Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1991, Side 31
LAUGARDAGUR 18. MAÍ 1991.
39
Helgarpopp
„Tildrögin aö þessari plötu minni
má raunar rekja um fimmtán ár aft-
ur í tímann. Þá var gerð prufuupp-
taka með lögunum mínum. Það fékk
hins vegar engar sérstakar viðtökur
þannig að vinna lá niðri næstu árin.
Þó hljóðritaði ég lag og lag þar til ég
mætti einn góðan veðurdag í stúdíó
í Noregi og spilaði inn fimmtíu lög.
Bandaríkjamaður, vinur minn, sem
tók upp sagði að það væri ekkert
annað fyrir mig að gera en að drífa
mig heim til Islands og taka upp
plötu. Nú er hún sem sagt komin.“
Með þessum orðum lýsir Kristján
Hreinsson, skáld og rithöfundur,
meðgöngu fyrstu plötunnar sinnar,
Skáld á nýjum skóm. Hún kom út
fyrir nokkrum dögum. Eins og heyra
má hrjáir efnisskortur Kristján ekki
og sífellt bætast lög, textar og ljóð í
safnið. Fyrir skemmstu samdi hann
meira að segja Ósonlagið, að vísu enn
textalaust en að höfundarins sögn er
óvíst hve lengi það verður.
Kristján Hreinsson, skáld og tónlistarmaður. Ekki svo gamall maður þegar
allt kemur til alls.
Kristján Hreinsson skáld sendir frá sér plötuna Skáld á nýjum skóm:
„Ljóðin kosta
mikla yfirlegu''
Kristján hefur á liðnum árum fyrst
og fremst vakið á sér athygli sem
skáld og textasmiður. Hann segir það
alls ekki regluna að fyrst verði
bundna málið til og síðan semji hann
lög við textana eða ljóðin.
„Það er bara eftir happa- og glappa-
aðferðinni hvernig þetta hrynur yfir
mig. Stundum koma lögin á undan.
Stundum ljóðin.
Ég er hins vegar búinn að leggja
óheyrilega vinnu í að mennta mig
sem skáld,“ segir Kristján. „Það
kostar mikla yfirlegu að ganga þann-
ig frá Ijóðum að þau séu rétt ort. Ég
vona að það skili sér í ljöðunum á
plötunni. Ég get nefnt sem dæmi að
ljóðið við Steingrím bónda er limra.
Þá eru á plötunni ljóð sem eru hár-
rétt ort. Erindin eru þannig upp
byggð að þar sem höfuðstafur er í
fyrsta erindi er hann einnig í öðru
og þriðja erindi.“
Gamall maður
Kristján Hreinsson er sem sagt far-
inn að yrkja að hætti gömlu meistar-
anna ... „Enda hefur það komið í
ljós í seinni tíð að eldra fólkið á ís-
landi telur að ég sé gamall maður,“
segir hann og hlær. „Ég er ekki al-
mennt frægur fyrir íhaldssemi en að
þessu leytinu vil ég halda í fornar
dyggðir þótt ég sé fyrir misskilning
talinn gamall maður af eldri kynslóð-
inni.“
Kristján yrkir hins vegar ekki um
bæjarlækinn, fossinn og fjallið í ljóð-
um sínum né fjöruna og þarann.
Hann segist reyna að fara vítt og
breitt ofan í kjölinn á viðfangsefnum
sínum. Hann nefnir sem dæmi lagið
Portið. Þar notar hann líkingamál,
er raunar að lýsa hryllilega Ijótu
porti en þegar upp er staðið er hryll-
ingsmyndin af portinu raunar falleg.
Söngtextar ljóð
„Þess má geta að ég dreg skörp
skil á milli söngtexta og ljóðs,“ segir
Kristján. „Það er auðvelt að koma
lagi við mörg ljóðin. Meö rétta taktin-
um, hljómasetningunni og hljóð-
færaskipaninni er hægt að gera
ljóðasönginn að svo til hvernig lagi
sem er. Sem dæmi má nefna að lög
sem Tom Waits hefur sungið inn á
Umsjón
Asgeir Tómasson
band á hefðbundinn trúbadúrshátt
hafa síðar komið út með öðrum í
gerólíkum útsetningum.
