Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1991, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1991, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 18. MAÍ 1^91. 23 Sinead O'Connor: Skallinn ger- ir mig fallega „Þaö halda margir aö ég raki af mér hárið til þess að vekja á mér athygli og skallinn sé nokkurs konar vörumerki fyrir mig. Það er mis- skilningur. Mér finnst skallinn gera mig fallega og vil vera svona og ekki öðruvísi," Þannig svarar írska söngkonan Sinead O’Connor fyrir sig þegar for- vitnir blaðamenn og aðdáendur vilja fá að vita hvers vegna hún kýs að Með fyrrum unnusta sínum, O’Cella- igh. Tekur við verðlaunum fyrir Nothing Compares 2 U. raka allt hárið af höföinu og ganga um eggsköllótt svo hún minnir helst á pínulítinn munk. Sinead bætir því viö að hún vilji að fólk hlusti meira á það sem hún hefur fram að færa í tónlist sinni en eyði ekki tíma í vangaveltur um útlit hennar. Sex milljón eintök Sinead O’Connor hefur náð um- talsverðri frægð fyrir tónlist sína. Lag hennar Nothing Compares 2 U seldist hraðar á Ameríkumarkaði en dæmi eru um áður og alls seldist sú plata í 6 milljónum eintaka. Margir þakka það áhrifamiklu myndbandi sem kynnti lagið en þar grét söng- konan fögrum tárum. Voru þau ekta? „Auðvitað voru þau ekta. Hvað annað? Ég lagði hjartað á borðið og söng um mínar eigin tilfmningar sem voru svo sárar að ekki var annað hægt.“ Vildi ekki berja gamalmenni En Sinead hefur vakið athygli í Ameríku fyrir fleira en tónlist. Hún hefur tekið sérkennilega póhtíska afstöðu á stundum. Þannig neitaöi hún að koma fram á tónleikum þar sem leika átti ameríska þjóðsönginn í upphafi samkomunnar. Sinead sagðist ekki geta verið viðstödd flutn- ing söngsins af pólitískum ástæðum. Einkum þeim að hún sagði Amerík- ana beita ritskoðun og setja hömlur á tjáningarfrelsi listamanna. Einnig neitaði hún að koma fram á sömu skemmtun og ameríski grínistinn Andrew Dice Clay átti að koma fram en hún sætti sig ekki við gamanyrði hans sem einkennast af kynþátta- hatri og.kvenfyrirlitningu. Eins og nærri má geta urðu Amer- íkanar afar sárir fyrir hönd síns þjóðsöngs og létu reiði sína óspart í ljós. Meðal þeirra sem fordæmdi Sinead opinberlega fyrir framkomu hennar í þessu máli var Frank Sin- atra dægurlagasöngvari og starfs- bróðir Sinead. Hann lét svo ummælt að við svona stúlkur væri ekkert aö gera annað en að flengja þær duglega fyrir óþekktina. „Ég var stödd á sama hóteli og Sin- atra fyrir skömmu,” segir Sinead og glottir að öllu saman. „Ég var skít- hrædd um að hann myndi ráðast á mig í lyftunni eða eitthvað. Hvað átti ég að gera? Ekki hefði ég getað lamið gamalmenni.” Átti erfiða æsku Sinead fæddist árið 1966 í Dublin á írlandi. Foreldar hennar skildu þeg- ar hún var 11 ára og hvort sem kenna má því eða upplagi þeirrar stuttu var Sinead erfitt og uppreisnargjarnt barn. Hún leiddist snemma út í vafa- samt atferli og var handtekin fyrir búðahnupl 13 ára að aldri, fyrir að stela einu pari af skóm. Fyrir vikið var hún send í betrunarvist og dvaldi næstu ár á ýmsum stofnunum fyrir stúlkur af hennar tagi. Þegar hún dvaldi í Newton skólanum í Water- ford var hún beðin að syngja opin- berlega í fyrsta sinn og var tækifærið brúðkaup eins af kennurunum við skólann. Þetta varð frumraun henn- ar á þessu sviði eftir því sem best er vitað og sú stutta söng lagið Ever- green sem er betur þekkt í flutningi Barböru Streisand. Eftir brúðkaupið var henni boðið að syngja með írsku hljómsveitinni In Tua Nua og þar með byrjaði boltinn aö rúlla. 