Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1991, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1991, Síða 10
ir 10 LÁÚGARDAGUR 15. JONÍ 1991. Myndbönd DV-listinn Þaö eru engar stórar breytingar á listanum milli vikna. Sennilega telja margir tímanum betur eytt í annað um hásumarið en aö liggja yfir myndbandsglápi þegar sólin skín, fuglarnir syngja, blómin ilma og grasið grær. Eina nýja myndin á listanum er flugæfingamyndin Air America með Mel Gibson og Robert Downey jr. í aðalhlutverk- um. Hún flýgur ekki ýkja hátt enn en hver veit nema hún eigi eftir að verma efstu sætin á listanum fljót- lega. 1 (2) Presumed Innocent 2 (1) Ghost 3 (3) Goodfellas 4 (7) Flatliners 5 (4) Nikita 6 (5) Men At Work 7 (6) Teenage Mutant Ninja Turtles 8 (8) Q&A 9 (-) Air America 10 (9) Bird On A Wire ★★ Ofvirkar skjaldbökur TEENAGE MUTANT NINJA TURTLES Útgefandi: ClC-myndbönd. Leikstjóri: Steve Barron. Aöalhlutverk: Judith Hoag og Elias Kostas. Bandarísk, 1990 - sýningartími 98 mín. Bönnuð börnum innan 12 ára. Nýlega bárust þær fregnir að ís- lenskir strákar væru aö leika sér að því að fara inn í holræsi í höfuð- borginni og væru þar með að taka sér til fyrirmyndar skjaldbökurnar fjórar sem eru aðalhetjurnar í hinni vinsælu kvikmynd Teenage Mutant Ninja Turtles. Þetta sýnir hvað vel markaðssett kvikmynd, sem auk þess fylgir ó- grynni af leikföngum, getur haft slæm áhrif þótt söguþráðurinn og persónurnar séu úr öllum tengsl- um við raunveruleikann og er slæmt til þess aö vita. Spurningin er hvað sé til varnar því mynd á borö við Teenage Mutant Ninja Turtles er nær eingöngu góð skemmtun fyrir stálpaða stráka. Þessar fjórar ofvirku skjaldbök- ur, sem heita nöfnum frægra mál- ara, er stjómað af séníi í rottulíki. Eru þær meistarar í japanskri sjálfsvarnaríþrótt, boröa eingöngu pitsur og verja alla Sem mega sín lítils gegn harðsvíruðum glæpa- mönnum. Þær dyljast neðanjarðar að degi til en fara á stjá í skjóli nætur. Myndin er svo krydduð með gamansemi sem þó aldrei kaffærir hetjudýrkunina. Óhætt er að segja að aðstandend- um myndarinnar hafi tekist hið ómögulega, að gæða jafnófrýnileg- ar teiknimyndafígúrur lífi og sál í leikinni kvikmynd og er þar komin helsta skýringin á vinsældum myndarinnar. Að öðru leyti er hér um klisjukenndan söguþráð að ræða þar sem hetjurnar okkar standa uppi sem sigurvegarar í lok- in og tæknilega er myndin ekkert sérstök en í framhaldsmynd, sem nýbúið er að gera og sýnd er við miklar vinsældir vestanhafs, er bætt úr þeim málum. -HK ★ /> Mm Boxari í vandræöum NIGHT OF THE WARRIOR Útgefandi: Háskólabió. Leikstjóri: Rafal Zlelinski. Aóalhlutverk: Lorenzo Lamas og Arlene Dahl. Bandarisk, 1990 - sýningartími 95 min. Bönnuö börnum innan 16 ára. Lorenzo Lamas er sjálfsagt ein- göngu þekktur hér á landi fyrir að hafa leikið eitt aðalhlutverkið í Falcon Crest sem var afbrigði af Dallas. Nú er sú þáttaröð horfin af sjónarsviðinu og verður þá stráksi aö standa á eigin fótum og þeir fætur eru brauðlappir ef frammi- staða hans í þeim tveimur kvik- myndum, sem undirritaður hefur séð hann í, er staðall á leikhæfi- leika hans. Og ef Lamas gerir ekki betur í framtíðinni verður hann fljótlega að fara að leita sér að ann- arri vinnu. í Night of the Warrior leikur Lamas slagsmálahund sem grætt