Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1991, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1991, Side 19
LAUGARDAGUR 18. MAÍ 1991. 19 HorstTappert: Ætlar að leika Derrick fimm ár enn ÚRVALS bón- og hreinsivörur! Horst Tappert, sem við þekkjum best sem Derrick lögregluforingja í sjónvarpinu, ætlar að reyna fyrir sér á leiksviði á nýjan leik. Það er þó ekki vegna þess að hann þéni ekki nóg sem lögregluforinginn heldur langar Tappert til að breyta tu. Leikritið verður bæði sett upp í Þýskalandi og Sviss. „Þegar maður hefur leikið svona lengi framan við myndavélarnar finnst manni leik- húsið vera orðið of mikið í bak- grunninum á tilveru leikarans," segir kappinn. „Myndaflokkurinn um Derrick hefur gengið lengi og það gerir það að verkum að starfið verður einhæft," segir hann. Eiginkona Horst Tappert, sem er norsk, hefur fyrir löngu gefist upp á að fylgjast með framgangi eigin- mannsins enda vinnur hann sextán tíma á sólarhring þá daga sem upp- tökur standa yfir á Derrick og fer á fætur klukkan sex á morgnana. Horst Tappert hefur sjö sinnum leikstýrt þáttunum um Derrick sjálfur og hefur þá gjarnan reynt að koma inn í þá örlitlu af húmor. Að öðru leyti heldur hann sig við það venjulega. „Þegar við byijuðum að gera Derrick árið 1974 hafði höfundur- inn ekki neitt sérstakt í huga með karakterinn eða efnivið þáttanna. Ég ákvað að gera Derrick að trú- verðugri persónu og reyndi að ímynda mér hvernig fólk vildi hafa góðan lögreglumann sem starfar að glæpamálum." - Hefur þig einhvern tíma dreymt á nóttunni að þú sért Derrick? „Nei, ég er atvinnuleikari. Þegar vinnudeginum er lokið þurrkast allt úr huganum. Hins vegar er margt fólk sem heldur að ég sé Derrick í alvörunni og heldur að ég geti hjálpað því. Ég fæ oft bréf með ítarlegum greinargerðum um ákveðin mál og það þykir mér hörmulegt vegna þess að ég get auðvitað ekkert hjálpað." Myndaflokkurinn um Derrick er sýndur í fimmtíu löndum og það þýðir að mörg hundruð milljónir þekkja Derrick. Horst Tappert seg- ir að líklegast séu þættirnir vinsæl- astir á Ítalíu en Frakkland komi þar ekki langt á eftir. „Ég var einu sinni á flugvellinum í Frankfurt þegar hópur af Kínverjum kom vaðandi á mig og faðmaði mig að sér en þeir höfðu sér þættina heima. Norðmenn eru einnig mjög hrifnir af þáttunum." Horst Tappert áþrjú börn en ekk- ert af þeim hefur gengið leiklistar- brautina eins og faðirinn. „Ég er feginn að ekkert þeirra fór þá braut. Þetta er starf sem ekki hent- ar öllum og oft erfitt að fá vinnu.“ Horst Tappert segist vera mikill tónlistarunnandi og hafi sérstakt dálæti á Pavarotti. Hins vegar seg- ist hann ekki spila sjálfur á hljóö- færi. Tappert segist hafa hugsað sér að leika Derrick í fimm ár í viðbót en þá verða þættirnir orðnir 260 en það segir hann að sé ágæt ástæða til að hætta. Ég hef gaman af fiskveiðum og get vel hugsað mér að setjast að í Noregi, í sumar- húsi sem við erum að byggja þar. Einnig langar mig að setjast upp í bílinn og aka um Evrópu með Urs- ulu, konu minni,“ segir Horst Tap- pert. Njóttu þess besta -útilokaðu regnið, rokið og kuldann íslensk veörátta er ekkert lamb aö leika viö. Þess vegna nýtum við hverja þá tækni sem léttir okkur sambúðina viö veðrið. LEXAN ylplastiö er nýjung sem gjörbreytir möguleikum okkar til þess aö njóta þess besta sem íslensk veörátta hefur aö bjóða - íslensku birtunnar. LEXAN ylplastiö er hægt að nota hvar sem hægt er að hugsa sér aö Ijósiö fái að skína, t.d. í garðstofur, yfir sundlaugar, yfirbyggingu gatna, yfir húsagarð, anddyri og húshluta. Möguleikamir eru óþrjótandi. LEXAN ylplast • Flytur ekki eld. Er viðurkennt af Brunamálastofnun. • Mjög hátt brotþol. DIN 52290. • Beygist kalt. • Meiri hitaeinangmn en gengur og gerist. • Hluti innrauöra geisla ná í gegn. GENERAL ELECTRIC PLASTICS LEXAN ylplast - velur það besta úr veðrinu. SINDRI BORGARTÚNI 31 • SÍMI 62 72 22 § -? i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.