Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1991, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1991, Page 15
15 LAUGARDAGUR 18. MAÍ1991, í leit að borgarstjóra Þaö ætlar ekki aö ganga þrauta- laust að finna nýjan borgarstjóra. Búið var að tilkynna að nýr borgar- stjóri yröi útnefndur síðastliðinn miðvikudag, en þess í stað var ákveðiö að fresta málinu til mán- aðamótanna júní/júlí. Var því borið við að borgarfulltrúar Sjálfstæðis- ílokksins þyrftu að tala betur sam- an, rétt eins og sá hópur hafi ekki ræðst við í langan tíma! Ekki verður þó sagt að borgar- stjóraskiptin komi mönnum í opna skjöldu. Allt frá því á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í fyrri hluta aprílmánaðar hefur verið ljóst að hverju stefndi. Davíð Oddsson var þar kosinn formaður flokksins og hafði þar með tekið stefnuna til annarra og æðri metorða. Nú er rúmlega hálfur mánuður liðinn síðan ríkisstjórn undir hans for- ystu var mynduð. Tíminn hefur því verið nægur til að ráðgast um eftir- mann Davíðs í stól borgarstjóra og ná um það samkomulagi. Nokkuð til síns ágætis Ástæðan fyrir þeim drætti sem nú verður við afgreiðslu þessa máls er auðvitað sú aö borgarfull- trúar Sjálfstæðisflokksins hafa myndaö um það bandalag að kjósa arftakann úr sínum hópi og hafa síðan verið að bítast um embættið. Enginn virðist hafa hreinan eða öruggan meirihluta og hitt mun líka vera skýring að ýmsir borgar- fulltrúanna leggja meiri áherslu á það hver verði ekki borgarstjóri, heldur en hver verður borgar- stjóri.' Allur er þessi dráttur pínleg- ur og nokkur áhtshnekkir fyrir þann meirihluta sem alla jafna er þekktastur fyrir einingu og sam- stöðu. Sannast hér hið fornkveðna að enginn er annars bróðir í leik. Aftur á móti er það hvorki rétt- mætt né sanngjarnt að halda því fram að togstreitan sé vegna þess að enginn sé þar verðugur arftaki. Allir þeir sem nefndir hafa verið til sögunnar hafa nokkuð til síns ágætis og ekki um að sakast þótt fast sé sótt. Að mörgu leyti er það skiljanlegt hjá borgarfulltrúum meirihlutans að þeir vilji velja arftakann úr sín- um eigin hópi. Annars væri borga- stjórnarflokkurinn óbeint að játa það út á við að þar sé enginn hæf- ur. Borgarfulltrúar eru sömuleiðis þeir sem mest eiga að hafa vit og þekkingu á borgarmálum og standa í þeim efnum betur að vígi en utan- aðkomandi. Sumir borgarfulltrú- Einna hafa varið mestum vinnutíma sínum til aö sinna borgarmálum, nefndarstörfum og fundahöldum, lifa og hrærast í þeim heimi og vilja því gera tilkall til æðsta embætt- isins þegar það er falt. Pólitískur leiðtogi Allt er þetta skiljanlegt en rétt- lætir samt ekki þá ákvörðun að binda vahð á næsta borgarstjóra við þá sem nú sitja í borgarstjórn. Enda er það athyghsvert að Davíð Odds- son hefur haft þann fyrirvara í við- tölum við fjölmiðla að hann úthoki ekki mann eða konu utan borgar- stjómar. Davíð veit sem er, að það þarf að skyggnast th fleiri átta af ástæðum sem nú skulu raktar. Borgarstjórinn í Reykjavík er að forminu til eins og hver annar embættismaður. Borgarstjórn ræð- ur hann th starfans. Það er ekkert sjálfgefiö að borgarstjóri sé jafn- framt pólitískur leiðtogi. Raunar má fullyrða að í langflestum bæjar- félögum sé bæjarstjórinn embætt- ismaður og starfsmaður sem hlýðir ákvörðunum meirihlutans hverju sinni. Hann er sem sagt ekki odd- viti stjórnmálaflokks og sá háttur var einmitt hafður á, þegar vinstri flokkamir náðu meirihluta í borg- arstjóm Reykjavíkur á árunum 1978 th 1982. