Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1990, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1990, Side 20
20 M'ÁNUDAGUR 3. DESEMBER 1990. Menning Fróðlegt hagfræðirit Fyrir nokkrum vikum skrifaði Þorvaldur Gylfason hagfræðiprófesson afar lofsamleg- an dóm í Morgunblaðið um nýja bók Þráins Eggertssonar hagfræðiprófessors á ensku. Og mi um miðjan nóvember skrifaði Þráinn síðan afar lofsamlegan dóm í sama blað um nýja bók Þorvaldar, Almannahag, greinasafn frá síðustu árum! Jafnhógværum manni og mér líður satt að segja eins og boðflennu í heimi gagnkvæmrar hrifningar er ég tek mér penna í hönd til þess að skrifa Hér stutta umsögn um bók Þorvaldar. Raunar get ég sagt lesendurm DV það að bók Þráins er góö og bók Þorvaldar ekki vond þótt hún sé ekki heldur góð. Almannahagur er ekki vond bók vegna þess að Þorvaldur er lipur rithöfundur og hefur margt til mála að leggja. Hann er til dæmis eindreginn andstæðingur þeirrar heimskulegu sóunarstefnu, sem stjórnvöld hafa fylgt í landbúnaðarmálum, og ötull tals- maður aöhalds í rikisfjármálum og peninga- málum. Þetta er fróðlegt hagfræðirit. Þrjár ástæður eru hins vegar til þess að bókin er ekki góð. í fyrsta lagi hefur Þorvald- ur ekki fylgst vel með þróun hagfræðinnar. Hann heldur enn fast í ýmsar kenningar Johns Maynards Keyness þótt margir starfs- bræður hans í fremstu röð séu sem óðast að hverfa frá þeim. Hann hnýtir líka eins og hann getur í Milton gamla Friedman, góðvin okkar íslendinga. Að því er virðist gerir Þor- valdur sér ekki fulla grein fyrir einum aðal- gallanum á kenningakerfi Keyness sem er lítill skilningur á leikréglum en þó sérstak- lega takmörkunum stjórnmála. Hagfræðing- ar geta vissulega setið inni í Háskólasölum og sett saman doðranta um markmið og leið- ir í hagstjórn. En bækur þeirra missa marks séu kenningarnar óframkvæmanlegar eða illframkvæmanlegar. Þá eru þær eins og hestvagn í hestlausri veröld. Keynes var snjall maður og síður en svo tjandmaður hins frjálsa hagkerfis. En hann vanmat þann lækningarmátt, sem býr í sjálfu atvinnufrels- inu, um leið og hann ofmat getu og vilja embættismanna og stjórnmálamanna til skynsamlegrar hagstjórnar. í öðru lagi er tillaga Þorvaldar til lausnar fiskveiðivanda okkar íslendinga óskynsam- leg. Hún er, að ríkið innheimti auðlinda- skatt, til dæmis með því að bjóða upp veiði- leyfi. Þaö jafngildir auðvitað því að ríkið slái eign sinni á fiskistofnana, taki þá af útgerðar- mönnum. Hin lausnin er betri, að ríkið út- Bókmenntir Hannes H. Gissurarson hluti varanlegum og framseljanlegum kvót- um svo að frjáls markaður geti myndast með kvóta og kostir eignarréttar og atvinnufrels- is nýst. Setjum svo að sá arður, sem mynd- ast geti í sjávarútvegi við skynsamlegri skip- an mála (lægri tilkostnað) en staðið hefur fram á síðustu ár, nemi tíu milljörðum ís- lenskra króna á ári. Valið um lausnir í fisk- veiðimálum er í rauninni mjög einfalt. Hvort eiga þeir tíu milljarðar að bætást við þá átta- tiu milljarða, sem 33 manna meiri hluti á Alþingi hefur þegar