Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1991, Qupperneq 53

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1991, Qupperneq 53
LAUGARDAGUR 15. JUNI 1991. 65 Afmæli Halldór Jónsson Halldór Jónsson, fyrrv. bílstjóri, sem nú dvelur á Elli- og hjúkrunar- heimilinu Grund, Hringbraut 50, Reykjavík, veröur níutíu og fimm áraámorgun. Starfsferill Halldór fæddist aö Klauf í Vestur- Landeyj um og ólst þar upp í for- eldrahúsum. Hann stundaði almenn sveitastörf á unglingsárunum, fór kornungur til sjós, fyrst frá Land- eyjasandi og síöan fjórtán ára til sjó- róöra frá Grindavík og var síöan vertíöir í Vestmannaeyjum. Halldór stundaði búskap að Kana- stööum í Austur-Landeyjum 1924-29. Hann tók bílpróf 1929, keypti sér bíl það ár og keyrði fyrst fyrir Þorstein Björnsson á Hellu. Þá hóf hann akstur fyrir BSR milli Reykjavíkur og Múlakots í Fljóts- hlíö og keyrði síðan til Víkur í Mýrdal eftir aö Þverá og Markar- íljót voru brúaðar. Halldór hóf sér- leyfisakstur milli Reykjavíkur og Vífilsstaða 1936 og stundaði þær ferðir um flmmtán ára skeið. Er Halldór hætti akstrinum varð hann birgðavörður í Vélsmiðjunni Héðni þar sem hann starfaði í sex ár og síðan hjá Veitingahúsinu Lídó þar sem hann var önnur sex ár en réðst til Hótel Sögu er hún tók til starfa og vann þar í sautján ár eða þar til hann varð áttatíu og tveggja ára. Fjölskylda Halldór kvæntist í september 1924 Guðriði Jónsdóttur, f. 17.9.1902, d. 3.5.1981, húsmóður en hún var dótt- ir Jóns Asbjörnssonar, verslunar- manns á Eyrarbakka, og Guðrúnar Elíasdóttur húsmóður. Börn Halldórs og Guðríðar eru Jón Guðmundur Halldórsson, f. 31.7.1925, bifreiðasmiður í Reykja- vík, kvæntur Margréti Þorsteins- dóttur.f. 17.8.1925,ogeigaþauþrjú börn og fimm barnabörn; Guð- mundur Halldórsson, f. 24.12.1926, bifreiðarstjóri í Reykjavík, var kvæntur Halldóru Helgu Valde- marsdóttur, f. 9.5.1930, d. 8.6.1983, ljósmóður og eru börn þeirra sex en barnabörnin átta; Þórunn Jóna Halldórsdóttir, f. 26.3.1928, fórst í bílslysi í Bandaríkjunum 12.12.1967, var fyrst gift Guðgeiri Þórarinssyni, f. 12.9.1923, klæðskera og eignuðust þau einn son, sem á eina dóttur, en Þórunn og Guðgeir skildu og seinni maöur Þórunnar var Anthony Lopez en börn þeirra eru þrjú; Guð- rún Elsa Halldórsdóttir, f. 27.10. 1929, húsmóðir í Reykjavík, gift 01- geiri Sigurðssyni, f. 9.11.1924, bíl- stjóra og eiga þau fjögur börn og tvö barnabörn; Ingibjörg Þórunn Hall- dórsdóttir, f. 26.1.1936, var gift Guð- birni Torfa Guðbjartssyni, f. 17.9. 