Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1991, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1991, Blaðsíða 10
io; LAUGARDÁGDE Á m1ÝL'Í99L. í í 1 [ Myndbönd DV Það ríkir mikill stöðugleiki á list- anum þessa vikuna, aðeins ein ný kvikmynd kemur inn á listann, framtíðarþrillerinn Steel Dawn með Patrick Swayze í aðalhlut- verki. Ekki má búast við aö sú mynd fari hátt á listanum en önnur mynd með Swayze, Ghost, sem nýkomin er út, er nokkuð örugg um að fara í efstu sæti listans og sjálfsagt alla leið á toppinn. Að öðru leyti er fátt um fína drætti í útgáfumálum þessa dagana, en síð- ast í maí er von á einhverri bestu kvikmynd sem gerð var á síðasta ári, Goodfellas eftir Martin Scor- sese. 1 (1) Bird On a Wire 2(2) Young Guns II 3(3) Darkman 4(5) Impulse 5(6) Wild at Heart 6(3) Another 48 Hours 7(10) Blue Heat 8(7) Freshman 9(8) Breaking In 10 (-) Steel Dawn ★★!4 Mordótt vélmenni HARDWARE Útgefandi: Háskólabíó Leikstjóri: Richard Stanley Aöalhlutverk: Stacey Travis, Dylan McDermott og William Hootkins Amerisk - 1990 Sýningartimi - 90 minútur Bönnuö innan 16 ára Það er ýmislegt hægt aö segja um þessa kvikmynd. Margir hafa orðið tii þess að bera lof á hana, sérstak- lega þeir sem unna hrollvekjum og kvikmyndum gerðum eftir vísinda- skáldsögum og vissulega fá þeir hinir sömu talsvert fyrir sinn snúð. Sagan er ekki merkileg eöa frum- leg. í óskilgreindri framtíð berst mannkynið við geislavirkni, of- fjölgun og fleiri fylgikvilla sið- menningar sem einhvers staðar á leiðinni hefur farið hastarlega úr böndunum. Hirðingi sem reikar um geislavirka eyðimörkina fínnur torkennilegt járnarusl, Alvy, Mo og Shades, sem braska með brota- jám og skylda hluti, kaupa draslið og Mo fer með það heim til þess að gefa vinstúlku sinni í jólagjöf. Fljót- lega kemur í ljós að blikkhrúgan er frumgerð morðóðs vélmennis sem getur sett sig saman sjálft og eftir þaö skrifar sagan sig sjálf. Það sem hins vegar er allrar at- hygli vert er meðferð leikstjóra og kvikmyndatökumanns á efninu. Með markvissri og vel hannaðri leikmynd, lýsingu og kvikmynda- töku tekst að gera úr þessu þvælda efni verulega hrollvekjandi frásögn sem heldur áhorfandanum dá- leiddum lungann úr þessum 90 mínútum. Draugaleg sviðsetning ásamt sannfærandi brellum í öm- urlegri framtíðaríbúðinni þar sem varnarlítil kvenvera berst viö vél- mennið getur skotið þaulvönum hrollvekjuglápurum skelk í bringu. Látum vera þó býsna margt sé fengið að láni enda myndin sýni- lega af vanefnum gerð. . Ef til vill fer þessi kvikmynd á spjöld sögunnar sem fyrsta mynd leikstjóra sem á eftir að gera stór- kostlega hluti. Um það skal engu spáð en vissulega benda handtökin tilþessaösvogetiverið. -Pá ★★ Svikamylla WEB OF DECEIT. Útgefandi: ClC-myndbönd. Leikstjóri: Sandor Stern. Aóalhlutverk: Linda Purl, James Read og Barbara Rush. Bandarísk, 1990 - sýningartími 92 mín. Bönnuð börnum innan 16 ára. Web of Deceit er gerð fyrir sjón- varp og sýnir að Bandaríkjamenn geta gert boðlegar sjónvarpskvik- myndir. í Web of Deceit, sem er gamaldags sakamálamynd, ganga hlutirnir hratt fyrir sig og þótt handritið sé ekki fullkomið gengur dæmið upp en aðeins er farið að draga úr spennunni í lokin. í byijun fylgjumst við með hvern- ig ungur bifvélavirki flækist óaf- vitandi inn í