Á skáld á nýjum skóm er helming-
urinn ljóð og hinn helmingurinn
söngtextar," heldur Kristján áfram.
„Spriklandi í Grikklandi, Glasaböm
og Þegiðu klukka eru dæmi um söng-
texta. Portið og Kreppuuppgjör eru
hrein og klár ljóð sem ýmist hafa
komið út í ljóðabók eða eiga það eft-
ir. í söngtextunum reyni ég ekki aö
vera með jafnnjörvaða ljóðstafasetn-
inguna og í Ijóðunum heldur leyfi ég
mér meira frjálsræði. Ljóð á aö fest-
ast í hausnum en söngtextarnir eiga
að geta lekið í gegn, komið inn um
annað eyrað og lekið út um hitt. Mig
minnir að ég hafi heyrt þetta haft
eftir einhverjum poppsnillingnum,
gott ef það var ekki Mick Jagger og
ég geri hiklaust þessa skoðun að
minni.“
Gamlirvinir
Á plötunni Skáld á nýjum skóm
koma nokkrir þjóðkunnir tónlistar-
menn fram með Kristjáni Hreins-
syni. „Þetta eru vinir mínir frá gam-
alli tíð,“ segir hann. „Við Tryggvi
Húbner erum fæddir í sama bæ, ól-
umst upp saman og byrjuðum að
semja saman fimmtán eða sextán ára
gamlir. Sumt af því efni kom út á
plötu með hljómsveitinni Friðryki
um árið. Þar voru þeir Pálmi Gunn-
arsson og Pétur Hjaltested sem spila
með mér á plötunni. Þetta eru öðling-
ar sem vildu styðja við bakið á mér
við plötugerðina. Og loks er þama
Magnús Þór Sigmundsson, eðalmað-
ur sem ekki þurfti að hringja nema
einu sinni í og spyija hvort vildi
radda með okkur. Hann kom eins og
skot.“
Kristján hefur lítið gert að því að
koma opinberlega fram með lögin sín
en ætlar aö huga meira að því í fram-
tíðinni. „Ég er ekkert frægur fyrir
lögin mín,“ segir hann. „Það er helst
að fólk tengi nafnið mitt ljóðum.
Raunar hef ég nokkrum sinnum lesið
ljóð á ljóðakvöldum en nú í seinni tíð
einnig mætt með gítarinn eða jafnvel
bara munnhörpuna. Núna er ég sem
sagt tilbúinn að fara hvert sem er.
Ef ekki til að lesa ljóð þá að spila og
syngja.“
Sálin tekur upp
þráðinn að nýju
- hljómleikahald í sumar og ný plata með haustinu
Sálin hans Jóns míns er komin
saman að nýju eftir um átta mán-
aða hlé. Hún kemur fyrst fram á
hljómleikum í lok mánaðarins með
tveimur nýjum liðsmönnum. Stór
plata er síðan væntanleg með Sál-
inni fyrir jólin.
„Margir halda að hljómsveitin sé
hætt en það er öðru nær,“ segir
Guðmundur Jónsson gítarleikari
og aðallagasmiður Sálarinnar.
„Við erum nýbúnir að ganga frá
tveimur lögum sem koma út á safn-
plötu í júní og erum langt komnir
með að semja efni á stóra plötu sem
verður gefin út í haust. Síðan erum
við búnir að bóka okkkur víða um
land megnið af sumrinu. Okkur er
svo sannarlega farið að klæja í fing-
urna að byrja að nýju.“
Ástæðan fyrir meira en hálfs árs
frii liðsmanna Sálarinnar er fyrst
og fremst sú að þeir voru orðnir
þreyttir eftir langt úthald. Stefán
og Guðmundur höfðu til að mynda
varla tekið sér frí í tvö til þijú ár.
