Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1990, Qupperneq 8
SKOT-
VEIÐIMENN
utsálaT
á byssum og skotum út þessa viku
20%
staðgreiðsluafsláttur
Missið ekki af þessu einstæða tækifæri. M.a. Remington,
Winchester, Mossberg o.m.fl., einnig notaðar byssur með afslætti.
Simi með símsvara
Sjálfvirkt val — Innbyggður hljóðnemi og hátalari
12 minni — 3 minni fyrir beint útval — Hvert móttekið
skilaboð í allt að 150 sek. — Ljós í takkaborði —
Tónval, púlsval — Veggfesting.
Verð kr.
9.980,-
IhIHEKLAHF
Laugavegi 170-174 Simi 695500
MÁNUDAGUR 3. DESEMBER 1990.
Utlönd
Sigur Helmuts Kohl i þingkosningunum í Þýskaiandi var öruggur eins og
búist var við. Hér tekur hann við hamingjuóskum frá höfuðandstæðingi
sínum, Oskari Lafontaine, eftir að úrslitin lágu Ijós fyrir. Símamynd Reuter
Þingkosningamar í Þyskalandi:
Ótvíræður
sigur Kohls
kanslara
- jafnaðarmenn og græningjar töpuðu
„Þetta er mesti sigur sem lýðræðis-
legur flokkur hefur nokkru sinni
unnið í Þýskalandi," sagöi Helmut
Kohl kanslari eftir að stórsigur
flokks hans var ljós í þingkosningun-
um í gær.
Kristilegir demókratar, flokkur
Kohls, og systurflokkurinn í Bæjara-
landi fengu 43,8% atkvæða. Þessir
ílokkar mynda núverandi stjórn í
Þýskalandi ásamt Frjálsum demó-
krötum sem einnig unnu á í kosning-
unum og fengu 11% atkvæða. Sam-
tals hafa stjórnarflokkarnir nú 398
þingsæti af 663 og öryggan meiri-
hluta.
Hlutur jafnaöarmanna undir for-
ystu Oskars Lafontaine var rýr í
kosningunum og flokkurinn hefur
ekki haft svo lítið fylgi í 33 ár. La-
fontaine hafði lofað 40% fylgi og ein-
hveiju betur en flokkurinn fékk
33,5% og239 þingsæti. Lafontaine bar
sig þó vel eftir kosningarnar og áköf-
ustu stuðningsmenn hans sögðu að
hann ætti góða möguleika - næst.
Úrslitin eru þó verulegt áfall fyrir
Lafontaine sem eftir þetta stendur
höllum fæti í flokknum. Margir
flokksmenn vilja að Hans-Jochen
Vogel taki við formennskunni og
leiði flokkinn í stjórnarandstöðunni
fram aö næstu kosningum.
Versta útreið í kosningunum fengu
þó græningjar sem töpuðu öllum
þingsætum sínum. Þeim haföi verið
spáð fylgistapi en ekki slíku afhroði.
Aður höfðu græningjar 43 þingsæti.
Þeir buðu nú fram í samstarfi við
borgarafylkingar í Austur-Þýska-
landi. Framboð þeirra náði að vinna
8 þingsæti.
Þá kom á óvart að arftaki gamla
kommúnistaflokksins náði 2,4% at-
kvæöa og fékk 17 menn kjörna. Fyrir
kosningarnar áttu fáir von á aö
flokkurinn, sem nú kennir sig við
lýðræðislega jafnaðarstefnu, næði að
vinna þingsæti. Árangurinn er þakk-
aður formanninum Gregor Gysi sem
nýtur virðingar þrátt fyrir vafasama
fortíð flokksins.
Kohl hefur enn ekkert viljað segja
um myndun stjórnar eftir kosning-
arnar. Hann sagðist ætla aö nota tím-
ann til aö fagna áður en hann færi
að ræða við Frjálsa demókrata undir
forystu Hans-Dietrich Gencher utan-
ríkisráöherra. Líklegt þykir að flokk-
urinn vilja nú fá meiri áhrif innan
stjórnarinnar eftir góðan árangur í
kosningunum.
Kohl ítrekaöi þó strax eftir að úr-
slitin lágu fyrir að hann myndi ekki
hækka skatta eins og hann lofaði í
kosningabaráttunni. Þá hét hann því
að Austur-Þýskaland myndi blómg-
ast og dafna næstu fjögur árin.
Reuter
Fyrsti sigur
kanslarans í eigin
kjördæmi
Þótt undarlegt megi virðast er
þetta í fyrsta sinn sem Helmut Kohl
kanslari nær kjöri sem þingmaður
fyrir kjördæmi sitt. Til þessa hafur
hann alltaf beðið lægri hlut fyrir
frambjóðanda jafnaðarmanna í
heimabænum Ludwigshafen en náö
inn á þing sem uppbótarmaður af
landslista.
Að þessu sinni fékk Kohl 44,7%
atkvæða í kjördæminum en Manfred
Reinmann, framjóðandi jafnaðar-
manna og þingmaður kjördæmisins,
fékk 43,3%. Þarna munaöi því litlu
en Kohl var sigursæll þennan kjör-
dag, bæöi á heimavelli og í landinu
öllu.
í Þýskalandi fá kjósendur tvo
kjörseðla. Á annan merkja þeir við
þann frambjóðanda sem þeir styðja
en á hinn merkja þeir við flokk. Kohl
hefur tvívegis áður boðið sig fram í
þessu kjördæmi en alltaf tapað til
þessa þótt hann hafi orðið kanslari
árið 1982.
Reuter