morðmál og er ákærð- ur saklaus fyrir morðið. Móðir bif- vélavirkjans ein trúir á sakleysi hans og fær til liðs við sig mjög færan lögfræðing, Laureen Hale. Hale bregur þegar hún sér hver er ákærandinn, en þar er komin æskuást hennar og líður ekki á löngu þar til hún fellur fyrir hon- um aftur. Hale ásamt einkalöggu sem hún ræður sér til aðstoðar, kemst fljótt að því að það er margt gruggugt við málsrannsókn og ákæran er vafasöm. Eftir því sem nær dregur réttarhöldunum berast böndin að háttsettum mönnum í Atlanta þar. sem atburðirnir gerast, mönnum sem eru góðborgarar á yfírborðinu en spilltir undir niðri... Web of Deceit er ágætlega gerð mynd. Handritið er bæði vel skrifað og plottið kemur á óvart lengi fram eftir myndinni þótt sjálfsagt marga gruni hið rétta áður en yfir lýkur. Óhætt er að mæla með Web of Dec- eit sem prýðisafþreyingu. -HK I hefndarhug DARKMAN Útgefandi: ClC-myndbönd. Leikstjóri: Sam Raimi. Aöalhlutverk: Liam Neeson, Frances McDormand og Larry Drake. Bandarisk, 1990-sýningartími 102 min. Bönnuö börnum innan 16 ára. Sam Raimi þótti með Evil Dead sýna ótvíræða hæfileika við gerð hryllingsmynda og það verður ekki af honum skafíð að kvikmyndavél- in leikur í höndum hans og þótt Darkman sé ósköp saklaus miðað við Evil Dead þá kemur hann áhorfandanum oft á óvart með sjokkerandi atriðum sem kvik- mynduð eru á áhrifaríkan hátt. Hugmyndin að Darkman er göm- ul og má nefna Phantom of The Opera sem eina fyrirmyndina. Liam Neeson leikur ungan vísinda- mann, Peyton Westlake, sem er á góðri leið með að uppgötva hvernig lækna megi mikil líkamslýti á full- kominn máta. Herslumuninn vant- ar og það er nóg. Westlake á sér Auðfengnir peningar MONEY TALKS Útgefandi: Bergvík hf. Leikstjóri: James Scott. Aðalhlutverk: Robert Lindsay, Molly Ringwald og John Gielgud. Bresk, 1990 - sýningartími 90 mín. Leyfð öllum aldurshópum. Einhverra hluta vegna er Money Talk látin gerast á sjötta áratugn- um. í raun skiptir tíminn í mynd- inni engu máli. Eins og hún kemur fyrir sjónir þá gætu atburðirnir allt eins gerst í nútímanum. Robert Lindsay leikur ungan skrifstofumann, Ian Bertram, sem er snillingur með tölur. Á fórnum vegi hittir hann hina amerísku Cary Porter. Þau verða ástfangin og ætla sér að giftast. Þetta berst til eyrna yfirmanns Bertrams og hann vill að þau gifti sig með stæl í Monte Carlo á hans kostnað. Þau fara til Monte Carlo og skrá sig á dýrt hótel en bossinn lætur ekki sjá sig. Nú koma til góðir reikni- hæfileikar Bertram. Hann finnur út hvernig á að græða í hinum freistandi spilavítum í Monte Carlo og verður algjörlega háður spila- fíkninni, tilvonandi brúður hans til mikils ama. Money Talk er í heild frekar grunn og innihaldslítil. Þemað er gamalkunnugt og hefur myndin fátt nýtt fram að færa i þeim mál- um, en myndin er sæmileg afþrey- ing þar sem leikarar fara ágætlega meö hlutverk sín. Senuþjófurinn er eins og svo oft áður John Gi- elgud. Forstjórinn verður að aumk- unarverðu gamalmenni í meðför- um hans þótt á yfirborðinu vilji stjórinn láta líta út fyrir að lífið sé einn leikur og jörðin leikvöllurinn. -HK kærustu sem skilið hefur eftir verðmæt plögg í rannsóknarstofu hans, plögg sem hinn ófyrirleitni Durant ætlar sér. Hann kemur ásamt ófríðu liði í rannsóknarstof- una, fmnur plöggin, kveikir