1932, d. 2.10.1977, rafvirkja og eru börn þeirra fjögur en maður Ingi- bjargar Þórunnar er nú Sváfnir Sveinbjarnarson, prófastur á Breiðabólstað í Fljótshlíð. Systkini Halldórs: Sigurjón Jóns- son, f. 4.11.1897, d. 8.10.1956, tré- smiður í Reykjavík, átti Sigríði Guð- mundsdóttur sem einnig er látin; Guðrún Jónsdóttir, f. 26.2.1899, nú látin, húsmóðir en hennar maður var Jón Þorgeirsson matsveinn sem er látinn; Guðbjörg Jónsdóttir, f. 20.4.1901, nú látin, húsmóðir í Reykjavík, átti Svein Böðvarsson, b. í Kumla og síðan verslunarmann; Ingibjörg Jónsdóttir, f. 8.6.1907, hús- móðir, nú búsett í Reykjavík, átti Bjarna Olgeir Jóhannesson bryta; Ólafur Jónsson, f. 29.5.1909, b. í Eylandi í Landeyjum, kvæntur Gísl- ínu Sörensdóttur; Ágúst Jónsson, f. 11.12.1910, b. í Sigluvík, kvæntur Sigríöi Lóu Þorvaldsdóttur; Gísli Jónsson, f. 5.2.1912, pípulagninga- maður í Hafnarfirði, kvæntur Guð- rúnu Þorsteinsdóttur; Jónína Þór- unn Jónsdóttir, f. 18.2.1913, hús- freyja að Keldum á Rangárvöllum, gift Lýð Skúlasyni, b. þar; Ragnar Hafsteinn Jónsson, f. 26.8.1914, d. 5.9.1928; Karl Óskar Jónsson, f. Halldór Jónsson. 21.11.1915, d. 9.9.1968, varfyrst kvæntur Herdísi Jónsdóttur en síð- an Unni Thoroddsen; Jóhann Jóns- son.f. 15.1.1917, d. 22.1.1917. Foreldrar Halldórs voru Jón Gíslason, f. 5.10.1871, d. 27.4.1956, b. og oddviti í Sleif og síöan í Ey í Vestur-Landeyjum, og kona hans, Þórunn Jónsdóttir, f. 27.7.1872, d. 2.7.1964, ljósmóðir í Landeyjum. Halldór verður að heiman á af- mælisdaginn. Til haming ju með C7J afmælið 17. júní Skúlaskeiði 36. Hafnarfirði. 85 ára Þorgeir Þorgeirsson, Melabraut4, Seltjarnarnesi. Ragnheiður Þorsteinsdóttir, Framnesvegi 13, Reykjavík. 50 ára Rosemarie Þorleifsdóttir, 80 ára Vestra-Geldingaholti, Gnúpverja- hreppi. Sigrún Gestsdóttir, Fálkagötu 14, Reykjavík. Rebekka Friðbjarnardóttir, Hólabraut 6, Keflavík. Rakel Sigríður Jónsdóttir, Nökkvavogi 60, Reykjavík. Valgerður Magnúsdóttir, Borgarhrauni 29, Hveragerði. Svandís Valsdóttir, 75 ára Þingaseli 2, Reykjavík. Eiríkur Sigfússon, Bjarni Bjarnason, Þykkvabæ I, Skaftárhreppi. ” Sflastöðum, Glæsibæjarhreppi. Guðmundur Björnsson, Efstasundi 32, Reykjavík. 70 ára 40 ára Guðlaug Firðbjarnardóttir, Hauksstöðum.Vopnafirði. Kristín María Magnúsdóttir, Háaleitisbraut 14, Reykjavik. Guðrún Gísladóttir, Neðstaleiti 8, Reykjavík. Sjöfn Aðalsteinsdóttir, Hamraborg 38, Kópavogi. Hugrún Óskarsdóttir, Hrafnhólum 6, Reykjavík. Svava Guðrún B. Hauksdóttir, Vesturgötu 17A, Reykjavík. 60ára Aðallandi6, Reykjavík. Sóley Sigdórsdóttir, Fanney Hervarsdóttir, Skarösbraut 1, Akranesi. Gunnlaugur Einarsson, Hjaltabakka 12, Reykjavík. Ásdis Ingibergsdóttir, Þingvallastræti 26, Akureyri. Rachei Dorothea Ridler, Egilsbraut 26, Þorlákshöfn. Guðbjartur Ólafur Ólason Guðbjartur Olafur Ólason sjómaö- ur, Skipholti 6 í Reykjavík, verður áttræðurámorgun, lö.júní. Starfsferill Guðbjartur er fæddur að Borg í Arnarfirði og ólst þar upp. Flutti síðar að Látrum í Áðalvík í Norður- ísafjaröarsýslu. Hann bjó á Bíldudal frá 1927-1964 en þá flutti hann til Reykjavíkur og hefur búið þar síð- an. Hann lauk prófi frá unglingaskóla ísafjarðar 1927 og hinu minna fiski- mannaprófi á ísafirði 1944. Guðbjartur var sjómaður á línu-, neta-, tog- og síldveiðum frá 1927- 1944. Skipstjóri á ýmsum bátum, aöallega frá Bíldudal, á árunum 1944-1957. Eftir það stundaöi hann verslun- ar- og skrifstofustörf á Bíldudal til ársins 1964. Guðbjartur var bókari við Heildverslun Ásbjarnar Ólafs- sonar hf. í Reykjavík frá 1964-1990. Fjölskylda Guðbjartur kvæntist 29. desember 1934 Maríu Guðmundsdóttur, f. 9.9. 