Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1991, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1991, Blaðsíða 2
2 LAÚÓARDAGUR 18. MAf 1991. Fréttir_______________________________ Fiskiskipaflotinn knúinn raforku: Tæknilegur möguleiki í nánustu framtíð - segir Gísli Júlíusson, yfirverkfræðingur Landsvirkjunar Gísli Júlíusson, yfirverkfræöingur Landsvirkjunar, sagði í samtali viö DV aö þaö vær fullkomlega raun- hæft aö fara að tala um þann mögu- leika aö fiskiskipafloti okkar eöa hluti hans yrði knúinn raforku. Ástæða þess að þetta er orðið tækni- lega framkvæmanlegt eru álgeymar. „Þessir álgeymar eru þannig að ál er látið ganga í samband við loft eða súrefni. Það sem gerist í álverum er að þaö er rafdregið þar sem álið er Akranes: Bókumstam gefinút Siguröur Sverrisson, DV, Akranesi: Fyrir nokkru kom út hér á Akranesi bók um stam eftir Elm- ar Þóröarson talkennara. Höf- undur hefur um árabil unnið með fólki sem stamar. í bókinni er að finna upplýsing- ar um stam og þá sem stama. í formála er jafnframt sett fram sú tilgáta að aukin þekking á stami fækki þeim er stama. Stór hluti efnis bókarinnar er frá Alf Preus sem af mörgum er talinn helsti stamsérfræðingur Norðurlanda. Við útgáfu bókarinnar hefur Elmar m.a. notið dyggilegs stuðn- ings Kiwanisklúbbsins Þyrils á Akranesi. Þess má síðan geta að stamarar á íslandi hafa í hyggju að mynda formlegan félagsskap. Hefur Andri Bachmann veriö helsti hvatamaður þess. Elmar Þórðarson talkennari. DV-mynd Árni S. Árnason skilið frá súrefninu. Til þess þarf orku. Það er hægt að ná þessari orku aftur í formi rafmagns með ákveð- inni tækni,“ sagöi Gísli. Ýmis ökutæki eru knúin rafmagni en vandamáliö hefur verið hvað það endist illa á rafgeymunum. Um þaö sagði Gísli að framfarir hefðu orðið á þessu sviði. Mestar hafa þær orðið varðandi þessa álgeyma. Þeir taka mun minna pláss en venjulegir raf- geymar en það hvað venjulegir raf- Tilboð voru opnuð hjá Landsvirkj- un í raf- og vélbúnað fyrir Fljóts- dalsvirkjun í gær. Um var að ræöa tilboð í hverfla, rafala ásamt til- heyrandi búnaði. Alls bárust 13 til- boö auk 8 frávikstilboða. Lægsta til- boðiö áttu ABB Genaration AB, Sví- þjóð, og Kvaemer Eureka A/S Noregi geymar hafa verið plássfrekir hefur verið vandamál til þessa varðandi ökutæki sem hafa verið rafknúin. Gísli segir að álgeymar séu fjórum sinnum léttari en olíugeymir sem gefur sama orkumagn. Þá yrði ál- geymirinn átta sinnum umfangs- minni miðað við sömu orku. Gísli segir að í dag sé það gerlegt aö setja svona geyma í skip en Vanda- málið er að nýtingin er ekki nógu góð. Þróunin er hins vegar hröð á og var það upp á rétt tæpá 1,7 millj- arða króna en það era 87,6 prósent af áætluðum kostnaði ráðgjafa Landsvirkjunar en hann hljóðar upp á rétt rúma 1,9 milljarða króna. Annað lægsta tilboðið barst frá Noell GmbH í Þýskalandi og upp á rúma 1,8 milljarða króna sem eru þessum sviöum og ef til vill styttra í að þetta sé fullkomlega raunhæft en margan grunar. í Bretlandi er unnið að smíði svona geyma sem meðal annars eru notaöir sem vararafls- stöðvar. „Ég er bjartsýnn á að þarna sé að eiga sér stað meiriháttar ævintýri í nánustu framtíð,“ sagði Gísli Júlíus- son. -S.dór 95,4 prósent af áætluðum kostnaði. Þriðja lægsta tilboðið barst frá Sulz- er-Escher Wyss GmbH í Þýskalandi og var það tæpir 2 milljarðar króna sem er um 2 prósentum hærra en áætlun Landsvirkjunar gerir ráð fyr- ir. -J.Mar Farið yfir tilboöin á fundi Landsvirkjunar í gær. DV-mynd Brynjar Gauti Flj ótsdalsvirkjim: Tilboð opnuð í raf- og vélbúnað Hvítasimnuhelgin: Mikið spurt umferðirí Borgarfjörð „Það hefur lítið verið að gera hér i miöasölunni. Unglingamir hafa hringt mikið og spurt um ferðir að Logalandi f Borgarfirði en það hafa sárafáir keypt miða þangað,“ sagði Lilja Guðmunds- dóttir í miðasölunni á BSÍ í gær- kvöldi. Öll tjaldstæði era lokuð suö- vestanlands nú um helgina. Að sögn Magnúsar Magnússon- ar, húsvarðar á Logalandi í Borg- arfirði, verður dansleikur á sunnudagskvöldið og hefst hann um miðnætti. Engin tjaldstæði verða opin í nágrenninu. Það stóö til að leyft yrði að tjalda í ná- grenni Reykholts en að sögn Magnúsar mun lögreglan i Borg- arfirði hafa lagt bann viö því. „Það hefur mikið veriö gert úr því að þaö ætti að vera eitthvert mikiö húllumhæ hér um helgina en svo er ekki. Það verður bara venjulegt bail hér aðfaranótt mánudags og ekki boðið upp á neina tjaldaðstöðu í tengslum við það,“ sagði Magnús. -J.Mar Forsetaheim- sóknin undirbúin ÞórhaDur Aamundsson, DV, Sauðárkr.: Eflaust verður hátíðlegt um aö litast í Skagafirði dagana 23.