Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1991, Side 10
10
LAUGARDAGUR 9. NÖVEMBER 1991.
Mraimwi;
H0PKIIU8
ip “
Blíiislreijeft %í
S psrtíiiMil »ts Isíís siMr?
OrililttrJríniljlKr?
Iili llis ulli tgtl,
Banvænn
gestur
DESPERATE HOURS
Útgefandi: Bióhöllin.
Leikstjóri: Michael Cimino.
Aóalhlutverk: Mickey Rourke, Anthony
Hopkins, Mimi Rogers, Lindsay Crouse
og Kelly Lynch.
Bandarisk, 1990 -sýningartími 105 mín.
Bönnuð börnum innan 16 ára.
Desperate Hours er endurgerö
eldri hrollvekju þar sem Hump-
hrey Bogart lék aðalhlutverkiö.
Ekki er annaö hægt aö segja en
nokkuð vel hafi tekist til. Michael
Cimino hefur vissulega glæsilegan
stíl þegar hann nær sér á strik en
er mjög mistækur leikstjóri. De-
sperate Hours verður þó að teljast
meðal betri mynda hans.
Mickey Rourke leikur óðan
glæpamann sem sleppur úr fang-
elsi. Hann þarf að bíða nokkra tíma
eftir unnustu sinni og velur af
handahófi hús sem hann ryðst inn
í og heldur íbúum hússins í gísl-
ingu og er óhætt að segja að næstu
klukkustundir í lífi fjölskyldunnar
séu eins og versta martröö.
Mickey Rourke og Anthony
Hopkins fara vel með hlutverk sín.
Taugaspennan á milli þeirra nær
vel til áhorfandans. Aðrir leikarar
falla í skuggann þótt nokkrir sýni
ágætan leik. Desperate Hour er
skemmtileg hrollvekja en ekkert
Ustaverk á borð við þekktusu mynd
Cimeno, Deer Hunter.
★★
★★y2
Myndbönd
DV-myndbandalistinn
★★
Morðgáta
A ROW OF CROWS
Útgefandi: ClC-myndbönd.
Leikstjóri: J.S. Cardone.
Aðalhlutverk: John Beck, Steven Bauer,
Mia Sara og Katherine Ross.
Bandarisk, 1990 - sýningartimi 92 mín.
Bönnuð börnum innan 16 ára.
Kona finnst myrt en þaö vantar
höfuðið og hendumar þannig aö
ekki er hægt að bera kennsl á líkið.
Réttarlæknirinn, sem skoðar líkið,
tekur eftír litlum sérkennilegum
fæðingarblettí sem kemur heim og
saman við lýsingu á konu sem á
að hafa verið myrt fyrir mörgum
árum...
Þetta er byijunin á þrillernum, A
Row of Crows, sem hefur nokkuö
góðan söguþráð og ágætt handrit
en úrvinnslan hefði mátt vera
sterkari. Myndin verður dálítíð
máttíítil þegar fer að líða aö lokum
og ekki hjálpa leikararnir mikið.
Það er helst John Beck í hlutverki
lögreglustjórans sem sýnir lit og
hefur áhuga á því sem hann er að
gera. A Row of Crows hefði getað
orðið betri en ef menn em ekki
smámunasamir er myndin sæmi-
legasta afþreying á dimmu vetrar-
kvöldi.
Söngur, lcvenfólk og eiturlyf
THE DOORS
Útgefandi: Skífan.
Leikstjóri: Oliver Stone.
Aðaihlutverk: Val Kilmer, Meg Ryan,
Kyle MacLaglan, Kevin Dillon og Kat-
hleen Quinlan.
Bandarisk, 1991 -sýningartími 134 min.
Bönnuð börnum innan 12 ára.
í The Doors rekur hinn þekkti
leikstjóri, Oliver Stone, sex ára
frægðarsól Jims Morrison, höfuð-
paurs The Doors, einnar helstu
hljómsveitar sýrutímabilsins.
Morrison hafði auðsjáanlega mikl-
ar gáfur til aö bera en var haldinn
shkri sjálfseyðingarhvöt að hann
var í raun dauðadæmdur um leið
og hann tók fyrsta sýruskammt
sinn.
Ævisaga Morrisons er ekki ýkja
merkileg. Hann söng, samdi nokk-
ur ljóð, sem menn hafa mismun-
andi skoðanir á, drakk sig oftast
blindfullan og gleyptí við öllum eit-
urlyfjum sem að honum var rétt.
Þá var hann á stanslausu kvennaf-
ari og engri trúr.
Úr þessu takmarkaða efni gerir
Oliver Stone umbúðarmikla kvik-
mynd. Er það ekki á færi annarra
en stórmenna í kvikmyndalistinni
að koma slíku efni í góða kvikmynd
sem heldur manni fóngnum.
Sagan hefst í Kalifomíu 1965 þar
sem Morrison er eins og hver ann-
ar stúdent. Þar hittír hann Ray
JABKfS 6PIÍINS'
Hörkudama
LUCKY CHANGE
Útgefandi: Kvikmynd.
Aðalhlutverk: Nicolette Sheridan.
Bandarisk, 1991 - sýningartimi 215 mín.
(2 spólur.)
Bönnuð börnum innan 12 ára.
Jackie Collins er ekki hátt skrifuð
sem rithöfundur. Hún er helst fræg
fyrir að vera systír Joan Collins. í
Lucky Change er hún að fjalla um
ítalska fjölskyldu sem lifir á mörk-
um lagabókstafa og oft utan þeirra.
