Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1991, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1991, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 18. MAÍ1991. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (91 )27022 - FAX: (91 )27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1100 kr. Verð í lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr. Davíð og Gorbatsjov Davíð Oddsson hefur komizt að raun um, að erfiðara er að fást við lénsherrana i þingflokki sjálfstæðismanna en áður var að fást við liðsforingjana í borgarstjórnar- flokki sjálfstæðismanna og að agaleysi þingflokksins getur líka hlaupið í hlýðinn borgarstjórnarflokk. Davíð hefur rekið sig á kerfisbundinn vanda, sem á rætur í kjördæmaskipuninni. Efsti maður á listá Sjálf- stæðisflokksins í hverju kjördæmi má heita öruggur um þingsæti, hvað sem tautar og raular. Hann sækir vald sitt til kjördæmis, en ekki til flokksformanns. Efsti maður á lista flokksins í hverju kjördæmi þarf helzt að skaffa, ef kjördæmið er ekki Reykjavík eða Reykjanes. Hann þarf að gæta þess, að kjördæmið verði ekki út undan, þegar úthlutað er herfangi hafnarsporða og skólahúsa. Það gerir hann traustan í sessi. Þingmaðurinn þarf ekki að vera vinsæll meðal al- mennings í héraði. Hann þarf að hafa sæmilegt traust meðal helztu oddvita sinna heima í héraði og vera dug- legur við að leysa vanda sveitarstjórna. Að öðru leyti þarf hann ekki að vinna sig í álit meðal kjósenda. Sverrir Hermannsson var svo óvinsæll, að fylgishlut- deild Sjálfstæðisflokks á Austurlandi minnkaði kosning- ar eftir kosningar, meðan hann var efsti maður listans, og varð að lokum langminnst á landinu. Samt var hann traustur í sessi, varð ráðherra og síðan bankastjóri. Þegar Sverrir var hættur, byrjaði fylgishlutdeild flokksins í kjördæminu að vaxa á nýjan leik. Hið sama gerist sennilega með fylgishlutdeild flokksins á Norður- landi eystra, sem hefur minnkað undir forustu Halldórs Blöndal. Þegar hann hættir, fer fylgið aftur að vaxa. Það var ekki Egill á Seljavöllum, sem var verðlaunað- ur með ráðherratign fyrir aukna fylgishlutdeild á Aust- urlandi. Það var Halldór Blöndal, sem fékk ráðherra- verðlaun fyrir ósigur á Norðurlandi eystra og fyrir met í útstrikunum. Markaðslögmálin eru skrítin í pólitík. Þingflokkur sjálfstæðismanna er fullur af svona smá- kóngum. Þeir réðu því, að andstæðingar Davíðs Odds- sonar frá formannskjöri fengu þrjú ráðherraembætti af fimm, og að enginn stuðningsmaður Davíðs náði slíku embætti. Þingflokkurinn fór sínu fram gegn vilja Davíðs. Smákóngar, sem sækja vald sitt heim í hérað, en ekki til flokksformanns, réðu því líka, að frambjóðandi formannsins til formennsku í utanríkismálanefnd féll fyrir fyrrverandi talsmanni flokksins í nefndinni. Hann fékk fimmtán atkvæði gegn ellefu atkvæðum hins. Ofan á allt þetta á hinn nýi formaður afar erfitt með að standa við samkomulag við samstarfsflokkinn í ríkis- stjórn. Halldór Blöndal neitar að láta af hendi land- græðslu og skógrækt til hins nánast verkefnislausa umhverfisráðuneytis. Og við þessa neitun situr. í gömlum smákóngaklúbbi á borð við þingflokk sjálf- stæðismanna gilda óskrifuð lögmál um starfsaldur og langvinna slípun í samstarfi smákónga. í þessum hópi er hinn nýi formaður eins og hver annar nýliði, sem