Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1991, Side 8
8
LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 1991.
Tívolí
OPIÐ ALLAR HELGAR í OKTÓBER og NÓVEMBER
Hjá okkur er alltaf gott veður.
Góð fjölskylduskemmtun.
Til okkar er styttra en þú heldur.
Tívolí, Hveragerði
L
LANDSVIRKJUN
Landsvirkjun auglýsir til sölu og brott-
flutnings vöruskemmu við Blönduvirkjun
Stærð: Lengd 30 metrar
Breidd 13 metrar
Vegghæð 8 metrar
Kaupandi skal fjarlægja skemmuna á sinn kostnað
eigi síðar en 15. desember nk.
Nánari upplýsingar veitir byggingardeild Landsvirkj-
unar, Reykjavík.
Tilboðum skal skila til Landsvirkjunar, innkaupa-
deildar, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík, fyrir kl.
14.00 19. nóvember nk.
MARKAÐSTORG MEÐ NOTAÐAR
OG NÝJAR VÖRUR
OPNUM LAUGARDAGINN 16. NÓVEMBER
Enn eru nokkur pláss laus lyrir:
a) húsmóðurina til að losa dótið úr skápum og geymslum og selja
b) fyrirtækjaeigandann að losna við lager og fjölga útsölustöðum
c) og félagið þitt að selja og afla fjár
d) opnunartilboð: fataslá, borð og pláss aðeins 1.500,- kr.
Í Undralandi verður mikið um að vera, gleði, grín og alls kyns
uppákomur: töframaður, eldgleypir, klessubílar og margt, margt
fleira.
Opið frá kl. 11.00 til 18.00 á laugardögum og frá kl. 12.00 til
18.00 á sunnudögum.
Upplýsingar i síma 651426 eða 74577
Undraland, Grensásvegi 14, Reykjavík
—--------------------------—---------------------------------
Matgæðingur vikimnar
DV
„Bastarður
af austurlensk-
umættum"
„Ég hef alltaf haft mjög gaman
af að búa til mat. Þetta kemur í
köstum og fer eftir því hvað maður
hefur mikið að gera,“ segir Tómas
Tómasson, bassaleikari og mat-
gæðingur vikunnar. Reyndar var
svo mikið að gera hjá Tómasi þessa
vikuna að hann hafði varla tíma til
að setjast niður og skrifa uppskrift.
Það tókst þó að lokum en þá hafði
hann verið í hljóðupptökuveri í
heilan sólarhring viö vinnu. En
uppskriftin kom og hljóðar svo:
500 g hakk (svína-, lamba- eöa
nauta-)
4 laukar
2 paprikur
2-3 hvítlauksrif
og annað tilfallandi grænmeti
2 bananar
'A stk. kókósmassi (fæst í Krydd-
kofanum)
3 tsk. tómatkraftur
svartur pipar
2 msk. milt Madraskarrí
1 tsk engiferduft
kjötkraftur og salt eftir smekk
olía til steikingar
'A lítri vatn
Tómas Tómasson bassaleikari er
matgæðingur vikunnar.
Takið rúmgóðan pott og kraumiö
grænmetið í oliunni. Ekki má hafa
mikinn hita undir. Á meðan græn-
metið kraumar er hakkið steikt á
pönnu, helst í eigin fitu. Þegar það
er vel steikt er því bætt út í kraum-
andi grænmetið. Hálfum lítra af
vatni bætt út í ásamt kókósmassan-
um, tómatmaukinu, kryddinu og
hvítlauknum. Að síöustu er kjöt-
kraftur settur saman við og saltaö.
Þetta er látið krauma í hálftíma.
Þá eru bananar sneiddir og bætt
út í. Hræra verður vel í á meðan
rétturinn kraumar og fylgjast með
honum. Með þessu eru síðan borin
fram hrísgijón og ferskt salat.
Tómas segir smekksatriði hvað
mikið af kryddi fari í réttinn, það
fari eftir smekk hvers og eins.
„Þetta er bæði góður réttur og ódýr.
Mjög gott er líka að hita hann upp
daginn eftir ef einhver afgangur
verður," segir hann. Rétturinn er
miðaður við fjórar manneskjur.
Tómas á sjálfur hugmyndina að
þessum rétti en kallar hann þó
hálfgerðan bastarö þvi að hann sé
undir austurlenskum áhrifum.
