Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1991, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1991, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 18. MAÍ 1991. Tískudrottningin Coco Chanel: Þegar Coco Chanel kom til Parísar eftir nokkurra ára útlegð var hún i fyrstu hunsuð en hálfu ári síðar var hún aftur komin á stall með fræg- ustu tískuhönnuðum Parisarborgar. Fyrirsætur Coco Chanel urðu að vera þolinmóðar því að hún krafðist þess að þær stæðu grafkyrrar meðan hún nældi utan á þær fötin. Heimsfræg en einmana Sagan af tískudrottningunni Coco Chanel þykir allmerkileg fyr- ir margra hluta sakir. Hún bjó til dragtir á þriðja áratugnum sem Til sölu eru lóðir undir sumarhús í nýskipulögðu hverfi á jörðinni SEYÐISHÓLUM í Grímsnesi. Stærð lóðanna er á bilinu 5000 m2-l0.000 m2. Lóðirnar liggja í mishæðóttu landi sem er kjarri vaxið að hluta. Á svæðinu er mjög góður útsýnisstaður. Upplýsingar gefnar í síma 91-10600 milli kl. 10 og 12 alla virka daga. Til sýnis laugardag og sunnudag kl. 14-18. RAUTT LjÓS yft* RAUTT LjÓS! ) V l nJUMFERÐAR " I enn í dag eru vinsælar og eftirsótt- ar og það leika víst fáir eftir. Tísku- hönnuðurinn Yves Saint Laurent hefur kallað hana guðmóður þeirra allra. Og víst er aö Coco Chanel hefur gert bæði fatnað sinn sem ilmvatnið Chanel 5 ódauðlegt. Faðir Coco Chanel var fátækur sölumaður. Coco fæddist í Frakk- landi árið 1883. Hún missti móður sína á unga aldri og faðirinn yflr- gaf hana og fjögur systkini hennar fljótlega eftir það. Coco Chanel var í fósjri hjá mjög ströngum og siða- vöndum nunnum sem ráku mun- aðarleysingjaheimili í Aubazine. Meðal annars lærði Coco Chanel að sauma. Tvítug fékk hún starf í fataversl- un en hætti íljótlega til að gerast kabarettsöngkona en hún náði eng- um vinsældum á því sviði. í staðinn gerðist hún „föst“ ástkona mjög ungs og auðugs liðsforingja, Eti- enne Balsan, og bjó í höll hans fyr- ir utan París. Þegar hún var ekki lengur nógu fín fyrir liðsforingjann flutti hún til milljónamærings af enskum ætt- um, „Boy“ Chapel. Fyrrum elsk- huginn, Etienne, og Boy hjálpuðu henni fjárhagslega með að koma upptískuhattabúði París árið 1913. Chanel hattarnir slógu í gegn hjá fínu frúnum í París. Fljótlega bætti hún fatnaði við sig sem einnig náði fljótt vinsældum þrátt fyrir að vera einfaldur og án skrauts sem þó hafði verið afgerandi á þeim tíma. í upphafi fyrri heimsstyrjaldarinn- ar óx og stækkaði fyrirtæki Coco Chanel og í byrjun þriðja áratugar- ins er hún nafn sem var á allra vörum sem á annað borð fylgdust með Parísartískunni. Finu frúrnar stóðu í röðum til að kaupa Chanel fatnað. Chanel no 5 Þá bjó Coco einnig til ilmvatnið Chanel no 5 sem varð heimsfrægt og hún varö milljónamæringur út á. Coco Chanel varð heimsfræg fyr- ir hönnun sína og framtakssemi en einkalífið var langt í frá glæsilegt. Stóra ástin í lífinu, „Boy“ Chap- el, kvæntist annarri konu en sá eftir því og hafði í huga að skilja við hana og ganga aö eiga Coco en lenti í bílslysi áður en af þvi varð. Coco syrgði Boy mjög en var þó ekki lengi að finna sér nýja elsk- huga. Einn af þeim, rússneskur fursti, sveik hana þó og kvæntist amerískri stúlku. Annar, hertog- inn af Westminster og einn af auð- ugustu mönnum Englands, hætti með henni vegna þess að hún gat ekki fætt honum erfingja. Á íjórða áratugnum var Coco Chanel sannarlega rík áf peningum en fátæk á sálinni og ástlaus. Árið 1933, þegar Coco stóð á fimmtugu, var hún á hátindi velgengni sinnar. Hún rakaöi nánast saman pening- um en var þó þekkt fyrir að borga