Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1991, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1991, Blaðsíða 27
27 LMJGARDAGUR 18, MAÍ 1991. Ferðavenjur íslend- inga hafa breyst - segir Kjartan L. Pálsson fararstjóri Kjartan Lárus Pálsson fararstjóri segir að íslendingar fái ekki kaupæði lengur peninga og séu sjálfstæðari varðandi skoðunarferðir. útlöndum, þeír fari betur með DV-mynd GVA „Það verður að viðurkennast að ferðaiðnaðurinn hefur breyst nokk- uð á undanförnum árum. Samdrátt- ur hefur orðið og fólk ferðast öðru- vísi og með öðru hugarfari en áð- ur,“ sagði Kjartan Lárus Pálsson, landsfrægur fararstjóri, í viðtali við helgarblaðið. Kjartan er þessa dag- ana að leggja land undir fót sem er ekki óvenjulegt hjá honum á þessum árstíma. Ferðinni er heitið til Holl- ands, í sumarhúsahverflð Kemper- vennen. „Það hafa orðið miklar breytingar með sameiningu ferðaskrifstofanna og þar með hafa margir fararstjórar misst \únnuna. Fyrir sex, átta árum var mikil blómatíð í þessum rekstri en venjulega koma upp tímabil þegar allir fara til útlanda og fallið er því stærra þegar dregur snögglega úr. Þar sem áður voru þrjú til tjögur fararstjóragengi er núna eitt,“ segir Kjartan. Ekkert félag er til hjá fararstjórum sem starfa á erlendri grundu. Ferða- skrifstofurnar ráða hverjir ráðast til starfa en Kjartan segir mjög marga bítast um þær stöður sem til eru. Sjálfur er Kjartan húinn að vera far- arstjóri frá árinu 1983 er hann réðst sumarlangt til Hollands. Áður hafði hann farið tvær golfferðir á ári til útlanda með golfara. En Kjartan er ekki bara í golfinu og reyndar er það svo að golflð er farið að láta í minni- pokann fyrir starfinu. En er farar- stjórastarfið misskiliö? „Já, það eru margir sem halda að við liggjum í sólhaði þrjá mánuði á ári og látum okkar líða vel. Mjög margir farþegar spyrja hvort börn þeirra eða jafnvel þeir sjálfir geti ekki fengið störf við fararstjórn eftir að hafa dvalið í þrjár vikur á ein- hverjum stað. Það er bara allt annað að vera í fríi í þrjár vikur eða vera í fastri vinnu,“ heldur Kjartan áfram. „Það þarf að -sjá um uppgjör, skipulagningu og viðtöl en starfið fer mikið til fram þar sem enginn sér. Það koma upp óteljandi vandamál sem farþeginn verður aldrei var við. Fararstjórinn er á vakt allan sólar- hringinn og fær aldrei frí.“ Miklu minna golf Áður en Kjartan fór í fararstjórn starfaði hann sem blaðamaður hjá DV, fyrst í íþróttum en síðan í al- mennum fréttum. Árið 1983 átti hann þriggia mánaða frí en fékk þá tilboð frá Eysteini Helgasyni og Helga Jó- hannssyni um að gerast fararstjóri á nýjum stað, Kempervennen í Holl- andi, sem Kjartan þáði. „Mér leist vel á staðinn en einnig sá ég í þessu að ég gæti losað mig út úr hlut hér heima sem ég var mjög flæktur í og heitir golf. Það er að segja öll félags- málin í kringum golfið. Það var því ákveðið að ég færi þarna eitt sumar en er reyndar nú að fara það níunda.“ Mörg þúsurjd íslendingar hafa síð- an dvalið í Kempervennen og flestir þekkja Kjartan, enda er hann af- burða hress fararstjóri. Það er ein- mitt sá eiginleiki sem hann telur að fararstjóri þurfi að hafa. „Ég vissi ekki áður að ég hefði slíka þjónustu- lund,“ segir hann. í fyrstunni ætlaði Kjartan einungis að starfa við fararstjórnina á sumrin en starfa áfram í blaðamennskunni. Það breyttist og Samvinnuferðir buðu honum starf blaðafulltrúa sem síðan hefur orðið að fararstjórastarfi árið um kring. „Það er orðið óvenju- legt ef ég dvel tvo mánuði á íslandi á ári,“ segir hann. Fyrstu ár Kjartans í Hollandi voru brautryðjendastarf á þeim slóðum og vegna vinsælda sumarhúsaferð- anna troðfylltust allar ferðir. Ekki var óalgengt að á annað þúsund ís- lendingar kæmu yfir sumarmánuð- ina. „Það var rosalega mikið að gera hjá okkur fararstjórunum. Fólk átti miklu meiri peninga þá og því lá meira á að losa sig við þá og eyða. Stóri munurinn sem ég sé núna er hversu fólk verslar miklu minna en áður. Á fyrstu árunum urðu allar ferðatöskur ófrískar og fiölguðu sér um allan helming. Við þurftum að - skaffa auka bifreiðar fyrir farangur fólksins, reiðhjól og