Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1991, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1991, Page 14
14 LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 1991. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÚLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11.105 RVlK, SÍMI (91 )27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRjALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Ódýrari handboltalausn Komið hafa í ljós hugmyndir um ódýrari leiðir til að halda hér heimsmeistarakeppni í handbolta en áður hafði verið ákveðið að fara. Þessar leiðir ber að skoða í alvöru, því að leiðinlegt er fyrir ísland að geta ekki staðið við samninga, sem á sínum tíma voru harðsóttir. Þegar menn fóru að óttast, að framkvæmdir yrðu dýrari en 500 milljónir og færu hugsanlega langleiðina upp í milljarð, kom í ljós, að dæmið var byggt á sandi. Ríkið hafði bara lofað sem svarar 350 milljónum á núver- andi verðlagi og Kópavogur réð ekki við afganginn. Nýir valdhafar í Kópavogi telja dæmið farið úr bönd- um og hafa stuðning meirihluta bæjarbúa í skoðana- könnun um máhð. Enda er auðvelt að sýna fram á, að hagsmunum Kópavogs sé betur borgið með annars kon- ar íþróttahöllum eða annars konar framkvæmdum. Bæjarfélög á borð við Kópavog þurfa yfirleitt lítil eins vallar hús með takmörkuðu áhorfendasvæði, fremur en stór hús með mörgum völlum og umfangsmiklu áhorfendasvæði. Þau þurfa hús, sem börn og unglingar geta sótt um skamman veg, fremur en langan. Af þessum ástæðum er hætt við, að um sjálfsblekk- ingu sé að ræða, ef ráðamenn bæjarfélaga halda, að heimsmeistarahöll nýtist í íjárfestingu að fullu sem skóla- og íþróttahúsnæði. Alltaf verður einhver kostnað- armunur, sem lendir á þeim, sem tekur að sér ábyrgð. Athyglisvert er, að ráðamenn Hafnarfjarðar vilja ekki taka að sér hlutverk Kópavogs, heldur vilja, að frumkvæðið komi frá ríkinu og að Hafnarfjörður verði meðreiðarsveinn. En ríkið hefur haldið fast við samn- inginn, sem felur ekki sér ríkisfrumkvæði í máhnu. Hugsanlegt er að fara megi aðra leið og hengja máhð á sýningarskála, sem einkum væri ætlaður fyrir vöru- sýningar. Slíkur skáh væri hagkvæmastur í Laugardal í Reykjavík, þar sem slík aðstaða er fyrir í smærri stíl og þaðan sem stutt er th hótela og veitingastaða. Raunar þarf fyrr eða síðar að leggja út í kostnað við að gera Reykjavík að öflugri sýninga- og ráðstefnuborg en nú er. Hótel og veitingahús eru þar fjölmörg, fundar- salir dálítið takmarkaðir og sýningaraðstaða lítil. Ráðstefnu- og sýningagestir eru þeir ferðamenn, sem skila þjóðarbúinu mestum tekjum. Til að verða gjald- gengt á því sviði vantar ísland enn, helzt í Laugardal, öfluga ráðstefnu- og sýningarmiðstöð, sem getur þjónað mjög misstórum hópum og einkum þó stórum hópum. Erlend reynsla er fyrir, að ekki þýðir að hafa slíka miðstöð í hálfgerðum svefnbæjum á borð við Kópavog. Hún þarf að vera þar sem eru barirnir og bölhn, hótelin og veitingahúsin. En ráðamenn Reykjavíkur hafa ekki enn sett shka miðstöð efst á óskalista sinn. í varfærni sinni taka þeir tillit til, að núverandi að- staða til ráðstefna og sýninga er fremur lítið notuð. Þeir reikna með, að langan tíma taki fyrir borgina að ná til baka kostnaði við enn meiri aðstöðu, enda mundi hagurinn af henni dreifast til margra óskyldra aðila. í erfiðri