Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1991, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1991, Side 16
16 LAUGARDAGUR 18. MAÍ 1991. Skák Glæsilegur sigur Margeirs á St. Martin Þaö er vart í frásögur færandi þótt Margeir Pétursson stórmeistari leggi land undir fót og tefli á skákmóti. Hitt er óvenjulegra að hann fari alla leiðina suður í Karíbahaf til að finna sér mótherja. Margeir er nýkominn frá eyjunni Saint Martin sem þar er aö finna og náði glæsilegum árangri - varð einn efstur í 120 manna hópi. Um langan veg er að fara í sólina og sumarið á Saint Martin og skák- mennirnir þar voru því lausir við „rútubílafarm afRússum“ semfylgir Skák Jón L. Árnason mótunum í Evrópu. Mótið var þó vel skipað og settu bandarískir stór- meistarar þar sterkan svip á. Mar- geir var einn íslendinga á mótinu en þarna voru m.a. langt að komnir Wedberg hinn sænski, Motwani frá Skotlandi og Renet hinn franski, nokkrir Júgóslavar og þrír Sovét- menn, búsettir í Frakklandi. Margeir náöi snemma forystu og hélt henni allt til loka. Jafntefli í tveimur síðustu skákunum við Browne og Dzindzihashvili tryggði honum óskipt efsta sætið. Meðal þeirra sem lágu í valnum óvígir eftir meðferð Margeirs, voru Bandaríkja- mennimir Alexander Ivanov og Dmitri Gurevich, Renet og Skotinn Lawson. Margeir hlaut 7,5 v. af 9 möguleg- um og tapaði ekki skák. Næstir komu Bandaríkjamennirnir Dzindzihas- hvili, Kudrin, Ivanov og D. Gurevich og Rausis frá Litháen, með 7 v. Frammistaða Margeirs sýnir enn og aftur hversu þrautreyndur hann er orðinn á opnu mótunum. Gífurleg reynsla hans og næmur stöðuskiln- ingur gerir hann að erfiöum mót- herja fyrir hvern sem er. Sjáið t.d. eftirfarandi skák hans frá mótinu, þar sem stórmeistararnir meta stöð- una á mismunandi hátt en í ljós kem- ur að mat Margeirs er rétt. Hvítt: Margeir Pétursson Svart: Dimitry Gurevich Benóný-vörn. 1. d4 g6 2. e4 Bg7 3. c4 c5 4. d5 d6 5. Rc3 e6 6. Rf3 Re7 7. Bd3 exd5 8. cxd5 Fram er komin dæmigerð staða fyrir Benóný-vörn, utan hvað kóngs- riddari svarts er á e7 í stað f6, eins og venja er. Riddarinn stendur lakar á e7 ef frá er talið, að þar lokar hann ekki leið f-peðsins. Þetta hyggst svartur færa sér í nyt en fer ekki rétt að því. 8. - 0-0 9. Bf4 Bg4?! 10. h3 Bxf3 11. Dxf3f5? Óeðlileg framrás eftir að svartur hefur látið hvítreita biskup sinn af hendi. Takiö eftir að nú fær hann ekki valdað e6-reitinn, sem nú er eins og opið sár á stööunni. 12. 0-0 a6 13. Hael fxe4 14. Dxe4 Rc8 Leikur eins og þessi, sem svartur var knúinn til að leika, sýnir vel að eitthvað hefur farið úrskeiðis. 15. Bg3 Rd7 16. De6+ Hf717. Re4! Rf8 18. Dg4 Bxb2 í erfiðri stöðu er oft ekki verra að næla sér í peð. 19. Rg5 Hg7 20. He2 h5 21. Df4 Be5? 22. Hxe5! dxe5 23. Dxe5 Eftir skiptamunsfórnina ræður hvítur lögum og lofum á borðinu. Menn svarts standa álappalega og hrókurinn á a8 er ekki enn kominn í leikinn. Úr þessu reynir svartur nú að bæta. 23. - b5 24. Re4 c4 Gurevich bauð jafntefli um leið og hann lék þennan leik en afsakaði það eftir skákina - sagðist hafa misskilið stöðuna og ekki áttað sig á því hve hún væri slæm. 25. Bbl De7 26. Dd4 Da7 27. Rf6+ Kh8 28. Df4 Rh7 29. Dh6 Re7 30. Be5 Rg8 31. Rxg8 Kxg8 32. Bxg6 Hd8? Flýtir fyrir óumflýjanlegum úrslit- um. 33. Bxh7 + Og svartur gaf, því að eftir 33. - Hxh7 34. Dg5+ er Hd8 fallinn fyrir lítið. Góð frammistaða Jóhanns Eftir slaka byrjun á minningarmót- inu um dr Euwe í Amsterdam tókst Jóhanni Hjartarsyni heldur betur