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykja- vík hefur hinsvegar frá öndverðu skipað svo málum að borgarstjóra- efni og borgarstjórar hafa jafn- framt veriö helstu talsmenn flokks- ins, borið hitann og þungann af pólitískri umræðu og setið sem leiðtogar í valdastóli. Þetta fyrir- komulag hefur reynst flokknum vel. Hann hefur verið heppinn með borgarstjóra, Reykvíkingar hafa kunnað að meta það fyrirkomulag að borgarstjórinn beri pólitíska ábyrgð og oftar en ekki hafa ein- mitt vinsælir borgarstjórar borið lista Sjálfstæðisflokksins fram th sigurs. Það hefur verið þungamiðj- an í pólitískri baráttuaðferð sjálf- stæðismanna í höfuðborginni, eins og sjá má af því að Davíð Oddsson hefur, viljandi og óviljandi, dregið svo mikla athygli að sinni eigin persónu að aðrir borgarfulltrúar hafa gjörsamlega horfið í skugg- ann. Vegna þess að Davíð hefur pólitískt aðdráttarafl. Hann hefur verið meira en embættismaður, meira en hæfur borgarfulltrúi. Hann hefur höfðað th kjósenda í atkvæðum talið. Hann hefur „apph“. Menn mega ekki gleyma því að hann hef- ur dregið níu aðra frambjóðendur með sér inn í borgarstjórn, sem ekki er sjálfgefið og gulltryggt hverjum sem er. Þar með er ekki verið að gera lít- ið úr öðrum borgarfuhtrúum og Laugardags- pistiU Ellert B. Schram hæfileikum þeirra. Þeir hafa unnið sitt verk vel en þeir hafa látið Dav- íð eftir sviðsljósið, því þannig hafa þeir sjálfir notið góðs af og haldið sínu. Þegar borgarfulltrúar Sjálfstæð- isflokksins vilja einskorða val eftir- mannsins við sinn eigin hóp er það sjálfsagt gert í góðri trú um að þar séu ýmsir og margir sem sinnt geta starfmu. Hættan er hinsvegar sú að í þeim þrönga hópi gleymist sá pólitíski veruleiki að sá sem leiða skal flokkinn í næstu kosningum, þarf á ýmsum fleiri eiginleikum að halda en góðu viti á borgarmálum. Það er enginn dómari í eigin sök og ekki á valdi annarra en kjósend- anna sjálfra að kveða upp úr með pólitískt aðdráttarafl frambjóðand- ans. í stjórnmálasögunni hafa margir verið kahaðir en fáir út- valdir einmitt vegna þess að það eru kjósendurnir, en ekki fram- bjóðendurnir, sem eiga síðasta orð- ið. Borgarstjóri hvers? í annan stað, og í framhaldi.^i þessum ábendingum, má minjia á að Sjálfstæöisflokkurinn viðhafði ekki prófkjör fyrir síðustu sveitar- stjórnarkosningar. Kjósendur flokksins fengu ekki tækifæri til að raða mönnum á listann og velja þannig óbeint eftirmann Davíðs. Borgarfulltrúarnir, sem nú bítast um embættið, hafa í rauninni aldr- ei fengið tækifæri th að sanna sinn pólitíska þyngdarflokk. Og einnig hitt að vegna þess að listanum var ekki sthlt upp að und- angengnu prófkjöri, gafst ekki öðr- um færi á að komast í þann hóp borgarfulltrúa sem nú telur vaUð standa um sjálfa sig. Hvorki Reyk- víkingar né kjósendur Sjálfstæðis- flokksins hafa verið spurðir álits á því hver eigi að vera pólitískur leið- togi í höfuðborginni, en það eru jú þeir sem eiga að kjósa og kjósa rétt þegar þar að kemur. Þegar landsfundur Sjálfstæðis- flokksins var haldinn í aprh og það spurðist að Davíð Oddsson gæfi kost á sér til formennsku gegn Þor- steini Pálssyni, ráku margir upp ramakvein og töldu að shk mál ætti að afgreiða á bak við tjöldin. Menn