Við kynnumst fyrst fjölskyldufóð-
urnum ungum þar sem hann fikrar
sig upp metoröastígann hjá glæpa-
samtökum og síðan dóttur hans
sem leggur fyrir sig hótelrekstur
og er jafnhörð og pabbinn enda er
sambúðin stundum erfið.
Lucky Change býður upp á allt
sem „góð“ sápuópera á að bjóða
upp á en heldur finnst mér farið
mildum höndum um höfuðpersón-
umar sem í raunsærri sögu hefðu
sjálfsagt endað á bak viö lás og slá.
Lucky Change hefur vissulega
nokkurt skemmtanagildi en er illa
gerð og leikin og skemmir það
ánægjuna, sérstaklega er förðunin
slæm. Fólkið, sem í byijun er ungt,
eldist ákaflega hallærislega. Lucky
Change er góð fyrir Dallasaðdáend-
ur sem strax eru farnir að sakna
vikuskammtsins.
Meðlimir The Doors koma sér í vímu i eyðimörkinni.
Manzarak sem stíngur upp á því
að þeir stofni hljómsveit. Þrátt fyr-
ir óbeislað skap Morrisons fara The
Doors sigurför um Bandaríkin en
um leið og sigramnir verða stærri
verður drykkja og eiturlyfjaneysla
Morrisons meiri. Myndin endar
síðan í París 1971 þegar Morrison
deyr af ofnotkun eiturlyija.
Með góðu myndmáli og sterkum
einstökum atriðum skapar Oliver
Stone eftírminnilega kvikmynd
sem þó er alls ekki mjög merkileg.
Kemur þar helst tii að manni finnst
miklu púðri eytt á einstakling sem
gerði fátt af viti í lífinu. Val Kilmer
í hlutverki Morrisons er mjög góð-
ur og líkist honum mikið. Aðrir
leikarar komast vel frá sínu án
þess að sýna stórleik enda persón-
urnar ekki mjög spennandi. Tón-
listin stendur fyrir sínu þótt nokk-
ur ellimörk séu farin að sjást.
-HK
1 (1) Kindergarten Cop
2 (3) Misery
3 (2) King Ralph
4 (4) Desperate Hours
5 (•) Boyfriend from Heli
6 (10) King of New York
7(6) BlueSteel
8 (•) Highlander II
9 (5) Awakenings
10 (8) The Bonfire of the Vanities
11 (11) White Paiace
12 (•) White Hunter, Black Heart
13 (-) The Doors
14 (12) Sibling Rivalry
15 (9) Rainbow Drive
Löggutöffari verðm' fóstra
KINDERGARTEN COP
Útgefandi: ClC-myndbönd.
Leikstjóri: Ivan Reitman.
Aðalhlutverk: Arnold Schwarzenegger,
Penelope Ann Miller, Pamela Reed og
Linda Hunt.
Bandarísk, 1990 - sýningartími 111 mín.
Bönnuð börnum innan 12 ára.
Það er eiginlega synd að Kinder-
garten Cop skuli nánast vera ein-
göngu fyrir fuliorðna því ekki ráð-
legg ég neinu bami að horfa á upp-
haf og endi myndarinnar. Þar eru
atriði sem betur ættu heima í Tor-
tímanda-myndum Schwarzenegg-
ers.
Atriðin á leikskólanum sjálfum
eru aftur á mótí mjög skemmtileg
og saklaust gaman sem börn hafa
mikla ánægju af. Leikstjórinn, Ivan
Reitman, hefur áður notað sömu
formúla til að gera mynd sem börn
hafa áhuga á en ættu ekki að sjá.
Voru það Ghostbuster-myndirnar
og vona ég svo sannarlega að í
næstu mynd velji hann aðra hvora
óvart lendir í hlutverki leikskóla-
kennara i leit sinni að konu glæpa-
manns og barni hennar. Þegar hon-
um mistekst aö nota venjulegar
aðferöir á börnin bregður hann á
það ráð að láta börnin haga sér eins
og á herskóla og ber það verulegan
árangur og börnin hrífast af þess-
um stæðilega kennara sem mömm-
umar hrífast enn meira af.
Kindertgarten Cop er ágæt
skemmtun en hefði örugglega getað
orðið mun betri hefði ofbeldinu
verið sleppt og allt verið á mjúku
hnunni en Schwarzenegger hefur
ímynd og er hann látínn ryðja
nokkrum bófum úr vegi á rudda-
legan hátt til að varðveita imynd-
ina. Schwarzenegger er sem fyrr
nokkuð góður f töffarahlutverkinu
en alls ekki góður sem leikskóla-
kennarinn. Hann er ekki og verður
aldrei gamanleikari. Leikhæfileik-
arnir eru einfaldlega ekki fyrir
hendi.
-HK
Fjórar nýjar myndir koma inn á myndbandalistann þessa vikuna.
Meöal þeirra er White Hunter, Biack Heart sem er í leikstjórn Clints
Eastwood og leikur hann einnig aöalhlutverkið, kvikmyndaleikstjóra
sem hefur melri áhuga á filaveföum en að ielkstýra kvikmynd.
Kineís qa fe
y wP
eie
leiðina.
í Kindergarten Cop leikur Arnold
Schwarzenegger harða löggu sem