1913, húsmóður frá Svefneyjum á Breiðafirði. Foreldrar hennar voru Guðmundur Arason, bóndi og verkamaður, og Þorbjörg Guð- mundsdóttir ljósmóðir. Börn Guðbjarts og Maríu eru: Óli Þorbjörn, f. 27.8.1935, skólastjóri og fv. ráðherra; Sigrún, f. 1.9.1940, starfsmaður á aðalpósthúsinu í Reykjavík; Hjörtur, f. 13.1.1942, yfir- bókari í Mjólkursamsölunni; Fjóla, f. 12.6.1945, starfsmaður í Apóteki Austurbæjar; Guðríður, f. 21.7.1946, kaupmaður í Neskaupstað; Ruth, f. 25.2.1948, hjúkrunarfræðingur í Neskaupstað. Foreldrar Guðbjarts voru: Óli Þor- bergsson, f. 12.10.1885, d. 6.6.1914, kennari og bóndi að Borg í Arnar- firði, og Guðbjörg Kristjana Guð- bjartsdóttir, f. 31.10.1886, d. 12.2. 1913, húsmóðir. Ætt Óli var sonur Þorbergs, b. í Efri- Miðvík í Sléttuhreppi, Jónssonar, bróður Kristjáns, afa Valdimars Jónssonar prófessors. Móðir Óla var Margrét ljósmóðir Þorsteins- dóttir, systir Júditar, móður Klem- ensar Kristjánssonar, kornræktar- stjóra á Sámsstöðum í Fljótshlíð. Guðbjörg Kristjana var dóttir Guöbjarts, b. á Ósi í Arnarfirði, bróður Árna, afa Sigurðar Samúels- sonar prófessors. Annar bróðir Guðbjarts var Jens, langafi Ingunn- ar Jensdóttur leikkonu, konu Frið- jóns Guðröðarsonar, sýslumanns á Hvolsvelli. Guðbjartur var sonur Kristjáns, b. á Borg í Arnarfirði, Guðmundssonar og konu hans, Guðbjargar, systur Matthíasar, afa Ásgeirs Asgeirssonar forseta. Systir Guðbjargar var Sigríður, móðir Markúsar Bjarnasonar, skólastjóra. Guðbjartur Olafur Olason. Stýrimannaskólans, afa Rögnvalds Sigurjónssonar píanóleikara. Guð- björg var dóttir Markúsar, prests á Álftamýri, Þórðarsonar, stúdents í Vigur, Ölafssonar, lögsagnara á , Eyri, Jónssonar, ættfóður Eyrar- ættarinnar. Móðir Guðbjargar Guð- bjartsdóttur var Guðríður, systir Jóns, ættföður Löveættarinnar og afa Jóns Ásgeirssonar tónskálds. Guðríður var dóttir Þórðar, b. á Kistufelli í Lundarreykjadal, Jóns- sonar og konu hans, Guðríðar Þor- valdsdóttur, b. á Stóra-Kroppi, Jóns- sonar, dbrm. í Deildartungu, Þor- valdssonar, ættfóður Deildartungu- ættarinnar, langafa Helgu, langömmu Guðrúnar, móður Svav- ars Gestssonar ráðherra. Friðsteinn Helgason Friðsteinn Helgason, fyrrv. verk- stjóri hjá Strætisvögnum Reykja- víkur, nú til heimilis að Dalbraut 27, verður áttatíu og fimm ára á morgun, 16.júní. Starfsferill Friðsteinn er fæddur í Reykjavík og stundaði sjómennsku á árunum 1924-1930. Eftir þaö starfaði hann um tíma á bifreiðaverkstæði Sveins og Geira en hóf síðan störf hjá Jó- hanni Ólafssyni og tók þar sveins- próf í bifvélavirkjun og var einn af fimm fyrstu sem öðluðust réttindi í faginu. Hann vann síðan hjá Ræsi en árið 1944 hóf hann störf sem verkstjóri hjá Strætisvögnum Reykjavíkur og starfaði þar til hann lét af störfum vegna aldurs á miðju ári 1987. Fjölskylda Friðsteinn kvæntist 28. desember 1933 Ólafíu Vilborgu Jónsdóttur, f. 21.3.1911, húsmóður. Hún lést 4.3. 