Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1991, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1991, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 18. MAÍ 'M' 25: Bretlandi. Ræstingastörfin hjá sendi- ráöinu dugöu þó ekki til aö fram- fleyta fimm manns og því skúraði Kristín víðs vegar um bæinn. „Ég leysti alltaf af í sumarfríum í Arnar- hvoli. Eftir að Norræna húsiö var opnað þreif ég þar allt daglega og átti aldrei frí. Börnin hjálpuðu mér með það þegar þau voru komin í nám.“ Þess má geta að öll.börn Krist- ínar fóru í langskólanám en þau eru Ingibjörg, sem er kennari, Lára, sem er lögfræðingur ASÍ, Halldór, sál- fræðingur, er núna í framhaldsnámi í Bandaríkjunum, og Sigurður, lækn- ir, sem einnig er í framhaldsnámi. Kristín vann við ræstingar hjá Loftleiöum í níu ár og hún segist vera þakklát fyrir það starf því það gerði að verkum að hún gat leyft tveimur börnum að fara sem skipti- nemar. Þegar flugfélögin sameinuð- ust var hún ein þeirra sem misstu vinnuna og það þótti henni óréttlátt á sínum tíma en lítið við að gera. Ferðast á reiðhjóli Allar skúringarnar í gegnum árin hafa að sjálfsögðu gert að verkum að líkaminn hefur slitnað en Kristín lætur það ekki á sig fá. Alla tíð hefur hún hjólað um bæinn hvert sem hún hefur þurft að fara og gerir enn. Fyr- ir sjö á morgnana hjólar hún niður í sendiráð, 66 ára gömul og þrífur, en síöan hjólar hún inn í Bústaða- hverfi þar sem hún passar barna- börnin alla daga fyrir Láru, dóttur sína. „Ég þurfti að kenna börnunum mínum að hjóla á sínúm tíma og við hjóluðum oft niður í Nauthólsvík. Það varð til þess að ég fór að hjóla í vinnuna. Eftir að ég eltist keypti ég mér betra hjól og núna er ég búin aö fá mér gírahjól. Á síöasta ári hjól- aði ég tíu kílómetra á dag alla daga ársins,“ segir Kristín og bað er ekki að sjá að þessi hressa kona hafi þræl- að við skúringar allt sitt líf. Síðasthðið sumar var mikið um aö vera í breska sendiráðinu þegar von var á Elísabetu drottningu í opinbera heimsókn. Allt starfsfólk sendiráðs- ins og þar á meðal Kristín fékk boðs- kort sent í veislu í skipi drottningar, Britannicu. Kristín segist hafa verið hálffeimin í þeirri veislu en þá vissi hún ekkert um fyrirhugaða orðuveit- ingu. Hún heilsaði drottningunni eins og aðrir starfsmenn en síðan ræddi Elísabet stuttlega við alla. Falleg þjónustuorða Það var síðan um haustið að breski Þessi mynd var tekin þegar Kristín tók við orðunni úr hendi breska sendi- herrans á íslandi, sir Richard Best. sendiherrann, sir Richard Best, kall- aði Kristínu á sinn fund og rétti henni bréf þess efnis að drottningin hefði ákveðið að sæma hana orðu, British Empire Medal, fyrir vel unn- in störf í sendiráðinu í 33 ár. í sér- stöku hófi nokkru síðar afhenti sendiherrann Kristínu orðuna. í veisluna bauö Kristín núverandi eiginmanni sínum, Gísla Kristjáns- syni, börnum og tengdabörnum en sendiherrann bauð öllu því starfs- fólki sem unnið hefur í sendiráðinu í gegnum árin og er búsett á íslandi og það þótti Kristínu mjög vænt um. British Empire Medal er þjónustu- orða og ákaflega falleg. Hún er þykk og þung og að framan er mynd af Georg V. og að aftan upphafsstafir drottningar. Á rönd orðunnar er grafið fullt nafn Kristínar Símonar- dóttur. Með orðuveitingunni er Kristín komin í hóp þeirra sem breska sendiráðið býður þegar veisl- ur eða aðrar athafnir eiga sér stað. Hún fékk nú síöast boð um hóf í bresku herskipi sem kom hingað í fyrradag en hafði ekki hug á að þiggja það. Kristín Símonardóttir hefur auk þess að skúra alla sína ævi látið fé- lagsmál nokkuð til sín taka og þá sérstaklega hjá verkakvennafélag- inu Framsókn. Hún er mikill aðdá- andi gömlu dansanna og tónlistar- unnandi. Kristín var einstæð móðir f sautján ár sem kom börnum sínum upp og til mennta á svitadropunum af skúringavinnunni og það er gleöi- legt til þess að vita að slík kona skuli fá viðurkenningu fyrir störf sín - og ekkert verra aö hún skuli koma alla leið úr Buckinghamhöll. -ELA Til sölu Caterpillar 225 B LC árg. '88. Vinnustundir 4800. Allar upplýsingar á Bílasölunni Skeifunni, sími 689555. óskast í eftirtaldar bifreiðar og tæki sem veróa til sýnis þriðjudaginn 21. mai 1991 kl. 13-16 i porti bak viö skrifstofu vora aó Borgartúni 7, Reykjavík og viðar. Tegundir 1. stk. Chrysler Cherokee Limited 4x4 1. stk. Jeep Wagoneer 4x4 1. stk. Ford Bronco 2 4x4 1. stk. Subaru 1800 GL station 4x4 3. stk. Subaru 1800 pickup 4x4 2. stk. Lada Sport 4x4 1. stk. Volvo 240 GLI 1. stk. Volvo 245 station 2. stk. Toyota Corolla 1300 1. stk. Toyota Corolla 1300 DX 1. stk. Ford Escort 1300 1. stk. Mazda B-1800 pickup 1. stk. Scanía Vabis 76 vörubifreió 1. stk. Kawasaki KZ1000 bifhjól P1 Til sýnis hjá Vegageró rikisins Reyóarfirói 1. stk. Champion 740 A veghefill Til sýnis hjá Vegagerö ríkisins ísafirói 1. stk. Toyota Tercel station Til sýnis hjá Vegageró rikisins (vélaverkstæói) Borgartúni 5 2. stk. Leyland 600 disilvélar Árgeró bensin 1990 bensín 1987 bensín 1984 bensín 1987 bensín 1982-63 bensin 1987-88 bensin 1988 bensin 1982 bensín 1987 bensín 1986 bensín 1986 bensin 1982 dísil 1966 1982 1981 4x4 bensin 1987 Tilboðin veróa opnuð sama dag kl. 16.30 aó vióstöddum bjóöendum. Réttur er áskilinn til aó hafna tilboóum sem ekki teljast viðunandi. IIMIMKAUPASTOFIMUN RIKISINS BORGARTUNI 7. 105 REYKJAVIK SMÁAUGLÝSINGADEILD verður opin um hvítasunnuhelgina sem hér segir: OPIÐ laugardag 18. maí frá kl. 8-14 mánudag 20. maí frá kl. 18-22 LOKAÐ sunnudag 19. maí, hvítasunnudag kemur út laugardaginn 18. maí og síðan þriðjudaginn 21. mai SIMINN ER 27022
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.