Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1990, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1990, Qupperneq 15
MÁNUDAGUR 3. DESEMBER 1990. 15 Mín fótfúna þjóð og bfllinn helgi „Mannni bregður illa að koma heim og mæta framrás hinna hundrað og fjörutíu þúsund biia landsmanna." Við erum nokkur sem ferðumst fótgangandi um höfuðborgina. Það er ekki stór hópur og kannski ekki nógu þrýstinn til að ná eyrum ráða- manna og fyrirferðarmeiri vegfar- enda. Mig langar þó að freista þess að hefja máls á einu atriði sem okkur varöar. - Það eru gagnstéttirnar. Ég get ekki haldið því fram að ég sé víðforul kona. Þó hef ég drepið niöur fæti í nokkrum borgum Evr- ópu og auk þess búið erlendis um hríð. Og alls staðar þar sem ég hef komið eru gangstéttir í borgum ætlaðar gangandi fólki. Það gengur á gangstéttunum, gjóar augunum hvað á annað, strunsar hvað fram úr öðru, kinkar kolli, snýr sér við og horfir á eftir athyglisverðum einstaklingum, stundum kannast menn hver við annan og fallast í faðma, skiptast á nokkrum orðum og kveðjast. Eða fylgjast aö ein- hvern spöl. Svona atvik áttu sér oft stað í Reykjavík á árum áður en þau ger- ast nú æ fátíðari. Því valda breyttar aðstæður og síversnandi skilyrði. Gangstéttir í Reykjavík virðast nefnilega ekki lengur ætlaðar gangandi fólki. Þær eru undirlagð- ar af bílum. Þar sem þessi hellu- lagða rönd meðfram akbrautum er ekki víggirt með járnstöngum og steinstólpum, fylla hana bílar. Þeir raða sér upp á kantsteinana og ystu hellumar flestir, en þeir djörfustu taka alla stéttina fyrir sig. Gang- andi vegfarandi, ég tala nú ekki um ef hann er kona með barnavagn, verður því stöðugt að leggja líf sitt í þá tvísýnu að fara út af gangstétt- inni og ganga á akbrautinni. Eöa hvar á að ganga? Ég veit ekki hversu lengi hægt er að búast við því að sleppa lifandi heim til sín og ómeiddur en á með- an ekki er búið að keyra mig niður ætla ég að nota tækifærið og spyrja KjaJIaiinn Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur borgaryflrvöld og akandi sam- ferðafólk mitt í umferðinni hvar ég megi ganga tveim fótum. Ég þarf ríflega kvenbreidd þar sem ég ek venjulega á undan mér lítilli dóttur minni í kerru og stundum gengur systir hennar mér við hlið. Þar að auki finnst mér náttúrlega skemmtilegt að geta mætt þessum fáu borgarbúum sem nota fæturna á sér til einhvers annars en stíga á bensínið og bremsuna. Undrun og andóf Ég hef vissulega orðið vör við að ég er ekki ein um að undrast sér- kennilega umferðarmenningu ís- lendinga. Erlendir ferðamenn segja frá ótrúlegum bílafjölda á mjóum götum og gangstéttum höfuöborg- arinnar þegar þeir koma heim til sín og kalla þó ekki allt ömmu sína í þeim efnum. Landar mínir sýnast mér þó fremur hafa áhyggjur af umferðar- hraðanum en magninu enda á hraðinn sinn drjúga þátt í því hve umferðarslys eru hér mörg, lim- lestingar, örkuml og manndráp tíð. Einkum verða íslensk börn hart úti miðað við börn í nágrannalönd- um okkar. Og ég hef tekið eftir því að fólk, sem sjálft hefur orðiö fyrir óbætan- legu tjóni af völdum umferðarinn- ar, kannski fengið hnrnið sitt á lík- börum heim úr skolanum, reynir af veikum mætti að senda út viö- varanir og áköll ef það mætti veröa einhverjum til bjargar. Lögregla og leikarar fara í skólana til að brýna fyrir börnum að haga sér nú rétt og vel í umferðinni, sem vonandi er til einhvers gagns, þó vitað sé að börn þurfa aö vera allstálpuð til þess að geta dæmt rétt um hraða aðvífandi bíla