„Síðan held ég bara að það sé
hollt fyrir hljómsveitir sem hefur
vegnað vel að hvíla sig öðru hveiju
hreinlega til þess að ofgera ekki
markaðinum,“ segir Guðmundur.
„Það var lika farið að vanta í okkur
hungrið eftir því að koma fram og
gera okkar besta. Spilamennskan
var fyrst og fremst orðin vinna.
Nú erum viö búnir að æsa upp í
okkur hungrið."
Fyrstu útrásina fyrir hungrið fá
piltamir er þeir efna til hljómleika
á veitingastaðnum Lídó við Lækj-
argötu fimmtudaginn 30. maí. Þar
verða leikin nokkur ný lög og nýir
liðsmenn formlega kynntir. Síðan
liggur leiðin út á landsbyggðina og
verður spilað í Njálsbúð kvöldið
eftir. Þar með verða hjólin farin að
snúast á fullu að nýju.
„Við ætlum að hafa dagskrána
hjá okkur með meira hljómleika-
sniði í sumar en hingað til. Við er-
um komnir með svo mikið af frum-
sömdu efni að við getum haldið
slíkri dagskrá úti og ætlum að
leggja mikið upp úr ljósum og
sviðsbúnaði ýmiss konar. En að
sjálfsögðu getur fólk dansað og
sleppt sér eins og á öllum almenni-
legum rokkkonsertum," segir Guð-
mundur Jónsson.
Nýir menn
Nýju mennirnir tveir sem komn-
ir eru til liðs við Sáhna hans Jóns
míns eru Birgir Baldursson og Ath
Örvarsson. Birgir leysir Magnús
Stefánsson trommuleikara af
hólmi og Atli verður hljómborðs-
og trompetleikari hljómsveitarinn-
ar. Guðmundur Jónsson á ekki von
á að tónlist Sálarinnar breytist að
neinu ráði við komu nýju mann-
anna.
„Þau lög sem við höfum verið að
vinna núna eru að vissu leyti aftur-
hvarf til gömlu soultímanna. Það
sem breytist fyrst og fremst nú er
að það er kominn trompet inn í
myndina. Við höldum áfram að búa
til eins góða tónhst og viö getum
og síðan verður bara að koma í ljós
hvernig hún þróast."
Sálin hans Jóns míns með nýrri liðsskipan. Nýju mennirnir eru Birgir
Baldursson og Atli Örvarsson.
f
Sölutjöld 17. júní 1991 í
Reykjavík
Þeir sem óska eftir leyfi til sölu úr tjöldum á þjóðhátíöardaginn
17. júní 1991 vinsamlegast vitjið umsóknareyðublaða
að Fríkirkjuvegi 11, opið kl. 08.20-16.15.
Athygli söluhafa er vakin á því að þeir þurfa að afla
viðurkenningar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkursvæðis á
sölutjöldum og leyfis þess til sölu á viðkvæmum neysluvörum.
Umsóknum sé skilað í síðasta lagi
miðvikudaginn 5. júní kl. 12.00.
Vakin er athygli á því að öll lausasala
frá tjöldum og á hátíðarsvæðinu er
stranglega bönnuð.
KÆLI 06
FRYSTISKÁPAR
Á TIL B 0 01!
Góð ending
YoWV
60®
to
.900
Við hjá Rönning bjóðum nú hina vinsælu
Snowcap kæli og frystiskápa á sérstöku
vortilboði meðan birgðir endast.
Notaðu þetta einstaka tækifærið og fáðu þér einn
ískaldann Snowcap fyrir sumarið
■ Margra ára reynsla Söluaðilar: KEA Akureyri, Póllinn Ísafirði, Árvirkinn Selfossi, Neisti Vestm.eyjum
r
RONNING
Sundaborg 15
Sími: 68 58 68