starfsfólki sínu lúsarlaun en afsak- aði það með þvi að hennar fólk ætti möguleika á að kynnast og umgangast þekktustu og ríkustu menn í heimi. Peningarnir streymdu Milljónirnar streymdu inn en Coco þénaði mest á ilmvatni sínu Chanel 5. Ilmvatnið var framleitt í stórri verksmiðju sem síðan seldi það um allan heim. Coco fékk nokkur prósent af hverju seldu glasi. í seinni heimsstyrjöldinni kynnt- ist Coco Chanel fyrir tilviljun á Ritz hótehnu í'París 13 árum yngri barón og SS-foringja, Hans Gunt- her von Dinklage. Hann var í innsta hring Hitlers og hafði lengi veriö í nasistahreyfingunni. Á meðan svo leit út sem Þjóðverj- ar myndu vinna stríðið gat Coco Chanel ekki átt betri elskhuga. Nokkur ár eftir stríðið sagði hún við vin sinn, listamanninn Salvad- or Dali: „Svo lengi sem ég bjó með litla fallega foringjanum mínum lék lífið við mig og neyðin var langt í burtu. Hann færði mér ostrur og kampavín á hverjum degi.“ Þegar Þjóðverjar voru á undan- haldi varð samband hennar og nas- istaforingjans allt annað en glæsi- legt. Coco Chanel gerði hallæris- lega tilraun til að sætta Þýskaland og England en hún hafði lengi ver- ið góð vinkona Churchills. En Frakkar voru ekki hrifnir af Coco Chanel meöan á stríðinu stóð og um leið og París varð frjáls á ný var Coco Chanel handtekin, sett í fangelsi og sökuð um fóöurlands- svik. En það var sjálfur Churchill sem fékk því framgengt að henni var sleppt út. Coco Chanel flúði borgina. Opnaði tískuhúsið aftur Árið 1953 varð Coco Chanel sjö- tug og urðu allir undrandi er hún allt í einu var aftur komin til París- ar og ákveðin í að opna tískuhús sitt á nýjan leik. Tískuhúsið, sem hafði staðið autt í meira en tíu ár, var nú hreingert og nýtt starfsfólk ráðið á saumavélarnar. Coco Chan- el starfaði sjálf hörðum höndum að því að koma rekstrinum upp á nýjan leik. Á þeim árum sem hún var í burtu hafði margt breyst í tískuheiminum og stærsta nafnið var Christian Dior. Coco Chanel ákvað að sýna hver væri best í þessum heimi og því opnaði hún með miklum tilþrifum þann 5. fe- brúar 1954. Hún sat þar eins og drottning í gylltum stól og beið stóra dómsins. Hann kom í blöðun- um daginn eftir þegar tískufrétta- ritarar sögðu að Coco Chanel hefði ekkert breyst í tuttugu ár. „Við sáum ekki framtíðina hjá Chanel heldur fortíðina." Coco Chanel tókst að selja sex flíkur til gamalla viðskiptavina og henni féllust svo hendur að hún ákvað að hætta aft- ur. Margir góðir vinir hennar stóðu þó með henni og töldu hana á að halda áfram. Náði sér á strik Vinirnir höfðu rétt fyrir sér. Á haustsýningu Chanel sýndi hún nýja dragt sem um leið varð heims- fræg. Allar velklæddar konur sem máttu sín einhvers urðu að eignast ekta Chanel dragt. Má nefna aö Jackie Kennedy var í Chanel dragt daginn sem eiginmaður hennar, John F. Kennedy, var myrtur í Dallas árið 1963. Franska forset- afrúin, eiginkona de Gaulle, sem í mörg ár hafði ekki þorað að ganga í Chanel vegna afskipta Coco af Þjóðverjum, byrjaði nú aftur að kaupa sér Chanel föt. Meira að segja samkeppnisaðilarnir uröu að hrósa Coco Chanel. Yves Saint Laurent sagði: „Hún er guðmóðir okkar allra." Og Coco svaraði: „Þvi meira sem Laurent stælir mig því frægari og betri verður hann.“ Coco Chanel sagði að líf sitt væri mislukkað. Hún þurfti að borga hátt verð fyrir einmanaleikann. Hún átti aldrei „sinn“ mann heldur var ástkona alla tíð. Hún endaði ævina á svítunni á Ritz hótelinu 88 ára gömul en þegar hún lagðist á koddann sagði hún: „Er það þá svona aö deyja.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.