og eru að sjálfsögðu á allan hátt verr í stakk búin en fullorðnir til þess að fá tillit tekið til sín sem vegfarenda. Blessuð skepnan Ábyrgðinni á umferðaröryggi barna er beint og óbeint velt yfir á börnin sjálf, á meðan enginn þorir að amast við sjálfum höfuðpaurn- um, bílnum. Blessuð skepnan, bíll- inn minn. Og þar sem helgi bílsins er jafnmikil og hér þykir náttúrlega ekki tiltökumál þó hann fái að mola undir sér gangstéttarhellurn- ar, breyta sérhverjum ógirtum grasbletti í drulluflag og gera borg- ina að einu allsherjar bílastæði. Enda er hér orðið afskaplega ljótt. Manni bregður illa að koma heim og mæta framrás hinna hundrað og íjörtíu þúsund bíla landsmanna. Því eins og konan sagði, sem ég bað um að fara með bílinn niður af gangstéttinni svo ég kæmist framhjá með kerru telpunnar minnar: „Ég geri bara það sem mér sýn- ist.“ Einir í alheiminum Þaö er kannski eðlilegt að eyjabú- ar eins og við haldi stundum að þeir séu einir í heiminum og geti í flestu gert eins og þeim sýnist. En þrátt fyrir það, hvað við búum af- skekkt, ferðast loftstraumar jafnt til okkar og frá. Sama gildir um hafstrauma. Vistkerfi jarðar er eitt samhangandi kerfi og sérhver maður á í því sinn litla rétt og ber á því sína litlu ábyrgð. Það er augljóst að lítil þjóð í strjálbýlu og stóru landi þarf að eiga góð faratæki. En það mætti einnig vera ljóst hversu ruddalegt það er gagnvart umheiminum að fara á jeppanum út í næsta hús. Og þaö væri heldur ömurlegt af- spurnar ef það þyrfti margar al- þjóðasamþykktir um hámark eit- urlofts, sem hverri þjóð leyfist að spúa út í andrúmsloftiö, áður en hinir frelsisunnandi íslendingar láta segja sér að drepa á bílnum. Steinunn Jóhannesdóttir „Það er kannski eðlilegt að eyjabúar eins og við haldi stundum að þeir séu einir í heiminum og geti 1 flestu gert eins og þeim sýnist.“ Kvóti til sölu, kostar eina tölu Lesandi góður. Einhvers staðar stendur skrifaö að fiskstofnarnir við landið séu sameiginleg eign allrar þjóðarinnar. Öllum þeim sem þekkja til má þó vera ljóst að svo er í raun ekki. Þaö er búið að úthluta útgerðarmönnum helstu nytjastofnunum á íslandsmiðum um ófyrirsjáanlega framtíð. Veiðiheimildir ganga kaupum og sölum og virtir endurskoðendur eignfæra veiðiréttindi í ársreikn- ingum útgerðarfyrirtækja eins og hver önnur verðmæti. - Svo er kominn nýr gjaldmiðill í umferð, hið svokallaða „þorskígildi". Þorskígildi er eitt kíló af óveiddum þorski á íslandsmiðum. Verðmæti annarra tegunda er síðan metið sem hlutfall af þorskkílóinu. - Kíló af ýsu er til dæmis 1,19 þorskígildi, ufsi 0,56, karfi 0,53, og svo fram- vegis. Verðlagning á óveiddum fiski Það kostar sem sé peninga að veiöa helstu nytjastofna við landiö. Annaðhvort kaupa menn kvóta eða nota eigin kvóta sem ella væri hægt að selja. Það er verslað með óveiddan fisk á tvennan hátt. Ann- ars vegar er verslað með aflakvóta til eins árs. Þá kaupa útgerðar- menn, sem fara fyrirsjáanlega fram úr leyfilegum veiðiheimildum, aflakvóta frekar en að greiða hinu opinbera sektir. Sektir fyrir að veiða umfram kvóta í ár eru um KjaUarinn Brynjólfur Jónsson hagfræðingur 60 krónur fyrir þorskígildið. Þeir útgerðarmenn, sem ekki veiða upp í sínar árlegu aflaheimildir, geta því selt þær því hærra verði sem sektir hins opinbera er hærri! í ár er gangverðið um 40 krónur fyrir þorskígildið. Þannig er það ákveðið í sjávarútvegsráðuneyt- inu, þó með óbeinum hætti sé, hvernig verðlagningu á þorskígild- inu er háttað. Svo er seldur „varanlegur