Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1991, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1991, Síða 4
Fréttir LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 1991. Vandi rækjuverksmiðjanna: Fækka þarf verksmiðjum og lækka hráef nisverð Markaðsverð á pillaðri rækju 1-1 ------!---------1---------|---------1------T Ár 1986 1987 1988 1989 1990 1991 Meðalverð á rækju Óskelflett í vinnsluhæfu ástandi 1234 1234 4234 Flokkar _______ Ef koma á rekstri þeirra rúmlega tuttugu rækjuverksmiðja, sem starfa í landinu, á viðunandi rekstrar- grundvöll þarf ríkisvaldið að reiða fram um einn milljarð króna. Þær 200 milljónir, sem Byggða- stofnun var heimilað af lánsíjárlög- um til að lána fyrirtækjunum í grein- inni, eru einungis dropi í hafið til að leysa vandann. Það er hins vegar ljóst að ríkisvald- ið ætlar ekki að leggja meira fé fram til lausnar vanda rækjuverksmiðj- anna, því Þorsteinn Pálsson sjávar- útvegsráðherra hefur lýst því yfir að greinin fái ekki krónu meira og sam- fara því herma heimildir DV að verk- smiðjunum verði fækkað um að minnsta kosti helming. Viðmælendur blaðsins eru nokkuð sammála um aö 200 milljónirnar muni duga til að rétta við fjárhag 8 tO 10 verksmiðja, hinar verði látnar sigla sinn sjó. Hins vegar vill enginn segja til um á þessu stigi málsins hvaða verksmiðjur fá að lifa. Þríþættur vandi Rekstrarvandinn stafar einkum af þrennu, gífurlegri offiárfestingu í greininni á undanfómum þremur til fjórum árum, mikilli lækkun á heimsmarkaðsveröi á rækju í kjölfar aukinnar framleiðslu og í þriðja lagi of háu verði á smárækju til sjó- manna. Verð á smárækju hefur ekki haldist í hendur viö fallandi heims- markaðsverð. Rækjusprenging Heimsmarkaðsverð á rækju hefur lækkað um 23 tU 24 prósent á undan- fórnum mánuðum og er ástæöan aukið framboð á mörkuðum í Evr- ópu, Ameríku og Asíu á heitsjávar- rækju. Samfara því hefur verið of- framboð á kaldsjávarrækju í Evrópu. Árið 1990 framleiddu Kínveijar um 160 þúsund tonn af eldisrækju, Indó- nesar framleiddu um 100 þúsund tonn og talið er að í Ekvador hafi framleiðslan náð 60 þúsund tonnum. Önnur lönd, svo sem Suður-Kórea, Bangladesh og Tæland, framleiða einnig verulegt magn af rækju. Á sama tíma og heitsjávarrækja frá Asíu flæddi inn á markaðina juku Norðurlöndin verulega framleiðslu sína á kaldsjávarrækju. Á síðustu tveimur árum hefur framleiðslan aukist um 12 þúsund tonn og jafn- gildir það um 40 prósent framleiðslu- aukningu. Er hlutur Norömanna og Grænlendinga stærstur í þessum geira. Framleiðsluaukning íslendinga er einnig veruleg, jókst um 29 prósent á árinu 1990 eða um 2000 tonn. Því til viðbótar hefur rússnesk og kana- dísk rækja borist í ríkari mæli inn á Evrópumarkað sem er stærsti mark- aðurinn fyrir íslensku rækjuna. Þessi stóraukna framleiðsla á rækju Fréttaljós Jóhanna Margrét Einarsdóttir er ástæðan fyrir verðfallinu á heims- markaönum. Fækka verksmiðjum Fjárhagsvandinn hjá rækjuvinnsl- unni er ekki alls staðar sá sami. Hjá þeim verksmiðjum, þar sem vinnslan er blönduð, er staðan mun betri held- ur en hjá þeim stöðvum sem ein- göngu byggja á rækjuframleiðslu. Fjárhagsstaðan er verst hjá verk- smiðjunum viö Húnaflóa og við Djúp. Verksmiðjur á þessum slóðum eru bundnar af því að taka við mestu af smárækjunni sem einkum er veidd yfir vetrartímann. Samkvæmt upplýsingum frá Ríkis- mati sjávarafurða var fjöldi rækju- vinnslustöðva 1987 42, árið 1988 voru þær 38,1989 hafði þeim fækkað niður í 35 og á síðasta ári var talan sú sama. Og það sem af er þessu ári hafa