Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1991, Side 31

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1991, Side 31
43 LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 1991. Ánægóastur með að veraálífi Sjálfsagt er það þekktasta sem ligg- ur eftir Pálma tónlist sem er afrakst- ur af samstarfi hans og Magnúsar Eiríkssonar lagasmiðs en þeir hafa lengi starfrækt hljómsveitina Mannakorn sem varla þarf að kynna frekar, svo rækilega hafa þeir félagar sungið sig inn í menningararf lands- manna. Pálmi varð fyrst landsþekktur að ráði þegar hann lék í uppfærslunni á Jesús Kristur stórstjarna sem sýnt var í Austurbæjarbíói við miklar vinsældir. Of langt mál yrði upp að telja allt sem hann hefur tekið sér fyrir hendur innan tónlistarinnar enda vígur á margt en nærfellt 30 ár hefur tónlistin veriö hans lifibrauð. Hvað er hann ánægðastur með þegar hann lítur til baka yfir feril sinn? „Ég er ánægðastur með að vera á lífi," segir hann í hálfkæringi. „Svona án gamans, þá er ég ánægð- astur með hvað ég hef fengiö tæki- færi til þess að fást við margar ólíkar tegundir af tónlist. Það hefur forðað mér frá stöðnun sem ég veit innst inni að hefði farið alveg með mig.“ Reyndi einu sinni aö vinna frá 9 til 5 - En hefur þú aldrei reynt að vinna við annað? „Ég reyndi einu sinni að vinna ein- hverja 9-5-vinnu. Þaö var ekki alveg við mitt hæfi.“ Tvær plötur eru í smíöum sem Pálmi á stóran þátt í. Annars vegar plata með Mannakorni og hins vegar plata með Blúskompaníinu sem hef- ur spilað blús margfalt lengur en þær hljómsveitir sem leitt hafa blúsöld- una í íslensku tónlistarlífi síðasta misseri. „Þaö hefur verið mjög gaman aö fylgjast með uppsveiflu blússins að undanfórnu. Þetta víkkar sjóndeild- arhring bæði áheyrenda og tónlistar- manna, gott hliöarstökk sem nærir menn og gerir þá aö betri tónlistar- mönnum. Þetta var kannski svolítið mikil sveiflacum tíma en hún á eftir aö jafnast út. Við íslendingar erum öfgamenn í flestu sem við tökum okkur fyrir hendur. Þetta er vel þekkt fyrirbæri í tónlistinni. Þannig var diskóæðið hér um árið sem gekk nærri af lif- andi tónlist dauðri. Þaö var hlegið að mönnum sem báðu um vinnu við tónlist. Þetta var ægilegur tími,“ seg- ir Pálmi. Frægt fólk er söluvara Talið berst að frægðinni og því að vera þekktur á íslandi. Pálmi hefur fengið sinn skammt af því. „Mér finnst frægt fólk á íslandi vera nokkurs konar söluvara fjöl- miðlanna. Ég var að lesa hérna í gær grein í blaði um frægt fólk í nauts- merkinu. Hverjum kemur það við? Þó tók ég þátt í þessum leik þegar ég var ungur í leit að frama og frægð. En sá leikur er eftirsókn eftir vindi. Meðan ég hef einhverja ánægju af tónlist og einhver nennir að hlusta á mig þá held ég þessu áfram. Nú, ef enginn nennir að hlusta þá spila ég bara fyrir sjálfan mig. Tónlistin kemur til með að fylgja mér til loka og kannski á ég eftir að loka hringnum með því að spila fyrir dansi á harmóníku hérna á Hofsballi eins og ég byrjaði.“ Sonurinn spilar dauðarokk Pálmi þarf að svara í símann og Siguröur sonur hans kemur inn og Pálmi Gunnarsson tónlistarmaður á bryggjunni á Vopnafirði. talar við okkur. Þetta er afslappaður brosmildur unglingur með freknur og hárið tekið saman í tagl í hnakk- anum. Hann er, eins og faðir hans, heillaður af Vopnafirði og lífinu þar. „Hér eru betri krakkar sem verða betri vinir manns. Ég var á Eiðum i vetur í skóla og það var frábært," segir hann. Þessum unga pilti væri illa í ætt skotið ef hann væri ekki tónelskur. Það kemur í ljós að hann er að dunda við bassaleik eins og karl faðir hans. Uppáhaldstónlist Sigurðar er svo- kallað dauöarokk sem hann segir okkur gömlu mönnunum að sé af- brigði af þungarokki. Sýnishorni af geisladiski er brugðið á fóninn og kynt svo rúðurnar nötra. En ætlar hann að verða tónlistarmaður eins og faðir hans? „Ég get vel hugsað mér þaö,“ segir hann feimnislega. „Pabbi ætlar að segja mér til á bassann og ég hef svo- lítið lært á píanó. Ég fæ ekki bet.i kennara en hann.“ Enginn lítur á klukkuna Þeir feðgar spjalla saman og þaö er ekki hægt annað en að hrífast af bví hve gott samband virðist vera peirra á milli. Pálmi ætlar að keyra' stráksa í vinnuna og síðan er mein- ingin að kíkja yfir í lón í veiði og enginn lítur á klukkuna og eina hljóðið sem berst að utan er gjálfrið í sjónum en umferðarniðurinn er grunsamlega íjarverandi í eyrum aðkomumanna. Hugsa menn í öðrum takti við þessar aðstæður? Að fæðast á morgnana og deyja á kvöldin Ég fæðist á morgnana og dey á kvöldin. Þetta sagði einu sinni við mig gamall maður sem var farinn að sjá sólina aftur eftir áratuga óreglu og sukk. Ég er hrifmn af þessu lifsviðhorfi, ég lifi fyrir núið, fyrir augnablikið. Það er það dýrmæt- asta,“ segir Pálmi. -Pó

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.