Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1991, Side 51

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1991, Side 51
L](ubkRÍ)AGUÍÍ'l5’/jtíl4l; Í991. 65 Afmæli Bergþóra Kristinsdóttir Bergþóra Kristinsdóttir, húsmóðir, skrautritari og trúboði, Lágholti 2 í Stykkishólmi, verður sextug 17. júní. Starfsferill Bergþóra er fædd á Akureyri og ólst þar upp. Hún lauk prófi frá barnaskólanum á Akureyri. Vetur- inn 1951-1952 var hún við nám í húsmæðraskólanum á ísafirði. Strax að barnaskóla loknum fór Bergþóra aö vinna við iðnað því sama ár dó faðir hennar. Bergþóra íluttist til Stykkishólms 1953 og bjó þar ásamt manni sínum í sex ár. Þau fluttust þá til Reykja- víkur en ári síðar til Hafnarfjarðar. Eftir tólf ára búsetu í Hafnarfirði fluttust þau að Kotmúla þar sem þau sáu um barnaheimilið þar í eitt ár. Þá fluttust þau til Ólafsfjarðar. Þar voru þau hjónin brautryðjendur í trúboðsstarfi Betesda. Stjórnaði Bergþóra söng og spili. Hún kenndi einnig föndur og skrautskrift og æfði börn í söng. Bergþóra hefur samið milli tuttugu og þrjátíu söng- lög. Bergþóra fluttist ásamt manni sín- um til Akureyrar árið 1981 og bjuggu þau þar í eitt og hálft ár en þá fluttust þau aftur til Stykkis- hólms til að veita söfnuði Fíladelfíu forstöðu. Bergþóra býr enn á Stykk- ishólmi ásamt manni sínum og starfar þar sem trúboði. Fjölskylda Bergþóra giftist 29. ágúst 1953 Benjamín Þórðarsyni, f. 28.4.1927, stýrimanni og trúboða, frá Hergils- ey á Breiðafirði. Foreldrar hans voru Þorbjörg Sigurðardóttir og Þórður Benjamínsson, bóndi í Herg- ilsey og síðar í Flatey á Breiðafiröi. Bergþóra og Benjamín eiga eina dóttur: Björgu, f. 15.6.1954, gifta Ólafi J. Pálssyni. Börn þeirra eru: Rut, Benjamín og Bergþóra. Þau eru búsett í Reykjavík. Systkini Bergþóru eru: Sigurjóna Kristinsdóttir, f. 27.9.1929, maki Hreinn Óskarsson, múrari á Akur- eyri. Börn þeirra eru: Margrét, Kristin, Agnea Björg, Hreindís Guð- rúnogKristinn. Kári Kristinsson, f. 4.8.1938, bif- vélavirki, maki Þuríður Björnsdótt- ir og dóttir þeirra er Elín Helga Káradóttir. Þau eru búsett á Akur- eyri. Foreldrar Bergþóru voru Kristinn Jóhannesson, f. 14.5.1886, d. 28.10. 1945, sjómaður frá Nolli í Höfða- hverfi, og Björg M. Ósland, f. 21.5. 1896, d. 23.6.1975, húsmóðir. Bergþóra Kristinsdóttir. Bergþóra verður að heiman á af- mælisdaginn. Pálína Siguijónsdóttir Pálína Sigurjónsdóttir hjúkrunar- forstjóri, til heimilis að Arnartanga 18, Mosfellsbæ, veröur sextug 17. júní. Starfsferill Pálína fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hún lauk hjúkrunarprófi frá Hjúkrunarskóla íslands 1953, stundaði framhaldsnám í heilsu- vernd við Danmarks Sygeplejerske hojskole ved Árhus Universitet 1968—6ð og nám í kennslu og uppeld- isfræði við KHÍ sumarið 1976. Þá hefur Pálína sótt ýmis námskeið á vegum Hjúkrunarfélags íslands og norrænna samtaka hjúkrunarfræð- inga. Pálína hefur verið hjúkrunarfor- stjóri við Heilsugæslustöðina í efra Breiðholti frá 1978. Hún var fulltrúi Hjúkrunarfélags íslands á alþjóða- þingi hjúkrunarfræðinga í Seoul í Kóreu 1989. Pálína var formaður trúnaðarráðs Hjúkrunarfélags ís- lands 1977-80, sat í stjórn Hjúkrun- arfélags íslands frá 1983, var vara- formaður þess frá 1985, formaður Hjúkrunarfélagsins 1986-88 og var fulltrúi Hjúkrunarfélagsins í sam- 'tökum norrænna hjúkrunarfélaga um árabil. Hún var fulltrúi heil- brigöisráðuneytisins í skólanefnd Nýja hjúkrunarskólans um árabil og sat í stjórn hollustuverndar ríkis- ins í fjögurár. Fjölskylda Pálína giftist 16.6.1954 Sigmundi Ragnari Helgasyni, f. 7.12.1927, skrifstofumanrti, en hann er sonur Helga Kristins Jónssonar, verslun- arstjóra í Reykjavík, og konu hans, Ingibjargar Sigmundsdóttur hús- móður. Börn Pálínu og Sigmundar eru Ingibjörg, f. 11.1.1955, hjúkrunar- fræðingur í Hafnarfirði, gift Valde- mar Pálssy ni kennara og eiga þau tvö börn, Sigmund Helga, f. 25.4. 