Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1991, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1991, Blaðsíða 22
LAUGARDAGUR 15. JÚNI' 1991. pc '22 Sérstæö sakamál Dagur hefndarinnar Skólastjórinn var stööugt að gera Andy Rogers lífið leitt og auövitað fór svo að pilturinn kolféll á prófi og hætti námi. Framtíðarhorfurn- ar voru vissulega ekki góðar. Þó fékk hann vinnu en svo syrti aftur í álinn og þá komu gamlar minn- ingar upp í hugann. Ovæntur fund- ur dag einn hafði svo enn óvæntari afleiðingar fyrir framtíð unga, von- svikna mannsins. Upphaf vandans Það væri vissulega synd að segja að Andy Rogers hefði kunnað vel við sig í svæðisskólanum í Gilling- ham í Kent á Englandi. Hann var aðeins ár í honum en það var hon- um mikill þjáningartími og flestir sem til þekkja eru þeirrar skoðun- ar að það megi aö verulegu leyti skrifa á reikning skólastjórans, Stephens Haley, en hann var Andy afar andsnúinn. Skólastjórinn snerist gegn Andy af því hann var dag einn staðinn að hnupli úr verslum Málið varð ekki leyst þar á staðnum og eigandi verslunarinnar kærði Andy. Af- leiðingin varð sú að hann var dreg- inn fyrir unglingadómstól og þar með var Andy búinn að fá á sig illt orð hjá þeim sem ekki sáu ástæðu til aö fyrirgefa slíkt framferði hjá ungum pilti, að minnsta kosti ef hann gerði ekkert af sér framar. Stephen Haley skólastjóri var ekki í hópi þeirra sem hafði í hyggju að fyrirgefa Andy. Honum fannst pilturinn hafa komið óorði á skólann og því sat Haley um að refsa Andy við öll hugsanleg tæki- færi. í raun má segja að hann hafi hundelt hann dag hvem og gerði einhver eitthvað af sér í skólanum, þótt ekki væri nema um tiltölulega saklaus strákapör að ræða, var Andy Rogers látinn koma fyrir skólastjórann sem refsaði honum þá eins og honum þótti henta. Afskiptalitlir foreldrar Ekki varð það til að bæta líðan Andys að foreldrar hans létu sig vanda hans litlu skipta. Létu þeir yfirleitt eins og þeir vissu ekki af vandamáli hans í skólanum. Af- leiðingamar létu heldur ekki á sér standa. Um voriö féll Andy og þar með var skólagöngu hans lokið. Er einkunnir voru afhentar vom þær Andy í raun tákn um að hann dygði vart til nokkurs. Þetta vom auðvit- að ekki heppileg námslok fyrir ungan mann af frekar féhtlu fólki. Og nú var komið að honum að sjá sér farborða í lífinu. Andy Rogers var bitur. Og ekki dró úr biturleika hans þegar hann tók eftir því að margir jafnaldra hans stóðu sig ágætlega. Svo gerðist það dag einn aö Andy hafði heppnina með sér. Hann hafði þá leitað lengi að vinnu en án árangurs. Byggingarfyrirtæki eitt var að leita að starfskröftum vegna nýs verkefnis og nú gerðist Andy„ múraralærhngur. Hann hafði ekki verið lengi í lærinu þeg- ar honum skildist að dugnaður í starfi færði honum margt sem hon- um hafði fundist hann skorta í líf- inu. Hann eignaðist félaga, hlaut lof fyrir dugnað og von um betra líf. í þetta sinn var enginn að hundelta hann th þess að geta komið á hann sök annarra. Galli á gjöf Njarðar Sú viðurkenning sem Andy fékk sem lærhngur varð til þess að hann fór að gera sér góðar vonir um að hann héldi starfinu þegar fram- kvæmdunum, sem hann vann við, yrði lokið. Th þess að auka líkum- ar á því jók hann enn afköstin og Þannig sér teiknari Andy fyrir sér á stund hefndarinnar. nú fór verkstjórinn, Dave Skinner, að veita honum sérstaka athygh. Fannst honum að Andy væri vel til þess að fallinn að halda áfram störfum. Dag einn tók Andy í sig kjark og bað um viðtal við forstjórann, Vince Hicks, th að tala sínu máh. Hicks hlustaði á það sem ungi maö- urinn hafði að segja. Honum var kunnugt um að hann hafði staðið sig vel og hafði sýnt að hann var bæði ábyggilegur og duglegur starfsmaður. „Því miður eru reglur reglur," sagði Hicks þó. Og Andy varð að bíta í það súra eph að dugnaður hans og áhugi haföi ekki nægt th að hann fengi aö vera áfram í læri eftir að framkvæmdinni lyki. Biturleiki Andys Rogers var nær ólýsanlegur þennan maídag árið 1987. Honum var ljóst að þegar mánuðurinn væri úti stæði hann atvinnulaus og yrði að biðja um atvinnuleysisbætur. Þá stæði hann í sömu sporunum og áður. Gamalkunnur maður á gangi Skömmu áður en Andy átti að hætta vom þeir Skinner sendir th Chatham 1 Kent til þess að gera viö reykháf. Veðrið var gott, sólin skein og fuglamir sungu þegar þeir félagar komu að húsinu við Way- field Road. Þetta var þriðjudagurinn 19. maí. Þegar