Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1991, Qupperneq 26
LAUGARpAGUR 15.JÚNÍ 1991.
26
Hreinn Halldórsson, fyrrum kúluvarpari, nýbakaður stúdent. DV-mynd GVA
Hreinn Halldórsson, kúluvarpari og stúdent:
Var elstur allra
í skólanum
„Ég hætti náttúrlega ekkert sjálf-
viljugur í kúluvarpinu heldur má
segja að ég hafi verið skorinn nið-
ur. Égær búinn að ná mér svona
eins vel og hægt er en kúlan fór á
hilluna. Ég æfði aðeins fyrst eftir
uppskurðinn og notaði þá snún-
ingsaðferðina sem beitt er nú til
dags. Þegar ég var farinn að kasta
yfir 18 metra hætti ég að leika mér
að því. Ég sá að þetta var orðið
hættulegt," sagði Hreinn Halldórs-
son, fyrrum margfaldur meistari í
kúluvarpi, í samtali viö DV.
Hreinn, sem á keppnisferli sínum
var þekktur sem Strandamaðurinn
sterki, settist fyrir nokkrum árum
í helgan stein og gerðist umsjónar-
maður með íþróttamannvirkjum á
Egilsstöðum þar sem hann er bú-
settur. Síðasta mótið sem hann
keppti á var 1981 en eftir það var
hann skorinn upp við brjósklosi í
baki.
Sé ekki eftir metinu
Pétur Guðmundsson kúluvarpari
sló í fyrra 13 ára gamalt íslandsmet
Hreins í greininni. Hvemig fannst
Hreini að láta svipta sig titlinum?
„Ég var hinn hressasti með það.
Ég átti von á því að hann gerði
þetta miklu fyrr. Þetta met var á-
gætt á sínum tíma en síðan hafa
qrþið framfarir sem er ánægjulegt
að ísland skuh fylgja með í,“ sagði
Hreinn og brosti góðlátlega að
spurningunni.
„Pétur er oröinn mjög góður og
bara spurning um hvað hann getur
í viðbót. Það er mikilvægt að engin
meiðsl verði. Þaö þarf að hafa tíma
til þess að æfa en hann gefst oft lít-
ill frá vinnunni.
Ríkið styrki
afreksmenn
Mér finnst alveg skilyrðislaust
að ríkið ætti að styrkja afreksmenn
í íþróttum eins og gert er í dag við
skákmenn sem ná stórmeistara-
titli. Árangur í öðrum íþróttum,
s.s. Evrópumet í einhverri grein,
er fyllilega sambærilegt afrek ef
ekki hetra og því skyldu þeir ekki
vera á launum hjá því opinbera
rétt eins og skákmennimir.
Frammistaða einstaklinga eins og
Péturs og mín á sínum tíma er langt
ofan við getu skákmannanna með
fullri virðingu fyrir þeim.“
Önnum kafinn
Hreinn segist ekkert hafa haldið
sér í formi, segist ekki hafa tíma
til þess en auk þess að annast um-
sjá íþróttamannvirkjanna kennir
hann á bíl í tómstundum sínum og
síðast en ekki síst lauk hann stúd-
entsprófi frá Menntaskólanum á
Egilsstöðum nú í vor og útskrifað-
ist af viðskipta- og hagfræðibraut
og fékk viðurkenningu fyrir góðan
námsárangur.
„Ég var náttúrlega langelstur.
Ekki bara í hópi nemenda heldur
bar ég höfuð og herðar yfir kennar-
ana í aldri.
Ég veit ekki hvort um frekara
nám verður að ræöa. Þetta nýtist
mér við vinnu mína því ég þarf aö
gera allar rekstraráætlanir fyrir
íþróttahúsið og sjá um að rekstur--
inn haldist innan þess ramma,“
segir sá nýútskrifaði og brosir.
- Þegar þú komst fram á sjónar-
sviðiö sem sterkasti strætóbílstjóri
á íslandi þá æfðir þú varla neitt í
upphafi heldur bara komst og kast-
aðir kúlunni. Varstu náttúrubarn
á þessu sviði?
