Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1991, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1991, Blaðsíða 28
fa-WGA-RÐAGUR 18. MAÍ-18M. 28 Þrír biskupar starfandi í fyrsta skipti: „Þetta er í fyrsta skipti sem þrír biskupar eru á íslandi frá því það var gert að einu biskupsdæmi árið 1801,“ sagði herra Ólafur Skúlason biskup íslands í samtali við DV eft- ir að helgarblaðið óskaði eftir að fá mynd af biskupunum þremur saman. Tilefnið var ærlegt því í ár eru hundrað og níutíu ár liðin frá því ísland var gert að einu biskups- dæmi. Þar fyrir utan er hvíta- sunnuhelgin gengin í garð en hún er stofndagur íslensku kirkjunnar. „Þaö er mjög sérstakt að þrír biskupar skuli vera lifandi. Ég held að það hafi aldrei gerst áður. Hér áður fyrr var það þannig að biskup- ar voru í embætti þar til þeir megn- uðu það ekki lengur. Þaö var eng- inn hámarksaldur. Því var breytt með lögum um opinbera starfs- menn,“ sagði biskup ennfremur. „En þrír biskupar hafa aldrei áður verið starfandi. Biskup er með biskupsvígslu meðan hann lifir ai- veg eins og prestur er með prests- vígslu meðan hann lifir þó hann sé ekki endilega sóknarprestur. Þeir Sigurbjörn og Pétur eru því biskupar en ekki biskupar ís- lands.“ - Það hafa þó verið nokkrir bisk- upar hér á landi fyrst eftir kristni- töku? „Þá komu flökkubiskupar en biskupsdæmið á íslandi var ekki stofnað fyrr en 1056 með ísleifi í Skálholti. Árið 1106 var biskups- dæminu skipt í tvö, Hóla og Skál- holt. Biskupsdæmin voru tvö þar til árið 1801 að það var einungis biskup íslands í Reykjavík. Jón Helgason og Sigurgeir Sigurðsson voru báðir lifandi um tíma. Sigur- geir var látinn þegar Ásmundur Guömundsson tók við en síðan urðu þeir tveir, Sigurbjörn Einars- son og Ásmundur. Sigurbjörn og Pétur Sigurgeirsson voru tveir þar til ég varð biskup árið 1989 en þá vorum við orðnir þrír,“ sagöi hr. Ólafur. Kirkjulistavika Biskupar landsins og prestar munu hafa mikið að gera á næstu - segir hr. Ólafur Skúlason, biskup íslands Biskuparnir þrír, herra Sigurbjörn Einarsson, herra Pétur Sigurgeirsson og herra Ólafur Skúlason, biskup íslands. DV-mynd GVA dögum því í fyrsta skipti verður haldin listsýning kirkjunnar sem vonast er til að geta orðið annað hvert ár á móti Listahátíð Reykja- víkur. Úti á landi er þetta mesta fermingarhelgin. „Það verður mikið um að vera um helgina. Skóflustunga verður tekin að nýrri kirkju í Grafarvogi og einnig í Hjallasókn í Kópavogi. í dag verður opnuð kirkjulistasýn- ing og það verður mikið um að vera í öllu Reykjavíkurprófast- dæmi í heila viku með alls kyns listrænum viðburðum eins og söng, tónhst, ljóð, leiklist og málverkum. Þetta er fyrsta kirkjulistvikan hjá okkur og er hður í að efla kirkju- starfið en okkur langar að byggja það upp,“ sagði hr. Ólafur enn- fremur. tíðarnefnd skipuð í fyrra og í henni eiga sæti forseti íslands, forsætis- ráðherra, forseti sameinaðs þings, forseti Hæstaréttar og biskup fs- lands. Það er þegar verið að und- irbúa tvennt, annars vegar að þýða gamla testamentið úr frummálinu, en við fáum styrk frá ríkinu til þess, og síðan er verið að skrifa kristnisögu þessara þúsund ára en það var tillaga flutt af Alþingi. Það voru forsetar Alþingis og biskup sem skipuðu ritnefnd og réöu rit- stjóra. Þetta er mikið verk og hæp- ið að því ljúki fyrir árið 2000. Ég hef hugsað mér að kalla kristnihátíðarnefndina saman í næstu viku enda æðir tíminn áfram. Það næsta sem við þurfum að huga að er hvernig afmælis- hátíðin sjálf á aö vera.“ Afmæli árió 2000 - Er eitthvað farið að huga að af- mæli kristnitöku árið 2000? „Já, já það var sérstök kristnihá- Kirkjan lifir nýöldina af sér - Nú er alltaf verið að tala um nýöld og sagt að hún sé að ganga i garð með tilheyrandi breytingum? Hvað segir biskup við slíku? „Við erum orðin vön því að fá yfir okkur eitthvað nýtt en yfirleitt gengur það fljótt yfir. Ég held að þeir sem hafi verið að leita fyrir sér á sviðum nýaldarinnar muni átta sig á því, vonandi fyrr en seinna, að kirkjan hefur það sem fólkið þarfnast." - Hefur þú heyrt að þetta fólk ætli að stofna með sér sérstök trúar- samtök? „Ég hef ekki heyrt það en þykir það ekki ósennilegt. Það eru alltaf einhverskonar samtök að spretta upp. Nú síðast var á forsíðu Time sagt frá fólki sem kallar sig kirkju en er með mikla Qárplógsstarfsemi með því að selja glingur. Þetta fólk þykist geta kennt öðrum að öðlast hamingjuna en ekki er allt svo fag- urt sem kemur upp úr farteskinu. Kirkjan hefur þurft að horfast í augu við eitt og annað í gegnum aldirnar og lifað það af sér. Ég vil ekki berja á þessu fólki, nema síður væri, en vonast til að það átti sig á því að við eigum það sem við þörfn- umst.“ 28 messur á næstunni - í lokin. Hvað ætlar biskup ís- lands að gera um helgina? „Ég verð á laugardag kl. 14 við setningu listahátíðar, kl. 16 við skóflustunguna í Grafarvoginum. Á sunnudagsmorgun verð ég í Bessastaðakirkju þar sem nýr prestur, sem ég var að vígja sl. sunnudag, veröur settur í nýtt embætti svokallaður héraðsprest- ur, síðan verð ég í Hjallasókn og síðan held ég áfram og fer norður í Skagafjörö þar sem ég mun dvelja í hálfan mánuð. Þar mun ég messa tuttugu og átta sinnum svo ég þarf að huga að því að semja predikanir og búa mig undir þessa daga. Það er því nóg að gera hjá mér á næst- unni.“ -ELA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.