Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1990, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1990, Síða 11
MÁNUDAGUR 3. DESEMBER 1990. 11 Utlönd Saddam Hussein biður um f rest Saddam Hussein íraksforseti hvatti í gær Bandaríkin til aö lofa því að ráðast ekki á íraka fyrr en í marslok. Yfirvöld í Bandaríkjunum sögðu hins vegar að þau myndu ekki semja um neitt slíkt við hann. Degi eftir að írakar þáðu boð Bandaríkjamanna um beinar við- ræður minnkuðu aftur vonir manna um að Persaflóadeilunni myndi brátt ljúka. James Baker, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sem fer til Bagdad eftir miðjan desember, sagði að einu „laun“ Saddams fyrir að kalla heim herlið sitt frá Kúvæt yröu þau að hann slyppi við árás Banda- ríkjamanna. Saddam sjálfur taldi jafnmiklar líkur á friði og stríði og sagði að boö sitt um að láta alla gísla lausa frá 25. desember til 25. mars væri komiö undir loforði Banda- ríkjamanna um að gera ekki árás á meðan. Fyrrum utanríkisráöherra Banda- ríkjanna, Henry Kissinger, sagði í gær að viöræður Bakers við Saddam Hussein gætu orðið til þess að reka fleyg í samstöðuna gegn írökum. Sagði Kissinger að þessar viðræður gætu orðið til þess að hvetja aðrar þjóðir til að ræða einslega við íraka. Þrír norskir gíslar, sem komu í nótt til Moskvu frá Bagdad, sögðu í viðtali við fréttamann NTB-frétta- stofunnar norsku aö allar sendi- nefndirnar, sem heimsótt hefðu Bagdad og Iraksforseta, hefðu senni- legt orðið til þess aö lengja krepp- una. Tilraunir sendimannanna til að fá látna lausa gísla heföu líklega einnig leitt til þess að erfiöara sé fyr- ir alla aðra að fá heimfararleyfl. Tveir Svíar í írak hafa emrfekki fengið vegabréfsáritun úr landi. ír- ösk yfirvöld segja að þeir verði að ljúka umsömdum verkefnum í landinu en þeir hafa fengið tilkynn- ingu frá vinnuveitanda sínum í Sví- þjóð um að ekki megi brjóta við- skiptabannið gegn írak. Reuter, NTB og TT Hnefaleikakappinn Mohammed Ali með bandariska gísla sem honum tókst að fá látna lausa. Alls kom Ali með fimmtán bandaríska gisla frá írak til Amman í Jórdaníu um helgina. Simamynd Reuier ASKOASEA Mögnuð þvottavél með maraþonendingu Nýju ASKO-ASEA þvottavélarnar nota 50% minna vatn, 25% minni sápu og spara orku. ASKO-ASEA býður einnig upp á nýtt og betra skolkerfi sem tryggir bestu hugsanlegu skolun og 1300 snúninga vinding á mínútu skilar sumu af tauinu nánast strauþurru. ASKO-ASEA er líka sú hljóðlátasta, aðeins 44 dB (A) meðan hún þvær. Þú velur um framhlaðnar eða topphlaðnar vélar. Gæðin eru þau sömu. ASKO-ASEA nafnið er trygging fyrir fyrsta flokks vöru og sannkallaðri maraþonendingu. jFOmx Hátúni 6a • Sími 91-24420 Útvarpsklakkur i míklu úr- valí. Verð frá kr. 1.980,- Vasaútvarp með hátalara og eymatöppum. Verð kr. 1.980,- Ferðaútvörp fÝrír rafmagn og rafhlöður. Verð frá kr. 690,- Biltæki með kassettu. Verð kr. 6.530,- í\daio Armúla 38, símar 31133 og 83177, Tölvusegulband. Verð kr. 3.690,- Bama- og unglíngahljómborð. Verð frá kr. 2.870,- Vasadiskótaeki, með og án útvarps. Verð frá kr. 1.790,- Vönduð stereoferðaútvörp með kassettu. Verð frá kr. 5.980,-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.