Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1991, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1991, Side 15
LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 1991. 15 fflr- ■ - 'TJWSI I ‘ *x Ws&fm. w wWWfffiS'l ••'** s L J \ . §f KJ|U| •• jtf1 'ii 1 »rti11 * —- §f|li|i ? ■SBSBIiœR ~ tv jxrt i; ÍHÉÍÍ í Slökun í stórborginni Góðir eiginmenn fara suður á Keflavíkurflugvöll til þess að taka á móti konum sínum þegar þær koma úr verslunarferðum frá út- löndum. Það er að segja ef þessir eiginmenn hafa ekki flotið með til þess að bera pakkana. Þannig er mér það minnisstætt er ég fór und- ir miðnætti einn haustdag fyrir jól- in í fyrra að taka á móti konunni. Hún hafði farið til verslunarborg- arinnar Trier í Þýskalandi með nokkrum vinkonum sínum. Ég sá hvar hún kom niður rúllustigann í Leifsstöð og vinkaði mér þar sem ég stóð handan við glerið. Hún hef- ur keypt sér þessa ágætu kápu og svona ljómandi fallega hta, hugsaði ég. Einkennilega fannst mér kápan þó síð og sá um leið að frúin var herðabreiðari en ég þóttist muna. Ég leiddi það þó hjá mér og bjó mig undir að taka á móti henni með tvær kerrur undir farangurinn. Kortavélum ofboðið Þegar þær vinkonurnar höfðu verið nokkra stund í fríhöfninni blikkuðu Ijósin og rafmagnið fór skömmu síðar alveg af flugstöð- inni. Þótt skuggsýnt væri sá ég að eiginmenn vinkvennanna fólnuðu þannig að lýsti af þeim í myrkrinu. Þeim datt án efa það sama í hug og mér. Nú hafa þær allar sem ein raðað sér á kassana í fríhöfninni með af sér gengin kreditkortin. Vélamar hafa ekki þolað úttektina, brunniö yfir og sprengt öryggi heillar flugstöðvar. Nokkum tíma tók að koma raf- magninu á aftur og á meðan beið karlpeningurinn örlaga sinna. Loks kviknuðu ljós á ný og eftir nokkra stund komu konumar fram ein af annarri. Mín tók sig vel út í nýju kápunni en ég hafði þó orð á því að þessi axlapúðatíska væri gengin út í öfgar. Allur kvenleiki hyrfi með þessum ósköpum. Ég nefndi ekki síddina á kápunni. Ver- ið gat að það nýjasta í kventískunni væm skósíðar kápur. Hvað er þetta, maður, sagði konan. Sérðu ekki að þetta er frakki á þig? Ég held að við höfum borgað nóga yfir- vigt þótt margra kílóa frakki kæmi ekki ofan á, bætti hún við. Ég sá í hendi mér að þær vinkonumar höfðu lent í vandræðum í flugstöð- inni í Lúxemborg. Afgangurinn, ef einhver var, hafði farið í að greiða yfirvigt. Ég fór því varlega í að nefna rafmagnstruflanir við heim- komu. Spurði þó hvort sviðalykt hefði fundist þegar kvennahópur- inn renndi Visa og Euro í gegn í fríhöfninni. Athugasemd mín mætti ekki skilningi. Við vomm taisvert fram á þetta ár aö greiða niður þessa sparnaðarferð. Árlegur fióringur Allt þetta rifiaðist upp fyrir mér núna í haust. Konan hefur í mörg ár talaö um það að gaman væri að skreppa til London að hausti til, fara í leikhús og slappa af. Betri helmingurinn fær þennan fiðring í sig árvisst, vor og haust. Fyrri hrinan hefst með litskreyttum aug- lýsingabækhngum ferðaskrifstof- anna þegar sól hækkar á lofti. Sú síðari brestur á þegar borgarferð- irnar bjóðast á haustin. Hvað er til ráða þegar þessi