Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1990, Side 34

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1990, Side 34
42 MÁNUDAGUR 3. DESEMBER 1990. Afmæli Kristj án Oddsson Kristján Oddsson járnsmíöameist- ari, Sunnubraut 48 Keflavík, er átt- ræöur i dag. Kristján fæddist í Rvík. Hann var jámsmiöur hjá Kristjáni Gíslasyni járnsmíöameistara þar til hann fluttist til Keflavíkur um 1940 og varð járnsmiður í Dráttarbraut Keílavíkur. Fjölskylda Kristján kvæntist 25. maí 1935 Ing- unni Elínu Ólafsdóttur, f. 4. maí 1914. Þau skildu. Foreldrar Ingunn- ar: Ólafur Blöndal, skrifstofustjóri í Rvík, og kona hans, Guðrún Björns- dóttir. Sonur Kristjáns og Ingunnar er Ólafur Sigvaldi, f. 29. júlí 1935, verslunarmaður í Reykjavík. Kristj- án kvæntist 28. október 1944 Ingunni Runólfsdóttir, f. 7. september 1921, d. 22. maí 1990. Foreldrar Ingunnar voru Runólfur Björnsson, b. á Kornsá í Vatnsdal, og kona hans, Alma Möller. Kristján og Ingunn ólu upp bróðurson Ingunnar, Eirík Sverri Jóhannsson, f. 13. maí 1945, d. 20. maí 1971, starfsmann hjá Flug- leiðum á Keflavíkurflugvelli. Systkini Kristjáns: Bjarni, f. 19. júní 1907, d. 6. september 1953, lækn- ir í Reykjavík, var kvæntur Ástu Júlíu Árnadóttur og eignuðust þau fjögur börn, Odd, lækni í Garðabæ, Örn Helga, rithöfund í Reykjavík, Halldór Árna kennara eg Gunnar jarðfræðing; Anna f. 2. október 1908, d. 1980, húsmóðir í Reykjavík. Fyrri maður hennar var Ólafur Jónsson og er Flosi Ólafsson leikari þeirra sonur en seinni maður Önnu var Friðjón Stephensen, forstjóri í Reykjavík, og eru þeirra börn Þuríð- ur Stephensen fóstra, Ólafur félags- fræðingur og Guðlaug, húsmóðir í Reykjavík; Ingibjörg, f. 31. október 1909, gift Heröi Þórðarsyni, d. 13. desember 1975, lögfræðingi og spari- sjóðsstjóra í Reykjavik, og eignuö- ust þau tvö börn: Þórð læknapróf- essor og Önnu, skrifstofustjóra læknadeildar HÍ, gifta Leifi N. Dungal lækni; Steingrímur, f. 7. okt- óber 1914, málarameistari í Reykja- vík, kvænturUaufeyju Ásu Ingjalds- dóttur. Ætt Foreldrar Kristjáns voru Oddur Jón Bjarnason, f. 28. júlí 1883, d. 3. janúar 1953, skósmiöur í Reykjavík, og kona hans, Andrea Guðlaug Kristjánsdóttir, f. 11. september 1882, d. 8. nóvember 1960. Oddur var sonur Bjarna, b. á Hömrum, Sig- urðssonar, b. á Hömrum, Bjarna- sonar. Móðir Bjarna á Hömrum var Margrét Þórðardóttir. Móðir Odds var Ingibjörg, systir Jóns, langafa Dóru, móður Jóns Páls Sigmarsson- ar. Ingibjörg var dóttir Odds, b. á Brennistöðum, bróður Ögmundar, langafa Sveins, langafa Valgeirs Guðjónssonar. Bróðir Odds var Loftur, langafl Kristjáns Loftssonar, forstjóra Hvals hf. Annar bróðir Odds var Jón, langafi Sigmundar Guðbjarnasonar rektors, og Stefáns, föður Svölu Thorlacius