Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1991, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1991, Blaðsíða 34
42 LAUGARDAGUR 18. MAÍ 1991. Sviðsljós Michael Jackson: Óopinber ævi- saga veldur usla Michael Jackson, poppsöngvari og sérvitringur, hefur nú hlotið sömu örlög og Nancy Reagan. Út er komin í Ameríku óopinber ævi- saga hans eftir Randy Tarborelli og heitir sú: Michael Jackson - töfr- arnir og geðveikin, og er, eins og ævisaga Nancyar, ekki rituð í sam- vinnu við viðfangsefnið. Tarborelli þessi, sem með þessu framtaki stillir sér upp við hlið Kitty Kelley í afar óvinsælum hópi rithöfunda, hefur áður ritað svip- aða bók um Díönu Ross. Söng- konan varð afar óánægð en fór ekki í meiðyrðamál. Ekki er enn ljóst hver viðbrögð poppgoðsins Jacksons verða. > Umdeildasta fullyrðing bókar- innar, og sú sem líklegust er til að verða tilefni málshöfðunar, er um meint ástarsamband Jacksons við David Geffen, risa í skemmtanaiðn- aði vestra, sem er reyndar að eigin sögntvíkynhneigður. Þó Tarborelli segist hafa rætt við hundruð manna er aðeins vitnað í örfáa undir nafni í bókinni en þess meira stuðst við nafnlausa heimildar- menn og skýrslur af ýmsu tagi sem Tarborelli segist hafa undir hönd- um. Tarborelli var ritstjóri tíma- ritsins Soul í nokkur ár og hefur skrifaö bækur um tónlist auk ævi- sögu fröken Ross sem áður er getið. Bók hans um Jackson þykir draga upp mynd af listamanninum sem einmana, ráðvilltum, sérvitr- um listamanni sem eigi vart kost á að fóta sig meðal samborgara sinna. Mikið er gert úr vangavelt- um um kynhneigð Jacksons og verður það ein helsta niðurstaöa höfundar að Jackson sé að mestu fráhverfur kynlífi. Orsakir þess séu einkum strangt trúarlegt upp- eldi hans sem vottur Jehóva, ofurást á móðurinni og síðast en ekki síst slæmt fordæmi sem faðir hans gaf með stöðugu framhjá- haldi. Ekki þarf neinn að undra þó for- vitni ríki um þennan umtalaöa listamann. Jackson hefur verið í fréttum um árabil fyrir sérvisku af ýmsu tagi, hann var sagður sofa í súrefnistanki og fleira. Jackson hefur ennfremur gengist undir fleiri fegrunaraðgerðir en flestir, þar af sex til að laga nefið, og gert róttækar ráðstafanir til aö lýsa hörund sitt. Höfundur ævisögunnar fullyrðir að Jackson sé ekki aðeins háður skurðaðgerðum heldur vilji hann með þessu hafna föður sínum, likj- ast móður sinni og fela kynhlut- verk sitt. Eftir „nánum aðstoðarmönnum“ Michaels erú höfð ýmis ummæli hans um kollegana í skemmtana- iönaðinum. Þar á meðal að: Frank Sinatra geti ekki sungið, að Bruce Springsteen sé ofmetinn, að Prince sé alveg á mörkunum og Michael myndi aldrei vilja vinna með hon- um, að Madonna sé léleg söngkona og sé sæmst að viðurkenna að það eina sem hún geri sæmilega sé að markaðssetja sjálfa sig. í Herald Tribune, þar sem fjallað er um téða bók, er gefið í skyn að næsta viðfangsefni Tarborellis sé einmitt Madonna sjálf. Nema að Kitty Kelley verði fyrri til að skrifa um hana. -Pá Michael Jackson er fúll þessa dagana vegna óopinberrar ævisögu. Carola lét ekki Gibb-bræðurna segja sér fyrir verkum. Sigurvegari Eurovision: Carola lætur engan vaða ofan í sig Nauðungaruppboð á eftirtalinni fasteign fer fram á skrifstofu embættisins, Strandgötu 31, Hafnarfirði, á neðangreindum tíma: Reykjavíkurvegur 40, jh., Hafnarfirði, þingl. eig. Inga Ragnai-sdóttir, mið- vikudaginn 22. maí nk. kl. 13.30. Upp- boðsbeiðendur eru Valgarðm- Sig- urðsson hdl. og Veðdeild Landsbanka Islands. BÆJARFÓGETINNIHAFNARFIRÐI, GARÐAKAUPSTAÐ 0G Á SELTJARNARNESI. SÝSLUMASURINN1KJÓSARSÝSLU. Nauðungaruppboð annað