1986, og Inger Helgu, f. 4.1.1988; Helga, f. 11.4.1956, húsmóðir og kaupmaður á ísafirði, gift Króknes Torfasyni, trésmiði og kaupmanni á ísafirði, og eiga þau tvö börn, Torfa, f. 11.2.1977, og Pálínu, f. 29.1.1981; Helgi Kristinn, f. 15.6.1967, lækna- nemi. Systkini Pálínu eru Finnur Sigur- finnur, f. 14.11.1919, bókavörður á Seltjarnarnesi; Sigurjón Helgi, f. 14.11.1919, d. 24.12.1936; Henný Dagný, f. 29.8.1922, húsmóðir í Reykjavík, var gift Einari Þorsteins- syni rakarameistara, sem er látinn, og eru börn þeirra tvö; Ólöf Ingi- björg, f. 4.10.1923, húsmóðir í Reykjavík, gift Helga Eiríkssyni, aðalbókara hjá Ríkisskip, ogeiga þau sex börn; Jóhanna Kristín, f. 31.5.1935, húsmóðir í New York, gift Fróða Kristni Jóhannssyni Ell- erup vélfræðingi og eiga þau tvær kjördætur. Foreldrar Pálínu voru Sigurjón Pálsson, f. 12.8.1896, d. 15.8.1975, sjómaður og vélgæslumaður í Vest- mannaeyjum og Keflavík, síðar starfsmaður Reykjavíkurborgar, og kona hans, Helga Finnsdóttir, f. á Stóru-Borg undir Eyjafjöllum, d. 25.4.1989, húsmóðir og saumakona. Ætt Sigurjón var sonur Páls, útgerðar- manns og sjómanns í Hjörtsbæ í Keflavík, Magnússonar, járn- og tré- smiðs í Hjörtsbæ, Hjartarsonar, frá Járngerðisstöðum, Jónssonar. Móð- ir Magnúsar var Guðrún Jónsdóttir, b. í Stóru-Garðhúsum í Höfnum og síðar á Hópi í Grindavík, Sighvats- sonar, og konu hans, Þuríðar Páls- dóttur, b. í Hópi, Þorkelssonar. Móð- Pálína Sigurjónsdóttir. ir Páls var Valgerður Ólafsdóttir, b. á Minni-Þverá í Holtasókn í Fljót- um í Skagafirði, Þorsteinssonar. Móðir Sigurjóns var Þuríður Nikulásdóttir, b. í Berjaneskoti und- ir Eyjafjöllum, Nikulássonar, og konu hans Halldóru Jónsdóttur, b. í Hátúnum og Dalbæ í Landbroti, Marteinssonar. Meðal bræðra Helgu var Friðfinn- ur, kafari og sóknarnefndarmaður í Vestmannaeyjum. Helga var dóttir Finns, b. á Stóru-Borg undir Eyja- fjöllum, bróður Sigurðar, hrepp- stjóra og athafnamanns í Vest- mannaeyjum, fóður Einars ríka, föður Sigurðar, forstjóra í Eyjum, og Ágústs, prófessors við HÍ. Finnur var sonur Sigurfinns, b. í Ystabæli og Ystabæliskoti, Runólfssonar, Sig- urðssonar Ögmundssonar, prests að Krossi, Högnasonar prestaföður og prófasts á Breiðabólstað, Sigurðs- sonar. Móðir Helgu var Ólöf Þórðar- dóttiráStóru-Borg. Hallbjöm G. Guðmundsson Hallbjörn Guðlaugur Guðmundsson vélstjóri, Hjallavegi 2, Suðureyri við Súgundaíjörö, verður sjötíu og fimm áralð.júní. Starfsferill Hallbjörn er fæddur á Suðureyri við Súgundafjörð og ólst þar upp. Hann hefur verið sjómaður frá unga aldri. Hallbjörn er lærður vélstjóri og starfaði lengst af sem slíkur en seinni ár sín til sjós starfaði hann sem matsveinn. Síðustu árin starf- aði hann sem verkamaður þar til fyrir nokkrum árum að hann varð að hætta sökum veikinda. Fjölskylda Hallbjörn kvæntist 6. desember 1941 Svövu Hansdóttur, f. 28.12.1921, verkakonu og húsmóður. Móðir hennar var Ingibjörg Friðsemd Magnúsdóttir. Börn Hallbjörns og Svövu eru: Guðmundur Valgeir Hallbjömsson, f. 24.6.1942, sjómaður á Suðureyri, kvæntur Þóru Þórðardóttur, f. 6.7. 