honum var skýrt frá málavöxtum. Þegar við komum á staðinn og ætluöum að íjarlægja lax- inn hafði eigandinn hins vegar fjar- Suðurland: Árni efstur hjá krötum Árni Gunnarsson alþingismaður mun skipa efsta sæti lista Alþýðu- flokksins á Suðurlandi fyrir næstu alþingiskosningar. Þetta var ákveðið á fundi kjördæmisráðs á Selfossi á laugardag. Annað Scétið mun skipa Þorbjörn Pálsson, bæjarfulltrúi í Vest- mannaeyjum. Tillaga frá Vest- mannaeyingum um að prófkjör færi fram meðal flokksmanna var felld á fundi kjördæmisráðs. At- kvæöi féllu þannig að Árni fékk 14 atkvæði í fyrsta sætið en Þorbjörn 13. Uppstillinganefnd vinnur nú að röðun í önnur sæti listans og mun hann liggja fyrir eftir tæpa viku. „Ég er mjög sáttur við þessi úr- slit, þetta er sterkur listi,“ sagði Þorbjörn Pálsson í samtáli viö DV. Alþýðuflokkurinn átti síöast þing- mann á Suðurlandi árin 1978-1983 en þá sat Magnús H. Magnússon á þingi fyrir flokkinn. -Pá lægt hann. Það var lögbrot af hans hálfu þar sem við vorum búnir að setja dreifingarbann á fiskinn og ekki mátti fjarlægja hann án okkar vit- undar,“ sagði Guðmundur H. Einars- son, framkvæmdastjóri heilbrigðis- eftirlits Hafnarfjarðar. „Á meðan laxinn var í frysti- geymslunni í Hafnarfirði var það í verkahring heilbrigðiseftirlitsins á staðnum að sjá um að eyða honum. Það var búið að gefa fyrirskipun um að fiskinum yrði eytt,“ segir Halldór Runólfsson hjá Hollustuvernd. - Hefði ekki verið eðlilegast að eyða fiskinum strax þar sem sjálfdauður lax er ekki talinn hæfur til manneld- is? „Jú, það má segja það. Menn voru hins vegar að skoða málið frá öllum hliðum. Eigandi laxins mótmælti því að honum yrði eytt og sagðist ætla að koma honum á erlendan markað. Hann kostaði svo sjálfur rannsókn á honum hjá Rannsóknarstofnun fisk- iðnaðarins sem taldi hann fullkom- lega óneysluhæfan. Á meðan var málið í biðstöðu," segir Halldór. -J.Mar Þeir tóku hraustlega til höndunum strákarnir i „löndunargenginu" á bryggj- unni á Dalvík þegar þeir voru að landa 96 tonnum af frosnum fiski úr togar- anum Blika EA-12. Þetta var síðasta veiðiferð togarans á árinu, kvótinn er búinn og skipið verður nú bundið við bryggju fram yfir áramót. DV-mynd GVA Málverk sem var sagt eftir Ásgrím Jónsson selt á 320 þúsund: Það er öruggt að myndin er alls ekki eftir Ásgrím - segja listmálaramir Pétur Friörik og Veturliði Gunnarsson Listmálaramir Pétur Friðrik og Veturliði Gunnarsson segja það ör- uggt að málverk, sem slegið var á 320 þúsund krónur á uppboði í Gallerí Borg, sem verk eftir Ásgrím Jónsson, sé ekki eftir hann. Þeir segja aö Axel Einarsson hafi málað myndina. Hér er um að ræða ómerkt olíumálverk, 64x102 cm aö stærð, og heitir Fagur- hólsmýri Öræfi. Hátt í eitt hundraö myndir seldust á uppboðinu og var umrætt verk slegið á fimmta hæsta verðinu. „Myndin, sem seldist, er máluð á hessianstriga - nokkuð sem Ásgrím- ur málaði aldrei á. Hann notaði alltaf bestu fáanlegu léreftin og litina. Auk þess var myndin sem seldist máluð yfir aðra mynd. Það sést á yfir- breiðslu á blindramma. Ásgrímur var á Fagurhólsmýri árið 1911 en þessi mynd er máluð í kringum stríðsárin," sagði Pétur Friðrik í samtali við DV en hann er talinn þekkja manna best til handbragðs og verka Ásgríms Jónssonar. „Hér er um misskilning að ræða ' sem verður að leiðrétta. Það veröur að fá sérfræðinga til að skera úr um svona vafaatriði og rannsaka vott- orðið sem fylgdi með myndinni. Við viljum ekki að það sé veriö aö bendla nafn vinar okkar við verk sem eru alls ekki eftir hann. Kaupendur eiga heldur ekki að sitja uppi með verk eftir allt aöra höfunda en þeir töldu sig vera að borga offjár fyrir,“ sagði Veturliði