og síðara á eftirtöldum fasteignum ferfram á skrifstofu embættisins, Strandgötu 31, Hafnarfirði, á neðangreindum tíma: Pálshús (lóð úr landi) Garðabæ, þingl. eig. Jón Guðmundsson, miðvikudag- inn 22. maí nk. kl. 13.25. Uppboðs- beiðendur eru Gjaldheimtan í ' Garðabæ, Gjaldheimtan í Reykjavík og Innheimta ríkissjóðs. Vesturgata 18,301, Hafnarfirði, þingl. eig. Mávadrangur h£, miðvikudaginn 22. maí nk. kl. 13.45. Uppboðsbeiðandi er Búnaðarbanki íslands. Ásland 16, Mosfellsbæ, þingl. eig. Anna Helga Schram, miðvikudaginn 22. maí nk. kl. 13.55. Uppboðsbeiðend- ur eru Baldur Guðlaugsson hrl. og Logi Egilsson hdl. Barrholt 23, Mosfellsbæ, þingl. eig. Emil Adolfsson, miðvikudaginn 22. - maí nk. kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur eru Innheimta ríkissjóðs, Magnús M. Norðdahl hdl., Sveinn H. Valdimars- son hrl., Veðdeild Landsbanka íslands og Öm Höskuldsson hrl. Eyrartröð 4, Hafnarfirði, þingl. eig. Aðalsteinn Sæmundsson, miðviku- daginn 22. maí nk. kl. 14.05. Uppboðs- beiðandi er Ólöf Finnsdóttir lögfr. Skeiðarás, Lyngholti, Garðakaupstað, þingl. eig. Sigurðm Sveinbjömsson hf., miðvikudaginn 22. maí nk. kl. 14.25. Uppboðsbeiðandi er Iðnþróun- arsjóður. Bfrkiteigur 1A, Mosfellsbæ, þingl. eig. Ólaíúi' G. Óskarsson/Ólaíúr Hraun- dal, frmmtudaginn 23. maí nk. kl. 13.20. Uppboðsbeiðendm eru Jón Ing- ólfsson hdl., Sveinn H. Valdfrnarsson hrl. og Veðdeild Landsbanka íslands. Blátún 5, Bessastaðahreppi, þingl. eig. Þórður Þórðarson, funmtudaginn 23. maí nk. kl. 13.30. Uppboðsbeiðendur em Ásbjöm Jónsson hdl., Ásgeir Thoroddsen hrl., Garðar Garðarsson hrl„ Hallgi'ímur B. Geirsson hrl., Inn- heimta ríkissjóðs, Klemenz Eggerts- son hdl., Veðdeild Landsbanka ís- lands, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hrl. og Ævar Guðmundsson hdl. Hörgatún 7, Garðakaupstað, þingl. eig. Erla I. Sigurðardóttir, fimmtudag- inn 23. maí nk. kl. 13;35. Uppboðs- beiðendur em Guðjón Ármann Jóns- son hdl. og Veðdeild Landsbanka Is- lands. Lindarbyggð 11, Mosfellsbæ, þingl. eig. Baídui' Guðnason og Öryrkja- bandalag ísl., fimmtudaginn 23. maí nk. kl. 13.40. Uppboðsbeiðendm em Ámi Einarsson hdl., Ásgeir Thorodd- sen hrl., Helgi Jóhannesson lögfr., Innheimta ríkissjóðs, íslandsbanki hf., Jóhannes A. Sævarsson hdl., Jþn Ing- ólfsson hdl., Landsbanki íslands, Reynir Karlsson hdl., Skúli J. Pálma- son hrl., Veðdeild Landsbanka íslands og Óm Höskuldsson hrl. Skútahraun 11, Hafnarfirði, þingl. eig. Sigmðm Sigurjónsson, en tal. eig. Samtak hf. bátasmíði, íimmtudaginn 23. maí nk. kl. 13.55. Uppboðsbeiðandi er Iðnþróunarsjóður. Blikastígm 5, Bessastaðahreppi, þingl. eig. Guðmundur Þ. Egils- son/Sigrún Óskarsdóttir, fimmtudag- inn 23. maí nk. kl. 14.00. Uppboðs- beiðendur em Ámi Pálsson hdl., og Veðdeild Landsbanka íslands._______ Lindarflöt 12, Garðakaupstað, þingl. eig. Skúli Ólafsson, fimmtudaginn 23. maí nk. kl. 14.10. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Garðabæ. Hjallabraut 2, 3. h. t. v., Hafnarfirði, þingl. eig. Sigmsteinn Húbertsson, funmtudaginn 23. maí nk. kl. 14.15. Uppboðsbeiðandi er Valgarður Sig- mðsson hdl. Álafoss, lager og skrifst., Mosfellsbæ, þingl. eig. Álafoss hf., fimmtudaginn 23. maí nk. kl. 14.35. Uppboðsbeiðandi er Iðnaðarbanki Islands. Melabraut 18, Hafharfirði, þingl. eig. Hagvirki h£, fimmtudaginn 23. maí nk. kl. 14.40. Uppboðsbeiðendur em Hróbjartur Jónatansson hdl. og Ut- vegsbanki íslands. Litlabæjaivör 5, Bessastaðahreppi, þingl. eig. Sofíia Jónsdóttir, en tal. eig. Rut Helgadóttir, fimmtudaginn 23. maí nk. kl. 14.45. Uppboðsbeiðend- ur em Bjöm Jónsson hdl., Ingvar Bjömsson hdl., Innheimta ríkissjóðs, Jón Ingólfsson hdl. og Pétm Kjerúlf hdL___________________________ Austmströnd 14, 202, Seltjamamesi, þingl. eig. Þuríður Magnúsdóttir, fimmtudaginn 23. maí nk. kl. 14.50. Uppboðsbeiðendm em Ólafúr Axels- son hrl. og Valgarðm Sigmðsson hdl. BÆJARFÓGETINN í HAFNARFIRÐl, GARÐAK.AUPSTAÐ 0G Á SELTJARNARNESL SÝSLUM.ABURLNN í KJÓSARSÝSLU. Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á eftirtöldum fasteignum: Lyngás 10A. 203, Garðabæ, þingl. eig. Kristmann Ámason, fer fram á eign- inni sjálfi-i fimmtudaginn 23. maí nk. kl. 11.00. Uppboðsbeiðendur em Bjöm Ólafúr Hallgrímsson hdl., Tómas H. Heiðar lögfræðingur og Valgarðm Sigurðsson hdl. Lækjarfit 7, 103, Garðabæ, þingl. eig. Ásgeir Ásgeirsson, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 23. maí nk. kl. 14.01. Uppboðsbeiðendm em Gjald- heimtan f Garðabæ, Helgi Sigmðsson hdl. og Þorsteinn Einarsson hdl. BÆJARFÓGETINN í HAFNARFIRÐI, GARÐAKAUPSTAÐ 0G Á SELTJARNARNESI. SÝSLUMAÐURINN í KJÓSARSÝSLU. Carola Sogaard, sú er sigraði fyrir Svía í Evrovisionkeppninni á dögun- um, er enginn nýgræðingur í tónlist- arheiminum þó ung sé að árum. Car- ola er 24 ára og segist stöðugt vera að vaxa sem listamaður og sé á réttri leið í tónlistinni. Leiðin hefur þó ekki alltaf legið upp á viö í lífl hennar því Carola hefur fengið að kynnast mótstreyminu líka. „Þó gagnrýnendur séu ekki allt- af hrifnir af mér þá fer ég samt mín- ar leiðir,“ segir hún. Carola tók þátt í Eurovision í annað skiptið nú og segist vera mikið fyrir keppnina og stemmninguna í kringum hana. Það var áriö 1983 sem Carola tók fyrst þátt í Eurovision. í maí á síö- asta ári gifti hún sig en sá heppni var Svíi, einu ári yngri en hún, að nafni Runar Sogaard en við það breyttist eftirnafn Carolu úr Hággkvist í Soggaard. Carola og Runar leigja sér ibúð í Uppsölum en bíða spennt eftir aö flytja í eigin íbúð sem verður nú með sumrinu. Þau hjónin fengu arki- tekt til að teikna draumahúsið, sem á að standa nálægt sjónum, og nú er draumurinn að rætast og ekkert hef- ur verið til sparað. Carola hefur aldrei farið leynt með trúarskoðanir sínar en hún er í söfn- uði sem kallar sig Lífsins orð en hann hefur bækistöðvar í Uppsölum. Þess vegna hafa þó hjónin búið á þeim stað en þau eru bæði meðlimir safn- aðarins. í einkalífmu er það sem sagt sálmasöngurinn hjá Carolu en útá- við eru þaö popplög og diskótaktur sem náð hafa geysilegum vinsældum bæði i Svíþjóö og öðrum löndum. Hún segist þó alltaf halda fast i skoð- anir sínar og ekkert geti breytt henni. Árið 1986 komst Carola í samband við Bee Gees-bræðurna i Kaliforníu, þá Maurice, Robin og Barry Gibb. Þeir sömdu lög fyrir hana og stjórn- uðu upptöku á stórri plötu. Sú plata kom þó aldrei út heldur lítil tveggja laga plata. Maurice Gibb sagði að Carola heföi ekkert gert til að halda við sínum alþjóðlegu vinsældum. Hún fékk gott tækifæri í Kaliforníu en klúðraði málinu og fleygði því í sjóinn er haft eftir Maurice. Carola vill ekkert tala um samband sitt og Gibb-bræðranna. Carola er sögð hörð og ráðrík og hugsanlega fékk hún of litlu ráöið með stóru plötuna með þeim Gibb- bræðrum sem átti að gera hana heimsfræga. En Carola segist vera glöö yflr að vera sjálfstæð og að hún geti tekið eigin ákvarðanir. Hún hef- ur sagt sænsku blöðunum að hún hafi hugsað sér að koma með barn á næsta ári en eiginmaðurinn er hins vegar á því að bíða megi í nokkur ár með bleiuskiptin enda ætlar Car- ola sér ekki að standa innan fjögurra veggja heimilisins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.