Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1991, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1991, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 18. MAÍ 1991. Sérstæö sakamál Michael Leithsbridge var mjög ástfanginn af Christine Farrah en skyndilega vaknaöi meö honum grunur um að hún væri honum ótrú. Hann fór að láta fylgjast með ferðum hennar og þá kom fram misræmi í frásögn hennar sem hann gat aðeins túlkað þannig að hún hefði verið honum ótrú. Við það vaknaöi með honum afbrýði- semi sem átti eftir aö veröa örlaga- rík fyrir þau bæði. „Mér þykir það leitt, Mike, en ég get ekki hitt þig annað kvöld. Ég lofaði að fara til Louise en það verö- ur veisla hjá henni þá því hún ætl- ar að gifta sig á laugardaginn. Ég vona að þú sért ekki búinn að gleyma því. Og á fimmtudagskvöld- ið verð ég i kvöldskólanum. En á fóstudaginn..." Christine Farrah lagði á og brost- i. Michael Leithsbridge, sem hún hafði verið að tala við, var þrjátíu og sjö ára. Hann var vel stæður enskur kaupsýslumaður og átti tölvufyrirtæki og Christine hafði verið með honum í ár. Hún var viss um að hann væri maðurinn sem hún hafði beðið eftir. Hana langaði ekki til að giftast neinum öðrum. Mánuðum saman hafði Christine beðið eftir því að hann bæri upp bónorðið. En þar eð hann hafði enn ekki gert það hafði hún ákveðið að taka málið í eigin hendur. Hún ætlaði að láta bónorðið koma hon- um á óvart miðvikudaginn 3. ágúst 1988. Fyrst ætlaði hún að koma heim til hans án þess að gera boö á undan sér. Þegar hann hefði svo lýst yfir því að hann ætlaði aö kvænast henni héldu þau í trúlof- unarveisluna sem hún var þegar farin að undirbúa því hún var svo viss um hvert svar hans yrði þegar hún bæði hans. Reiður vinkonunni sinni Michael, eða Mike eins og Christ- ine kallaði hann, vissi ekkert um hvað hún hafði í huga. Þegar hann heyröi afsökun hennar fyrir því að hitta hann ekki kvöldið eftir varð hann bálreiður. Hann vissi að hún sagði ósatt. Hún var sjálf búin að segja honum að veislan heima hjá vinkonu hennar yrði á föstudags- kvöldinu, enda skyldi brúökaups- veislan haldin daginn eftir. „Hún er orðin einum of ósann- sögul,“ muldraði Michael reiöilega við sjálfan sig. „Og skyldi hún ekki líka hafa verið að ljúga á fimmtu- daginn var? Og fimmtudaginn í vikunni þar á undan? Þá hafði hún sagt að hún yrði í kvöldskólanum." Michael kreppti hnefann. Hann haföi ætlað aö koma henni á óvart eftir kennslu á fimmtudagskvöld- inu i fyrri viku. En þegar hann kom að skólanum hafði bíllinn hennar ekki verið á stæöinu. „Fyrirgefðu, en var Christine Farrah ekki í tíma hjá þér í kvöld?“ spurði hann loks kennarann, Ge- orge Wilkes, þegar hann kom út úr skólahúsinu. „Nei, hún var ekki hérna í kvöld. Og hún var ekki heldur hérna á fimmtudaginn var. Mér skilst að frænka hennar hafi veikst og það séu einhver vandræöi á heimil- inu.“ „Það vissi ég ekki,“ sagði Mic- hael. „En má ég biðja þig um að hafa ekki orð á því viö hana að ég hafi komið hingaö í kvöld?“ sagði hann óstyrkri röddu. Svo ók hann heim til sín, fullur afbrýðisemi. „Ég verð að fletta ofan af þessu," sagði Michael við sjálfan sig þegar hann kom heim. „Hver skyldi það vera sem hún er með? Ég verð að komast að því. En hún þekkir mig George Wilkes. Richard og Melanie Atkins. Timmins rannsóknarlögreglumað- ur. og bílinn minn. Ég verð að fá ein- hvern sem hún þekkir ekki til að hjálpa mér.“ í huga sínum fór Micahel yfir þá sem hann þekkti og fljótlega ákvað hann að leita til sins gamla vinar, Richards Atkins, og konu hans, Melanie, en þau höfðu áður aðstoð- að hann við svipaðar aðstæður. Þaö var þegar þáverandi vinkona hans, Karen Burford, sneri við honum bakinu og fór að vera meö öðrum manni. Þá höfðu Richard og Mel- anie veitt honum styrk og talið í hann kjark. Og það höfðu þau reyndar líka gert síðar þegar önnur vinkona hans, Susan Rason, hafði snúið við honum bakinu eftir þriggja vikna kynni og sagt honum að hún væri gift. Miachel vildi ekki að hann þyrfti að bíöa enn einn ósigur. Hann ætl- aði ekki að láta gera sig að athlægi enn einu sinni. Hann fór heim til Atkinshjónanna og sagði þeim allt af létta og bað þau um aðstoö við að komast að því hvar Christine væri þegar hún þættist ekki hafa tíma til að vera meö honum. Njósnirnar hpfjast „Ég er viss um að hún situr á einhverri krá,“ sagði Michael. „Og fari hún i eitthvert hús verð ég að fá að vita hvar það er. Þá verðurðu aö hringja til mín, Richard, og segja mér það.