Andy hafði setið um hríö á þakinu kom hann skyndhega auga á eldri mann sem kom gangandi eftir götunni. Það tók hann aðeins augnablik að bera kennsl á hann. Það var maðurinn sem gert hafði honum lífið leiðara en nokkur ann- ar, Stephen Haley skólastjóri. Andy hafi síðast frétt það af honum tveimur ámm áður að hann væri hættur störfum og hefði ákveðið að setjast að við ströndina. Hafði frétt þess efnis birst í blaði í Gilling- ham. Nú kom Haley hins vegar gangandi eftir götunni beint fyrir framan nefið á fyrrum nemanda sínum. Þetta var óvenjuleg thvhjun sem átti eftir að hafa afdrifaríkar afleiðingar. Hefndin Hatrið blossaði aftur upp hjá Andy Rogers. Þarna var hann næstum augliti til auglitis við manninn sem honum fannst bera ábyrgð á öhu þvi sem farið hafði úrskeiðis í lífi hans. Eftir að hafa haft Haley, sem var orðinn sextíu og sjö ára, fyrir augunum í nokkur augnablik sá Andy hann ganga inn um dyrnar á húsi skammt frá. Óviðráðanlegur hefndarhugur greip Andy. Honum var hins vegar ekki strax ljóst hvemig hann ætti að ná sér niðri á Haley. Um stund velti hann því fyrir sér en svo varð honum Utið í verkfæratösku Skinners og sá þar hamar. Andy tók hamarinn svo lítiö bæri á og beið svo tækifæris. Stephen Haley opnaði dyrnar þegar dyrabjöhunni var hringt. í nokkur augnablik stóð hann nær lamaður fyrir framan unga mann- inn sem stóð á tröppunum með hamar í hendinni. Hræðslan í aug- um skólastjórans fyrrverandi leyndi sér ekki. Hann bað sér lífs hvað eftir annað en það dugði ekki th. Hamarshöggin dundu á honum þar th hann var aUur á gólfinu fyr- ir innan dymar. Andy þurrkaöi blóðið af hamrin- um með klút sem hann fann í eld- húsinu og hvarf síðan á braut án þess að nokkur tæki eftir honum. Rannsóknin hefst Skinner verkstjóri hafði brugðið sér eitthvað frá meðan Andy réð Haley bana. Hann hafði því ekki hugmynd um hvað gerst hafði en þegar hann settist aftur við hliðina á Andy á þakinu fannst honum hann gerbreyttur maður. Andy, sem verið hafði dapur og fáorður síðustu daga af ástæðu sem allir starfsfélagar hans þekktu, var skyndhega kominn í besta skap. Skinner fékk þó enga skýringu á þessari óvæntu breytingu og liðu nú tveir dagar án þess að nokkuð það gerðist sem í frásögur er fær-. andi. Viðgerðin á reykháfnum hélt áfram og því voru þeir félagar enn að störfum á þaki hússins við Way- field Road þegar líkið af Haley fannst. Þá var kominn fimmtudag- ur. Af þakinu í um hundrað metra fiarlægð sá Andy lögregluna við húsið. En þegar lögreglumenn gengu í áttina til þeirra Skinners varð Andy skyndhega gripinn miklum ótta. Erindi lögreglumann- anna var aðeins að yfirheyra þá eins og alla í nágrenninu en það vissi Andy ekki. Hann hélt að grun- ur hefði fallið á sig og allt í einu fór hann niður af þakinu og hljóp burt. Skinner fylgdist undrandi með þeg- ar lögreglan elti Andy og skhdi ekki hvað um var að vera. Fannst af tilviljun Andy Rogers slapp frá lögregl- unni sem lét setja vörð við heimhi foreldra hans. Það vissi Andy ekk- ert um en þaö breytti hins vegar engu fyrir hann því hann hafði ekki í hyggju að leita th foreldr- anna í þesum vanda sínum. Þess í stað fór hann til London þar sem hann hugðist láta sig týnast í fiöld- anum. En án fasts dvalarstaðar og að- stoðar átti hann sér enga von í stór- borginni. Hann átti ekki fyrir mat og húsnæði, var atvinnulaus og þorði ekki að leita opinberrar að- stoðar. Útlit hans fór síversnandi og þar kom að lögreglan handtók hann af því hann var svo flækings- legur. Og þá kom í ljós að Andy Rogers var eftirlýstur fyrir morðið á Stephen Haley, fyrrum skóla- stjóra. Þegar handtakan fór fram var liðin vika frá því Andy hvarf frá húsinu í Chatham. Rannsóknarlögreglumenn voru vissir um aö annaðhvort vissi Andy eitthvað um moröið á Haley eða hann hefði framið það sjálfur. Þess vegna gerðu þeir leit í verk- færatöskum tvímenninganna sem unnið höfðu að reykháfsviðgerð- inni og létu kanna þau áhöld sem hugsanlegt var talið að gaétu verið morðvopnið. Þannig tókst að færa sönnur á að hamar úr tösku Skinn- ers væri það sem þeir leituðu að. Yfirheyrslur yfir fólki, sem þekkti th Andys, leiddu svo 1 ljós aö hann hefði átt harma aö hefna á Haley. Þegar gengið var á Andy og hon- um gerð grein fyrir því aö morð- vopnið væri fundið og ljóst væri að hann hefði borið hatur th Haleys játaði hann á sig verknaðinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.