staða kemur upp? Ef marka má tölur um fiölda fólks í helgarferðum og grát- kór íslenskra stórkaupmanna kemur í ljós að eina leiðin er að láta undan óskum kvenna. Það fór á sama veg hjá mér og kynbræðr- um mínum. En ég setti þó skilyrði. Fömm til London, skoðum, fómm í leikhús, út að borða, búum á þægi- legu hóteii og slöppum af. En slepp- um búðunum. Þetta verður ekki verslunarferð, bara næring fyrir sál og líkama. Konan féllst um- svifalaust á þetta. Börnin í fóstur og nýir hveitibrauösdagar í upp- siglingu. Menning og afslöppun Þá var að ganga frá ferðinni. Guðni í Sólarflugi, betur þekktur sem Guðni í Sunnu, og Atlantsflug buðu upp á ódýra ferð til heims- borgarinnar. Lifi samkeppnin hugsaði ég um leið og ég stakk flugfarseðlunum í bijóstvasann. Við fengum bæklinga um það sem áhugaverðast er í leikhúsunum og skemmtanalífinu í London. Þetta leit vel út. Vikuferð og engar búðir nema kannski til að kaupa súkkul- aði og bjór. Ég hlakkaði til að fara og um konuna þarf ekki að fiöl- yrða. Hún hefði átt að fæðast á suðlægri breiddargráðu. Ég sá fyrir mér slökun á morgnana, söfn, bíó, leikhús og margréttaða kvöldverði með tilheyrandi drykkjarfóngum. Götuheitin Oxfordstræti og Reg- entstræti vom ekki til á mínu korti. Fyrirbrigðið kringlufætur Þegar nær ferðinni dró fóm þó að renna á mig tvær grímur. Konan og Arndís vinkona sátu löngum stundum og báru saman Kensing- ton og Oxford. Ég heyrði æ sjaldnar nefnda slökunina en því oftar var talað um Benetton, Harrods, Miss Selfridges, Top Shop, Top Man, C&A og fleiri ömefni stórborgar- innar. Arndís var nýkomin frá London. Þetta var ekki góðs viti. LaugardagspistiU Jónas Haraldsson Ég minntist þess þegar Arndís kom með manninn sinn frá London, vanan fialla- og gæsaveiðimann. Hann var þreyttur í fótunum. Verslunarferðin hafði tekið á manninn og hann var með svokall- aða „mall-fætur“. Slíka fætur fá karlar af harkalegri meðferð í verslunarferðum. Þeir verða hvorki kiðfættir né hjólbeinóttir heldur kringlufættir. Samið við mömmu Annað áhyggjuefni var það að eldri bömin á heimilinu sátu löng- um á eintali við móður sína. Tán- ingamir fefldu að vísu talið þegar pabbi nálgaðist en þó komst sá gamli ekki hjá því aö heyra nefnda staðina Gap og LevisÞ Original. Þetta vom ógnvænleg tíðindi. Þess- ir staðir selja gallabuxur' og það ekki venjulegar verkamannabux- ur. Nei, LevisÞ skal það heita og númer 501. Ekki ljósbláar og stein- þvegnar. Þegar em margar slíkar í fataskápnum eða í hrúgu á stól í herbergjum barnanna. Nú áttu buxumar að vera dökkbláar og svartar, „slim fit“ heyrðist mér það kaflað. Þreföld tóngæði Ekki batnaði ástandið þegar ég gat hlerað staöarheitið Tower Re- cords. Sú verslun selur plötur og geisladiska í metravís. Heimilið hefur verið tæknivætt og þykir ákjósanlegur tónlistarsalur. Að minnsta kosti met ég það svo þegar ég kem heim úr vinnunni og heyri þungarokkið út á götu. Mér var sagt fyrir nokkrum misserum að geisladiskar væm framtíðin. Gömlu stereogræjumar okkar voru úr sér gengnar svo við hjóna- kornin festum kaup á samstæðu með geislaspflara. Skömmu síðar sá eldri sonur okkar