að rétta sinn hlut. Er yfir lauk hafði hann hlotið 4 vinninga í þessu firna- sterka móti og má vel við þá frammi- stöðu una. Jóhann tapaði fyrir Tim- man og Short í fyrri hluta mótsins en fleiri ósigra þurfti hann ekki að þola. Hann hélt sínu gegn Kasparov og Karpov (svo fáeinir séu nefndir) og lagði Júgóslavann Ljubojevic. Lokastaðan varð þessi: 1. - 2. Short og Salov 6 v. 3. - 4. Karpov og Kasparov 5,5 v. 5. Kortsnoj 4,5 v. 6. - 7. Jóhann og Timman 4 v. 8. M. Gurevits 3,5 v. 9. -10. Ljubojevic og van der Wiel 3 v. Garrí Kasparov varð nú í annað sinn síðan hann varð heimsmeistari aö sætta sig við annað en sigur - fyrra skiptið var í Linares í vetur er Ivantsjúk skákaði honum. Hann fór hægt af stað - eins og Jóhann - og hafði t.a.m. ekki unnið skák eftir sex umferðir. Þá setti hann loks á fulla ferð, valtaöi yfir Kortsnoj og síðan Ljubojevic í lokaumferðinni. Jóhann tefldi við Kasparov í fimmtu umferð og sannast sagna var útlitið hreint ekki gæfulegt framan af tafli. Eftir peðsfórn í byrjun fékk Kasparov „alla stöðuna" eins og gjarnan er sagt. Jóhann var hins vegar ekki á þeim buxunum að gef- ast upp fyrr en í fulla hnefana. Hon- um tókst að þæfa taflið og gera heimsmeistaranum erfitt fyrir. Þeg- ar svo jafnteflið blasti við var ber- sýnilegt að Kasparov var allt annað en ánægður. Hann barði í borðið og lét öllum illum látum. Það er heldur ekki á hverjum degi sem hann glutr- ar svona stöðu niður. Hvítt: Jóhann Hjartarson Svart: Garrí Kasparov Kóngsindversk vörn. 1. d4 Rí6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. f3 0-0 6. Bg5 a6 7. Dd2 Rbd7 8. Rge2 c5 9. d5 b5 10. cxb5 Re5 11. Rcl axb5 12. Rxb5 Ba6 13. a4 c4 14. Rc3 Rfd7 15. Be2 Hb8 16. Be3 Da5 17. Ha3 Rc5 18. Rdl c3! 19. bxc3 Hbl 20. Bxc5 Hermt er að er Jóhann lék þennan leik hefði svipur Kasparovs lýst van- þóknun, ef ekki fyrirlitningu. Það er vissulega ekki fagurt að þurfa að láta svartreita biskupinn af hendi en hvað átti Jóhann til bragðs að taka? Kasparov hótaði t.d. 20. - Hxcl 21. Dxcl Rd3+ og vinna drottninguna og 20. 0-0 strandar á 20. - Hxcl 21. Bxa6 (eða 21. Dxcl Bxe2) Hxdl o.s.frv. Jóhann er sannarlega ekki öfunds- verður af stöðunni. 20. Dxc5 21. Hb3 Hxcl 22. Bxa6 Ekki 22. Dxcl Bxe2 23. Kxe2 Dc4 + og vinnur hrókinn. 22. - Hal 23. Be2 Rc4 24. Bxc4 Dxc4 25. Db2 Hxa4 26. Kf2 Dc5 + 27. Re3 Bh6 28. Hel Hfa8 29. Hb8 + Hxb8 30. Dxb8+ Kg7 31. Db2 Da7? Nú eða í næsta leik er 31. - f5! bráð- drepandi. 32. Dcl Ha3? 33. Kg3 Dc5 34. Db2! Bxe3 35. Hxe3 Dxe3 36. Dxa3 Del+ 37. Kh3 h5 38. Da6! E.t.v. hefur Kasparov ekki séð þennan leik fyrir. Hvítur valdar fl- reitinn og sleppur með skrekkinn. 38. - g5 39. g3 g4+ 40. fxg4 hxg4+ 41. Kh4 Dxe4 42. Dc8 Dh7 + 43. Kxg4 Dxh2 44. DI5 De2+ 45. Kh3 De3 46. c4 Og í þessari stööu sömdu kapparn- ir um jafntefli. Sviðsljós Grásleppubátur togaður inn til Hafnarfjarðar eftir að hafa fengið net í skrúfuna. DV-mynd S Grásleppubát- ur í ógöngum Grásleppubátur sem var á veiöum fyrir utan Straumsvík fyrir stuttu fékk netin í skrúfuna. Sjómaðurinn reyndi ítrekað að veifa til báta sem sigldu fram hjá til að fá þá til að toga sig í land, en báta- sjómennirnir, sem hann veifaði til, töldu að hann væri að veifa í kveðju- skyni og veifuðu aðeins á móti. Hann greip því til þess ráðs að skjóta upp neyðarblysi og lét hjálpin þá ekki á sér standa. Nærstaddur bátur, Arndís HF 147, kom honum þegar til hjálpar og tók hann í tog inn til Hafnarfjarðar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.