“ Richard Atkins kinkaði kolh. Michael fór nú og sýndi Richard hvar Christine átti heima. Hann benti honum sömuleiðis á bláan Ford Fiestabíl sem hún átti og ók síðan með hann að fyrirtækinu sem hún vann í. Daginn eftir fylgdist Richard með þvi úr nokkurri fjarlægð er Christ- ine fór úr vinnunni og ók heim aö húsinu við Smithfield Terrace þar sem hún bjó. Eftir að hann hafði beðiö fyrir utan það í tvær stundir birtist Christine, gekk út í bíl sinn og ók til krár í hinum enda borgar- innar. Richard elti hana, fann bíla- stæði og bjó sig undir að.hringja til vinar síns til að segja honum tíöindin. Klukkan var þá rúmlega níu um kvöldið. Nokkrum augnabhkum síðar hringdi síminn heima hjá Michael. Hann svaraði nær samstundis. „Hvar er hún?“ spurði hann um leið og hann lyfti símtólinu. En það var ekki Richard sem hafði hringt, heldur Christine. „Á hvaða símtali áttirðu von á?“ spurði Christine. „Hver er „hún“?“ Michael reyndi í skyndi að segja eitthvað til aö róa Christine, en flýtti sér svo að ljúka samtalinu því hann þóttist viss um að hann ætti von á því að heyra frá Richard á hverri stundu. Og rétt á eftir hringdi hann. Þá þóttist Michael viss um aö hann hefði fengið sínar verstu grunsemdir staðfestar. Christine var á krá sem hét The Feathers. Afbrýði- semin magnast Þegar Michael hafði lagt á flýtti hann sér út í bílinn sinn og ók af staö til aö hitta Christine. Þaö var næstum oröið dimmt þegar hann gekk inn í The Feathers. Hann gekk að afgreiðsluboröinu og bað um drykk en fór síðan að svipast um eftir henni. Hana var hins vegar hvergi aö sjá. En í staðinn fyrir aö fara aftur heim ók hann að húsinu sem Christine bjó í til þess að kanna hvort hún væri þar eða á næstu krá. Hann fann bílinn hennar við krá skammt frá húsinu sem hún bjó í og þá var sem ímyndunarafl hans fengi byr undir báða vængi. Hann fór að leita að henni en fann hana hvorki í þessari krá né öðrum sem hann kom í allt fram til klukkan þrjú um nóttina. Þá ók hann aftur að heimili hennar. Þar var bíl hennar ekki að sjá. Hann þóttist því viss um að hún væri hjá elsk- huga sínum þessa nótt. Afbrýðisamari en nokkru sinni ók Michael heim til sín. Þegar hann kom þangað sá hann Christine þar sem hún sat á tröppunum hjá hon- um. Hún skalf af kulda. Michael missir stjórn á sér „Hvar hefurðu verið, Michael?" spurði Christine þegar hann steig út úr bílnum. „Ég er búin að sitja hérna í marga klukkutíma." „Þykist þú vera búin að bíða hér í marga klukkutíma?" hrópaði Michael. „Hvern flandann á þessi lygi að þýða, lauslætisdrósin þín?“ Svo tók hann að slá hana. Hún æpti en hann tók þá um hálsinn á henni og sleppti ekki takinu fyrr en hún lá lífvana á jörðinni. Þegar Michael hafði dregið líkið inn í húsið varð honum ljóst hvað hann hafði gert. Þá lagðist hann á hnén við hliðina á því og bað Christine um að vakna aftur til lífs- ins. Síðar um nóttina, þegar hann var búinn aö drekka úr flórum glösum af viskíi, hringdi Michael til lög- reglunnar og skýrði frá því að hann heföi orðið vinkonu sinni að bana. Hún væri eina stúlkan sem hann hefði nokkru sinni elskað heitt og innilega en nú væri hún dáin. Skýringin Nokkrum klukkustundum eftir að Michael var kominn í hendur lögreglunnar kom yfirmaöur rann- sóknardeildarinnar, Timmins, á hans fund. „Hver var hann sem Christine hélt við?“ spurði Michael. „Hvern- ig leit hann út? Hve oft voru þau saman? Hvar vann hann?“ Spurn- ingunum rigndi yflr Timmins en hann svaraði engri þeirra. Þess í stað sagði hann loks: „Veistu að Christine elskaði þig í raun og veru?“ Svo fór Timmins að segja Michael Leithsbridge hvað gerst hafði. Síð- ustu þrjár vikurnar hafði Christine oft verið upptekin við að undirbúa veislu sem hafði átt að koma hon- um á óvart. í raun haföi það átt að verða trúlofunarveisla þeirra. Og þegar hún hafði hringt til hans úr The Feathers síðasta kvöldið sem hún lifði var það einungis til þess að ganga úr skugga um að hann væri heima því hún ætlaði á fund hans til að biðja hann um aö verða maöurinn hennar. Þá biöu foreldr- ar þeirra beggja og nokkrir nánir vinir eftir því að veislan gæti hafist því enginn haföi efast um hvert svar Michaels yrði. En Christine fékk hvorki tækifæri til aö bera upp bónorðið né gefa skýringu á því hvers vegna hún hafði ekki sótt kvöldskólann. Þegar Michael fékk þessar fréttir féll hann gersamlega saman. Varð að bera hann til klefans sem hann var hafður í. Þar grét hann og þaö geröi hann líka síðar þegar hann fékk þungan dóm fyrir aö hafa myrt konuna sem hann elskaði...og sem elskaði hann engu minna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.