Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1991, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1991, Blaðsíða 24
24 LAUPAKDAGUR 18. MAÍ 1991. Elísabet drottning heiðraði Kristínu Símonardóttur: Skúringakonan sæmd heiðursorðu frá Buckinghamhöll „Ég varö bæöi hissa og glöð þegar breski sendiherrann kallaöi mig inn til sín og rétti mér bréfiö. Þessu átti ég síst von á,“ segir Kristín Símonar- dóttir ræstingakona sem síðastliðið haust var heiöruö meö orðu frá sjálfri Elísabetu Englandsdrottn- ingu. Kristín hefur lítiö vilja flagga þessari viðurkenningu sinni og það hefur tekiö helgarblaöiö marga mán- uöi aö fá hana til aö fallast á viötal. „Ég vil nú ekki vera aö montast yfir þessu þó auðvitað megi ég vera stolt,“ var venjulega viðkvæði henn- ar. Að lokum gafst Kristín upp fyrir ýtni blaðamanns og samþykkti að taka orðuna úr stofuskápnum og sýna lesendum blaðsins. Þaö má enda fullyrða að Kristín er eina skúr- ingakonan á íslandi sem hefur fengið orðu fyrir störf sín og það alla leið frá Buckinghamhöll. Orðan heitir British Empire Medal og er næstæðst þjónustuorða sem drottningin veitir. Kristín er eini íslendingurinn sem á shka orðu. En hver er svo ástæðan? Kristín var nýbúin að eignast íjórða barnið sitt þegar eiginmaöur hennar kom heim af sjónum, tók saman dótið sitt og sagðist vera far- inn. Kristín vill ekki rifja frekar upp þann dag í lífinu en segist hafa orðið fyrir þvílíku áfalh að sár þess sé varla gróið. Hún stóð uppi sem ein- stæö fjögurra bama móðir og ein- hvem veginn þurfti aö framfleyta þeim. Þaö var stuttu síðar sem hún fékk vinnu við að ræsta breska sendiráðið sem var þá til húsa í Þórs- hamri. Alltaf í sama húsi „Þegar ég var átta ára flutti ég ásamt foreldrum mínum og systkin- um til Reykjavíkur. Faðir minn byggði þetta hús hér á Þorfinns- götunni sem í em þrjár íbúðir og ris en í fyrstu var hluti hússins leigður út. Ég var yngst systkinanna og fékk íbúð í húsinu þegar ég giftist og svo var einnig um systur mína. Foreldr- ar okkur bjuggu hér uppi og pabbi Elisabet Englandsdrottnmg sæmdi hana fyrir vel unnin störf í breska sendi- sagði að við fæmm ekki úr húsinu meðan hann væri á lífi,“ segir Krist- ín þegar hún rifjar upp gamla góða daga. „Það vildi mér til happs þegar ég stóð uppi sem einstæð móðir að fjöl- skylda mín bjó einnig í þessu húsi. Það var vinkona móöur minnar sem benti mér á að ræstingarstarfiö í breska sendiráðinu væri að losna. Mér leist vel á vinnuna sem var unn- in áður en starfsmenn mættu. Fyrsti dagurinn var 1. mars 1958 en 1. sept- ember sama ár flutti sendiráðið í stórt hús á Laufásveginum þar sem það er ennþá. Það var einmitt daginn sem við fluttum sem þorskastríðið braust út,“ segir Kristín sem þá var liðlega þrítug að aldri. Henni hafði áður verið ráðlagt að fá sér skúringar því sú vinna tæki minnstan tíma frá börnunum. „Ég skil það ekki núna en ég átti alltaf aura. Það hefur líklegast veriö vegna þess að ég gerði ekkert fyrir sjálfa mig. Maður keypti í matinn, borgaði rafmagnsreikninginn og það sem þurfti og fótin voru nýtt aftur og aft- ur og engu hent. Ég hef aldrei tekiö lán,“ segir Kristín og bætir við: „Það verður hver að ganga í gegnum það sem honum er ætlað.“ ÁTjallakaupi Á fyrstu árum sínum hjá sendiráð- inu fékk Kristín borguð laun eftir breskum taxta sem þá var mun betri en sá íslenski. Þetta hefur hins vegar breyst í áranna rás og nú fær hún greitt samkvæmt þeim íslenska enda miklu dýrara aö lifa hér á landi en í Orðan, sem Kristín fékk, heitir British Empire Medal og í röndina er nafnið hennar grafid. DV-myndir Brynjar Gauti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.