hefur mikið á að slást við ýmsa í óleyfilegum bardögum. Nú vill hann hætta, enda hefur hann kom- ið sér upp næturklúbbi sem stjórn- að er af honum og móður hans (móður hans leikur raunveruleg móðir Lamas, Arlene Dahl) en það eru margir sem vilja græða á hon- um og þegar hann neitar að beijast eru kærasta hans og móðir í lífs- hættu. Hann neyðist því til að sam- þykkja enn einn bardaga og þar fá allir, sem hann á skuld að gjalda, aö kenna á hæfileikum hans í slags- málum. Night of the Warrior er alls ekki slæm afþreying. Allar hasarsenur eru vel þess virði að horft sé á þær og aukahlutverk eru vel skipuö. Það er aftur á móti Lorenzo Lamas í leðurjakka og með tveggja daga gamalt skegg sem hér reynir að vera töff en er kátbroslegur í til- raunum sínum. -HK ★★★ Skuggahliðar aðskilnaðarstefnimnar A WORLD APART Útgefandi: Bergvík hf. Leikstjóri: Chris Menges. Aðalhlutverk: Barbara Hershey, David Suchet, Jeroen Krabbe, Tim Roth og Jodhi May. Bresk, 1987 - sýningartími 112 mín. Bönnuð börnum innan 12 ára. Þrátt fyrir ýmis loforð yfirvalda í Suður-Áfríku er lítið slakað á að- skilnaðarstefnunni sem þar ríkir og gerir það aö verkum að hvíti minnihlutinn ræður öllu þar í landi. Þótt ástandið sé víða slæmt í Bandaríkjunum er aðbúnaður svartra þar hátíð hjá því óréttlæti sem svartir verða að búa við í Suð- ur-Afríku. Hin ágæta kvikmynd A World Apart gerist fyrir tuttugu og átta árum þegar svartir íbúar voru nán- ast þrælar hjá hvítum. Ómur af mótmælum er byrjaður að ná til eyma hvítra ráðamanna og stjórn- völd bregðast við á þann hátt að semja lög þar sem lögreglan getur tekið alla fasta án ástæðu og haldið þeim í fangelsi í allt að níutíu daga. í A World Apart, sem byggð er á sönnum atburðum, fylgjumst við með gangi með augum ungrar ★★ Thc bad news is you have houseguests. There is no good r»ews. Vitlausraspítali MADHOUSE Útgefandi: Skífan Leikstjórn og handrit: Tom Ropelewski Aðalhlutverk: John Larroquette og Kirstie Alley Amerísk - 1990 Sýningartimi - 90 mínútur Leyfð öllum aldurshópum Það er alltaf gaman aö fá frændfólk í heimsókn en þegar frændurnir reynast vera blankir, frekir og leið- inlegir og þú situr uppi með þá fer gamanið að káma. Um þetta fyrir- bæri fjallar gamanmyndin Madho- use sem Kirstie Alley leikur aðal- hlutverkið í. Leikkona þessi er þekkt bæði úr sjónvarpsþáttunum um Staupastein og einnig úr kvik- myndinni Look who’s Talking sem notið hefur geypilegra vinsælda. Það verður seint sagt um hana að hún sé mikil skapgerðarleikkona en í léttgeggjuðum farsa eins og þessum er hún svona nokkurn veg- inn á réttri hillu. John Larroquette leikur eiginmann hennar og gerir það ágætlega. Myndin er lengi keyrð áfram á frekar einhæfum bröndurum sem snúast um heimska frændfólkið en þegar það er sest upp hjá gestgjöf- unum og þeir síðan snúast til varn- ar fer myndin í fluggír eins og góð- um dellufarsa sæmir. Á heildina litið ágætis afþreying og eflaust þrælgóð fyrir þá sem hafa gaman af gamanmyndum. -Pá stúlku sem á móður sem hefur lengi barist fyrir réttlæti til handa svarta meirihlutanum. Móðirin, sem er blaðamaður og er snilldar- lega leikin af Barbara Hershey, hefur haft lítinn'tíma til að sinna börnum sínum vegna afskipta sinna af stjórnmálum. Þegar hún er handtekin og sett í fangelsi