hrl. Systir Odds var Kristín, móðir Ingibjargar Ó. Johnson kaupkonu. Oddur var sonur Bjarna, b. í Vatnshorni í Skorradal, Hermannssonar, ætt- fóður Vatnshornsættarinnar. Móðir Odds var Ingibjörg Jónsdóttir, b. í Vatnshorni, ísleifssonar og konu hans, Guðrúnar Sigurðardóttur, systur Jóns, afa Jóns forseta. Móðir Ingibjargar Oddsdóttur var Helga Böðvarsdóttir, b. í Skáney, Sigurðssonar, og konu hans, Ástríð- ar Jónsdóttur, b. í Deildartungu, Þorvaldssonar, ættfóður Deildar- tunguættarinnar. Andrea Guðlaug var dóttir Kristj- áns, trésmiðs á Eyrarbakka, Teits- sonar, b. í Vatnahjáleigu í Flóa, Jónssonar, b. á Hamri, bróður Guð- ríðar, langömmu Eyjólfs, langafa Guðlaugs Tryggva Karlssonar hag- fræðings. Jón var sonur Árna, prests í Steinsholti, bróður Ög- mundar, afa Tómasar „Fjölnis- manns“. Bróðir Árna var Stefán, langafi Árna, langafa Björns Th. Björnssonar. Annar bróðir Árna var Böðvar, langafi Þorvalds, afa Vigdísar Finnbogadóttur. Faðir Árna var Högni „prestafaðir", prestur á Breiðabólstað í Fljótshlíð, Sigurðsson. Móðir Teits var Helga Ólafsdóttir, Kristján Oddsson. b. og hreppstjóra á Eystri-Loftsstöð- um, Vernharðssonar, b. á Vestri- Loftsstöðum, Ögmundssonar. Móðir Helgu var Sesselja Aradóttir, b. í Götu á Stokkseyri, Bergssonar, b. og hreppstjóra í Brattsholti, Stur- laugssonar, ættfööur Bergsættar- innar. Móðir Guðlaugar var Anna Jóns- dóttir, b. á Syðri-Rauðalæk í Holt- um, Hólmfastssonar, b. í Tobbakoti í Þykkvabæ, Péturssonar. Kristján verður að heiman á af- mælisdaginn. Magnús Kristinsson Magnús Kristinsson framkvæmda- stjóri, Búhamri 11, Vestmannáeyj- um, er fertugur í dag. Starfsferill Magnús fæddist í Vestmannaeyj- um og ólst þar upp. Að loknu skyldunámi í Vestmannaeyjum lauk Magnús gagnfræðaprófi frá Hlíðardalsskóla í Ölfusi og var síðan einn vetur í VÍ. Árið 1972 varð Magnús fram- kvæmdastjóri hjá Útgerðarfélaginu Bergur-Huginn hf. í Vestmannaeyj- um. Fyrirtækið gerði þá út eitt skip, Berg VE 44, en um það leyti var ráðist í smíðj á bv. Vestmannaey. Umsvif útgerðarfélagsins Bergs- Hugins hafa vaxið mikið á þessum árum en um þessar mundir gerir félagið út frystitogarann Vest- mannaey VE 54 og skuttogarann Bergey VE 544. Magnús er einnig framkvæmda- stjóri fyrir útgerðarfélagið Höfn hf. sem gerir út togskipin Gideon VE 104 og Halkion VE105. Þá er Magn- ús framkvæmdastjóri fyrir Smáey hf. sem gerir út togskipið Smáey VE 144 og fiskibátinn Sæfaxa VE 25. Afskipti Magnúsar af sjávarút- vegsmálum og félagsmálum hafa leitt til þess aö hann á sæti í ýmsum stjórnum. Hann er t.d. formaður í stjórn ísfélags Vestmannaeyja hf. sem er að meirihluta í eigu fjöl- skyldu Magnúsar eins og reyndar þau fyrirtæki sem hann gegnir framkvæmdastjórastöðu fyrir. Þá á