Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1990, Side 36

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1990, Side 36
44 MÁNUDAGUR 3. DESEMBER 1990. í* > ÆSKAN Sími17336 UNGLINGABOKIN IAR! Jarðarfarir Tilkyiniingar Merniing stjórn Ronalds V. Turner. Sungnir veröa jólasálmar, upplestur og fleira. Félags- konur fjölmenni og taki með sér gesti. Munið eftir jólapökkunum meö máls- háttum. Góðar veitingar. Ný Ijóðabók Út er komin ljóðabókin „Rjálað við rím og stuöla" eftir Valdimar Lárusson leik- ara og er höfundur sjálfur útgefandi. Prentun og kápugerð annaðist Prentrún hf. en um bókband sá Félagsbókbandið „Bókfell". Dreifmgu annast höfundur sjálfur s. 42123 og Bókaverslunin Veda, Hamraborg 5, Kópavogi. Efni bókarinnar spannar yfir langan tíma eða frá árinu 1936- til ársins 1990 og má skipta því í þrjá meginkafla: Vangaveltur um lífið og tilveruna. Ljóð gerð við ýmis tækifæri, um vini og kunningja og ljóð þar sem farið er inn á óhefðbundið ljóðform, ásamt nokkrum lausavísum i hefðbundn- um stíl. Leiörétting: Spíralarenekki spítalar Prentyilla var í fyrirsögn á mynd- listargagnrýni Aöalsteins Ingólfs- sonar í DV á laugardaginn. í fyrir- sögn stóð „Spítalar og hvirfmgar" en átti að vera „Spíralar og hvirfingar". Beðist er velvirðingar á mistökun- um. Dandalaveður HALTU MÉR — SLEPPTU MÉR — pottþétt unglingabók eftir metsöluhöfundinn Eðvarð Ingólfsson Spennandi unglingabók um Eddu og Hemma, 16 og 17 ára. Þau kynnast af tilviljun. Þaö veröur ást viö fyrstu sýn — barn og sambúö... En lífiö er ekki alltaf dans á rósum. Þegar á reynir kemur í Ijós hve sam- bandiö er sterkt. Það veröur ekki bæöi sleppt og haldiö. HALTU MÉR - SLEPPTU MÉR — bókin sem unglingarnir biðja um ! Minningarkort minningarsjóðs sr. Páls Sigurðssonar til styrktar Hólskirkju í Bolungarvík fást hjá formanni Bolvíkingafélagsins, s. 52343. Háskólafyrirlestur Mogens Koktvedgaard, prófessor við Kaupmannahafnarháskóla, heldur fyrir- lestur á vegum lagadeildar Háskóla ís- lands mánudaginn 3. desember kl. 11 í stofu 103 í Lögbergi, húsi lagadeildar. Fyrirlesturinn verður fluttur á dönsku og nefnist Immaterialrettens udvikling og aktuelle problemer. Prófessor Koktvedgaard er víðkunnur fræöimaður og hefur ritað nokkrar bækur um efni á sviði hugverka- og einkennaréttar, m.a. um einkaleyfi. Auk þess liggja eftir hann fjölmargar fræðigreinar í tímaritum. Honum var boðið hingað til fyrirlestra- halds í tilefni af því að nú liggur fyrir Alþingi frumvarp til laga um einkaleyfi. ITCdeildinÝr heldur jólafund J dag, 3. desember kl. 20.30 að Síðumúla 17. Fundurinn er öllum opinn. Upplýsingar gefá Anna s. 611413 og Vigdís s. 667622. 4. félagsfundur JC Nes verður haldinn í JC-heimilinu, Laugavegi 178, mánudaginn 3. desember, kl. 20.30. Gestur fundarins veröur Haukur Har- aldsson, leiðbeinandi hjá Stjórnunarfé- laginu. „Trendsin science education" Prófessor Everett Follette heldur opin- beran fyrirlestur á vegum Félagsvísinda- deildar Háskóla íslands þriðjudaginn 4. desember kl. 17.15 í Odda, stofu 101. Próf- essor Follette Qallar um kennslu náttúru- fræðigreina og fyrst og fremst um þær kennsluaðferðir sem hann telur skyn- samlegt að beita. Hann nefnir fyrirlestur- inn „Trends in science education". Próf- essor Follette er frá South Dakota í Bandaríkjunum og dvelur hér á vegum