ver- ið veitt leyfi til 25 rækjuvinnslu- stöðva. Veruleg fækkun á rækjuvinnslu- stöðvum hefur því átt sér stað síðan 1987 þegar rækjan byrjaði að falla í verði á heimsmarkaði. Á meðan rækjuvinnslustöðvarnar voru sem flestar var veruleg sam- keppni á milli þeirra um hráefni sem leiddi til mikilla yfirborgana. Þegar kom fram á árið 1989 hættu þessar yfirborganir að mestu en mönnum ber þó saman um að sá fjöldi rækju- vinnslustöðva, sem enn eru í land- inu, haldi uppi verði. Verð á smárækju hefur veriö um 30 prósent of hátt að mati kaupenda miðað við það verð sem fæst fyrir hana á heimsmarkaðsverði. Ef skoð- að er lágmarksverð á rækju, gefið út af Verðlagsráði sjávarútvegsins, kemur í ljós aö verð á rækju hækk- aði á milli áranna 1989 og 1990 um tvær til þrjár krónur að meðaltali á hvern stærðarflokk. Flokkunarkerfi rækjunnar var breytt á þessu ári. Flokkunum var íjölgað úr fjórum í fimm til að ná fram lægra verði á minnstu rækj- unni en þaö hefur litlum árangri skilað og nú streða menn enn við að ná fram lækkuðu verði. „Verð á smárækju hefur lækkað örlítiö á síðustu mánuðum en það hefur lækkað allt of lítið miðaö við markaðsverð því smárækjan lækk- aði mjög mikið í verði á heimsmark- aði, miklu meira en stærri rækjan. Nú er ekkert samræmi á markaðs- verði á smárækju og verði upp úr sjó. Verðið þyrfti að lækka í tveimur minnstu stærðarflokkunum. í flokknum, sem telur 231 stykki til 290 stykki í kílói, þyrfti verðið að lækka um 4 til 5 krónur. í flokknum, sem telur 291 til 350 stykki í kílói, þyrfti að lækka verðið um 6 til 7 krónur til að eitthvað vit væri í þessu,“ segir Lárus Jónsson, framkvæmdastjóri Félags rækju- og hörpudiskframleið- enda. „Verðið er allt of hátt, miðað viö markaðsverðið, það Mggur í augum uppi. Rækjuvinnslurnar eru bara svo margar og þar af leiðandi er kapphlaup um hráefni sem hefur l^itt til þess að menn borga meira en góðu hófi gegnir. Verðlagsráð þyrfti að lækka veröið á smárækjunni verulega," segir Guðmundur Agn- arsson, framkvæmdastjóri Rækju- stöðvarinnar hf. á ísafirði. „Fulltrúar Félags rækju- og hörpu- diskframleiðenda í Verðlagsráði vildu koma á línulagaverði eins og notað er í þorskinum. Það þýðir að eftir því sem fleiri stykki teljast í kílóinu lækkar verðið um einhverja aura. Það yrði til að mynda byrjað á 160 stykkjum í kílóinu og þar sett ákveðin viðmiðun, segjum 77 krónur eins og nú er greitt, síðan myndi verðiö þokast niður þangað til komið yrði í 350 stykki í kg og fyrir það yrði greitt um 40 krónur. Við það myndi smæsta rækjan lækka í verði um,30 prósent á meðan ekki þyrfti aö lækka verðið á stærstu rækjunni. Ef ákveðið hefði verið í haust að lækka verðið á smárækjunni stæðu vinnslustöðvarnar miklu betur. Þaö var sýnt í september að hverju stefndi, og þá hefði þurft að lækka verðið sömuleiðis í janúar og febrúr- ar. Að vísu var óformlegt samkomulag sem fulltrúar kaupenda töldu sig hafa gert við fulltrúa seljenda um aðra stærðarverðmiðun í vetur en það hefur ekki náð að fram að ganga,“ segir Guðmundur. Leiðirtil lausnar Rækjuvinnslan hefur þrátt fyrir verðfall á erlendum mörkuðum skil- að umtalsverðum fjármunun í þjóö- arbúið. Á síðasta ári skilaði vinnslan um 4 milljörðum króna og var það um 8 prósent af heildarverðmæti frystra sjávarafurða. Það eru því miklir hagsmunir í húfi að málið leysist á farsælan hátt. Matthías Bjarnason, alþingismað- ur og formaður stjórnar Byggða- stofnunar, segir að fyrst sé aö fá af- greiðslu á þessu 200 milljónum. „Það liggur ekkert fyrir ennþá hvenær þeim verður úthlutað, þaö verður