til ráðstöfunar, eða dreif- ast á um 2000 útgerðaraðila, eigendur hlutaíj- ár í útgerðarfyrirtækjum? Hvort stuðlar að meiri valddreifingu? Fleiri íjárhagslega sjálf- stæðum einstaklingum? Hagkvæmari.með- ferð fjármuna? Svörin blasa við. í þriðja lagi gerir Þorvaldur sig á einum stað sekan um útúrsnúning, sem virðulegur prófessor í Háskóla íslands getur ekki verið þekktur fyrir í'kennslubók. Hann segir að krafan um frjálsan innflutning landbúnaðar- afurða eigi ekkert skylt viö frjálshyggju sem sé sú skoðun nokkurra heittrúarmanna að einkavæða eigi slökkviliðið og lögregluna! Þetta er fáránlegt. Frjálshyggja hefur verið ágætlega skilgreind, meðal annars í bókum þeirra Ólafs Björnssonar og Jónasar Haralz. Hún er í sem fæstum orðum sú skoðun að einstaklingarnir geti leyst flest (en ekki öll) mál sín með frjálsum samningum, án valda- boðs og tilskipana frá ríkinu. Hún á rætur að rekja til kenningar Johns Lockes um al- menn mannréttindi og kenningar Adams Smiths um sjálfstýringu við frjáls viðskipti. Þótt vel geti komiö til greina að einkavæða slökkvilið og lögreglu þá er sú hugmynd eða tillaga vitaskuld ekkert skilgreiningaratriði um frjálshyggju. Þorvaldur er hér að reyna að gera lítið úr þessari stjórnmálaskoðun. En ég er hræddur um að enginn minnki við shk mælskubrögð annar en upphafsmaður þeirra. Þorvaldur Gylfason: Almannahagur. Hlð íslenska bókmenntafélag. Reykjavík 1990. Fyrsti kaþólski biskupinn á íslandi efftir siðaskiptin „Enginn einn Islendingur hefur byggt jafn- mikið og glæsilega og hann, alveg fram á þenn- an dag.“ Þannig komst Guðbrandur Jónsson að orði í minningargrein um Martein Meulen- berg (1872-1941), fyrsta kaþólska biskupinn á íslandi eftir siðbreytinguna. Grein Guðbrands er meðal nokkurra greina um Meulenberg biskup sem birtar eru í þessu minningarriti um hann. Nafn Meulenbergs biskups er nú vafalaust gleymt flestum íslendingum en verk hans lifa og þykir enn af þeim bæjarprýði, eins og segir í formála þessa rits. Rit þetta er fjarri því að vera fræðileg úttekt á ævistarfi Meulenbergs biskups hér á landi. Þar er hins vegar margt áhugavert að finna. Það hefur að geyma nokkrar misjafnlega gaml- ar greinar um hann og sömuleiðis fáeinar greinar eftir hann. Sjálfur hafði ég sérstaklega gaman af að lesa grein séra Sigurðar Pálssonar vígslubiskups (1901-1986) um Meulenberg. Mörgum þótti sem séra Sigurður hefði á sér kaþólskt yfirbragð og í ljósi þess var afskaplega forvitnilegt að lesa um hin nánu kynni, sem hann hafði af Meulen- berg, og að hann skyldi nefna hann meðal þeirra þriggja manna sem höfðu hvaö djúptæk- ust áhrif á sig. Hinir voru sr. Friðrik Friðriks- son og sr. Guðmundur Einarsson á Mosfelli. Þá var sömuleiðis mjög fróðlegt að lesa tvær mjög læsilegar greinar eftir Jónas Jónsson frá Hriflu, aðra um kirkjuhöfðingjann Meulenberg og hina um Landakotskirkju sem lokið var 1929. Segir Jónas að Meulenberg hafl verið líf- ið og sálin í kirkjubyggingunni og hafi hann „vakað yfir hverju handtaki, eins og móðir yfir veiku barni". Meulenberg hafði ekki