Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1990, Síða 14
14
MÁNUDAGUR 3. DESEMBER 1990.
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELiAS SNÆLAND JONSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11,105 RVÍK, SÍMI (91 )27022 - FAX: (91)27079
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJOLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1100 kr.
Verð í lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr.
Úrelt stjórnskipun
í sambandi við umræðurnar um synjun eða sam-
þykki bráðabirgðalaganna hefur verið vakin athygli á
nauðsyn þess að fella niður heimild ríkisstjórnar til að
setja bráðabirgðalög. Undir þá skoðun skal tekið.- Slík
heimild er tímaskekkja og er arfur frá síðustu öld, þeg-
ar þjóðþingið stóð aðeins stuttan tíma á hverju ári. Þá
þurfti landstjórnin að hafa svigrúm til að setja lög og
taka ákvarðanir þegar þingið sat ekki að störfum, enda
var þá gert ráð fyrir að þau lög væru síðan samþykkt
á næsta þingi.
Gert er ráð fyrir því í stjórnarskrá að ríkisstjórn
tryggi sig fyrirfram með öruggan meirihluta, enda er
það forsenda fyrir setningu bráðabirgðalaga. Oftast og
kannske alltaf hefur það gengið eftir en staðan á alþingi
í dag sýnir ljóslega að ríkisstjórn getur aldrei verið viss
um sinn meirihluta þegar atkvæði eru tæp. Þingmenn
hafa og rétt og skyldu til að fara eftir sannfæringu sinni
og samvisku og þeim getur snúist hugur frá setningu
bráðabirgðalaganna og þar til lögin koma til afgreiðslu.
Annað eins hefur gerst, enda geta aðstæður verið ólíkar
og breyst þegar allt upp í hálft ár líður á milli.
Brigður eru bornar á að Steingrímur Hermannsson
hafi sagt satt þegar hann fullyrti að hann hefði meiri-
hluta fyrir bráðabirgðalögunum í vor. í því sambandi
er ástæða til að benda á að stjórnin hefur öruggan meiri-
hluta á þingi en vegna skiptingar stjórnar og stjórnar-
andstæðinga í deildir getur svo farið að bráðabirgðalög-
in falli í neðri deild á jöfnum atkvæðum, meðan meiri-
hluti þingmanna styður þau þegar allt er talið saman.
Það er og innlegg í þessa umræðu að Stefán Valgeirsson
virðist hafa skipt um skoðun en eitt atkvæði til eða frá
ræður úrslitum í þessu máli. Steingrímur verður þess
vegna ekki sakaður um ósannindi heldur hafa gallar
þessa fyrirkomulags komið í ljós.
Með því að breyta alþingi í eina málstofu og með því
að láta alþingi sitja meira og minna aht árið verður
setning bráðabirgðalaga óþörf og um leið er tryggt að
ríkisstjórn, sem styðst við meirihluta á alþingi, hefur
sín mál fram. Það er í raunini fáránlegt og ólýðræðis-
legt að þingbundin stjórn skuli þurfa að una því að
mikilvæg mál falli vegna deildarskiptingar og tilviljana-
kenndrar uppreisnar einstakra þingmanna sem allir
sitja í sömu deild.
Það er hrein tilviljun að þeir þrír stjórnarliðar, Stefán
Valgeirsson, Geir Gunnarsson og Hjörleifur Guttorms-
son, sem eru á móti bráðabirgðalögunum, sitja allir í
neðri deild.
í sjálfu sér er ekki óeðlilegt að ríkisstjórn hafi vald
th að setja lög th bráðabirgða þegar neyðarréttur og
almannahagsmunir bjóða. En með því að alþingi fari
ekki í fimm mánaða sumarfrí eru slík neyðarlög sam-
stundis borin undir atkvæði í þinginu og þannig komist
hjá þeirri óvissu sem nú er til staðar. Miðað við núver-
andi samgöngur og tækniöld er það raunar hægur leik-
ur fyrir forseta að kveðja alþingi th fundar hvenær sem
er. Það er hægt án stjórnarskrárbreytinga og hefði
sennilega verið skynsamlegast í stöðunni í sumar.
