Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1990, Síða 22
30
MÁNUDAGUR 3. DESEMBER 1990.
Merming
DV
Sérvitringsraunir
„Ég hef alltaf í kennarastarfi mínu reynt
að halda öllum sem ég þarf að skipta við í
ákveðinni fjarlægð frá mér. Ég á engin ætt-
menni sem mér er skylt að umgangast og
utan vinnutímans get ég því valið mér þann
félagsskap sem ég kýs mér sjálfur. Og ég er
nú einu sinni þannig gerður að yfirleitt kæri
ég mig ekki um nokkurn félagsskap" (bls.
8-9).
Hér talar Dufþakur Repp, aöalsöguhetja
nýjustu skáldsögu Björgúlfs Ólafssonar, Síð-
asta sakamálasagan. Dufþakur þessi er sér-
vitringur hinn mesti, ómannblendinn með
aíbrigðum og hefur varla samband við nokk-
urn mann nema Björn sem vinnur hjá
rannnsóknarlögreglunni. Dufþakur er ekk-
ert að velta sér upp úr nútíma þægindum,
hefur hvorki síma né sjónvarp og ekki held-
ur útvarp eftir að það bilaði fyrir rúmum
fjórum árum (bls. 14).
Á hverjum sunnudagseftirmiðdegi eldar
hann mat til allrar vikurnnar, kartöflur og
fisk, borðar hluta af því heitt en geymir af-
ganginn í ísskápnum. Hann skiptir um föt
einu sinni í mánuði og að sjálfsögðu eru þess-
ar flíkur hvorki nýmóðins né smekklégar.
Enda telur hann enga ástæðu til að velta sér
upp úr slíkum hégóma, það eina sem hefur
gildi í lífinu að hans mati er að viða að sér
endalausum fróleik: „Mín ánægja í lífinu er
að lesa og leggja á minnið nöfn, ártöl og at-
burði“ (bls. 13).
Líf þessa manns lullar áfram í mestu róleg-
heitum og það er hann sjálfur hæstánægður
með. En skjótt skipast veður í lofti. Áður en
hann veit af er hann lentur inni í hringiðu
alls kyns glæpa þar sem hæst ber morð,
mannrán og smygl. Inn í þessa flækju flétt-
ast m.a. tveir nemendur hans, dætur utan-
ríkisráðherra, tvíburasystur sem heita þeim
skemmtilegu nöfnum Bíbí og Blaka!
Auðvitað fer allt vel að lokum eins og í
öðrum ,,góðum“ og gegnum sögum. Dufþak-
ur sviþtir af sér lúðahamnum um stundar-
sakir og bregður sér í líki svæsnasta töffara.
Grípur sér byssu í hönd og ber bófana ofur-
liöi. Að sjálfsögðu og ekki nema það þó!
Björgúlfur Ólafsson.
Bókmenntir
Sigríður Albertsdóttir
Gaman eða alvara, nema hvort
tveggja sé?
í þessari nýjustu bók sinni leggur höfundur
upp með töluvert góðar hugmyndir og
minnir sagan um margt á svokallaðar
skálkasögur en það eru viðburðaríkar sögur
sagðar af aðalpersónu sem oft er hinn mesti
hrakfallabálkur. Dufþakur er þessi dæmi-
gerði einfari sem þráir ekkert heitar en fá
að lifa í friði en lendir fyrir kaldhæðni örlag-
anna inni í atburöarás sem hann ræöur ekk-
ei i vio. í kringum hann dansar safn persóna
þar- sem hver um sig stendur sem fulltrúi
fyrir einhverja sérstaka eiginleika. Ein fyrir
dyggð og sakleysi, önnur fyrir mannvonsku
og græðgi, þriðja fyrir réttlæti o.s.frv. Hér
er ekki að finna neinar heildstæðar persónur
heldur er hver persóna hlekkur í keðju sem
saman myndar eina „persónu".
Dufþakur er sjálfur hiekkur í þessari sömu
keðju, fulltrúi siðprýði og menntunar. Oft
eru skálkasögurnar þannig uppbyggðar að
þær afhjúpa einhverja vissa eiginleika sem
eru af sumum í heiðrum hafðir en þegar
hulunni er af þeim svipt verða þeir fyndnir
og fáránlegir. Ég get ekki betur séð en höf-
undur sé hér að gera tilraunir með slíkar
afhjúpanir. Fulltrúi laga og reglu birtist le-
sanda fyrst sem tiltölulega ábyrgöarfullur
einstaklingur sem ber velferð þjóðfélagsins
fyrir brjósti en í rauninni er hann breyskur
og veikgeðja og tekst næstum að klúðra
handtöku bófanna sökum ofneyslu áfengis
og lyfja! Aðalglæponinn er hvorki slyngur
né kænn eins og sönnum bófum sæmir held-
ur hálfgerður kjáni sem lætur hanka sig á
smámunum.