siða þarf og laga að venjum og háttum þingflokks. Á sama tíma hefur losnað svo um tök formannsins á hði hans í borgarstjórn, að það neitar að samþykkja borgarstjóraefni hans. Því máli hefur nú verið skotið á frest, meðan reynt verður að sætta málið. Þegar köttur- inn er farinn, bregða mýsnar á leik. Valdasöfnun Davíðs minnir á Gorbatsjov í Sovétríkj- unum, sem hleður á sig titlum, en fær samt ekki við neitt ráðið, því að ýmsir smákóngar ráða ferðinni. Jónas Kristjánsson Mitterrand hrókfærir fyrir næstu sóknarlotu Á tíu ára afmæli forsetatignar Francois Mitterrands í Frakklandi hafa heimsblööin veriö full af út- tektum á ferli eina fyrirstríðs- mannsins sem eftir er í hópi evr- ópskra áhrifamanna. Og aðdáunin leynir sér ekki. Niðurstaða Wilhams Pfaffs í Int- ernational Herald Tribune er til dæmis að Mitterrand hafi fullnað það verk sem de Gaulle hóf. Hann sýndi í verki að stjórnarskrá fimmta lýðveldisins stenst, með sambúðinni við hægri stjórn Jac- ques Chiracs á árunum 1986 til 1988. En það megnaði hann, segir Pfaff, vegna þess að áður hafði hann frelsað frönsku vinstrifylk- inguna undan oki goðsagna sinna og hugmyndafræða, sumra alda- gamalla. Það verk er hliðstætt því sem de Gaulle vann á hægri væng stjórnmálanna. Mitterrand er sjálfum sér líkur í því að nota valdaafmælið til aö skipta um forsætisráðherra. Með því slær hann margar flugur í einu höggi. Hann minnir á hvar raun- verulegt vald býr í frönsku stjórn- kerfi. Hann fullnægir vonum al- mennings, sem virðir forseta sinn ekki síst fyrir hæfúeika hans til að koma á óvart og fitja upp á ein- hverju nýju. Loks leitast hann við að búa í haginn fyrir sig og flokk sinn undir þá áfanga sem blasa helstir við í frönskum stjómmálum fram á miðjan áratuginn. Ekki kom allsendis á óvart að Michel Rocard skyldi láta af for- sætisráðherraembætti. Hann hefur síðan 1988 stýrt minnihlutastjóm, sem í tug skipta hefur orðið að koma málum sínum fram á þingi með því að gera þau að fráfararat- riði og nota sér að stjómarandstað- an er ekki fíkin i þingrof og nýjar kosningar. Þar að auki, eða máske þess vegna, er farið aö merkja þreytu á stjórninni. Upp hefur komið erfitt mál vegna afskipta ráðherra af rannsókn á fjárreiðum Sósíalista- flokksins í síðustu kosningabar- áttu. Samdráttar gætir í atvinnulífi með vaxandi atvinnuleysi. Mitterrand kom verulega á óvart með því að fela konu, Edith Cres- son, stjórnarmyndun, fyrstri franskra kvenna. Hún gaf strax til kynna að markmið sitt væri að breikka grandvöll stjómarinnar á þingi. Þegar þetta er ritað er ráð- herralisti óbirtur svo ósýnt er hvemig það tekst. í ávarpi til frönsku þjóðarinnar í tilefni af stjómarskiptunum sagði forsetinn að meginverkefni stjóm- ar Cresson yrði að styrkja franskt atvinnulíf tíl að takast á við verk- efnin sem við blasa á sameinuðum markaði Evrópubandalagsins frá 1993. Forsætisráðherrann hefur sérstök skilyrði til að gegna því hlutverki. Hún hefur verið land- búnaðarráðherra, ráðherra utan- ríkisverslunar og síðast ráðherra Erlend tíðindi Magnús Torfi Ólafsson Evrópubandalagsmála. Hún er því nákunnug atvinnuvegunum, og út- flutningsgreinum sérstaklega. En fleira gerist 1993 en að samein- aði markaðurinn gengur í gildi. Þá rennur einnig út kjörtímabil Frakklandsþings sem nú situr. Cresson er bersýnilega ætlað