allt mögulegt sem það hafði verslað. Fararstjór- arnir voru í mestu vandræðum að koma fólki heim með allan þennan farangur. Hins vegar kunnu verslun- areigendur vel að meta íslendingana enda stendur stórum stöfum í glugg- um verslana: Útsala, útsala, á ís- lensku. Kaupmennirnir hafa tekið eftir samdrættinum og spyrja mikið um hvort íslendingar séu hættir að koma til Hollands. Þeim hefur fækk- að og eru um átta hundruð í sum- ar,“ segir Kjartan. ísbjörn eða borgarstjóri „Hinn margumtalaði drykkjuskap- ur landans hefur á hinn bóginn aldr- ei verið vandamál í Hollandi. Ég hef einnig unnið mikið á Spáni og það er nokkur munur á fólki á þessum tveimur stöðum þó drykkjumenn- ingin hafi einnig breyst til batnaðar á Spáni. í Hollandi hefur fólk miklu meira fyrir stafni en að liggja bara í sólinni. Á síðari árum hafa íslend- ingar orðið miklu nægjusamari í út- löndum en áður og gera meira af því að taka sér bílaleigubíl og skoða sig um og ferðast á eigin vegum. Það má segja að þeir séu sjálfstæðari en áður.“ Kjartan hefur fengið hin margvís- legustu viöurnefni í Hollandi eins og stóri karlinn og ísbjörninn. Ein- hverjir hafa jafnvel kallað hann borgarstjórann, sérstaklega börnin sem laðast að honum. Kjartan segir að ótrúlegur munur sé á fólki þegar þaö komi að heiman, áhyggjufullt, stressað og náfolt, eða þegar það fer heim eftir þrjár vikur, nánast á sand- ölunum, með brosið eyrna á milli. „Það er auðvitað alltaf verið að heilsa mér á götu þegar ég er hér heima en það versta er að ég sé þetta fólk á stuttbuxunum með glaða svipinn úti en þegar það kemur heim fer það strax í gráu fotin og setur upp áhyggjusvipinn. Hvernig á ég svo að þekkja það aftur?“ spyr fararstjór- inn. Að kunna að tala - En hvernig er að starfa tíu mánuði á ári í Hollandi, á Spáni og Flórída og yera með fiölskyldu? „Ég á tvö uppkomin börn, annað býr í Noregi og hitt í Hollandi þannig að það er í lagi. í sjálfu sér er þetta ekkert öðruvísi en sjómennska. Kon- an.mín kemur þó oft til mín í heim- sókn,“ svarar Kjartan. Hann segist þó ekki mæla með starfinu fyrir fólk með ung börn. - Þurfa fararstjórar ekki að vera sérlega mælskir t.d. í löngum rútu- ferðum? „í þeim efnum hef ég grætt á að hafa verið blaðamaður því ég hef mjög gaman af að segja fólki fréttir. Ég geri minna af að tala um ein- hverja kónga sem voru uppi fyrir hundruðum ára. Landinn hefur ekki áhuga á slíku heldur því sem er að gerast í dag. Sagnfræðiþulur eru ekki vinsælar en ágætt að kunna þær líka svona til að maður geti sagst vita hlutina," segir Kjartan og hlær. Kjartan bendir á annað, sem er starfsandi meðal fararstjóra. „Farar- stjórar eru engir venjulegir starfs- félagar því leiðir skilja ekki klukkan fimm. Þeir eru saman allan sólar- hringinn því þeir deila saman hús- næði. Fararstjórar þurfa að vera miklir félagar sem geta umgengist allan sólarhringinn og það er mikil kúnst.“ Fékk fimm tölur réttar Fyrir þremur árum var Kjartan svo heppinn að fá fimm tölur í lottó- inu en það var í fyrsta skipti sem hann fyllti út lottóseðil og hafði reyndar gert hann tvisvar vitlausan áður en endanlegar tölur komust á blað. „Vegna vinningsins hef ég áfram efni á að vera fararstjóri," hefur hann stundum gantast með. „Það var á þriðjudeginum sem ég bað son minn að færa konu minni seðil- inn og biðja hana að fara yfir hann en það væri þó ekki nokkur von til að ég hefði unnið því það hafði aldrei hent mig í lífinu að vinna í happ- drættum. Nokkru seinna heyrði ég kallað: „Kiddi þú ert með fimm rétta.“ Ég spurði hvað það þýddi og fékk að vita að ég hefði unnið rúmar fimm milljónir. Reyndar var ég að koma inn úr dyrunum neðan úr Samvinnuferðum þar sem ég bað um fimm þúsund krónur fyrirfram. Þessir peningar komu sér vel því ég gat losað mig við allar skuldir og hjálpað börnunum. Afganginn geymi ég svo í bréfum," segir Kjartan. „Þessi vinningur gerir mann áhyggjulausari og nú veit ég að ein- hverntíma hef ég efni á að hætta að vinna,“ segir hinn hressi fararstjóri og bíður eftir að komast á reiðhjóhð á flatlendinu í Hollandi. -ELA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.