vildu láta Davíð og Þorstein semja um það sín í mhli hvor yrði formaður og hvenær. Þá skrifaði ég grein hér í blaðið og færði rök fyrir því að heppileg- ast væri fyrir flokkinn, og for- mannskandidatana báða, að kosn- ing færi fram á landsfundinum. Þar væru mættir vel á annað þúsund sjálfstæðismenn, þverskurður flokksins, trúnaöarmenn og áhrifa- menn og þeirra væri valið. Þannig taldi ég lýðræðinu og réttlætinu best borgið. Þegar upp var staðið og kosning hafði farið fram milli þeirra Þor- steins og Davíðs, sýndust flestir vera sáttir við þau málalok. Ekki endilega kosningaúrslitin, heldur aðferðina sem beitt var. Styrkur Davíðs Oddssonar sem formanns liggur einmitt í því að hann var kjörinn á opnum lýðræðislegum fundi í stað þess að fá formennsk- una á silfurfati eftir samninga- makk tveggja eða þriggja manna. Það sama hefði gilt um Þorstein. Látum Reykvíkinga ráða Ég er enn þeirrar skoðunar að kosningar séu eina færa og rétta leiðin til að velja leiðtoga, jafnt í formannssæti sem borgarstjóra- embætti. Meðan Sjálfstæðisflokk- urinn hefur meirihluta í borginni er borgarstjórinn einn áhrifamesti maður flokksins. Slíkan áhrifa- mann á ekki að velja bak við tjöld- in. Þess vegna set ég fram þá skoðun og þá tillögu að Sjálfstæðisflokkur- inn í Reykjavík leiti álits kjósenda sinna og stuðningsmanna þegar velja á nýjan borgarstjóra. Efni til kosningar með sama hætti og próf- kosningar hafa farið fram. Til þess er bæði timi og tilefni. Þar geta borgarfulltrúarnir, sem sækjast eftir starfinu, boðið sig fram og þar geta aðrir boðið sig fram og enginn nýtur forréttinda og enginn dæmdur úr leik. Shk kosning fyrir opnum tjöldum mundi vekja athygli og mælast vel fyrir meðal almennings. Hún skap- ar möguleika til að laða nýja fylgis- menn að Sjálfstæðisflokknum og ekki má gleyma því að borgarstjór- inn í Reykjavík er ekki einasta full- trúi flokksins. Hann er æðsti emb- ættismaður borgarbúa, hvar í flokki sem þeir standa. Reykvík- ingar fá þannig að hlutast beint til um það hver verður skipstjóri á skútunni. Það eru margir sem hafa metnað til að taka að sér borgarstjóraemb- ættið. Sjálfur er ég í þeim hópi. Ég get vel hugsað mér að gefa kost á mér í kosningu eins og að framan er lýst. Og þeir eru eflaust margir, margir fleiri. Hver hefur ekki áhuga á því að vera borgarstjóri? Nú gæti margur haldið að þessi grein sé skrifuð til að koma sjálfum mér á framfæri. Gott og vel, það er þá ekki verra en hvað annað enda nenni ég ekki að þykjast vera áhugalaus þegar fólk nefnir þenn- an möguleika í mín eyru. Auðvitað skiptir metnaður ein- stakra manna minnstu máh. Aðal- atriðið er að með almennri kosn- ingu er tekinn af vafi um stöðu og styrk þess manns sem endanlega hlýtur hnossið. Það er ekki vænt- anlegum borgarstjóra til stuðnings ef hann er vahnn úr þröngum hópi fólks og veit ekki hvar hann stend- ur. Hann á ekki að vera khkufor- ingi. Auk þess sem slegnar eru tvær flugur í einu höggi. Leiðin er opnuð fyrir aðra þá sem vhja og geta boð- ið Reykvíkingum og flokknum krafta sína þegar valið stendur ekki einvörðungu um fyrirfram útvalda kandidata. Þá ræður lýð- ræðið en ekki einkasamtöl þeirra einna sem sjálfir hafa ákveðið að eiga síðasta orðið. Ellert B. Schram Enginn dómari í eigin sök Af hveiju hefur þetta gerst?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.