hann sæti í varastjórn Sölumið- stöövar hraðfrystihúsanna og LÍÚ. Hann er formaður stjórnar Eyjaís hf. í Vestmannaeyjum, situr í stjórn ísgata hf. í Reykjavík og ísnó. Hann situr í stjórn Lífeyr issjóðs Vest- mannaeyja, í sóknarnefnd Landa- kirkju, í stjórn Verndaðs vinnustað- ar í Vestmanneyjum og í stjórn Út- vegsbændafélags Vestmannaeyja. Magnús var um skeið formaður Eyverja FUS í Eyjum og er nú einn afvarabæjarfulltrúum Sjálfstæðis- flokksins í Vestmannaeyjum. Þá var hann um tíma forseti Kiwanis- klúbbsins Helgafells í Vestmanna- eyjum. Fjölskylda Magnús kvæntist 22.7.1972 Sig-. finnu Lóu Skarphéðinsdóttur hjúk- runarfræöingi, f. 19.7.1951, en hún er dóttir Skarphéðins Kristjánsson- ar, f. 17.5.1922, d. 7.9.1984, en hann var lengst af afgreiðslumaður hjá Véladeild SÍS, og Ágústu Guðjóns- dóttur, f. 1.11.1921, búsett í Reykja- vík. Börn Magnúsar og Sigfinnu Lóu eru Þóra Magnúsdóttir, f. 4.3.1973; Elfa Ágústa Magnúsdóttir, f. 26.1. 1974; Héðinn Karl Magnússon, f. 27.11.1980,ogMagnúsBerg Magn- ússon, f. 25.6.1986. Systkini Magnúsar: Jóna Dóra Kristinsdóttir, f. 25.9.1954, hjúk- runarfræðingur að Sjúkrastöðinni SÁÁ að Vogi, búsett í Reykjavík en sonur hennar er Kristinn Geir Guð- mundsson, f. 20.5.1980; Bergur Páll Kristinsson, f. 6.1.1960, skipstjóri á Bergey VE 544, búsettur í Vest- mannaeyjum, kvæntur Huldu Kar- enu Róbertsdóttur, f. 23.1.1960, og eiga þau eina dóttur, Áslaugu Dís Bergsdóttur, f. 22.5.1990, auk þess sem Hulda Karen á son frá því áð- ur, Dúa Grím Sigurðsson, f. 31.12. 1980; Birkir Kristinsson, f. 15.8.1964, viðskiptafræðingur í Reykjavík en sambýliskona hans er Sigrún Björnsdóttir. Foreldrar Magnúsar: Kristinn Pálsson, f. 20.8.1926, framkvæmda- stjóri í Vestmannaeyjum, og kona hans, Þóra Magnúsdóttir, f. 13.4. 1930, hjúkrunarfræðingur. Ætt og frændgarður Kristinn er sonur Páls, skipstjóra í Vestmannaeyjum, Jónassonar og Þorsteinu Jóhannsdóttur. Þóra er systir Dóru Hönnu, móður Andrésar, bakarameistara og bæj- arfulltrúa í Vestmannaeyjúm. Þóra Magnús Kristinsson. er dóttir Magnúsar, bakarameistara og útvegsb. í Eyjum, Bergssonar, skipstjóra í Hafnarfirði, bróður Halldóru, ömmu Kolbeins Helga- sonar, skrifstofustjóra DAS í Hafn- arfirði og fyrrv. formanns Félags verslunar- og skrifstofufólks á Ak- ureyri. Bergur var sonur Jóns, b. í Sanddalstungu og á Króki í Norður- árdal, bróður Sigurðar, b. í Karls- brekku, langafa Jóns Óskars rithöf- undar og Áslaugar, móður Ásmund- ar Stefánssonar, forseta ASÍ. Jón var sonur Sigurðar, b. í Sanddals- tungu, bróður Valgerðar, langömmu Halldórs á Kjarvarar- stöðum, langafa Svavars Gestssonar menntamálaráðherra. Sigurður var sonur Jóns, dbrm. í Deildartungu, Þorvaldssonar, ættföður Deildar- tunguættarinnar. Móðir