Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1991, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1991, Blaðsíða 9
,ít!W tAM .81 HUOAQÍIAOUA.Í LAUGARDAGUR 18. MAÍ 1991. dv Svidsljós Max von Sydow leikari og leikstjóri i hlutverki sínu í kvikmyndinni um Palla sigurvegara. Max von Sydow: „Leik meðan ég stend uppi" inavíu áriö 1986 eftir 13 ára útlegö. Þá lék hann eitt stærsta hlutverkið í dönsku myndinni Pelle Erobreren eftir Bille August. Kvikmyndin var tilnefnd til óskarsverðlauna og Sydow fékk tilnefningu sem besti leikari í aukahlutverki fyrir túlkun sína á föður Pelle. Kvikmynd þessi var sýnd í meira en ár hér á ís- landi við verðskuldað hrós allra sem sáu. Sydow situr ekki auðum höndum þessa dagana því auk þess að leika afa Bergmans er hann að leika í verkum Strindbergs og Bergmans á fjölum Konunglega leikhússins í Stokkhólmi. Hann leikur ennfrem- ur aðalhlutverkið í nokkuð um- deildu stykki sem þar eru nýlega hafnar sýningar á. Það er leikrit um ævi og einkalíf leikritaskálds- ins Eugene O’Neill eftir Lars Nor-' én. Uppfærsla þessi hefur vakið talsverða athygli. Síðan Sydow sneri heim aftur réðist hann í það stórvirki að leik- stýra sinni fyrstu kvikmynd og varð dönsk ástarsaga sem gerist um síðustu aldamót fyrir valinu. Sagan er eftir Herman Bang og heitir á dönsku Ved Vejen og hefur verið sýnd víða í Skandinavíu, meðal annars á danskri kvik- myndaviku í Háskólabíó nýlega. Sydow segist hafa heillast gjörsam- lega af sögunni og því haffhann gripið tækifærið þegar honum bauðst að leikstýra mynd að eigin vali fyrir danska aðila. Kýs leikhúsið frekar „Sem leikari kýs ég leikhúsið frekar en kvikmyndina. í leikhús- inu hefur leikarinn meiri stjórn á því sem áhorfandanum birtist en í kvikmyndum er maður oft að leggja sitt af mörkum sem hráefni í afurð sem enginn veit hvað verður úr. Ég hef oft leikið í kvikmyndum sem hafa státað af góðu handriti en þegar búið var að khppa mynd- ina stóð eftir einhver óskapnaður sem átti ekkert skylt við uppruna- legt verk.“ -Pá „Það er enginn sem segir að leik- ari þurfi að hætta að leika aðeins vegna þess að hann hefur náð ákveðnum aldri,“ er haft eftir sænska leikaranum Max von Sydow sem nú er 62 ára gamall og leikstýrði nýlega sinni fyrstu kvik- mynd, er að leika stórt hlutverk í danskri kvikmynd um ævi Ingm- ars Bergman og leikur stórt hlut- verk í Konunglega leikhúsinu í Stokkhólmi. „Ég til að mynda ætla að halda áfram meðan ég stend uppi og get munað textann minn nokkurn veg- inn skammlaust.“ Ming keisari og Jesús Kristur Max segist frekar láta vilja muna eftir sér sem afa Ingmars Bergman en sem hinn illi keisari Ming eða Jesús Kristur. Hann leikur afa Bergmans í sex klukkustunda löngum myndaflokki um líf og störf þessa umdeilda sænska leikstjóra sem verið er að vinna í Danmörku. „Mér finnst þetta sérlega skemmtilegt því það var einmitt Ingmar Bergman sem gerði mig frægan á sínum tíma og var afskap- lega þýðingarmikið afl í mínu lífi.“ Von Sydow varð þekktur árið 1956 þegar hann lék aðalhlutverkið í kvikmynd Bergmans, Sjöunda innsiglið. Þar lék hann hlutverk riddarans sem tefldi við dauðann og beinabert andlitið sem lengi hef- ur verið hans helsta vörumerki greyptist í minni þeirra sem sáu. Von Sydow hélt síðar vestur um haf og lék í fjölda kvikmynda í Hollywood. Þær þóttu misjafnlega góðar enda sýndi leikarinn litla gagnrýni við val á hlutverkum. Þannig varð hann til þess að leika Jesú Krist í kvikmyndinni The Greatest Story Ever Told og þótti það ekki merkilegt innlegg í kvik- myndasöguna. Sneri heim eftir 13 ára útlegð og sló í gegn Sydow sneri aftur heim til Skand- VIÐ BYRJUM Á ÞRIÐJUDAG MED SUMARTILBOD SEM ENGINN ÆTTI AÐ LÁTA FRAM HJÁ SÉR FARA, HÉR AÐ NEÐAN ER SÝNISHORN AF VIDEOVÉLUM SEM VIÐ BJÓÐUM UPPÁ Á FRÁBÆRU TILBOÐSVERÐI. >: SUMAR tilboð 13 * PANASONIC NV MS70 FULLKOMIN S-VHS STERIO VIDEOUPPTÖKU VÉL 99.800. SONY CCD-F350 8mm VIDEOUPPTÖKUVÉL EINFÖLD OG ÞÆGILEG í NOTKUN 73,900.- 59.980. PANASONIC NV-MC20 VHS VIDEOTÖKUVÉL MEÐ TÖSKU PANASONIC NV-S1 SNILLDARLEGA HÖNNUÐ VIDEOUPPTÖKUVÉL MEÐ INNBYGGÐUM TITRINGSJAFNARA JAPIS BRAUTARHOLT! 2, OG KRINGLUNNI SIMI 625200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.