Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1990, Síða 32
40
MÁNUDAGUR 3. DESEMBER 1990.
Smáauglýsingar
Chevrolet Blazer 1987. Stórglæsilegur
nýyfirfarinn Blazer ’87, sjálfskiptur,
nýtt lakk, ný dekk og fl. Vel með far-
inn, í toppstandi. Greiðslukjör. Vs.
43911 og hs. 72087.
Mazda 626 2000 GLX 5D HB, árg.
til sölu, sjálfskiptur, vökvastýri og
raímagn í öllu, fallegur, steingrár,
ekinn 79 þús. km, verð 580 þús., skipti
á ódýrari og/eða skuldabréf. Upplýs-
ingar í síma 91-37358.
Tll sölu Nissan Pathfinder Terrano, árg.
1990, 4ra dyra, V6-30 sjálfskiptur. Nýr
bíll. Uppl. í síma 92-12734.
Dodge Ramcharger, árg. ’85,. ekinn 26
þús. km, upphækkaður, nýir dempar-
ar, cruisecontrol, kastarar, loftlúga,
kæling o.fl. Gott verð, góð stað-
greiðsla. Upplýsingar á Bílasölunni
Bilaporti, sími 91-688688.
Til sölu Toyota Corolla GTi, 5 dyra,
svartur, 5 gíra, sóllúga, central, álfélg-
ur, árg. ’88, ekinn 51 þús., jólabíllinn
í ár. Til sýnis og sölu hjá Nýju Bíla-
höllinni, Funahöfða 1, sími 672277.
FEIAG
BLDEI
BORGARA
Félag eldri borgara í Reykjavík
og nágrenni
Umræðufundur um lífeyrismál aldraðra verður
haldinn miðvikudaginn 5.12. kl. 20.30 að Hverfis-
götu 105.
Benedikt Davíðsson hefur framsögu um lífeyrismál
frá almannatryggingum og greiðslur eftirlauna frá líf-
eyrissjóðum.
Fréttir
Heimsmeistaraeinvígið í skák:
Sleppur Karpov
með skrekkinn?
Áskorandinn Anatoly Karpov
þótti hafa heppnina með sér í 16.
einvígisskákinni sem tefld var í
Lyon um helgina. Skákin hófst á
laugardaginn og Kasparov, sem
stýrði hvítu mönnunum, beitti
Skoska leiknum öðru sinni í ein-
víginu. Eftir vafasama peðsfórn
Karpovs náði Kasparov yfirburð-
arstöðu og þrátt fyrir harðvítuga
mótspymu Karpovs voru sérfræð-
ingar á einu máli um að hann
myndi bíða lægri hlut. Kasparov
urðu hins vegar á slæm mistök í
tímahrakinu rétt fyrir 40. leik og í
biöstöðunni átti Karpov ágæta
jafnteflismöguleika. Biðskákin var
síðan tefld í gær og eftir rúmlega
60 leiki var staða Karpovs orðin
mjög viðsjárverð en honum tókst
að halda í horflnu og eftir 89 leiki
og 6 klst. setu fór skákin í bið í
annað sinn í jafnteflislegri stöðu.
Hvítt: G.Kasparov
Svart: A.Karpov
Skoski leikurinn 1. e4 e5 2. Rf3
Rcfi 3. d4 exd4 4. Rxd4 RfB 5. Rxc6
bxc6 6. e5 De7 7. De2 Rd5 8. c4 Rb6
Karpov er fyrr til þess að bregða
út af 14. skákinni þar sem hann lék
8. -Ba6.
9. Rd2 De6 10. b3 a5 11. Bb2 Bb4 12.
a3 Bxd2+ 13. Dxd2 d5?!
Traustara var 13. -0-0.
14. cxd5 cxd5 15. Hcl 0-0?
Karpov telur þann kost vænstan
að gefa peö en eins og framhaldið
leiðir í ljós'fær hann litlar sem
engar bætur fyrir það.
16. Hxc7 Dg6 17. f3 Bf5 18. g4! Bbl
Svartur mátti ekki leyfa 19. Bd3
19. Bb5 Ha-c8 20. Hxc8 Hxc8 21. 0-0
Kasparov hefur tekist að hrekja
peðsfóm Karpovs með markvissri
taflmennsku og stendur nú með
pálmann í höndunum. Auk þess að
vera sælu peði yfir þá hefur hann
virkari stöðu og það ætti aðeins að
vera tæknilegt atriöi hjá honum að
innbyrða vinninginn.
21. -h5 22. h3 hxg4 23. hxg4 Bc2 24.
Dd4 De6 (24. -Bxb3? 25. e6!) 25. Hf2
Hc7 26. Hh2 Rd7
Svartur gat ekki með góðu móti
tekið peðið á b3, hvorki í síðasta
leik né leiknum þar á undan, vegna
Skák
Elvar Guðmundsson
svarsins Bd3! og svartur á úr vöndu
að ráða.
27. b4 axb4 28. axb4 Rf8 29. Bfl Bb3
30. Bd3 Bc4 31. Bf5 De7 32. Dd2 Hc6
33. Bd4
Þegar hér var komið í sögu átti
hvor keppanda u.þ.b. 5 mínútur til
þess að ljúka 7 leikjum. Hvítur hót-
ar nú að dobla á h-línunni með Hh3
ásamt Dh2, slæmt væri nú 33. -Re6?
vegna 34. Hh8 + ! Kxh8 35. Dh2 +
og hvítur mátar.
33. -Ha6 34. Bbl Ha3 35. Hh3 Hb3 36.