1989. Foreldrar hennar voru Jón Jónsson verkstjóri og kona hans, Þóra Pétursdóttir. Þau bjuggu lengst af í Reykjavík. Jón var af Víkingslækjarætt. Afi hans var Jón Jónsson, bóndi á Tjörfastöðum. Langafi Þóru var Pétur á Vatnsleysu í Viðvíkursveit. Börn Fiðsteins og Vilborgar eru: Björgvin Kristinn, f. 1934, fráskil- inn, hann á fimm syni. Jón Þór, f. 1935, kvæntur Sólrúnu Kristjáns- dóttur og eiga þau sex börn. Helga Guðríður, f. 1937, gift Kristjáni Hall- dórssyni og eiga þau tvö börn. Frið- steinn Ólafur, f. 1938, kvæntur Svanhildi Hilmarsdóttur og eiga þau þrjú börn. Hilmar Svanur, f. 1941, kvæntur Margréti Kristjánsdóttur og eiga þau íjögur börn. María Erla, f. 1945, gift Stefáni Tyrfingssyni og eiga þau fjögur börn. Hannes Björn, f. 1946, kvæntur Kristjönu Árna- dóttur og eiga þau þrjú börn. Hólm- fríöur, f. 1948, gift Sveini Gunnars- syni og eiga þau þrjá syni. Ragn- heiöur f. 1950, gift Kjartani Leó Schmidt og eiga þau fjögur börn. Barnabarnabörnin nálgast nú annantug. Systkini Friðsteins eruflngibjörg Sigríður, f. 1904, hún er látin; Guð- björn Friðrik, f. 1909, látinn; Kristín, Friðsteinn Helgason. f. 1911, látin; Unnur, f. 1914; Haf- steinn, f. 1917; Lovísa, f. 1918, og Helga Guðríður, f. 1921. Foreldrar Friðsteins voru hjónin Helgi Björnsson, f. 4.4.1863, d. 10.11. 1921, skipstj. og síðar verkstjóri frá Dýrastöðum í Norðurárdal, og Guð- ríður Hannesdóttir, f. 25.10.1879, d. 11.2.1965. Foreldrar hennarvoru Hannes Hansson póstur og kona hans, Kristín Árnadóttir. Guðmundur Ámi Bang Guðmundur Árni Bang, stöðvar- stjóri Fellalax, Reykjavegi 63, Skóg- arnesi, Mosfellsbæ, verður fimm- tugurámorgun. Fjölskylda Guðmundur kvæntist 4.4.1964 Gerði Guðjónsdóttur, f. 14.4.1944, aðstoðarmanni tannlæknis, en for- eldrar hennar voru Guðjón Hall- grímsson, f. 15.11.1906, d. 3.7.1973, kennari, og María Ólafsdóttir, f. 22.9. 1914, d. 19.2.1966. Guðmundur og Gerður eiga þrjár dætur: Guðríður Emmý, f. 10.9.1964, sölumaður; Þórey, f. 7.8.1966, tækni- teiknari; Arna Gerður, f. 9.4.1973, nemi. Bræður Guðmundar: Erling Gunnar, f. 1.10.1939, kvæntur Dagnýju Karlsdóttur og eiga þau þrjá syni; Karl Finnur, f. 8.11.1946, d. 15.9.1946. Foreldrar Guðmundar: Karl Olaf Bang, f. 23.5.1906, kaupmaður, og Guömundur Arni Bang. Guöríður Guðfinna Guömundsdótt- ir Bang, f. 1.5.1912, d. 16.3.1991. Guðmundur og Gerður taka á móti gestum í Hlégarði, Mosfellsbæ, kl. 17-20 á afmælisdaginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.