verið lengi hér á landi er hann lét danskan bygginga- meistra standa fyrir byggingu barnaskólans á Landakotshæð. Hann fékk Guðjón Samúelsson húsameistara til að teikna sjúkrahús og kirkju í Hafnarflrði. Þá reisti Meulenberg, með aðstoð Sigurðar Guðmundssonar, hið mikla og veg- lega sjúkrahús í Stykkishólmi, stórhýsi handa kaþólska spítalanum í Reykjavík og loks klausturbygginguna í Hafnarfirði. Meulenberg var sendur til íslands árið 1903. Tuttugu árum síðar var hann skipaður postu- Bókmenntir Gunnlaugur A. Jónsson llegur præfectus á íslandi og 1929 var hann vígður biskup af van Rossum, kardínála í Kristskirkju, og var það fyrsta helgiathöfnin sem fór fram í kirkjunni, nokkrum dögum eft- ir vígslu hennar. Það var söguleg athöfn því hún þýddi að íslendingur höfðu fengið sinn fyrsta kaþólska biskup eftir að Jón Arason var líflátinn árið 1550. Meulenberg var það Ijóst að fyrsta skilyrði til að ná til Islendinga væri að læra tungu þeirra og útrýmdi hann öðrum tungumálum en latínunni úr kaþólsku kirkj- unni á íslandi. Hann var fyrstur erlendra manna sem Alþingi veitti ríkisborgararétt eftir að ísland varö fullvalda ríki. Jónas Jónsson segir réttilega um þær breytingar, sem urðu í tíð Meulenbergs hér á landi, að sá skilnaður, sem varð milli mótmælendakirkjunnar og ka- þólskrar trúar við aftöku Jóns Arasonar, hafi „orðið að heilum sættum í tíð Meulenbergs biskups“. Sjálfur trúði hann því fram í rauðan dauðann að íslendingar ættu eftir að hverfa til hins forna siðar. Nú stendur fyrir dyrum að rita íslenska kristnisögu á vegum Alþingis í tilefni af kristnitökuafmælinu árið 2000. Þar er yflrlýst stefna ritstjórnar að þá sögu eigi ekki að skrifa af sjónarhóli ákveðinnar kirkjudeildar. Það ætti að tryggja að merkt starf kaþólskra manna hér á landi gleymist ekki. Þessi litla bók minnir ritstjórn kristnisögunnar á þýðingarmikið starf Meulenbergs biskups og á þann gamla sannleika að einstaklingarnir skipta alltaf miklu máli í sögunni þótt persónusagan sé ekki í tísku nú um stundir og eigi ekki mjög upp á pallborðið hjá sagnfræðingum. Marteinn Meulenberg Hólabiskup Til minningar um fyrsta biskup kaþólskra á íslandi eftir siðaskipti Þorlákssjóður Reykjavík 1990 Bóndinn á síðasta orðið Bóndi er bústólpi, bú er landstólpi. Því skal hann virður vel. Það liggur við að fjölmiðlar og sumir stjórnmálamenn hafl gert þessi spaklegu orð listaskáldsins góða að öfugmælum með áróðri sínum gegn bændastéttinni á undan- fórnum árum. Öllum má ljóst vera að land: búnaðurinn hefur gengið í gegnum ýmsar þrengingar. Má þar fyrst nefna þverrandi markað fyrir hefðbundnaf landbúnaðaraf- urðir, breytta neysluhætti þjóðarinnar og aukna samkeppni á ýmsum sviðum. Sumt er heimabúinn vandi. Við höfum ekki fylgst nægilega vel með kröfum markaðarins og súpum seyðið af því. Síðast en ekki síst þyk- ir mér skorta á að málin séu skoðuö í sam- hengi. Menn segja að það sé lítil eftirsjá í því að nokkur kotbýli fari í eyði. Þau megi missa sig og það sé sjálfsagt til að sníða framleiösl- una eftir þörfum markaðarins. En