að halda svo á málum aö Sósíalista- flokkurinn geti gengið til þeirra kosninga sigurstranglegur. Ekki síst afreka Mitterrands er að Sósíalistaflokkurinn, sem var reistur úr rústum undir forustu hans, er nú orðinn eðlilegur stjórn- arflokkur í frönsku almenningsá- liti. Að sama skapi eru hægri flokk- arnir sundraðir og sundurþykkir, að verulegu leyti vegna togstreitu um forustuhlutverk milli Chiracs og Valéry Giscards d’Estaings. Lengra framundan eru svo for- setakosningamar 1995. Þegar Mit- terrand ávarpaði Frakka út af stjórnarskiptunum, bar hann lof á Michel Rocard og gat þess að vænt- anlega ætti hann eftir að koma frekar við sögu í þágu lands og þjóðar. Bar þar nýrra við, því eng- um hefur dulist að litlir kærleikar hafa löngum verið með forsetanum og fráfarandi forsætisráðherra. Það kemur til, auk skoðanamun- ar um fráhvarf frá gömlum flokkskreddum, þar sem Rocard vildi fara hraðar en Mitterrand, að sá fyrrnefndi gerði sig hvað eftir annað líklegan til að keppa við hinn síðarnefnda, jafnt um flokksfor- ustu og tilnefningu í forsetafram- boð. Undanfarið hefur ekki farið leynt að Rocard stefnir að því að verða forsetaefni sósíalista 1995. Nú hefur hann frjálsar hendur til að hefja undirbúning að því verk- efni, og jafnframt svo gott sem handayfirlagningu síns gamla keppinautar. Forsætisráðherra- skiptin nú em því skilnaður af skynsemd, eins og einn franski fréttaskýrandinn orðaði það. Rocard hefur ætíð gert sér far um að skírskota ekki síður til miðju- fylgis en vinstri manna. Það á hann auðveldara með að gera laus úr forsæti ríkisstjórnar. Jafnframt er það honum í hag að vinstri fylking- in í Sósíalistaflokknum, CERES, er í nokkurri upplausn eftir að for- ingja hennar, Chévenement, var í rauninni vikið úr sæti landvarna- ráðherra fyrir að leggjast gegn ákvörðun Mitterrands um að Frakkland skyldi taka fullan þátt í herferðinni gegn hernámi íraks í Kuvæt. Á hinn bóginn 'er ekki vafi á að stjómarforusta Cresson er til þess fallin að færa ímynd og stefnu rík- isstjórnarinnar nokkur strik til vinstri. Hún vék úr embætti ráð- herra Evrópubandalagsmála vegna þess að hún taldi meðráðherra sína of trega til að styðja við bakið á frönskum fyrirtækjum í erfiðleik- um. Sá samdráttur sem þá var að hefjast hefur nú fært atvinnuleysi meðal fransks verkafólks yfir níu af hundraði. Af þeirri leikni sem Mitterrand er lagin hefur hann því notfært sér athyglina sem embættisafmælið vekur til að breikka skírskotun Sósíalistaflokksins til beggja handa, inn á miðjuna og út á vinstra vænginn. Með því móti hyggst hann búa svo í haginn að sigurlíkur flokksins verði í há- marki, bæði í þingkosningum 1993 og forsetakosningum 1995. En það er ekki aðeins stjórn- málaleiknin sem skýrir dálæti Frakka á Francois Mitterrand. Hann hefur fullnægt þörf þeirra fyrir að staðfesta og skýra ímynd Frakklands sem forustuafls í menningu og hstum. Þar era eink- um til varanlegra minja þrjár bygg- ingar í París, glerpíramítinn sem gerbreytt hefur aðgangi að Lo- uvre-safninu, Bastilluóperan og nýja þjóðbókasafnshúsið sem enn er í byggingu. Magnús Torfí Ólafsson Edith Cresson í fyrri daga á dansgólfinu með einum fyrirrennara sínum í embætti forsætisráðherra Frakk- lands, Laurent Fabius. Símamynd Reuter
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.