Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1991, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 1991.
Ámi ísleifsson tónlistarmaður:
Skipuleggur fjórðu djass-
hátíðina á Egilsstöðum
Sigrún Björgvinsdóttir, DV, Egilsstöðum:
Árni ísleifsson, djassisti og tón-
merintakennari, spilaði í mörgum
hljómsveitum í Reykjavík á árum
áður og á mörgum skemmtistöð-
um, þ.á m. 10 ár í Naustinu. Eigin-
lega ætlaði hann ekki endilega að
leggja tónlistina fyrir sig. Hann var
logsuðumaður. „En ég fékk illt í
lunga og læknirinn minn sagði mér
að það væri illskárra að vera í
reykingasvælu en logsuðulofti,"
segir Árni og kímir.
Árni hefur verið mikilvirkur á
tónlistarsviðinu eftir að hann flutti
á Egilsstaði 1976 sem tónmennta-
kennari við Tónskóla Fljótsdals-
héraðs. Meðal annars hefur hann
staðið fyrir djasshátíð undanfarin
þrjú ár og nú er sú fjóröa í undir-
búningi. í tilefni af því hitti DV
Árna og lagði fyrir hann nokkrar
spurningar og fyrst þetta: Hvers
vegna í ósköpunum Egilsstaðir?
„Ég hafði kynnst Magnúsi Magn-
ússyni, skólastjóra Tónskólans, lít-
iilega en Egilsstaði haföi ég ekki séð
nema á póskorti. Hálft í hvoru var
ég þó með það bak við eyrað að
setjast hér að, enda er ég hér enn
og líkar að mörgu leyti vel. En ég
tek eftir því að ég fer oftar til
Reykjavíkur nú seinni árin en áður
án þess að ég sé endilega að hugsa
mér til hreyfings suður á bóginn.“
Stofnaði
djasssmióju
- Þú spilaðir mikið dansmúsík í
bænum. Hélstu því áfram eftir að
austur kom.
„Já, ég spilaði í mörgum hljóm-
sveitum hér á Egilsstöðum. Slag-
brandur hét ein og Náttfari. Ein
hljómsveitin var kennd við mig,
hljómsveit Árna ísleifs. Síðan
stofnaði ég Djasssmiðju Austur-
lands fyrir sjö árum og hún starfar
enn. Það hafa þó orðiö mikil
mannaskipti en hún hefur alltaf
verið skipuð Austfirðingum ein-
göngu."
- Snúum okkar þá að djasshátíð-
inni. Hver varð kveikjan að því
ævintýri?
„Það var góður vinur minn,
Steinþór Steingrímsson, sem sló
því fram á góðum degi að hér ætti
að koma á djasstónleikum. Ég tók
hann á orðinu og ári síðar, 1988,
fimmtíu flytjendur koma fram á hátíðinni
Stórsveit Húsavikur er meðal þeirra hljómsveita sem leika á tónleikunum.
var hér þriggja daga djasshátíð.
Hún heppnaðist mjög vel og síðan
hefur þetta verið árlegur viðburö-
ur. Þessar hátíðar hafa allar verið
vandaðar og umfang þeirra aukist
ár frá ári. Á hátíðinni núna, sem
verður 25.-29. júní, eru flytjendur
um 50 og hafa aldrei verið svo
margir."
Stórsveit
Húsavíkur leikur
- Ekki eru þeir allir héðan að aust-
an?
„Nei, aldeihs ekki. Það verður t.d.
17 manna stórsveit frá Húsavík.
Stjómandi hennar er Norman H.
Dennis, foringi í Hjálpræðishern-
um. Guðmundur Ingólfsson djass-
píanisti verður á staönum ásamt
Birni Thoroddsen gítarleikara. Þá
má nefna fiðluleikarann Kuran,
sem er 1. fiðlari í Sinfóníuhljóm-
sveit íslands, Viöar Alfreðsson
trompetleikara, Rúnar Georgsson
saxófónleikara og gestur með tríói
Árna ísleifs verður Stefán Stefáns-
Árni ísleifs við píanóið. Hann er
nú að fara af stað með sína fjórðu
djasshátíð á Egilsstöðum.
son saxófónleikari.