máhð er bara ekki svona einfalt. Reynslan sýnir að það eru ekki alltaf lélegustu býlin sem fara í eyði. Búskapur getur líka siglt í strand á góðum jörðum sem vel eru í sveit settar. Svo eru það „aukaverkanirnar", ef svo má segja. Ef byggð grisjast um of hverfa þeir líka sem atvinnu hafa af þjónustu, flutningum, versl- un o.s.frv. í dreifbýlinu. Skólarnir tæmast, Bókmermtir Albert Jóhannsson enginn fæst til að starfa við heilsugæslu- stöðvar o.fl. Afleiðingin verður fólksflótti og byggðaröskun. Ómæld verðmæti glatast. Fólk flýr jarðir sínar. Hús í þorpum standa auö og óseljanleg en þjóðin tapar. Þessar og fleiri voru hugleiðingar mínar við lestur þeirrar ágætu bókar sem hér er ijallað um. Hún hefur aö geyma viðtöl eða frásagnir þar sem fimm úrvalsbændur segja frá lífi sínu og starfi. Þessir mætu menn eru: Einar E. Gíslason, Skörðugili, Skagafirði, Benedikt Hjaltason, Hrafnagili, Eyjafirði, Örn Einars- son, Silfurtúni, Hrunamannahreppi, Björn H. Karlsson, Smáhömrum, Steingrímsfirði og Guðmundur Lárusson, Stekkum, Flóa. Allir eru þeir nútíma bændur sem skara fram úr hver á sínu sviði og eru jafnframt forvígismenn í félagsmálum og ræktun. Ein- ar er formaður Félags hrossabænda og Sam- bands íslenskra loðdýraræktenda, Benedikt sporgöngumaður um breytta búskaparhætti í tengslum við kúabúskap, Örn stjómarform- Helgi Bjarnason á viðtöl við fimm bændur í Bændur i hvunndagsfötum. aöur Sölufélags garðyrkjumanna, Björn virkur í félagsstafi heima í héraði, oddviti sveitar sinnar og landskunnur sauðfjárrækt- armaður og Guðmundur er formaður Lands- sambands kúabænda. Ekki er víst að allir séu sammála þeim hugmyndum sem hér koma fram um lausn vandamálanna, en sú staðreynd blasir þó við að þeir vita um hvað þeir eru að tala og hafa á mörgum sviðum sigrast á erfiðleikunum og snúið vörn í sókn. Það sést t.d. á stöðu hrossabænda undir ör- uggri stjórn Einars í Skörðugili og sr. Hall- dórs í Holti. Mættu fleiri að hyggja og sann- ast hið fornkveðna, að guð hjálpar þeim, sem hjálpar sér sjálfur. Höfundur bókarinnar Bændur í hvunndagsfótum boðar að í hyggju sé að gefa út þrjú bindi af þessu ritsafni. Tel ég það rétt ráðið. Þó að bækurnar séu eigu- legar og ágætar er sú hætta fyrir hendi að þær verði leiðigjarnar ef lopinn er teygður of lengi eins og dæmi sanna annars staðar. Bækur þessar eru í senn fróðlegar og skemmtilegar og vel til þess fallnar að vekja stéttarvitund bænda og sýna þeim og sanna að þrátt fyrir allt eiga þeir síðasta orðið. Höfundur bókarinnar skilar sínu hlutverki vel og sanna það nákvæmar og réttar lýsing- ar á mönnum þeim sem segja frá og ég þekki persónulega. Þegar öllu er á botninn hvolft hygg ég að landbúnaðurinn muni rétta úr kútnum og umheiminum verða ljóst, að hér eru framleiddar gæðavörur í hreinu og ómenguðu landi, heilsuvörur sem ekki fást annars staðar og verða eftirsóttar í heimi hormónaframleiðslu, gerviefna og mengun- ar. Bændur i hvunndagsfötum II Höfundur: Helgi Bjarnason Hörpuútgáfan, 1990

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.