stöðu er freistandi að reyna að semja við Flugleiðir um skammtímaleigu á væntanlegu flugskýli á Keflavíkurvehi, innrétta það sætum og hreinlætisað- stöðu, sem síðan má flytja annað og nýta. Enda hafa Flugleiðir gagn af, að heimsmeistarakeppni verði hér. Þetta er engin óskalausn. En skólahúsnæðislausn í svefnbæ hefur reynzt veikburða að mati Kópavogs og sýningarsalarlausn í höfuðborg virðist því miður ekki enn hafa náð fylhngu tímans að mati Reykjavíkur. Jónas Krisfjánsson —------------------------------------ Demókratar finna höggstað á Bush Úrslit aukakosninga á þriðjudag um öldungadeiidarsæti á Banda- ríkjaþingi fyrir Pennsylvaníu, tólf milljón manna iðnaðarfylki skammt frá austurströndinni, hafa farið eins og jarðskjálftakippur um bandaríska stjómmálasviðið. Áður lítt þekktur demókrati bar sigurorð af fyrrum fylkisstjóra og nánum samstarfsmanni George Bush for- seta sem sagði af sér ráðherraemb- ætti í stjórn hans til að halda öld- ungadeiidarsætinu fyrir repúbhk- ana. Richard Thornburgh þótti eiga sigur vísan þegar hann sagði af sér ráðherraembætti ríkislögmanns og formennsku í innanlandsmálaráði forsetans til að bjóða sig fram til Öldungadeildar. Hann hafði veriö fylkisstjóri Pennsylvaníu í tvö kjörtímabil og getið sér góöan orðstír. Viö fráfall Johns Heinz öldunga- deildarmanns skipaði demókratinn á fylkisstjórastóh í Pennsylvaníu flokksbróður sinn, Harris Wofford, til að taka sæti hans fram að auka- kosningunum. Hann hefur lengst gegnt skólastjórn við Bryn Mawr College, virta menntastofnun, en tók á yngri árum þátt í stofnun Friðarliðsins (Peace Corps) sem sendir unga Bandaríkjamenn sjálf- boðahða út um heim að vinna í þróunarlöndum og er sérfróður um Mahatma Ghandi og baráttu án valdbeitingar. Wofford er orðinn hálfsjötugur og hefur aldrei háð kosningabar- áttu fyrr. Hann þótti því ekki sigur- stranglegur enda sýndu skoðana- kannanir fyrst í stað yfirburðafylgi við Thornburgh, allt upp í 44 hundraðshluta umfram andstæð- inginn. Úrslitin urðu hins vegar að Wofford vann góðan sigur, hlaut 58% atkvæða. Eftir á þykir sýnt að það sem reið baggamuninn var að Wofford ein- beitti málflutningi sínum gegn stefnu, eða nánar tiltekið stefnu- leysi, stjórnar Bush forseta í þeim málum sem heitast brenna á bandarískum almenningi og and- stæðingnum Thomburgh sem full- trúa þeirrar afstöðu. Hann sakaði forsetann og stjórn hans um að láta sér fátt finnast um hag og heill bandarísks almennings. Nefndi hann einkum til sannindamerkis að Bush beitti neitunarvaldi til að ónýta lagasetningu þingsins um lengdan greiðslutíma atvinnuleys- isbóta og andstöðu forsetans og hans manna viö almennt heilbrigð- istryggingakerfi. Sigur Harris Wofford rekur enda- hnútinn á sannanakeðju fyrir því Erlend tídindi Magnús Torfi Ólafsson að almenningsáht í Bandaríkjun- um hefur með skjótum hætti snúist Bush forseta verulega í óhag. Skoð- anakannanir í haust leiða í ljós að 70% aðspurðra telja að þjóðin sé á rangri braut og 71% að landinu sé stjórnað í þágu fárra sérhagsmuna- aðila. Nær tveir þriðju svarenda telja efnahagsástand „afar slæmt“ eða „frekar slæmt“. Þetta er hæstu óánægjutölur sem sést hafa um árabil. Samtímis þessum vitnisburði um hugarástand Bandaríkjamanna kemur fram flóð af hagtölum sem skýrir viðhorfið sem skoðanakann- anirnar birta. Síðan snemma á átt- unda