1939, og eiga þau átta börn og þrjú barnabörn. Gísli Hallberg Hallbjörnsson, f. 18.7.1943, sjómaður á Akranesi, kvæntur Málfríði Skúladóttur og eiga þau þrjár dætur og eina dóttur- dóttur. Þau misstu ungan son, Björn Skúla. Róbert Eðvarð, f. 14.6.1945, sjó- maður á Suðureyri, sambýliskona hans er Ósk Bára Bjarnadóttir og eigaþauþrjúbörn. Valgerður Friðrika, f. 3.9.1947, gift Kristjáni Grétari Schmidt, f. 4.3. 1947, þau eiga tvær dætur og eru búsett á Suðureyri. Systkini Hallbjörns eru: Maria Guðríður Guðmundsdóttir, f. 28.9. 1918; Jón P. Guðmundsson, f. 4.3. 1923; Ásgeir Þórður Guðmundsson, f. 13.9.1925, d. 15.10.1935; Guðrún Sesselja Guðmundsdóttir, f. 16.9. 1927. Foreldrar Hallbjörns voru: Guð- mundur Þorleifur Geirmundsson, f. Hallbjörn Guðlaugur Guðmunds- son. 24.10.1885, d. 24.10.1946, sjómaður og Valgerður Friðrika Hallbjörns- dóttir, f. 30.6.1889, d. 8.3.1932. Þau bjuggu á Suðureyri við Súganda- fjörð. Hallbjörn tekur á móti gestum í Verkalýðshúsinu Bjarnarborg mfili kl. 16.00 og 19.00 á afmælisdaginn. Til hamingju með afmælið 15. júní 95 ára Friðfinnur Friðfinnsson, Grundargötu 28, Grundarfirði. Tyrfingur Einarsson, Snorrabraut 58, Reykjavik. 40ára 80 ára Þórdis Ágústsdóttir, Brautarholti 2, Ólafsvík, Haildóra Jónsdóttir, Sæviðarsundi 40, Reykjavík. 75 ára Kristjana Sigurðardóttir, Granaskjóli 12, Reykjavík. 70ára Jakob Sveinbjörnsson, Barmahlíð 9, Reykjavík. 60 ára Einar Ingólfsson, Faxabraut 32C, Keflavík. Dagbjört Ólafsdóttir, Álandi7,Reykjavík. Margrét Stefándóttir, Kleppsvegi 136, Reykjavík. 50 ára María Magnúsdóttir, Hraunbæ 158, Reykjavík. Karl Sigurðsson, Bjarkargrund 45, Akranesi. Henry Bcrg Johansen, Eyjabakka 13, Reykjavík. Jens Karel Þorsteinsson, Vesturbergi 28, Reykjavík. Lilja Jónsdóttir, Fjarðarseli 7, Reykjavík. Valur Steingrímsson, Arnartanga 61, Mosfellsbæ. Sigríður Hallgrísmdóttir, Grímstungu 2, fjallahreppi. Dröfn Björnsdóttir, Brúarási 12, Reykjávik. Amalía Sigrún Guðmundsdóttir, Þverá II, Akrahreppi. Guðmundur Guðmundsson, Hraunbæ 28, Reykjavík. Jóna Kolbrún Halldórsdóttir, Strandgötul5, Eskifirði. Þórunn Ósk Ástþórsdóttir, Engihlíð 16, Reykjavík. Þorsteinn Þorsteinsson, Logafold 108, Reykjavík. Bergsveinn Jóhannsson, Bröttukinn 5, Hafnarfiröi. Magnús Ingólfur Halldórsson, Austurbrún 6, Reykjavík. Júlíus R. Hafsteinsson, Fífuseli 11, Reykjavik. Halla Mjöll Hallgrímsdóttir, Arkarholti 3, Mosfellsbæ. Utboð Hellisheiði 1991 Vegagerð ríkisins mun á næstunni bjóða út lagn- ingu Hlíðarvegar (917) um Hellisheiði frá Hellisá að Fjallshólum, alls um 8 km. Helstu magntölur verða h.u.b.: Fyllingar 1 50.000 m3, neðra burðarlag 20.000 m3 og röraræsi 200 m. Verkinu skal lokið haustið 1992. Þar sem vinnusvæðið liggur hátt (í 345-655 m hæð) og framkvæmdatími er af þeim sökum stuttur verður að leggja áherslu á mikinn fram- kvæmdahraða. Þeir verktakar, sem áhuga hafa á þessu verki, geta fengið afhentan kynningarbækling hjá Vegagerð ríkisins á Reyðarfirði og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 19. þ.m. Mælt er með því að væntanlegir bjóðendur kynni sér auk þess aðstæður á vinnusvæðinu með skoðunar- ferð þangað. Gert er ráð fyrir að útboðsgögn verði afhent á sömu stöðum frá og með 1. júlí 1991 og að til- boðum verði skilað aðeins viku síðar. Vegamálastjóri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.