fundað í næstu viku. Það er ákvörð- un ljármálaráðherra hvort hann tek- ur þetta lán og með hvaða hætti hann tekurlániö." - Verður verksmiðjum fækkað? „Það er ekki hægt að segja neitt ákveðið um hvemig verksmiðjum verði fækkað. Menntaskólann á ísafirði vantar húsnæði fyrir verk- nám og ég hef bent á að það væri upplagt að kaupa húseignir ísvers í stað þess að byggja nýtt,“ segir Matt- hías. „Það er hægt að sameina verk- smiöjur sem eru á sama stað en það er ekki hægt að sameina verksmiöjur alls staðar. Það þarf að fækka þess- um verksmiðjum eins og frystihús- unum. Það þarf að koma á samræm- ingu þar sem það er hægt vegna vegalengda og samgangna en þar sem það er útilokað verður það ekki gert, eins og við Húnaflóann. Það ' þýðir ekki að tala um slíkt," segir Matthías. Félag rækju- og hörpudiskfram- leiðenda hefur bent á ákveðnar lausnir, til að mynda að tekið yrði lán í Verðjöfnunarsjóð sjávarútvegsins og rækjuvinnslunni lánað og hún myndi síöan greiða lánin til baka þegar verð á rækju hækkar á ný. Síðasta ríkisstjórn fór þess á leit við Byggðastofnun að hún sæi um endurskipulagningu rækjuvinnsl- unnar. Ætlunin var að vanskilum rækjuverksmiðja hjá bönkum og stofnunum yrði skuldbreytt hjá þess- um aðilum. - En menn hljóta að spyrja hvort það sé ekki bara veriö að fresta vandan- um með þessum aðgerðum? „Út af fyrir sig er kannski ekki verið að fresta vandanum. En á með- an verðið er svona lágt fyrir rækjuna er erfitt að reka vinnsluna. Það er hugsanlegt að vera ekki allt of langt frá núllinu með þvi að menn borgi ekki allt of mikið fyrir hráefnið,11 segir Lárus Jónsson. „Þetta er alveg dásamlegur staður og ég kem hingað í hvert einasta skipti sem ég er í landi,“ sagði Ólafur Bjarnfreösson sjómaður þegar Ijósmynd- ari DV hitti hann í heita læknum I Nauthólsvik á dögunum. Ólafur sagðist hafa tekið eftir því að lækurinn hefði kólnað töluvert siðustu ár. Af þeim sökum hefðu margir fastagestir hætt að koma. DV-mynd Brynjar Gauti íslenska hænan gagnslaust punthænsn: Útlendum eggjum ungað út á Hvanneyri - hagkvæmari eggjaframleiðsla hefst innan tíðar „íslenski hænsnastofninn er tal- inn gagnslaus til stórframleiðslu á kjöti og eggjum. Hann er þó víða notaður til einkaþarfa. Punthænsn mætti sjálfsagt kalla þessar hænur. Sá stofn, sem nú er notaður til eggja- og kjötframleiðslu, er hins vegar orðinn meira en tveggja ára gamall og því var orðiö mjög brýnt að endumýja hann. Það var því ákveðið að heimila innflutning á frjóvguðum eggjum til að leysa þessar hænur af. Innflutningurinn hófst í lok mars og útungunin hefur farið fram á sérstakri innflutnings- og einangrunarstöð sem komið var upp á Hvanneyri," segir Brynjólfur Sandholt, yfirdýralæknir í land- búnaöarráðuneytinu. Þegar hafa 36 þúsund frjóvguð egg verið flutt inn til landsins og þeim ungað út á Hvanneyri. Þessa dagana eru þar sjö þúsund ungar í einangrun og bíöa þess að verða notaðir til kynbóta á þeim hænum sem notaðar hafa verið til eggja- framleiðslu. Á undanfömum vik- um hefur nokkur þúsund ungum verið dreift til kynbóta á holda- stofninum. Kjúklinga- og eggjabænc vænta mikils af þeirri endumýj sem nú á sér staö á varp- og hol stofnum sínum. Fram hefur kor að þeir búast við að hægt verði ná framleiðslukostnaðinum nic um allt að 30 prósent án þess að slakað veröi á gæðakröfum. Aö sögn Brynjólfs þurfa neytei urekki aö óttast að fá verri egg < kjúklinga af þessum nýju stofni Þvert á móti megi búast við aö þe ar vörur verði bragðbetri og ód an. -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.