Fulbright-stofnunarinnar og Félagsvís- indadeildar Háskóla íslands. Fyrirlestur- inn verður fluttur á ensku og er öllum opinn. . Tengsl rannsókna og atvinnu- lífs Þriöjudaginn 4. desember kl. 17 mun Se- bastian Dworatschek, prófessor við há- skólann í Bremen, flytja opinn fyrirlestur á vegum Rannsóknarráðs ■ ríkisins og Endurmenntunarnefndar Háskólans um Tengsl rannsókna og atvinnulífs: Stefnu- markandi áætlanagerð fyrir rannsóknar- og þróunarstarfsemi - og áhrif hennar á aukinn liagvöxt. Á undan fyrirlestri hans mun rektor Háskóla íslands, prófessor Sigmundur Guðbjarnason, flytja stuttan inngang. Fyrirlesturinn verður haldinn í Tæknigarði Háskóla íslands við Dun- haga 5 og er öllum opinn. Að loknum fyrirlestrinum, sem fluttur verður á ensku, verða almennar umræður og fyr- irspurnir. Kvenfélag Laugarnessóknar heldur jólafund í safnaðarheimilinu mánudaginn 3. desember kl. 20 og hefst hann með helgistund í kirkjunni. Bjöllu- kór Laugarneskirkju kemur fram undir í gær var nýtt leikrit eftir Jónas Árnason leiklesið á Litla sviöi Borgarleikhússins. Jónas hefur aflað sér mikilla vinsælda fyrir fyrri leikrit sín og augljóst var af aðsókninni á leiklesturinn að menn bíða eftirvænt- ingarfullir eftir nýju verki úr smiðju hans. Eins og venjulega, þegar fjallað er um leiklestur, er ástæða til að taka fram aö þar er ekki um fullmótaða leiksýningu að ræða heldur einungis samlestur, eins konar kynningu eða prufukeyrslu. Þó að um alveg nýtt verk, jafnvel verk í mótun, sé að ræða getur leik- lesturinn engu að síður gefið áhorfendum allgóða hug- mynd um efnistök og persónur leikritsins og höfundi vísbendingar um framhald vinnslunnar. í Dandalaveöri segir frá persónum og samfélagi í Málmey, eyju norður í hafi á fyrstu árunum eftir stríð. Þar ber fátt til tíðinda og menn taka því sem að hönd- um ber með heimspekilegri ró. Það er einna helst að hitni í kolunum á hreppsnefndarfundum en þá mæt- ast líka stálin stinn þegar þeim lendir saman, Rakel sterku og óðalsbóndanum, sem öllu vill ráða. Hann er stórlaxinn í samfélaginu og hefur án þess að spyrja kóng eöa prest látið óþekktum aðkomu- manni eftir afnot af faktorshúsinu, landspildu og hluta strandlengjunnar gegn því aö hann borgi íbúunum ríflega fyrir. Þessi ókunni maður er dularfullur mjög og greini- lega eitthvað í ætt við leigjandann hannar Svövu Jak- obsdóttur. Hann hefur engin afskipti af eyjaskeggjum, utan einni konu á síðkvöldi, en siglir þess í stað ókunnra erinda út um allan sjó og dregur til lands netakúlur og baujur sem-hann finnur úti í ballarhafi. Almennt er álitið að hann sé sérvitur listamaður sem hafi sérstaka velþóknun á öllum hnöttóttum hlutum en þegar hann dregur tundurdufl til lands og ieggur því í fjöruna vandast málið og sýnist sitt hverjum um það hvaö gera skuli. Ógnin í flæðarmálinu veldur íbúunum ugg og það er ljóst að hvenær sem er getur þarna orðið ægilegt slys. Frammámenn samfélagsins eru ekki líklegir til stór- ræða. Presturinn hefur ekki ýkja mikinn áhuga á starfi sálusorgarans en er hins vegar eindæma laginn við vélar. Hann unir sér best við aö dytta að bátnum sínum og bregður sér bara í skinnbrók utan yfir hemp- una, ef svo vill verkast. Oddvitinn fer sér hægt við embættisstörfin og hrepp- stjórinn er bæði heyrnarlaus og sljór svo það kemur í hlut kvennanna á staönum að