Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1991, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1991, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 18. MAÍ1991. Fréttir_________________________________________________________________________dv Náttúrulækningahælið í Hveragerði: Snorri með ávirðingar á hendur hjúkrunarf ólki „Hjúkrunarfélag íslands mun at- huga hvort það eigi að fara í meið- yrðamál við Snorra Ingimarsson lækni vegna þeirra ummæla sem hann viðhafði í viðtah við DV í vik- unni,“ segir Hrönn Jónsdóttir, hjúkrunarforstjóri á Heilsuhæli Nátttúrulækningafélagsins í Hvera- gerði. En eftir Snorra er haft: „Það sem þarna fer fram á ekkert skylt við náttúrulækningar heldur er þetta kukl og hindurvitni. Það er siglt und- ir náttúrulækningaflaggi en það eru engar náttúrulækningar stundaðar þarna.“ „Auk þessara ummæla er ég meö - segir Hrönn Jónsdóttir afrit af bréfl sem Snorri ritaði Sig- hvati Björgvinssyni heilbrigðisráð- herra en mér barst þaö eftir króka- leiöum. í því er hann með áviröingar á mig og hjúkrunarfólkið hér á-hæl- inu svo og á ýmsa aðra þætti er varða stofnunina. í þessu bréfi koma fram órökstudd- ar staðhæfingar um starfsemina hér líkt og í DV. Það er varla hægt að kalla svona órökstutt tal annað en bull. Ég og þeir hjúkrunarfræðingar er hér starfa höfum átt fund með Sig- þrúði Ingimundardóttur, formanni Félags hjúkrunarfræðinga, þar sem viö höfum rætt þessi mál og hvernig hægt sé að bregðast viö þeim. Mér finnst alveg furðulegt að gera stofnuninni þetta. Snorri hefur áður talað um lögbrot hér og þá lagði ég málið fyrir landlæknisembættið. Þá var því haldið fram aö hjúkrunarfor- stjóri hefði óeölilega mikil völd og að hjúkrun hefði vaxið úr hófi fram á undanfórnum árum. Embættið úr- skurðaði að þetta væri órökstutt og málinu var vísað frá enda væri ekk- ert athugavert við störf okkar hér. Eftir að landlæknisembættiö úr- skurðaði þetta er svo komið fram með nýjár ávirðingar á hendur mér. Þetta er aðför að stofnuninni." - Hvernig gengur samstarf hjúk- runarfólks og lækna á hælinu núna? „Síðan í haust hafa læknar ekki fundað með rekstrarstjórum hælis- ins, ekki með framkvæmdastjóra, hjúkrunarforstjóra eða skrifstofu- stjóra. Þeir hcifa heldur ekki fundað með deildarstjórum síðastliðna þrjá mánuði. Nú, mér vitanlega hafa þeir ekki heldur fundað með sjúkranudd- urum en þeir eru þó þeirra undir- menn. Það eru að vísu fundir á hverj- um degi klukkan eitt þar sem læknar og hjúkrunarfólk hittist og á þeim er reynt er að greiða úr þeim málum sem koma upp á en það er ekki hægt að segja að þessir fundir séu ánægju- legir. Því er ekki að neita að þetta hefur bitnað mjög á öllu fræðslu- starfi hælisins. Það hefur orðið fórn- arlamb þessara deilna. Deila lækna við okkur varðar að miklu leyti fræðslumálin hér á stofn- uninni. Við viljum vinna fræðslu- máhn í teymi en ekki láta læknana segja okkur fyrir verkum. Þeim finnst við ekki nógu faglegar. Það er kannski vegna þess að við höfum reynt að matreiða kennsluna þannig að fólk skilji hvaö viö erum að fara. Það er setja námsefniö fram á mannamáli svo hún nýtist sem best en það líkar þeim ekki,“ segir Hrönn. Ekki náðist í Snorra Ingimarsson vegnaþessamálsígær. -J.Mar DV-mynd Brynjar Gauti Vigfús Þór Árnason við líkan að Grafarvogskirkju. Grafarvogskirkj a: Fyrsta skóf lustungan tekin í dag „Viö vonumst til að það verði hægt að taka efri hæö byggingarinnar í notkun voriö 1994 og aö viö getum fermt fyrstu börnin í kirkjunni þá. Hins vegar er óljóst hvort þessar áætlanir standast," segir Vigfús Þór Árnason, sóknarprestur í Grafar- vogi. Fyrsta skóflustungan verður tekin að Grafarvogskirkju í