Bc2 Dxb4 37. Df2 Rg6
Hvítur hótaði 38. Dh4. Nú getur
hvítur tryggt sér vænlega stöðu
með 38. Bxb3, t.d 38. -Dxb3 39. Dd2
eða 38. -Bxb3 39. De3 og í báðum
tilvikum hefur svartur ónógar bæt-
ur fyrir skiptamuninn. í næsta leik
leikur Kasparov hins vegar af sér
peði.
38. e6? Hbl + ! 39. Bxbl Dxbl+ 40.
Kh2 fxe6 41. Db2
Biðleikurinn. í endataflinu, sem
nú kemur upp, hefur svartur peð
upp í skiptamun og að því er virð-
ist allþokkalega jafnteflismögu-
leika.
41. -Dxb2+ 42. Bxb2 Rf4 43. Hh4 Rd3
44. Bc3 e5 45. Kg3 d4 46. Bd2 Bd5 47.
Hh5 Kf7 48. Ba5 Ke6 49. Hh8 Rb2 50.
He8+ Kd6 51. Bb4+ Kc6 52. Hc8+
Kd7 53. Hc5 Ke6 54. Hc7 g6 55. He7+
Kf6 56. Hd7 Ba2 57. Ha7 Bc4 58. Ba5
Bd3 59. f4 exf4+ 60. Kxf4 Bc2 61.
Ha6+ Kf7 62. Ke5 Rd3+
Ekki gekk 62. -d3 63. Ha7+ Ke8
64. Kf6 með hótuninni 65. He7 +
KfB 66. Hd7 og svartur er glataður.
Eftir textaleikinn vinnur hvítur
d-peðið og í þessari stöðu voru flest-
ir sérfræðingar í Lyon farnir að spá
heimsmeistaranum sigri en
Karpov er háll sem áll og í fram-
haldinu tekst lionum á ótrúlegan
hátt að verja svörtu stöðuna.
63. Kxd4 Rf2 64. g5 Bf5 65. Bd2 Ke7
66. Kd5 Re4 67. Ha7+ Ke8 68. Be3
Rc3+ 69. Ke5 Kd8 70. Bb6+ Ke8 71.
Hc7 Re4 72. Be3 Rg3 73. Bf4 Rh5 74.
Ha7 Kf8 75. Bh2 Rg7 76. Bgl Rh5 77.
Bc5+ Kg8 78. Kd6 Kf8 79. Bd4 Bg4
80. Be5 Bf5 81. Hh7 Kg8 82. Hc7 Kf8
83. Kc6 Kg8 84. He7 Kf8 85. Bd6 Kg8
86. He8+ Kf7 87. Re7+ Kg8 88. Be5
Kf8
í þessari stöðu lék hvítur (Ka-
sparov) biðleik. Þrátt fyrir mjög
svo óvirka stöðu hjá svörtum, þar
sem riddarinn á h5 á engan reit og
kóngurinn er „skorinn af‘ upp á
áttundu línu, virðist ekki nokkur
leið fyrir hvítan að gera sér mat
úr liðsyfirburðum sínum. Biðskák-
in verður tefld áfram á þriðjudag-
inn og þá kemur í ljós hvort aðstoð-
armönnum Kasparovs tekst að
finna einhvern leyndan vinning í
stöðunni.
-eg
Austurland:
Séra Gunnlaugur efstur hjá krötum
Séra Gunnlaugur Stefánsson,
sóknarprestur á Heydölum í Breiðd-
al, mun skipa efsta sætið á hsta Al-
þýðuflokksmanna á Austurlandi í
komandi alþingiskosningum. Þetta
var ákveöið á kjördæmisþingi Al-
þýðuflokksins á Reyðarfirði um
helgina.
Annað sæti listans skipar Her-
mann Níelsson, íþróttakennari á Eg-
ilsstööum, og þriðja sætið Magnhild-
ur Gísladóttir, húsmóðir á Horna-
firði.
-Pá
Mætið vel.
Stjórnin
TORRENT
RENNIBEKKIR
IÐNVÉLAR OG TÆKI
I & T HF.
SMIÐSHÖFÐA 6 - S. 674800
„Þrasarar“ á ferðinni á Akureyri
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
„Það var mjög mikil ölvun í bæn-
um um helgina. Það var hins vegar
ekki mikið um slagsmál og þess hátt-
ar en mikið af þrösurum á ferð-
inni,“ sagði varðstjóri hjá lögregl-
unni á Akureyri um ástandið þar í
bæ um helgina.
Lögreglan hafði í mörg horn aö líta
og útköll voru mjög mörg. Allt gekk
þó stórslysalaust fyrir sig. Þrír voru
hins vegar teknir fyrir ölvun við
akstur og nokkrir fengu að gista
fangageymslur vegna ölvunar.
Smáauglýsingar - Sími 27022 Þverholti 11
Ýmislegt
Skemmtariir
Þjónusta
Feröaklúbburinn
4x4
Wrodboy-plus
Ferðaklúbburinn 4x4, félagsfundur
verður í kvöld kl. 20.30 á Hótel Loft-
leiðum. Fundarefni 1. almenn félags-
mál. 2. Benedikt Eyjólfsson (Benni)
kynnir ýmsar nýjungar af tækjum og
búnaði fyrir jeppa. 3. önnur mál. Fé-
lagar og annað áhugafólk velkomið.
Stjórnin.
Leigjum út gólfslípivélar f/parket-,
stein- og marmaragólf og dúka. Til-
boðsv. A & B, Bæjarhr. 14, s. 651550.
Steggjapartí og skemmtanir
um land allt! íslenska fatafellan
Bonny skemmtir við hin ýmsu tæki-
færi. Upplýsingar í síma 91-17876.
Geymið auglýsinguna.