Bergs skipstjóra var Metta Bergsdóttir. Móöir Magnúsar bak- arameistara var Þóra Magnúsdóttir, b. i Miðseli í Reykjavík, Vigfússonar og Guðrúnar Jónsdóttur í Hlíðar- húsum. Móðir Þóru var Halldóra Valdi- marsdóttir (kjördóttir Halldóru og Jóhanns Reyndal frá Bolungarvík), Samúelssonar, Guðmundssonar frá Miðdalsgröf í Strandasýslu. Móðir Halldóru var Hávarðína Hávaröardóttir, Sigurðsson^r í Bol- ungarvík. Þetta getur irerið BIUD milli lífs og dauða! Til hamingju með afmælið 3. desember 80 ára 50ára Hróifur Jónsson, Sigurður Thorstensen, Vitastíg 19, Bolungarvik. Skólagerði 4, Kópavogi. Helga Ólafsdóttir, T.angarhrekkn 19, Hnsavík "7IZ Avn EydísBIomquistEyjólfsdóttir, IDaTa Faxabraut59.Keílavik. „ „ t'l GunnarKristófersson, Eyrarwegi5A,1Akureyri: Laugarbakka, Ytri-Torfustaöa- Bjarni E. Björnsson, , MarkarlandiS.Búlandshreppi. 70 ára KarlEronSigurðsson, Ásvallagötu 20, Reykjavík. Sverrir Bergmann, Pauline Magnússon, Ránargötu 26, Reykjavík. Sambyggð 10, Þorlákshöfn. Ársæll Lárusson, Víðimvri 12. Neskaupstað. María Björnsdóttir, Álakvísl26,Reykjavík. HU dla Hún er erlendis á afmælisdaginn. ,,, Johannes Larsen, Strandarvegi 20, Seyðisfirði. , Óskar Úlfar Kristófersson, 60 ára Grashaga20,Selfossi. Þór Hreiðarsson, Óskar G. Sampsted, Brekkutúni 14, Kópavogi. Hraunbæ 70, Reykjavík. Svanfríður Sigurðardóttir, 'Sigríður Júlíusdóttir,. 'Heiðarhrauni 47, Grindavík. Einimel 17, Reykjavík. Sigrún Baldursdóttir, Sesselja Zophaníasdóttir, GrýtubakkaI,Grýtubakkahreppi. Brekkugötu 14, Hafnarfirði. Guðbjörg Hermannsdóttir, Einar Kjartansson, Morastöðum, Kjósarhreppi. Þórisholti, Mýrdalshreppi. Merming INXS-X: Þéttir Ástralar Ástralskt rokk hefur veriö í mikilli sókn síðustu ár og fleiri og fleiri hljómsveitir og einstaklingar frá Ástralíu sem náð hafa umtalsverðum vinsældum bæði vestanhafs og austan. Þar hefur tvímælalaust hljómsveit- in INXS verið fremst meðal jafningja en sveifin hefur sérstaklega náð að slá í gegn í Bandaríkjunum þó svo aö tónlist hennar hafi á sér mun evróp- skra yfirbragð en bandarískt. Málið er nefnilega þaö að ástalskt rokk eins og það sem berst hingað til Vesturlanda hefur ekki á sér nein þau sérkenni sem bent gætu til Nýjar plötur Sigurður Þór Salvarsson upprunans. Tónlist INXS minnir mig til að mynda mjög á það sem Frankie heitinn Goes To Hollywood var að gera á sínum mektardögum, það er að segja kröftugt rokk með þungum bassa og trommutakti og einfölduni útsetningum. Engu að síður er þetta prýðilega melódískt rokk þó misdjúpt sé á melód- íunni hverju sinni. Þetta er því tónlist sem þarfnast talsverörar hlustu.n- ar áður en hennar verður notíð að fullu. Og svo er þetta líka prýðis- danstónlist.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.