Til að afstýra slíkum slysum til frambúðar er tíma-
bært að endurskoða stjórnarskrána og lögin um al-
þingi. Ef stjórnskipunin er aðlöguð að breyttum tímum
og þörfum má auðveldlega forða þjóðinni og þinginu frá
uppákomum af því taginu sem nú hafa sett allt í uppnám.
Ellert B. Schram
Jafnframt fjárfestingu einkaaðila á eigin ábyrgð, hljotum við að reisa rammari skorður við seðlaprentunar-
valdi ríkisins - segif-m.a. i greininni.
500 daga áætlun
þjóðlífsmanna
Það er ekki ónýtt frá sjónarmiði
okkar frjálshyggjumanna séð, ef
þeir Karl Schiller í Þýskalandi og
Þráinn Eggertsson eru skyndilega
orðnir spámenn, gúrúar vinstra
fólks á íslandi! Schiller er talsmað-
ur atvinnufrelsis og aðhalds í pen-
ingamálum og fjármálum, og Þrá-
inn skilur flestum íslenskum hag-
fræðingum betur kosti og hlutverk
einkaeignaréttar.
Það hef ég fyrir mér um þetta,
að Einar Heimisson, ungur og kot-
roskinn dálkahöfundur hér í blaö-
inu, mærir Schiller ákaflega í
greinum sínum, og útgefendur
Þjóðlífs, mánaðarrits á vinstri
væng, gera lítið annað þessar vik-
urnar en vitna í Þráin. Sérstaklega
veröur þeim þjóðlífsmönnum tíð-
rætt um þá nýlegu spá Þráins, að
um næstu aldamót kunni íslend-
ingar að lenda í hóþi fátækustu
Norðurálfuþjóða. Nú hafa þeir af
því tilefni lagt fram 500 daga áætl-
un um umbætur í efnahagsmálum,
og hyggst ég hér fara um hana
nokkrum orðum.
Frjáls innflutningur land-
búnaðarafurða
Umbótaáætlun þeirra Þjóðlífs-
manna tekur til landbúnaðar, sjáv-
arútvegs og peningamála, eins og
vera ber: Þar er vandinn mestur.
Tökum landbúnaðinn fyrst. Þar er
ég sammála þeim um markmiðið,
sem hlýtur að vera að lækka verð
matvæla til neytenda, jafnframt því
sem gæði þeirra séu tryggð. Ég tek
líka undir með þeim um þaö, að
leiðin að þessu markmiði er frjáls
samkeppni framleiðenda um hýlli
neytenda, sem merkir vitaskuld,
að leyfður verði innflutningur
landbúnaðarafurða.
Líklega væri þetta skjótvirkasta
ráðiö til að bæta kjör íslenskra
neytenda. Þeir, sem ekki hafa búiö
erlendis, átta sig ekki á því, hversu
dýr matvæli eru á íslandi.
Landbúnaðarstefnan kostar okk-
ur sennilega hátt á annan tug millj-
arða króna árlega. Hins vegar má
ekki loka augum fyrir afleiðingum
af frjálsum innflutningi, sem hljóta
að verða þær, að fjöldi bænda neyð-
ist til að bregða búi og fjöldi fyrir-
tækja til að hætta starfsemi sinni.
Greiða verður úr erfiðleikum
þeirra með opinberri aðstoð, auð-
velda þeim gönguna inn í arð-
bærari starfsemi.
Frjáls markaður með kvóta
Lítum síðan á sjávarútveg. Þar
skilja þeir þjóðlífsmenn því miður
ekki, hvert er aðalatriðið. Það er
KjaUarinn
Dr. Hannes Hólmsteinn
Gissurarson
lektor í stjórnmálafræði
vitaskuld frjáls verslun með kvóta.