að þetta ástand var óviðunandi. Hann keypti sér þvi geislaspilara fyrir sumarhýmna. Sá spilari er þeirrar náttúm að hann gleypir þijá diska í einu og er því hægt að þenja það tæki nánast þindarlaust. Þegar hér var komið sögu var yngri sonurinn fermdur. Hann átti sér þá ósk heit- asta að eignast hljómtæki með geislaspilara. Heimiflð býr því yfir þremur fullkomnum stereotækj- um. Hvert sett er búið öflugum hátölurum, plötuspilara, tvöföldu segulbandstæki, tónjafnara aö ógleymdum geislaspilaranum. Aíleikur í stöðunni Það var því að vonum að um mig færi hrollur er ég heyrði minnst á þessa plötu- og geisladiskaverslun. Ekki batnaöi það þegar ég komst yfir innkaupalista barnanna. í augnabliksgáleysi haföi móðirin skilið hann eftir á glámbekk kvöld- ið fyrir brottför í hvíldarferðina tfl London. Fjölskyldufaðirinn tók kast. Bömin vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar þessi dag- farsprúði maður fórnaði höndum og hrópaði: Þetta á að verða slök- unarferð fyrir þreytta foreldra en ekki verslunarferð! Við kaupum ekki nokkum skapaðan hlut! Ég áttaöi mig ekki á því fyrr en brott- farardaginn að þessi viðbrögð mín voru mikil mistök. Ég heföi átt að humma þetta fram af mér og þykj- ast ekkert af innkaupafistanum vita. Nú haföi ég sært börnin og konuna og það varð ekki bætt nema með því að fylgja innkaupalistan- um í einu og öllu og bæta heldur við. Ég fann að vísu sviðalykt af kredikortum í huga mér. En hvað er það á móti hamingju fiölskyld- unnar? Ég hef áður séð það svart á vísa- og júróreikningum um mán- aðamót. Kíkjum aðeins... Viö hjónin flugum utan. Á fyrsta degi sagði konan: Eigum við ekki að kíkja aðeins í Oxfordstræti. Við getum skoðað svolítið en þurfum ekki að kaupa neitt strax. Ég var enn með samviskubit vegna fram- komunnar við börnin og sam- þykkti því tillöguna. Ég sá galla- buxur í verslunarglugga. Þær kost- uðu aðeins 15 pund. Þetta eru kjarakaup sagði ég við konuna. Nei, góði minn, þetta er ekki rétt snið, sagði hún um leið og hún skaust inn í aðra með vörumerkinu LevisÞ Original. Þar greip hún dökk- bláar buxur. Mér sýndust þær eins og 15 punda buxumar þar til ég sá verðmiðann. 47.99 stóð á honum. Fá þessar, sagði konan og bað mig að draga upp plastið. Svona buxur kosta sjö eða átta þúsund heima, bætti hún við, og virtist ekki hafa neinar áhyggjur af stórkaupmönn- um heima á Fróni. Kortlagning Fljótlega fór ég að kannast við mig. Voru þarna í Oxfordstræti og nágrannabyggðinni Regent saman- komin þau kennileiti er ég haföi heyrt konu mina og.Amdísi vin- konu nefna heima í eldhúsi. Þekkti ég strax- Miss Selfridges og bauö góðan daginn. Ekki vom síðri mót- tökurnar í öðrum stórverslunum. Oxfordstræti og Regentstræti, sem áður vora ekki til á mínu korti, fengu nú veglegan sess, ekki síður en á kreditkortinu. Hvíld, slökun og menning era afstæð hugtök. Konan lítur þetta sínum augum og ég mínum. Börnin líta þetta augum móður sinnar. Nú er bara að bíða eftir litprentuðu bæklingunum um vor- og sumar- ferðimar. Við klárum vísa- og júró- dæmið fyrir þann tíma.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.