dag klukkan 16.00 og er það sóknarpresturinn, séra Vigfús, sem mun taka hana. Þorsteinn Pálsson kirkjumálaráð- herra mun flytja ávarp, kirkjukór Grafarvogssóknar mun syngja, bisk- up íslands, herra Ólafur Skúlason, mun helga og blessa kirkjulóðina og fulltrúi frá borgarstjórn Reykjavíkur mun flytja ávarp. Jóhann Pálsson, formaöur bygg- ingarnefndar, flytur ritningarorð, svo og þau Valgerður Gísladóttir safnaöarfulltrúi og Ágúst ísfeld, for- maður sóknarnefndar. Grafarvogskirkja er teiknuð af arkitektunum Finni Björgvinssyni ogHilmariÞórBjörnssyni. -J.Mar Kauptilboðið í Blikastaði: Yf irgangur af hálf u borgarinnar - segir minnihluti bæjarstjómar Mosfellsbæjar „Bæjarmálaráð telur þaö yfirgang af hálfu Reykjavíkurborgar að gera kauptilboð í land sem annað sveitar- félag hefur skipulagt sem framtíðar- byggð sína og sérstaklega aö ætlast til lögsögubreytingar í því sambandi. Bæjarmálaráð ályktar að Mosfells- bær hafni forkaupsrétti á kaupsamn- ingi milli Reykjavíkurborgar og eig- enda Blikastaða. Jafnframt aö hafna skuli viöræðum við Reykjavíkurborg um breytingu á lögsögumörkum milli sveitarfélaganna í tengslum við umræddan kaupsamning," segir -í ályktun frá bæjarmálaráði Einingar í Mosfellsbæ. „Minnihluti bæjarstjórnar lagði fram þessa ályktun á bæjarstjórnar- fundi á miðvikudag og hún var bók- uö. Máhð verður svo væntanlega rætt á næsta fundi stjórnarinnar. Við treystum því aö meirihlutinn fari þá leið sem við leggjum til. Ef hann hugsar sér að fara aðra leið en við leggjum til, til að mynda að semja um færslu á lögsögumörkum, mun- um viö mótmæla því og krefjast borgarafundar um málið," segir Jón- as Sigurðsson en hann situr í bæjar- málaráði Einingar. ,Menn hafa hvorki tekiö jákvætt né neikvætt í þessa bókun minni- hlutans. Við eigum í viðræöum við Reykjavíkurborg varðandi kauptil- boðið í Blikastaði. Það er í sjálfu sér ekkert meira um þaö mál að segja á þessu stigi," segir Páll Guöjónsson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ. - Hvenær á þessum viðræöum að vera lokið? „Ég veit þaö ekki. Miðaö viö ákvæöi laga um forkaupsrétt höfum við frest til 29. maí til að taka afstöðu til hvemig tekið veröur á þessu máli.“ -J.Mar Heilsuhæliö 1 Hveragerði: Meirihluti stjórnar lýs- ir stuðningi við Hrönn „Við undirritaðir aðilar í stjórn og varastjórn Náttúrulækningafélags íslands viljum hér með lýsa stuðn- ingi við málstað Hrannar Jónsdóttur, hjúkrunarforstjóra á heilsuhæli fé- lagsins í Hveragerði, en hún hefur sem kunnugt er legið undir ámæli lækna hæhsins fyrir kukl og hindur- vitni. Heilsuhæli Náttúrulækningafélags íslands hefur frá upphafi notið þeirra forréttinda að starfa eftir ákveðinni hugmyndafræði og hefur Hrönn ásamt hjúkrunarfólki á hælinu verið stefnumarkandi við að færa hjúkr- unarþjónustuna í nútímalegra horf án þess að hverfa frá upphafshug- myndum náttúrulækningastefnunn- ar. Við viljum lýsa óánægju okkar með athæfi núverandi yfirlækna hælisins, Snorra Ingimarssonar og Gísla Einarssonar, svo og Þórhalls B. Ólafssonar, fyrrverandi læknis á hælinu, sem hafa í ræöu og riti, leynt og ljóst, unnið gegn náttúrulækn- ingastefnunni sem hælinu er ætlað að starfa eftir. Skrif þeirra til stéttar- félaga, opinberra stofnana og fjöl- miðla eru með hreinum ólíkindum.“ Undir þetta rita: Hrafnhildur Ólafs- dóttir ritari, Regina Stefnisdóttir varastjórnandi, Vilhjálmur Ingi Árnasonformaður. -J.Mar Það gæti vafist fyrir einhverjum að finna rétta skó i þessari hrúgu. Hér eru samankomnir félagar úr véhjólaklúbbnum Sniglunum - og allir á sokkun- um. Myndin var tekin á fræöslukvöldi klúbbsins i vikunni. DV-mynd S
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.