Við frjálsa verslun komast kvót-
arnir fljótlega í hendur þeirra, sem
skipulagt geta veiöar sínar skyn-
samlegast, því að þeir geta keypt
kvóta af hinum, sem minna erindi
eiga í útgerð.
I stað þess að leggjast með okkur
hinum á eitt um það að efla slíkan
kvótamarkað og vinna gegn til-
hneigingu stjórnmálamanna til
þess að framlengja líf óarðbærra
útgerðarfyrirtækja, einblína þeir
þjóðlífsmenn á kröfur sósíalista um
það, að ríkiö þjóðnýti fiskistofnana
og geri síðan útgerðarmenn að
leiguliðum. Ríkið á að bjóða upp
kvótana, segja þeir, svo að andvirði
þeirra renni í ríkissjóð til viðbótar
við þá áttatíu milljarða, sem at-
vinnustjórnmálamenn hafa nú
þegar til ráðstöfunar í atkvæða-
kaup sín!
En eru slíkir fjármunir ekki bet-
ur komnir í vösum þúsunda hluta-
fjáreigenda í útgerðarfyrirtækjum?
í stað þess að koma á sósíahsma í
sjávarútvegi ætti auðvitað að
stofna þar til alþýðukapítalisma,
víðtækrar eignar almennings á
hlutafé í útgerðarfyrirtækjum.
Frjáls peningamarkaður
Annar brestur í umbótaáætlun
þeirra þjóðlífsmanna er í peninga-
málum. Þeir leggja að vísu til, að
ríkisbankar séu gerðir að almenn-
ingshlútafélögum, opinberir fjár-
festingarsjóðir lagðir niður, er-
lendum bönkum leyft að starfa hér
og fjármagnsflutningar auðveldað-
ir til og frá íslandi. Allt er þetta
nauðsynlegt. Fjárfestingar eru hér
allt of margar á vegum opinberra
aðila, sem hafa ekki áhuga á arð-
semi.- En jafnframt því sem einka-
aðilar verða að íjárfesta á eigin
ábyrgð, hljótum við að reisa miklu
rammari skorður við seðlaprent-
unarvaldi ríkisins.
Ég hef sannfærst um það, að þetta
verði ekki gert nema með því að
leggja niður núverandi gjaldmiðil,
krónuna, og seðlabankann í núver-
andi mynd, en taka upp nýjan
gjaldmiðil, sem sé jafngildur ein-
hverjum traustum útlendum gjald-
miðli, til dæmis þýska markinu, og
í umferð jafnhliða honum. - Með
öðrum orðum þurfi að stofna hér
svipað peningakerfi og í Lúxem-
borg, þar sem prentaður er sérstak-
ur lúxemborgárfranki, sem er í
umferð við hhö belgíska frankans.
Eign handa öllum
Þeir þjóðhfsmenn eru ekki nógu
róttækir. Þeir eru með svipaða
stefnu og Sjálfstæðisflokkurinn
boðaöi fyrir 10 árum. Þeir leggja til
dæmis aðeins til, að stór opinber
fyrirtæki verði gerð að almenn-
ingshlutafélögum. En aðalatriðið
er að selja hlutabréfin, færa fjár-
magnið til fólksins, íjölga sparnaö-
arkostum, nýta hagkvæmni einka-
rekstrar.
Selja mætti Póst og síma, ríkis-
bankana tvo, Landsvirkjun, al-
menningsveitur, hafnir, flugvelli,
síldarverksmiðjur ríkisins, Frí-
höfnina, Áfengis- og tóbaksversl-
unina og mörg fleiri fyrirtæki og
nota andvirðið til þess að gera fólki
í landbúnaði og sjávarútvegi kleift
að flytjast í aröbærari störf. Tak-
markið á að vera eign handa öllum
og tækifæri fyrir alla.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
„Fjárfestingar eru hér allt of margar á
vegum opinberra aðila, sem hafa ekki
áhuga á arðsemi.“