andæfa. Það eru þær sem að lokum taka málin í sínar hendur, enda eru kvenpersónurnar í verkinu sýnu driftugri og mann- borulegri en karlarnir. Nafn leikritsins, Dandalaveður, vísar til þess að nokkrum sinnum er minnst á það hvað veðrið sé gott en þó dylst engum að ólíklegt er að það endist. Bækur Eðvarðs Ingólfssonar hafa verið söluhæstu unglingabæk- urnar undanfarin ár. Bók hans, Sextán ára í sambúð, seldist best allra bóka 1985. Eðvarð hlaut verðlaun Skólamálaráðs Reykjavíkur fyrir bestu frumsömdu barnabókina 1988, Meiriháttar stefnumót UÓSNÆMI: 7 LUX — AÐDRÁTTAR- LINSA: 8 x ZOOM — SJÁLFVIRKUR FOCUS — TÍMA- OG DAGSETNINGAR- MÖGULEIKAR ^TITILTEXTUN: 5 LITIR — LENGD UPPIÖKU: 90 MÍNÚTUR — RAF- HLAÐA/HLEÐSLUTÆKI/MILLISNÚRA FYR- IR SJÓNVARP OG MYNDBANDSTÆKI — VEGUR AÐEINS: U KG. SÉRTILBOÐ KR. 64.950,- stgr. QB Afborgunarskilmálar [g) VÖNDUÐ VERSLUN Myndin er tekin þegar æfingar stóðu yfir á upplestrin- um á Dandalaveðri. Leiklist Auður Eydal Ef vilji er fyrir hendi má lesa út úr verkinu aðvörun við ógnun mengunar og umhverfisslysa og ádeilu á þá sem fljóta sofandi að feigðarósi, selja land og láta stundarhag ganga fyrir öðru. En inntak verksins er ekki sett fram í prédikunartóni eða sett upp í gamla vandamálarammann. Öðru nær. Textinn er íbygginn og smellinn og sindrar af hnyttn- um tilsvörum og mannlegri hlýju. Samtölin eru að vísu oft æöi löng, sérstaklega í upphafi verksins en þau eru bara svo bráöskemmtileg að þaö þarf að líta á klukkuna til þess að taka eftir því. Jafnvel í leiklestrinum kom vel fram að í verkinu er efnað í ýmsar eftirminnilegar persónur. Margir góðir leikarar lásu textann með Gísla Halldórsson í broddi fylkingar í hlutverki sóknarprestsins. Litla samfélagið í Málmey (þar sem flestar persónur bera Biblíunöfn) er spegilmynd þjóðfélagsins í heild. Enda þótt höfundur velji því tíma fyrir allmörgum árum er hægt að lesa út úr því fjölmargar vísanir til ástands mála í dag og það er ekki að efa að þetta verk á eftir að sjást fullbúið á sviði. Leiklestur á Litla sviði Borgarleikhússins: Dandalaveður Höfundur: Jónas Árnason Leikstjóri: Jón Sigurbjörnsson Leiklestur: Gisli Halldórsson, María Ellingsen, Hallmar Sig- urðsson, Valgerður Dan, Steindór Hjörleifsson, Saga Jóns- dóttir, Sigurður Skúlason o.fl. Jóhanna Theodóra Bjarnadóttir, Hamraborg 18, Kópavogi, er lést að- faranótt 30. nóvember, verður jarð- sungin frá Fossvogskapellu miðviku- daginn 5. desember kl. 10.30. María ísafold Emilsdóttir 'verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 4. desember kl. 13.30. Ágúst Ingvarsson bifvélavirki, Hraunbraut 38, Kópavogi, sem lést í Borgarspítalanum miðvikudaginn 28. nóvember, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 4. desember kl. 15. Guðný Þorsteinsdóttir, Karfavogi 28, veröur jarðsungin frá Langholts- kirkju þriðjudaginn 4. desember kl. 13.30. Ægir Þ. Guðmundsson lést 25. nóv- ember. Hann fæddist í Reykjavík 28. september 1951, sonur hjónanna Guðmundar Bjarnasonar og Sigur- rósar Rósinkransdóttur. Síöasta ára- tuginn var akstur aðalstarf Ægis. Hann kvæntist Guðfinnu Friðbjörns- dóttur, en þau skildu eftir nokkurra ára sambúð. Þau eignuðust tvö börn. Útför Ægis verður gerö frá Lang- holtskirkju í dag kl. 13.30. V ^ OLYMPUS VIDEOröKUVÉLAR ALSJÁLFVIRKAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.