Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1990, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1990, Page 10
10 MÁNUDAGUR 3. DESEMBER 1990. Utlönd Forysta Walesa örugg - er spáð 58% atkvæða í kosningunum 9. desember Lech Walesa er spáð öruggum sigri yfir andstræðingi sinum í síðari umferö pólsku forsetakosninganna þann 9. desember. Ný skoðanakönn- un sýnir að Walesa fengi 58% at- kvæða en milljónamæringurinn Stanislav Tyminski 30%. Enn eiga nokkrir eftir að gera upp hug sinn en samt er ljóst að flestir þeirra sem kusu Tadeuz Mazowiecki forsætirráðherra í fyrri umferðinni ætla að kjósa Walesa nú. Þetta er fyrsta skoðanakönnunin sem gerð er fyrir síðari umferðina og var að heyra á Walesa og stuðningsmönn- um hans að þeir væru hæstánægðir með stöðuna. „Guði sé lof,“ heyrðist einn sam- starfsmanna Walesa segja þegar niö- urstaða skoðanakönnunarinar var birt. Walesa hefur sagt aö honum ói sú óánægja meðal Pólverja sem kom fram í falli forsætisráðherrans fyrir Tyminski í baráttunni um annað sætið í fyrri umferð kosninganna. Um helgina komu Walesa og Tym- inski fram í sjónvarpi í fjörugum umræöum þar sem svívirðingar og skammir gengu á milli keppinaut- anna. Walesa varð ævareiður þegar Tyminski lýsti því yfir að hann ætti „fulla tösku af vafasömum gögnum um leiðtoga Samstöðu". Walesa krafðist þess að öll gögnin yrðu birt og hótaði Tyminski að hann fengi ekki að fara úr landi að loknum konsingum fyrr en hann hefði lagt öll gögnin fram. Walesa sakaði Tym- inski jafnframt um að vera hand- bendi gömlu kommúnistanna. í Pólandi ganga sögur um að menn, sem voru í örygislögreglu landsins á valdatíma kommúnista, vinni fyrir Tyminski í kosningabaráttunni. Nokkrir menn voru nefndir í því sambandi í sjónvarpsumræðunni en Tyminski sagðist ekki hafa kannað fortíð þeirra manna sem ynnu fyrir hann. Reuter vskfö ÞESSA MÁNAÐAR er gjalddagi viróisaukaskatts Breytt uppgjörstímabil Athygli gjaldenda skal vakin á því aö uppgjörstímabil virðisaukaskatts, meö gjalddaga 5. desember, var frá 1. september til og meö 15. nóv- ember. Lenging tímabilsinstók til þeirrasem hafa almenn uppgjörstímabil, þ.e. tveggja mánaöa skil. Uppgjörstímabil endurgreiöslna samkvæmt sérákvæöum reglugerða eru óbreytt. Skil á skýrslum Skýrslum til greiöslu, þ.e. þegar út- skattur er hærri en innskattur, og núllskýrslum má skila til banka, sparisjóða eöa pósthúsa. Einnig má gera skil hjá innheimtumönnum RSK RÍKISSKATTSTJÓRI ríkissjóös en þeir eru tollstjórinn í Reykjavík, bæjarfógetar og sýslu- menn úti á landi og lögreglustjórinn á Keflavíkurflugvelli. Athygli skal vakin á því aö bankar, sparisjóöir og pósthús taka aðeins við skýrslum sem eru fyrirfram árit- aöar af skattyfirvöldum. Ef aðili áritar skýrsluna sjálfur eöa breytir áritun veröur aö skila henni til innheimtu- manns ríkissjóðs. Inneignarskýrslum, þ.e. þegar inn- skattur er hærri en útskattur, skal skilað til viðkomandi skattstjóra. Sími er 91-83115Í UppreisnaHeiðtogar leyfa notkun vopna Gert að sárum israelsks lögreglumanns sem stunginn var af arabískri konu í gær. Konan var gripin og skotin til bana. Simamynd Reuter í fyrsta sinn frá upphafi uppreisnarinnar á herteknu svæðunum hafa leiðtogar uppreisnarmanna, sem studdir eru af Frelsissamtökum Palest- ínu, PLO, boðað að „allar aðferðir1' séu leyfðar í baráttunni. Leiðtogarnir ræða i hveijum mánuði hvemig haga skuli