Fróðleiksmolinn Dufþakur, sem getur þu-
lið upp utanbókar ártöl og mannanöfn langt
aftur í aldir, fær líka sinn skammt af hæðn-
inni. Undir sjálfbirgingslegu yfirbragði hans
kúrir lítill auli sem fer í krakkalega fýlu
þegar hann þarf að játa sig sigraðan í spurn-
ingakeppni. Það eina sem skiptir hann máli
í lífinu er sem sagt þetta; að vera snjallastur
og vita mest. Þegar það krosstré bregst sér
hann enga aðra leið en þá að kenna forsvars-
mönnum keppninnar um, hér hljóta einhver
hræðileg mistök að hafa átt sér stað!
En lesandanum dylst ekki hve takmörkuð
og í rauninni heimsk persóna Dufþakur er
og hann er ekki búinn að tala lengi þegar
hann er farinn að ergja mann upp úr skón-
um. En til þess er leikurinn að öllum líkind-
um gerður. Til að afhjúpa og afhelga „spek-
inga“ heimsins, sem kúra einir í sínu skoti,
fullir hroka og ofmetnaðar og sjá ekki veröld-
ina fyrir utan gluggann sinn. En í þessum
leik gengur höfundur helst til langt því hon-
um tekst að gera Dufþak að svo óstjórnlega
grautfúlum og smásmugulegum leiðindak-
urfi að það bitnar á sögunni í heild sinni.
Sagan sem er þó nokkuð fyndin og skemmti-
leg til að byrja með, þynnist óþarflega mikið
út á kostnað kennarans.
Hinar endalausu ræður aðalsöguhetju, þar
sem hann talar beint til lesandans, verða
vægast sagt þreytandi þegar til lengdar læt-
ur. Hvað eftir annað finnur höfundur sig
knúinn til að stöðva atburðarásina með inn-
skotum Dufþaks og þó slíkt geti verið
skemmtilegt stílbragö er það óþolandi í of
miklum mæli. Heilu síðurnar eru undirlagð-
ar af skoðunum Dufþaks á mönnum og mál-
efnum þar sem manngarmurinn þæfir lo-
pann í svo löngu og leiðinlegu máli að les-
andi er hreinlega að ærast úr óyndi. Öllu
má nú ofgera! Einnig lét ég það trufla mig
hve mikið Dufþakur minnti á söguhetju John
Kennedy Toole, Ignatíus J. Reilley í Aula-
bandalaginu (Tákn 1989). Ignatíus er líkt og
Dufþakur, sérvitur og skrítinn, sívitnandi í
hina og þessa merkismenn heimsins, einn á
móti öllum. En það er önnur saga!
Við lesturinn kvikna ótal spurningar. Á
þetta að vera spennusaga eða er þetta bara
„djók“? Samkvæmt upplýsingum á bók-
arkápu á sagan að vera sambland af spennu-
sögu, gamansögu og fagurbókmenntum. Ég
læt fagurbókmenntirnar liggja á milli hluta
en ef höfundur hefur ætlast til að hægt væri
að setja stimpilinn „spennandi“ á bókina þá
hefur honum aldeilis brugðist bogalistin því
sagan er ekki meira spennandi en grautar-
gerð í íslensku eldhúsi.
Ef ætlunin var að skapa gamansögu, sem
ég hallast nú frekar að, þá er hún frekar
mislukkuð sem slík vegna ofangreindra van-
kanta. Þó er hægt að brosa út í annað á stöku
stað ekki síst vegna skemmtilegra aðfara
höfundar aö „dyggðum prýddum" máttar-
stólpum þjóðfélagsins en þær lýsingar eru
skemmtilega groddaralegar á köflum. Ég
mæli með bókinni fyrir þá sem hafa gaman
af frumlegum tilraunurn i máli og stíl en alls
ekki fyrir þá sem hafa ímugust á langdregn-
um smáatriðalýsingum eða eru að leita að
hreintæktaðri spennu.
Björgúlfur Ólafsson,
Síðasta sakamálasagan,
Söguforlagió 1990.
Farg raunveruleikans
Vigdís Grímsdóttir hefur tekið saman í ljóði
endurminningar um fóður sinn. Ekki svo
mjög vegna þess að henni þyki hann liggja
óbættur hjá garði gleymskunnar heldur til
þess að styrkja mynd hans.í huga sér og
þreifa á minningunni og söknuðinum.