Svo er að sjálfsögðu Djasssmiðja
Austurlands. í henni eru núna fjór-
ir Norðfirðingar, þrír Hornfirðing-
ar og þrír frá Egilsstöðum en með
okkur spfla nú á hátíðinni tveir
gestir frá Reykjavík. Þá megum við
ekki gleyma Bláa blúsbandinu frá
Stöðvarfirði með Garðar Harðar-
son, söngvara og gítarista, í broddi
fylkingar. Blúsbandið spilaði hér á
Egilsstöðum 8. júní sl. þegar
krabbameinshlaupið fór fram. Það
fékk til liðs við sig tvo Norðfirðinga
og varð þá að sjálfsögðu að kalla
sig Rauöa blúsbandið. Allt í allt eru
þetta um 50 flytjendur."
Fimm tónleikar
- Hvað verða margir tónleikar?
„Það verða fimm tónleikar á jafn-
mörgum dögum. Einnig mun Vern-
harður Linnet flytja fyrirlestur um
sögu djassins og sýna myndbönd.
Þá má geta þess að föstudagskvöld-
ið 28.6. verður sjónvarpið á staðn-
um og tekur upp tónleika með
Djasssmiðju Austurlands ásamt
Viðari Alfreðssyni og Rúnari Ge-
orgs."
- Verða þessir tónleikar allir á
Egilsstöðum?
„Já, þeir verða allir í Hótel Vala- -
skjálf og allir að kvöldi til. Á laug-
ardagskvöldið verður svo dansleik-
ur þar sem þrjár hljómsveitir
spila.“
- Verður framhald á þessum djass-
hátíðum?
„Ég ætla alla vega að komast upp
í fimm en helst tíu hátíöir áður en
ég legg upp laupana. Aðsókn hefur
farið stöðugt vaxandi þessi þrjú
skipti svo að ég er bjartsýnn á
framhaldið."
- Þú hefur komið víöar við í tón-
listinni en í kennslu og djassi.
„Já, fyrir utan dansmúsíkina,
sem ég nefndi áöan, þá tók ég tfl
við kórstjórn. Starf Karlakórs
Fljótsdalshéraðs haíði legið niðri
um 16 ára bil og ég dróst á að reisa
hann við: Hann hefur nú starfað í
fimm ár undir minni stjóm og
haldið tónleika á hverju ári. Við
verðum t.d. með tónleika á Þórs-
höfn og Vopnafirði 15. júní. Ég held
að bæði ég og kórinn hafi eflst í
þessu samstarfi."
RHEINLAND-PFALZ - Ferðaævintýri í eigin bíl
Njótið fegurðar Rínarlanda, þar sem hið
heimsfræga Rínarvín er ræktað. Sjáið og siglið
á fljótunum Rin-Mosel-Ahr og Lahn með
fallega kastala og hallir á árbökkunum. Sköðið
miðaldabæi með markaðstorgum og uppruna-
legum miðaldahúsum. Rínarhéruð eru frábær
staður til að skoða sig um, en jafnframt að
njóta hvíldar.
Flugáætlun Flugleiða er kjörin til þess að koma þér og þínum í þægilegt og skemmtilegt frí í Þýskalandi.
Luxemborg 10 sinnum í viku
Frankfurt 5 sinnum í viku
Hamborg 2 sinnum í viku
Amsterdam 5 sinnum í viku
BÍLALEIGUR: Flugleiðir sjá um pöntun á
bílaleigubílum á hagstæðum kjörum.
SUMARHÚS/íBÚðlR: Sérstaklega
hagstæðir samningar í Hunsrúck í miðju
Rínarhéraðí. í Hunsrúck er skemmtilegt að
dvelja og njóta lífsins í fallegu umhverfi eða
fara í spennandi ferðir um nágrennið.
HÓTEL: Flugleiðir hafa samninga við úrval
hótela á góðu verði í Þýskalandi.
Upplýsingar og bókanir:
FLUGLEIDIR
símí 690300
opio 7 daga í viku eða
ferðaskrifstofur og umboðsmenn.