Tómas ætlar að skora á góðan
kunningja sinn, Ásgeir Jónsson
söngvara í Góðkunningjum lög-
reglunnar, að verða næsti matgæð-
ingur. „Hann er mjög góður kokk-
ur,“ sagði Tómas Tómasson.
-ELA
Hinhliöin
Mjólk uppá-
haldsdrykkurinn
- segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna
Jóhannes Gunnarsson, formaður
Neytendasamtakanna, sýnir á sér
hina hiiðina að þessu sinni. Hann
segist hafa gert helsta áhugamál
sitt, neytendamál, að lifibrauði í
byxjun árs 1990. Hann hafði þá
reyndar verið fórmaður Neytenda-
samtakanna síðan 1984.
Til Neytendasamtakanna kom
Jóhannes frá Verðlagsstofnun þar
sem hann starfaði í tíu ár eftir að
hann hætti í mjólkurfræðinni 1980.
Jóhannes er nefnilega gamall
mjólkurfræðingur.
Fullt nafn: Jóhannes Gunnarsson.
Fæðingardagur og ár: 3. október
1949.
Maki: Sigþrúður Sigurðardóttir.
Börn: Sigrún, 21 árs, Erla, 19 ára,
LOja, 19 ára, Gunnar, 14 ára, og
Elín, 12 ára.
Bifreið: Lada árgerð ’87.
Starf: Formaður Neytendasamtak-
anna.
Laun: Ágæt.
Áhugamál: Það eru neytendamál,
ég lifl og hrærist í þeim. Auk þess
hef ég gaman af lestri skáldsagna.
Hvað hefur þú fengið margar réttar
tölur í lottóinu? Þijár.
Hvað finnst þér skemmtilegast að
gera? Að slappa af heima hjá mér.
Hvað finnst þér leiðinlegast að
gera? Að þrífa bílinn.
Uppáhaldsmatur: Rjúpur.
Uppáhaldsdrykkur: Mjólk, ég er
gamall mjólkurfræðingur.
Hvaða íþróttamaður finnst þér
standa fremstur í dag? Það er erfitt
að nefna einn umfram aöra því við
Jóhannes Gunnarsson.
eigum svo marga góða en mér
finnst Ólafur Þórðarson, knatt-
spymumaður í Lyn í Noregi, rosa-
lega góður og mikill baráttujaxl.
Uppáhaldstímarit: Þjóðlíf.
Hver er fallegasta kona sem þú
hefur séð fyrir utan eiginkonuna?
Það eru svo margar fallegar konur
til en ég nefni allar dætumar mín-
ar, ég geri ekki upp á milli þeirra.
Ertu hlynntur eða andvígur ríkis-
stjórninni? Það em ekki alhr hlutir
góðir sem hún gerir.
Hvaða persónu langar þig mest að
hitta? Gorbatsjov, forseta Sovét-
ríkjanna. Ég hef haft mikið áht á
honum og þætti gaman að fá að
ræða við hann.
Uppáhaldsleikari: Dustin Hoff-
mann.
Uppáhaldsleikkona: Meryl Streep.
Uppáhaldssöngvari: Peter Gabriel.
Uppáhaldsstjórnmálamaður: Eng-
inn sérstakur.
Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Ég
les ekki mikið teiknimyndasögur í
dag en mér þótti áður gaman af
Smáfólkinu.
Uppáhaldssjónvarpsefni: Breskir
gæðaspennuþættir.
Ertu hlynntur eða andvígur veru
varnarliðsins hér á landi? Ég hef
aldrei verið hlynntur her.
Hver útvarpsrásanna finnst þér
best? Þær eru margar mjög góöar
en ég hlusta mest á rás 2.
Uppáhaldsútvarpsmaður: Stefán
Jón Hafstein.
Hvort horfir jiú meira á Sjónvarpið
eða Stöð 2? Eg horfi nokkurn veg-
inn jafnt á stöðvamar.
Uppáhaldssjónvarpsmaður: Sig-
mundur Emir Rúnarsson.
Uppáhaldsskemmtistaður: Enginn
sérstakur, ég fer htið á skemmti-
staöi.
Uppáhaldsfélag í íþróttum? Fylkir,
af því að sonur minn æfir í því.
Stefnir þú að einhveiju sérstöku í
framtíðinni? Að standa mig í starfi
og leik.
Hvað gerðir þú i sumarfríinu? Ég
var eina viku í Munaðarnesi. Ann-
ars var ég að uppgötva að ég á inni
aht sumarfríið.
-IBS