Var náttúrubarn
„Það er vont að dæma sjálfan sig
en svona eftir á að hyggja þá held
ég að svo hafi verið. Ég get sagt það
núna þegar ég er hættur en ég tel
að ég hafi haft hæfúeika til þess að
ná langt þó ég hafi kannski byrjað
fullseint eða um tvítugt. Ég var vel
á mig kominn þegar ég kom úr
sveitinni og álpaðist fyrir slysni á
æfingu. Ég hafði aldrei æft og ætl-
aði mér aldrei neitt sérstakt í þessu
og hafði engan áhuga á íþróttum."
Þegar Hreinn talar um sveitina
þá á hann við Steingrímsfjörð í
Strandasýslu en á bænum Hróf-
bergi er hann alinn upp. Hvað var
það í sveitinni sem gerði hann
svona sterkan?
Lýsi og
grjónagrautur
„Ætli það sé ekki erfiðisvinna og
hollt mataræði. Mér þótti gott lýsi
og tók það óspart. Einu sinni veikt-
ist ég meira að segja af lýsis-
drykkju en þá minnir mig að ég
hafi rennt úr hálfri flösku í einum
teyg. Hvað mataræðið varðar þá
þótti mér hrísgrjónagrauturinn
hennar mömmu bestur allra og gat
borðað ómælt af honum,“ sagði
Hreinn. „Okkur Steingrími Her-
mannssyni þótti grjónagrautur
báðum góður enda vorum við báðir
fulltrúar Strandamanna, hvor á
sínum vettvangi. Nú, svo er ég
kominn af sæmilega hraustu fólki.
Hitt veit ég ekki hvort ég var nokk-
uð sterkari en margir sem aldrei
koma nálægt þessu.“
Það er hægt að taka inn of mikið
af öllu sem sagt er vera mönnum
hollt eins og dæmisaga Hreins af
lýsisdrykkjunni sýnir. Lyfjanotk-
un íþróttamanna hefur verið tals-
vert mikið í sviðsljósi íjölmiðla og
umræðu að undanförnu. Hvernig
komu honum þessir hlutir fyrir
sjónir meðan hann æfði?
Sá skugga-
legar hliðar
„Maður sér og heyrir auðvitað
ýmislegt við æfmgar sem er
kannski ekki rétt að dæma. Ég var
mikið á ferðinni erlendis og þar sá
ég skuggalegar hliðar á þessu sem
mér hryllti við og vona að slíkt
verði aldrei útbreitt hér.
Þetta var mikið rætt meðal
íþróttamanna og ég var auðvitað
bendlaður við þetta eins og aðrir
sem skara fram úr. Lýsið hentaði
mér ágætlega og einu sinni ætlaði
ég að verða sterkur af því að borða
prótínduft. En ég gafst fljótlega upp
á því. Þetta var óttalega vont fæði
og þeir sem borða rétt þurfa ekki
á því að halda."
Hreinn er giftur og á þrjú börn
og segist vera orðinn Egilsstaðabúi
í húð og hár. Hann unir því lífinu
vel á bökkum Lagarins og hyggur
ekki á neinar breytingar. En hafa
synir hans erft líkamsburði hans
að einhverju leyti?
„Það er of snemmt að segja. En
ég held að þeir gætu orðið sæmileg-
ir íþróttamenn án þess að ég ætli
neitt að pressa á það. Ég get sjálf-
sagt sagt þeim eitthvaö til ef þeir
vilja. Ég lít svo á að foreldrar eigi
ekki að ýta á börnin sín til þess að
vinna afrek fyrir sig. Ef þau sýna
einhvem áhuga þá á að styðja við
bakið á þeim.“
Leiddist athyglin
Margir heilsa Hreini þar sem
hann situr og afgreiðir sundlaugar-
gesti enda sundlaugin fjölsótt og
Egilsstaðir í alfaraleið. Hvemig lík-
ar honum athyglin?
„Mér finnst best þegar fólk hefur
ekkert orð á því. Sumir sækjast
eftir því að vera í sviðsljósinu en
ég kunni aldrei almennilega við
mig þar.“
-Pá