Varla er til sú manneskja á aldur við Vig-
dísi sem ekki hefur þurft að standa yfir mold-
um ástvinar. Hér er aðgátar þörf. Umfjöllun
um þá vill oft ramba á barmi væmninnar en
þar er Vigdís aldrei í hættu. En þrátt fyrir
næmnina og hárfint sársaukaskynið virðist
hún horfa til baka gegnum mildandi filterinn
á fortíðarlinsunni.
Vigdís fer vítt og breitt um íjölskyldulífiö
í upprifjun sinni. í prósaljóðum er hún í
búðarferðum, afmælisboðum og útilegu. Oft
eru frásagnirnar broslegar eins og þegar
Þjóðviljinn verður að hverfa af sviðinu á
meðan vinkonurnar koma í heimsókn eða
þegar Vigdís hrellir nágrannakonu með
vatnssulli. Æskunni er skýlt með innilegri
en hófsamri væntumþykju foreldranna.
Fallegustu ljóðin fialla hins vegar um ná-
lægð dauðans í veikindum ættingja, bæði
föðurins sem er dauðvona og systurinnar
sem lifir. Þar virðist ljóðrænan renna tær-
ust, laus við strembna orðasmíð:
„Lífið og dauðinn eru systkin."
Ég veit að orð þín þýða meira en þetta,
þekki tóna þeirra í vindi við gráan stein.
Sit við stíginn frá lágreistu húsinu.
Barnsgrátur í loftinu.
Sú litla grætur fyrir tvær.
í henni eru tvær raddir.
Önnur sem'er alltaf að deyja.
Hin sem er alitaf að lifa.
Og ég hleyp inn í grátinn til
að heyra mömmu segja
söguna um hjartað, og þig
orðin um lífiö og dauðann.
Um nóttina
dreymir mig syngjandi tré
og náttfugla með ijólubláa vængi.
(bls. 30-32)
En Vigdís leyfir lesandanum ekki að svamla
i lygnu samfelldrar tilfinningar lengi í senn
og á næstu blaðsíðu, þeirri 33. í bókinni,
notar hún klisjulegt málfæri gagnrýnandans
til að rykkja áheyrandanum flötum inn í
hversdagsleikann:
Án þín
er leikhúsið langdregið
fléttan ómarkviss
hlutverkin völt
aðeins ég sjálf
er raunveruleg
og óttinn
Sama er uppi á teningnum eftir gullfallegar
tíu síður um dánardægurföðurins og mynd-
ir úr æsku hans á bls. 71 til 80. í einu vet-
fangi er mælandinn í ljóðinu lentur í heitum
flotpotti sundiauganna og hrífur þangað les-
andann. Fólkiö í lauginni er tæpast aðlaö-
andi og í ofanálag hefur einhver látið eftir
sér að skíta í hana.
Hér er ekki gefið neitt leyfi til að svífa inn
í ljóðið heldur er alltaf verið að tuskast við
lesandann og flengja hversdagsleikanum
framan í hann eins og baöhandklæði sem
Vigdís Grímsdóttir.
Bókmenntir
Solveig K. Jónsdóttir
mátt hefði fara fyrr í þvott.
En það er auðvitað ekki síst til að láta toga
tilfinningarnar í ýmsar áttir sem sest er nið-
ur til listneyslu, hvort heldur er heima með
ljóðmæli í höndum eða í bíó eða á tónleikum.
Vigdís notar bæði blóm og liti á hefð-
bundinn hátt í ljóðum sínum. Rósin finnst
afskorin innan um leiðindi og hundabein,
fegurðin á hvítum möguleika blaðsins.
Annars er dálítið eftirtektarvert hvaö Vig-
dís er órómantísk í orðasmið: safír breytist
í gómbleik orð og skýin skúmdregin. Minn-
ingabókin hefst líka á tilvitnun í Milan Kund-
era: „Því þyngra sem fargið er, því jarð-
bundnara er líf okkar, og því sannara og
raunverulegra er það.“
Og hér færðu allt: minningu dóttur um líf
sitt og föðurins, fergt, jarðbundið og raun-
verulegt í gleði og sorg, fegurð og ósmekk,
burnirót, skít, kristallaðri mósaík og mar-
blett á hné. Og samt verður léttleiki tilver-
unnar mikill:
Það vaxa
sírenur við
veginn
að vatninu
Ég legg fölnaða rós
á bakkann
sé hana
blómstra
í djúpinu
(bls. 91)
Ljóðin í Minningabók Vigdísar Grímsdóttur
eru aðgengileg og höfða beint til tilfinning-
anna. Hér þarf enginn að fælast frá vegna
myrkva í máli.
Vigdís Grimsdóttir:
Minningabók
Útgetandi: Iðunn
Reykjavik, 1990