síðan í öllu saman og heldur að hann hafi gengið frá vísindamanninum fyrir fullt og allt, svo er þó ekki. Westlake lifir af brunann en er mikiö brenndur og kýs aö fara í felur. Hann reynir að byggja aftur til- raunastofu sína til að fullgera vís- • indatilraun sína á sjálfum sér en mistekst. Þá snýr hann sér að því að hefna hörmunga sinna og geng- ur betur í þeim efnum... Darkman er mjög hröð og við- burðarík kvikmynd. Raimi veit nákvæmlega hvað má bjóða áhorf- endum og einstaka klúður hverfur í hraðanum í atburðarásinni. Ef einhver mynd hefur skilið eftir op fyrir framhald þá er það Darkman. Liam Neeson leikur vísinda- manninn mjög vel og ber höfuð og herðar yfir aðra leikara, þá kemur leikur Larry Drake sem sjón- varpsáhorfenfdur þekkja úr Laga- krókum á óvart. Illmennið verður að hálfgerðri ófreskju í meðfórum hans. -HK Flugnahöfðinginn LORD OF THE FLIES Útgefandi: Arnarborg Leikstjóri: Harry Hook efitr handriti Sarah Schiff byggðu á skáldsögu Will- iam Golding Aðalhlutverk: Paul Balthazar Getty, Chrish Furrh og Daniel Pipoly Amerisk - 1990 Sýningartími - 95 mínútur Bönnuð innan 12 ára Hópur amerískra herskóladrengja verður skipreika á eyðieyju og verður að standa á eigin fótum. Þeir reyna eftir bestu getu að líkja eftir hátterni fullorðinna og mynda einhvers konar siðmenntað sam- félag en það er stutt í frummanninn og áður en lýkur lýtur hópurinn frumstæðari lögmálum en meðal- skátafélag. Þessi kunnuglega og afar vand- aða saga William Golding er mörg- um að góðu kunn því hún hefur lengi verið kennd í neðstu bekkjum menntaskóla í ensku. Sagan hefur áður verið kvikmynduð, nánar til- tekiö 1963 undir stjórn Peters Bro- ok, og þótti þá hörkugóð. Þessi end- urgerð bætir svo sem engu við meistaraverk Goldings en líður heldur ekkert fyrir samanburð af neinu tagi við eldri myndina. Styrkur myndarinnar liggur í vandlegri uppbyggingu þar sem aðeins lítillega er vikið frá upprun- anum og sagan færö örlítið til nú- tímans. Drungalegur siðaboðskap- urinn missir ekki slagkraft sinn við þá meðferð og því í rauninni ekk- ert nema gott um þessa kvikmynd að segja. -Pá Geimverur í heimsókn COMMUNION Leikstjóri og framleiöandi: Philippe Mora Handrit: Whitley Strieber eftir eigin sögu Aðalhlutverk: Christopher Walken, Lindsay Crouse, Frances Sternhagen, Andreas Katsulas, Terri Hanauer og Joel Carlson Amerisk - 1990 CtíRfSTOPfiER V>AI k?\ COMMUNION Sýningartimi - 105 minútur Bönnuö innan 12 ára Þetta er skrýtin saga um rithöfund sem er ofsóttur af einkennilegum verum utan úr geimnum sem rann- saka hann eins og við myndum rannsaka maur undir smásjá. Eins og fara gerir verður rithöfundur- inn hálfruglaður af þessum sökum og við fáum að fylgjast með hinum ýmsu fiölskylduárekstrum í kjölfar þessa og meðferð skríbentsins hjá sálfræðingi. Gallinn er sá að þetta er litlaus saga og botnlaus. Strieber sem skrifaði handritið eftir eigin sögu mun halda því fram að hér sé um raunverulega atburði að ræða sem hann hafi sjálfur upplifað. Hvaö sem því líður þá rennur myndin einhvern veginn út í sandinn og lognast út af í ekki neitt. Eini ljósi punkturinn er leikur Walkens í aðalhlutverkinu en jafn- vel hann nær ekki að láta ljós sitt skína í þessu svartnætti tómleik- ans. .pá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.