1985 var hún aö syngja með hljóm- sveit í Dublin sem hét Ton Ton Maco- ute og fulltrúi enskrar plötuútgáfu sem heyrði í þeim bauð henni um- svifalaust plötusamning. Sinead var orðin fræg. Flókin ástamál í kjölfarið fylgdi athygli fjölmiðla. Sérstaklega vöktu sérlega flókin ástamál hennar við hina ýmsu um- boðsmenn talsverða athygli. í dag er hún hins vegar laus og liðug, einstæð móðir sonarins Jake, og neitar að ræða sín einkamál við fjölmiöla um- fram það að viðurkenna að þau eru í hinni mestu upplausn og flækju. „Kannski hræði ég karlmenn,” segir hún afsakandi. „Ég hef aldrei farið út með karlmanni án þess að eiga frumkvæðið. Margir þeirra eiga erfitt með að þola slíkt. Svo býst ég við að ég teljist ekki sérlega kvenleg á hefðbundinn mælikvarða.” Sinead á hús í Los Angeles þar sem hún dvelst löngum ásamt syni sínum en hún á einnig hús í London. Hún segir að amerískir aðdáendur fari í taugarnar á henni því þeir séu svo yfirþyrmandi og stöðugt að taka af henni myndir eins og hún væri Frels- isstyttan eða eitthvað álíka tákn. En hún segist kunna vel við frjálslegt andrúmsloft Los Angeles sem er auk þess mjög falleg borg. En er hún orð- in rík? Óskum landsmönnum gledilegs sumars Plöntuúrvalið er hjá okkur. Komið og kynnið ykkur i/erð og gæði. 15% afsláttur til eldri borgara Góð þjónusta Verið velkomin, opið alla daga. GRÓÐRARSTÖÐIN BIRKIHLÍÐ Birkigrund 1, Kópavogi sími 46612 GARÐPLÖNTUSALAN ALASKA Breiðholti - sími 76450 Sinead O’Connor. „Ég hef satt að segja ekki hugmynd um það hve efnuð ég er. Ég ólst upp við fátækt og það sem ég fyrst og fremst vil fá út úr þessu er einhvers konar öryggi fyrir mig og son minn. Ég geri mér vel ljóst að frægðin er fallvölt og ef til vil sel ég aldrei aftur eins margar plötur og ég gerði á síð- asta ári. En ég hef enga sektarkennd yfir því að eiga peninga þó ég hafi reyndar aldrei lagt neitt á mig sérs- taklega til þess að eignast þá. Fólki hættir til þess að gleyma því hvaö ég er ung. Það heldur að vegna þess að ég er fræg hafi ég skoöanir á öllum hlutum eins og stjórnmála- maður. En ég er að fást við tilfinning- ar og innsæi og þekki sjálfa mig mjög vel og veit vel hvað ég get og hvað ég get ekki.“ -Pó GRÆNI SÍMINN FYRIR LANDSBYGGÐINA Við hjá DV höfum ákveðið að taka í notkun svokölluð GRÆN NÚMER sem er ný þjónusta hjá Pósti og síma. Ef þú, lesandi góður, hringir í þessi númer greiðir þú aðeins gjald fyrir staðarsímtal eða gjaldflokk 1. DV, sem er rétthafi GRÆNA NÚMERSINS, greiðir hins vegar langlínugjaldið. Það er því sama hvaðan af landinu þú hringir, þú munt ætíð bera lágmarkskostnað vegna símtalsins. Pjónusta GRÆNA SlMANS verður eingöngu ætluð vegna áskriftar og smáauglýsinga. ÁSKRIFTARSÍMINN: 99-6270 SMÁAUGLÝSINGASÍMINN: 99-6272 1 SIMINN — talandi dæmi um þjónustu!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.