afla- kvóti“ fyrir um það bil 150 krónur þorskígildið. Þannig er hægt að kaupa leyfi til að veiða eitt tonn af þorski á íslandsmiöum um ófyrir- sjáanlega framtíð fyrir 150.000 krónur. Tonnið af ýsu fyrir 178.500 krónur, tonnið af ufsa fyrir 84.000 krónur, tonnið af karfa fyrir 79.500 krónur og svo framvegis. Heildarverðmæti veiðileyfa helstu nytjastofna hér við land er um hundrað milljarðar króna, mið- að við 150 króna verð á þorskígild- inu. Að vísu er ekki búið að út- hluta alveg öllum þessum aflakvót- um enn því smábátar undir 5 tonn- um eru enn á sóknarmarki. Það þýðir að þeir mega veiða eins og þeir geta en verða að hætta veiöum ákveðna daga ársins, hina svoköll- uðu banndaga. Heildarafli smábáta hér við land er samt óverulegur hluti af heildarveiðinni. Sú eignatilfærsla, sem á sér stað í íslensku þjóðfélagi með tilkomu kvótakerfisins, er um 100 mifijarð- ar króna. Þá er miðað við að aOar „Sú eignatilfærsla sem á sér stað í ís- lensku þjóðfélagi með tilkomu kvóta- kerfisins er um 100 milljarðar króna.“ Tegund Ársveiði tonn Þorskigildi tegundar Verðmæti í millj. kr. Þorskur 310.000 1,00 46.500 Ýsa 60.000 1,19 10.710 Ufsi 90.000 0,56 7.560 Karfi 60.000 0,53 4.770 Grálúða 35.000 0,80 4.200 Úthafsrækja 20.000 1,64 4.920 Sfld 90.000 0,10 1.350 Loðna 965.000 0,07 10.132 Humar 2.100 12,00 3.780 Hörpudiskur 12.500 4,00 7.500 Alls .101.422 „Heildarverðmæti veiðileyfa helstu nytjastofna hér við land.“ veiðar helstu nytjastofna séu komnar undir kvótakerfið. Er nokkuð óeðlilegt þó íslenskir út- gerðarmenn og hagsmunasamtök þeirra hafi barist ötullega fyrir þessu? Að verðmeta fiskiskip Þegar fiskiskip eru verðmetin í dag er það gert þannig að teknar eru saman heildarveiðiheimildir skipsins og þeim breytt í þorskí- gildi. Þorskígildaijöldinn er marg- faldaður með 150 krónum. Það er verðmæti veiðiheimildanna. Svo er tekið tryggingaverðmæti skipsins og deilt í það með þrem til að fá mat á skipinu sjálfu. Þessar tvær tölur lagðar saman eru raunveru- legt markaðsverð fiskiskipa á ís- landi í dag. Kvótaskattur? Ef íslendingar hefðu borið gæfu til þess að innleiða auölindaskatt í stað kvótakerfisins þá sæti ríkis- sjóður í dag uppi með um 100 millj- arða króna verðmæti, sem búið er að gefa útgerðarmönnum. Hér er verið að tala um fjárhæð sem er álíka mikO og heildarskattheimta rOúsins 1991 samkvæmt íjárlaga- frumvarpi, og hvorki meira né minna en 57% af heildarskuldum þjóðarbúsins. Því eiga útgerðarmenn þá ekki að standa undir 57% af þjóðar- skuldunum? Við hin myndum þá standa undir þeim 43% sem eftir yrðu. Við þaö myndu heildarskuld- irnar okkar lækka úr 173 milljörð- um í 73 milljarða. Það munar um minna. Heildarskuldir á hvern ein- stakhng myndu lækka úr 700 þús- undum króna í 300 þúsund. Þetta er í raun sanngirniskrafa þeirra einstaklinga sem ekki eiga kvóta. Kvótaskatturinn yrði bara venju- legur eignaskattur, miðaður við þorskígildi. Það er í sjálfu sér ekk- ert athugavert við það að skatt- leggja „opinberar gjafir" á þennan hátt. Lesandi góður. Það er hægt að leggja kvótaskatt á útgerðarfélög- in, og það er sanngirniskrafa að það verði gert, og dregið úr skattlagn- ingu sem því nemur á öðrum svið- um þjóðfélagsins. Það er því miður eina leiðin til að bæta almenningi upp þann skaða sem orðið hefur við það að helstu nytjastofnarnir á íslandsmiðum eru ekki lengur sameiginleg eign landsmanna, heidur fáeinna útgerðarfyrirtækja. Brynjólfur Jónsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.