-25. ágúst í sumar þegar forseti ís- lands, frú Vigdis Finnbogadóttir, heimsækir héraðið. Undirbún- ingur heimsóknarinnar er þegar hafinn og hefur gestgjafmn, hér- aðsnefnd Skagafjarðar, skipað íjögurra manna undirbúnings- nefnd. Hvað tímasetningu heimsókn- arinnar varðar sagði Magnús Sig- urjónsson, framkvæmdastjóri héraðsnefndar, að hún hefði ver- ið ákveðin fyrir nokkrum mán- uðum. Ástaeðuna fyrir því að heimsóknin er svo síðla sumars taldi hann vera kosningamar. Frú Vigdís hefði líklega viljað vera nokkuð trygg með að búið væri aö mynda ríkisstjórn áður en hún færi i Skagafjörðinn. Undirbúningsnefnd fyrir heim- sóknina skipa þau Björn Sigur- björnsson, formaður bæjarráðs Sauðárkróks, Halldór Þ. Jónsson sýslumaöur, Elín Sigurðardóttir oddviti, Sölvanesi, og Magnús Sigurjónsson. Dagskrána mun nefhdin ákveða í samráði við odd- vita og hreppstjóra í héraðinu. „Við munum aö sjálfsögðu reyna að veita forsetanum skagf- irskar móttökur. Ég finn að það er mikill hugur í mönnum að taka vel á móti frú Vigdísi og hennar fylgdarliöi,“ sagði Magnús. Það er sprengipottur i vöxtum á peningamarkaönum framundan ekkert síð- ur en að lottóið verður tvöfalt i kvöld og sprengipottur i getraunum í dag. Ekki bara í lottóinu og getraunum: Sprengipottur í vöxtum Dagurinn í dag og næstu dagar verður einn allsherjar sprengipottur hjá þjóðinni í peningamálum. Þaö verður tvöfaldur lottópottur í kvöld og í getraunum verður sprengipottur í dag. Næstu daga má svo búast við sprengipotti í vöxtum. Þeir eiga eftir að hækka. Sprengipotturinn í Getraununum birtist í því að bætt veröur um 1,2 milljónum króna í pottinn. 600 þús- und fara í fyrsta vinning, 300 þúsund í annan vinning og 300 þúsund í þriðja vinning. Ekki skiptir máli hvort einhver verður með 12 rétta eða ekki, greitt verður fyrir hæsta vinning og svo koll af kolli. Sprengipotturinn í vöxtunum birt- ist í því að búist er við að ríkisstjóm- in hækki vexti á spariskírteinum rík- isins í frumsölu í næstu viku úr 6 prósentum í um 8 prósent. Á endur- sölumarkaðnum Verðbréfaþingi ís- lands fór ávöxtunarkrafa spariskír- teina upp fyrir 8 prósentin í byrjun þessarar viku. Bankarnir ætla að bíða og sjá hvað ríkið gerir. Samkvæmt upplýsingum Seðlabankans í gær voru engar til- kynningar komnar frá bönkunum um aö hækka vexti eftir helgina, á þriðjudaginn, 21. maí. Því er líklegt aö bankarnir hækki vextina um mánaðamótin eftir að ríkið hækkar vexti á spariskírteinum í næstu viku. Það er mat manna, sem DV hefur rætt viö á peningamarkaðnum, að líklegt sé að bankamir muni hækka innláns- og útlánsvexti um 1,5 til 2 prósent. Algengustu nafnvextir á al- mennum skuldabréfum bankanna eru nú á bilinu í kringum 15,5 pró- sent. Þeir fara þvi í um 17 til 17,5 prósent miðað við áöurnefnt mat manna. Loks eru það húsbréfin. Þau eru ríkistryggðir pappírar. Það sem kaupendur á endursölumarkaði hafa sett út á húsbréfin er útdráttarfyrir- komulagið og að bréfin séu til 25 ára. Þetta þýðir að markaðurinn kaupir frekar spariskírteini ríkisins, sem eru til styttri tíma, en húsbréf á end- ursölumarkaði og því þurfa vextir á húsbréfum að vera hærri. Ávöxtunarkrafa húsbréfa á Verð- bréfaþingi íslands hefur verið aö hækka að undanfórnu og var í byrj- un þessarar viku komin í 8,5 pró- sent. Miöað við aö markaöurinn krefjist hærri ávöxtunarkröfu á hús- bréfum er líklegt að hún hækki í um og yfir 9 prósent þegar vextir spari- skírteina verða komnir í 8 prósent. -JGH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.