áratugnum, þegar hagvaxtar- aukning rénaði til muna, hafa Bandaríkin verið á efnahagslegri niðurleið. Kaupmáttur vikutekna almennra starfsmanna í iðnaði var fimmtungi lægri 1990 en 1972. Ráð- stöfunartekjur almennra launþega eru nú lægri en við valdatöku Bush. Veðskuldagreiðslur meðal millistéttaríjölskyldu eru komnar upp í 41% af heildartekjum og hafa tvöfaldast á þann mælikvarða á 16 árum. Ráðgjafarfyrirtækiö ISI Group í New York hefur reiknað út „sár- indavísitölu" sem sýnir hvert hlut- fall af tekjum fólks fer í skatta, líf- eyristryggingagjald, vaxtagjöld og lækniskostnað. Vísitalan sú hefur hækkað jafnt og þétt frá 1960, þegar hún var innan við 24%, í rúm 40% sem stendur. Rúmur helmingur hækkunar „sárindavísitölunnar" átti sér stað á stjómarárum Reag- ans og Bush. En þeir hafa líka hagað stjóm ríkisfjármála þannig að ekki er auðvelt að finna úrræði tii að örva hagvöxt og breyta samdráttar- skeiði í hagvaxtartíma. Spákaup- mennskan og sukkið á fjármagns- markaðinum á stjórnarárum Reag- ans lagði sparisjóðskerflð í rúst og verður ríkissjóður þar að standa straum af hundraða milljarða doll- ara skuldbindingum. Bankar og tryggingafyrirtæki standa höllum fæti og halda að sér höndum í út- lánum. Gífurlegan fjárlagahalla verður því að flármagna að verulegu leyti með því að selja erlendum fjár- magnseigendum, aðallega japönsk- um, bandarísk ríkisskuldabréf. Það gerir að verkum að vaxtalækkun umfram viss mörk myndi lækka gengi dollarans að því marki að erlenda fjármagnið fengist ekki lengur nema með afarkjörum á langtímalánamarkaði. Fjárlaga- hallinn á nýloknu fjárhagsári er talinn 285 milljarðar dohara og búist við að hann geti farið upp í 360 milljarða á því næsta, sem yrði met. í ríkisstjórn Bush og forustu repúblikana á þingi ríkir klofning- ur um hvað til bragðs skuh taka til að örva hagvöxt og verður ekk- ert aðhafst meðan sá ágreiningur ríkir. Sumir vilja setja fram tillögur um skattalækkanir, hvað sem öll- um halla líður. Aðrir vara við slíku, segja að meirihluti demókrata á þingi myndi hrifsa skattbreytinga- frumvarp og sníða það eftir sínu höfði og kosningahagsmunum. Úrslitin í Pennsynvaníu eru reið- arslag fyrir Bush sem brást við með því að aflýsa löngu ákveðnu ferða- lagi í opinberar heimsóknir í Jap- an, Suður-Kóreu, Singapore og Ástralíu. Eitt af því sem forsetinn hefur hlotið ámæli fyrir er að þeyt- ast um heiminn sí og æ að sinna alþjóðamálum en láta innanlands- vandamálin sitja á hakanum. Ekki mæltust þó þessi viðbrögð vel fyrir hjá öllum flokksmönnum forsetans. Washington Post hefur eftir einum þingleiðtoganum: „Við gefum af okkur þá mynd að við flögrum um eins og hálshöggnir kjúkhngar." Demókratar hugsa sér aftur á móti gott til glóðarinnar í forseta- kosningunum 3. nóvember að ári. Skoðanakannanir segja að 37% kjósenda hafi þegar ásett sér að kjósa hvern demókrata sem vera skal frekar en George Bush. Sex demókratar sækjast nú þegar eftir útnefningu til forsetaframboðs en enginn þeirra er þjóðþekktur. Nú er þess beðið með eftirvæntingu hvort Mario Cuomo, fylkisstjóri í New York, gerir loks upp hug sinn og stígur fram á völlinn. Magnús T. Ólafsson George Bush Bandarikjaforseti kemur til Rómar á fund æðstu manna NATO. Á móti honum tekur Virgilio Rognoni, landvarnaráðherra ítaliu. Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.