baráttuaðferðum en hafa að sögn hingað til forðast að hvetja til notkunar vopna af ótta við þau nei- kvæðu áhrif sem það kynni að hafa erlendis. Uppreisnarmenn á vesturbakkanum og Gazasvæðinu hafa lítið sem ekkert beitt byssum í uppreisninni. Erfitt er að komast yfir skotvopn og hafa vopn uppreisnarmanna hingað til svo til eingöngu verið steinar. En eftir morðin á átján Palestínuaröbum á Musterishæðinni í Jerúsalem í byijun október hafa fleiri uppreísnarmenn farið að beita hnífum gegn ísraelsmönnum. Misheppnaðflugrán Sovéskri farþegaflugvél, sem var á leið frá Murmansk til Leningrad, var rænt í gær um hádegisbil. Flugræninginn krafðist þess að vélinni yrði flogiö til Stokkhólms en henni var samt sem áður lent i Leningrad um tvöleytið. Samkvæmt fréttastofunni Novosti gafst flugræninginn upp eftir lítils háttar átök en engan sakaði. í flugvélinni vora hundrað og tuttugu farþegar og sjö flugliðar. Flugvélinni var í fyrstu flogið vestur á bóginn en henni snúið við áður en komið var inn í lofthelgi Finnlands. Flugræninginn, sem fæddur er 1967, er frá Leningrad. Fjórum sovéskum flugvélum í innanlandsflugi hefur verið rænt og flogið til Finnlands á þessu ári. Stjórnarkreppa á Grænlandi Vantraustsyfirlýsing Atassuts- ilokksins á heimastjómina á Grænlandi hefur leitt til mestu stjórnmálakreppu í landinu síðan 1987 er Lars Erail Johansen reyndi að koma formanni heimastjórnar- innar, Jonathan Motzfeldt. frá völdum. Atassutfiokkurinn kveðst ekki treysta stjórninni fyrir opinbcrum sjóðum effir að opinbert varð að risnukostnaður hafði farið fram úr áætlun. Hefur þingmaður Atassut- flokksins, Otto Steenholdt, krafist þess að stjórnin segi af sér. Atassutflokkurinn hefur frá 1988 stutt Siumutflokkinn á þinginu. 1988 gerðu flokkamir með sér samkomulag um samvinnu í þrjú ár eða þar til kosningar færu fram 26. maí 1991 í síðasta lagi. Vegna gagnrýni Atassutflokksins hefur Jonathan Motzfeldt sagt að hann óski ekki lengur eftir samvinnu við Atassutflokkinn. Flokkur Motzfeldts, Siumutflokkur- inn, vill samt ekki hætta samvinnu við Atassut. Jonathan Motzfeldt, formaður grænlensku heimastjórnarlnnar. Hardri forsjárdeilu lokið Forsjárdeilan, sem öll heimsbyggðin fylgdist með á sinum tíma, virðist nú á enda. Fyrir helgi kvað dómari á Nýja-Sjálandi upp þann úrskurð aö móður hinnar sjö ára gömlu Hilary Morgan frá Bandarikjunum skyldi veittur umráðaréttur yfir henni. Móðirin hafði setiö tvö ár í fangelsi fyr- ir að hafa neitaö aö greina frá dvalarstað telpunnar. Móöirin, Elisabeth Morgan, sendi barnið til Nýja-Sjálands með móður- afa og móðurömmu eftir að bandarískur dómstóll hafði veitt fóðurnum umráðarétt yfir Hilary. Elisabeth hafði sakaö föðurinn um að hafa misnot- að telpuna kynferðislega. Faðirinn vísar slíkum ásökunum á bug. Hilary hafði verið í felum á Nýja-Sjálandi í tvö ár þegar hún loksins fannst þar í fyrrasumar. Júgóslavneski herinn hótaraðgerðum Herinn i Júgóslavíu hefur hótað valdbeitingu til að ná vopnum at tög- reglu og eigin herjum uppreisnarlýðvelda. Júgóslavneski herinn sagði í gær að hann myndi beita valdi til að ná vopnum aflögreglu og eigin hersveitum sumralýðveldanna. Varnarmála- ráðherra Júgóslavíu, Veljko Kadijevic, sagöi i sjónvarpsviötali í gær að ríkjasambandinu staíaði hætta af myndun uppreisnarsveita í lýðveldun- urn. Reuter, FNB og Riteau

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.