Gunnarsson. Úlfar Þormóðsson hjá Gallerí Borg segir að enginn íslenskur málari viti eins mikið um verk Ágríms Jónsson- ar og Pétur Friðrik. „Verkiö kom hingað í hús ómerkt sem Ásgríms- mynd. Þegar myndir koma ómerktar látum við listfræðinga líta á þær. í þessu tilfelli sögðu þeir aö margt benti til.að þetta væri Ásgrímsmynd. Á sýningunni og sjálfu uppboðinu gerðum við grein fyrir því að uppi væru efasemdir um að myndin væri eftir Ásgrím og væri hún jafnvel tal- in vera eftir Axel Einarsson. Síðan lásum við upp eftirfarandi staöfest- ingu frá fyrri eigendum: „Björn Bogason, bókbindari frá Brennistöð- um í Borgarfiröi, fæddur 1888, fór með mig, Kristínu Björnsdóttur, fædda 1920, til Ásgríms Jónssonar í kringum 1930 og keypti myndina fyr- ir sitt heimili. Faðir minn gaf mér síðan myndina í brúðargjöf 14.11. 1947 og hefur myndin verið í minni vörslu síðan." Úlfar segir að ef myndin hefði ver- ið merkt Ásgrími hefði hún veriö slegin á meira en eina milljón króna. Hann segir að kaupandinn hafi gert sér fulla grein fyrir ofangreindum efasemdum - eigi að síður hafi hann hlegið aö þeim staðhaefmgum að myndin væri ekki eftir Ásgrím. -ÓTT Sandkom dv Hraðametið Ólafsfirðing- arerufrægir . fyrir jiaðaöaka greittíólafs- íjarðanmilan- : um, svp hratt aðöörum veg- : : farendum sumduroft ekki ásamaogent stjarfiraf hræðsluaö mætaþcimjiar. Heýrsthefurað oft hafi Ólafsfirðingar efnt til hrað- aksturskeppni milli Ólafsfj arðar og Dalvíkur um Múlann og mun metið á þessari „sérleið" vera 7 minútur, Vegalengdin erhins vegar um 19km og meðalhraði methafans mun því hafa verið um 160 km á klukkustund! Þætti það alveg þokkalegur meðal- hraði áhraðbrautum erlendis en veg- urinn um Múlann er alls engin hrað- braut og margir þora varla að aka þar um þótt farið sé löturhægt. Æft í göngunum Þetta hraða- met verðurör- ugglégaekki: slegið.þóékki sénemavegna. þessáðnúeru jarðgöhgirií Múlanumnær tUbúiníyrir umferðog Múlavegurinn 1: lieyrir jja sog- unnitU. Ungir Ólafstirðingar munu hins vegar hafa stolist til aö halda, ,hraðakstursæfingar“ í göngunum og segja heimildir að sá sem þar hefur náð mestum hraða hafi geyst í bfl sínum eftir göngunum á um 170 km hraða. Þarna var ungur ökumaður á ferð ogþarf ekki aö velta vöngum yfir því hvað hefði hent hann hefði hann misst stjórn á bíl sínum á „æfingunni". Vonandi sjá menn þó að sérþannig að göngin verði ekki sly sagildra fyrir þá sem hafa áhuga á að keyra um þau eins og venj ulegir ökumenn. Wevorum just... „Wevorum justklæóing okkuruppbe- fore wiögoto Grensásvídeó" segiriauglýs- inguídag- skrártímarit- inu Bergtnáii semnýlegahóf göngusína. Myndaf„pari" semeruppá- klættogfintog fallegt fylgir þessum auglýsingatexta frá myndbandaleigunni og vissulega vekur þessi texti auglýsingarinnar athygli. Þar með má e.tv. segja að tilganginum sé náð. Hitt er annað að afskaplega er það hallærislegt að geta ekki náð aíhygli lesenda án þess að bjóðaupp á slíka „samsuðu" og Berg- máli lítt til sóma aö bjóða lesendum sínum upp á þvílikan „leir". Ekki klofið þar Það gengúr : ekkiandskota- laustaðkoma samanfram- bóðslístumfyr- irkosningarn- arnæstavor eðahvenær semþærnú verða. Fraigur erorðlnn klofningur framsóknar- manna í Reykjavlk, alhr þekkia illindin í Al- þýðubandalaginu, þá er kominn upp mikill ágreiningur ínnan Þjóðar- flokksins og ekki gengur allt hávaða- laust hjá hinum flokkunum og flokksbrotunum þótt ekki hafi soöið upp úr enn sem komið er. Menn þurfa þ ví ekkert að láta sér bregða þótt fram eígi eftir að koma einhver kloth- ingsframboð. Ekki heyrist þó um nein stórátök innan Kvennalistans. Umsjón: Gylfi Kristjánsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.