Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1991, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1991, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ1991. 9 dv Sviðsljós Albert prins af Mónakó. Prins Albert: Hefekki fundið þá réttu Albert prins af Mónakó er ekki ástfanginn þessa stundina og segist ekki vera í giftingarhugleiðingum. Erlend blöð eru sífellt aö búa til væntanlegar furstynjur fyrir Món- akó en Albert prins hefur nú borið allt slíkt til baka.. „Ég ætla ekki að kvænast fyrir fólkið heldur sjálfan mig,“ segir hann. „Ég hef ekki enn fundið þá réttu.“ Albert býr höll fjölskyldunnar í Mónakó. Hann segir að fólk sé sífellt að spyrja hvenær hann taki við af fóður sínum. „Ég vil ekkert segja um hvort það verður eftir eitt ár, tvö eða' tíu. Það kemur í ljós. Ef ég myndi lýsa yfir aö ég væri farinn að bíða eftir að komast í stólinn myndi fólk segja að nú væri ég að ýta fóður mín- um burt. Ef ég segi að ég viti ekkert hvenær ég taki við segir fólk mig ekki nógu ákveðinn. Það er því erfitt að svara svona spurningu," segir Albert. Albert, sem er 33 ára gamall, hefur ferðast mikið um Bandaríkin þar sem hann var einnig í námi. Hann hefur nú ýmsum ábyrgðarhlutverk- um að gegna fyrir ríki sitt, þar á meöal er hann forseti Rauða kross- ins. Albert hefur í nógu að snúast og veitti meðal annars verðlaun á tón- hstarhátíðinni World Music Awards fyrir stuttu. Albert segir að tónlist hafi ahtaf verið stór þáttur í lífi fjölskyldunnar. „Systur mínar, Karólína og Stefanía, voru báðar í píanókennslu og ég lærði á gítar. í háskóla söng ég í kór sem var mjög skemmtilegt. Núna syng ég bara í baði eða í félagi með nánum vinum við píanóundirleik," segir hann. World Music Awards tónlistarhátíðin er tengd Mónakó- fjölskyldunni og á að koma í stað Grammy-verðlauna sem veitt eru í Ameríku. Albert er mest hrifmn af popp- og rokktónhst. Hins vegar hefur honum ahtaf líkað vel við söng Nat King Cole. Albert var spurður hvort hann hefði langað til að hitta einhvern hstamann sérstaklega sem kom á hátíðina í þetta skiptið. Hann segist hafa hitt Elton John áður og alltaf hkað tónhst hans. Einnig sá hann Status Quo á tónleikum á síðasta ári. Albert hafði hins vegar aldrei hitt Cliff Richard fyrr, en hann var einn af þeim sem fengu verðlaun á hátíðinni. Systir Alberts, Karólína, hefur ekki mikið sést opinberlega eftir lát eigin- manns hennar í október. Hún mætti ekki á tónlistarhátíöina enda hefur hún mikið að gera. „Karóhna fær mikið af bréfum og svarar þeim öll- um. Hún vinnur öllum stundum á skrifstofu sinni en auk þess hefur hún nóg að gera með að annast böm- in sín þrjú,“ segir Albert. Fjölskyldan í Mónakó er samhent enda hefur hún þurft að takast á við sorgina oftar en einu sinni. Prins Albert er hins vegar ekkert æstur í að kvænast strax og fjölmiðlar verða að bíða með að segja frá brúðkaupi hans, að minnsta kosti þar til hann finnur þá réttu. Nýr og stórlega endurbættur farsími frá A MITSUBISHI Upplýsingar: MITSUBISHI Verðdæmi á Mitsubishi-bíleiningu: ■■■■■ Mitsubishi FZ-129 D 15 farsími ásamt símtóli, nettri burðargrind. rafhlöðu 1,8 AH, loftneti og leiðslu í vindlaKveikjara. Verð aðeins 126.980,- eða Fullkomin tvíátta handfrjáls notkun. (Símalínan er opin í báðar áttir í einu við símtöl). Styrkstillir fyrir öll hljóð sem fra símanum koma s.s.hringing, tónn frá tökkum o.fl. Einnig er hægt að slökkva á tóninum frá tökkum símtólsins. Fullkomið símtól í réttri stærð. Léttur, meðfærilegur, lipur í notkun. Bókstafa- og talnaminni. Hægt er að setja 98 nöfn og símanúmer í minni farsímans. Tímamæling á símtölum. Gjaldmæling símtala. Hægt er að hafa verðskrá inni í minni símans og láta hann síðan reikna út andvirði símtalsins. Hægt að láta símann slökkva sjálfvirkt á sér, t.d. ef hann gleymist í gangi. Getur gefið tónmerki með 1 mín. millibili á meðan á samtali stendur. Stillanlecjt sjónhorn skjás þannig að auðveldara er að sjá á símtólið. Tónval, sem er nauðsynlegt t.d. þegar hringt er í Símboða. Stilling á sendiorku tií að spara endingu rafhlöðunnar. Hægt er að tengja aukabjöllu eða flautu við farsímann, sem síðan er hægt stjórna frá símtólinu. 6 hólfa skammtímaminni. Hægt er að setja símanúmer eða aðrar tölur í minni á meðan verið er að tala í farsímann. Endurval á síðasta númeri. Langdrægni og öryggi Mitsubishi-farsímanna er þegar landsþekkt. japönsk gæði tryggja langa endingu. Mitsubishi FZ-129 D 15 farsími ásamt símtóli, tólfestingu, tólleiðslu (5 mj, sleoa, rafmaqnsleiðslum, hand- frjálsum nljóðnema, loftneti og loftnetsleiðslum. Verð aðeins 115.423,- eða 99«990f"!lgr 3.628,- 109.990,- kr. á mán. í 30 mán. m/Munaláni* * Útreikningar mibast vib ab um jafngreibslulán sé ab ræba (annuitet), 25% útb., eina afb. á mánubi til allt ab 30 mán. og gildandi vexti á óverbtryggbum lánum íslandsbanka hf. Greiðslukjör til allt að 12 mán. MUNALÁN Bjóðum hin vinsælu Munalán, sem er greiðsludreifing á verðmætari munum til allt að 30 mán.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.