streitist hún við að gefa út yfirlýs- ingar sem skaða mundu málstaö svartra. Réttlætiskennd hennar er mikil en einmitt vegna þessarar réttlæt- iskenndar gleymir hún að hún á þrjú börn sem líða fyrir athæfi hennar. Þegar svo elsta dóttirin kemst að því að móðir hennar ætl- aði að fremja sjálfsmorð í fangels- inu ásakar hún hana réttilega um að hafa eingöngu hugsað um sjálfa sig og gleymt því aö hún ætti fjöl- skyldu sem hún yrði að taka tillit til. A World Apart er áhrifamikil og mjög vel leikin kvikmynd og þótt maður skilji og virði sjónarmið móðurinnar þá liggur við að í ein- strengingslegri baráttu hennar komi upp á yfirborðið hjá henni sjálfseyðingarhvöt sem maður á bágt með að þola. Á hinn bóginn sýnir myndin á áhrifamikinn hátt hversu óréttlætið var og er raunar enn mikiö í þessu landi og lokaatr- iðið, þar sem filman frýs í upphafi átaka, er snilld. Þetta er fyrsta kvikmyndin sem hinn snjalli kvik- myndatökumaður Chris Menges leikstýrði og hefur honum tekist að gera kvikmynd sem áhorfand- inn gleymir ekki svo auðveldlega. -HK ★★★ Goðin í teiknimynd Valhöll Útgefandi: Kvikmynd Raddir: Flosi Óiafsson, Kristinn Sig- mundsson, Þórhallur Sigurösson, Páll Úlfar Júliusson, Nanna K. Jóhannsdótt- ir, Jóhann Siguröarson, Lisa Pálsdóttir og Eggert Þorleifsson. Sýningartimi 75 mínútur. Hentar öllum aldurshópum. Það er ekki á hverjum degi sem maður sér menningararf Islend- inga í teiknimynd og hefur gaman af en hér er tækifærið. Norræna teiknimyndin um Valhöll og kappa þá og tröll sem þar búa hefur verið sýnd í sjónvarpi en er nú komin út á myndbandi með íslensku tali. Myndin hlaut sérstök verðlaun á Cannes-Junior hátíðinni 1987 og átti þau sannarlega skilið. Goðafræðin lifnar á skjánum og íslenska talsetningin bjargar for- eldrum frá því að þurfa aö lesa text- ann fyrir litlu krílin. Raddirnar eru bráðvel heppnaðar, enda atvinnu- menn í hverju rúmi og teikning- arnar eru frábærlega vel gerðar og á köflum mjög fyndnar. Þetta er lofsvert framtak og ágætt tilefni fyrir foreldra aö hvíla bléssuð börnin á erlendum teiknimyndum og mennta þau svolítiö í leiðinni. -Pá ★★ í háloftum FACE OF FEAR Útgefandi: Steinar Leikstjórn: Farhad Mann Aðalhlutverk: Pam Dawber, Lee Horsley og Kevin Conroy. Amerísk, 1991 - sýningartimi 89 mín. Bönnuð innan 16 ára Geöveikur fjöldamorðingi gengur laus í stórborginni og lögreglan stendur ráðþrota. Það eina sem má verða þeim til hjálpar er fyrrum fjallgöngugarpur sem er gæddur yfirnáttúrlegum hæfileikum og sér hluti sem öðrum eru huldir, þar á meðal morðingjann. Þar sem skúrkurinn er innan raða lögregl- unnar kemst hann strax á snoðir um þetta og ákveður að koma sjá- andanum fyrir kattarnef. Uppgjör- ið fer fram í stórhýsi bæði innan veggja og utan. Þó svo að sagan sé óttalegt kjaft- æði og leikararnir í meðallagi þá tekst aö gera úr þessu hörkugóða spennumynd. Eltingaleikur morð- ingjans við fórnarlamb sitt um ganga skýjakljúfsins og utan á því heldur vel athygli manns því þó það sé leikur kattar að mús er mis- jafnt hver er músin. Dean R. Koontz er vinsæll höf- undur spennusagna vestra og skrifar gjarnan um yfirnáttúrlega hluti. Honum tekst betur að koma hugarsmíð sinni á tjaldið en mörg- um öðrum. Góð skemmtun. • -Pá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.