Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1991, Síða 20
20
LAUGARDAGUR 9. NOVEMBER 1991.
Dýrasta mynd Frakka, Les amants du Pont-Neuf:
Kostnaðurinn fhnmfalt meiri
en áætlanir gerðu ráð íyrir
Nýjasta franska stórmyndin, Les
amants du Pont-Neuf hefur aö und-
aníomu verið umtalsefni París-
arbúa, og þá aöalllegá vegna hins
gifurlega kostnaðar viö myndina
sem er dæmigerð epísk stórmynd
um ástríður, ástir, svik, undirferli
og hatur. Og þessi lýsing gæti einn-
ig átt viö alla gerð kvikmyndarinn-
ar.
Það er enginn vafi að frumsýning
Les amants du Pont-Neuf er mesti
viðburðurinn í franskri kvik-
myndagerð á þessu ári. Umgjörð
myndarinnar er elsta brúin í París
þar sem við fylgjumst með fólki
sem þar lifir í vesöld en einnig um
ást tveggja einstæðinga.
Fyrir rúmu ári voru allir tilbúnir
að spá því að þessi kvikmynd kæmi
aldrei fyrir sjónir almennings, en
leikstjórinn, Léos Carax, er þrjósk-
ur maður og neitaði að gefast upp
þrátt fyrir mýmörg vandamál sem
flest tengdust geysistórri leikmynd
er hann lét reisa á mýrum í Suður-
Frakklandi. Þar enduroyggði hann
elstu brú í París, bjó til ána Signu
og umhverfið í kringum brúna.
Þegar upp var staðið var kostnað-
urinn'kominn í 28 milljónir dollara
eða 1,6 milljarða íslenskra króna
sem er fimmfaldur kostnaður mið-
að við upprunalega kostnaðaráætl-
un. Þessi upphæð'þykir ekkert
svakaleg í Hollywood en í evr-
ópskri kvikmyndagerð er þetta
stjamfræðileg upphæð.
Les amnats Pont-Neuf var síðan
frumsýnd í París 16. október við
sem var myndinni vinveittur, til
að leggja 12 milljónir dollara í hana
svo hægt væri að bjarga verkinu.
Carax lauk svo myndinni gegn öll-
um spádómum.
Það er margt sem gerði þaö að
verkum að kostnaðurinn við Les
amants du Pont-Neuf hljóp upp úr
öllu valdi. Fyrst og fremst var það
kostnaöurinn vdð svdösetninguna í
Suöur-Frakklandi, en þar sem það
tók svo langan tíma að kvdkmynda
urðu vond veður iðulega til að eyði-
leggja hið stóra svdð og hin tilbúna
Signa fór hvað eftir annað yfir
bakka sína. Annaö sem hleypti upp
kostnaðinum var atriðið sem gerist
1989 þegar haldið var upp á 200
hundruö ára afmæli frönsku bylt-
ingarinnar, Til að það yrði sem trú-
verðugast lét Carax endurtaka alla
hina miklu flugeldasýningu og
annað sem var til skemmtunar
Paríasrbúum á þessum degi. Ytri
aðstæður hjálpuðu til að hleypa
kostnaðinum upp úr öllu valdi, en
flestir eru samt á því að sökin sé
aö mestu leyti hjá Carax.
Þegar nánar er skoöað af hveiju
Léos Carax lét kostnaðinn fara upp
úr öllu valdi er ekki laust vdð að
maður hugsi til Michael Cimeno
og hvernig hann hagaði sér vdð
gerð Heavens Gate. Eins óg kunngt
er fór sú mynd heiftarlega fram úr
kostnaðaráætlun og er hún nánast
eingöngu þekkt fyrir hinn mikla
kostnað. Til dæmis er ein lína í
handriti Carax sem er á þennan
veg: „Michelle fer á vatnaskíði á
Signu, Alex keyrir bát með utan-
borðsmótor." Þessi eina lína kost-
aði 800.000 þúsund dollara (54 millj-
ónir króna). Vegna séróska sinna
og þeirra samstarfserfiðleika, sem
Carax átti vdð tæknimenn sína, eru
kvikmyndafræðingar í Frakklandi
einmitt hræddir um að Les amants
du Pont-Neuf veröi Heavens Gate
Frakka.
Leikararnir stóðu
með Carax
Carax kláraði myndina á þijósk-
unni einni saman, en hann getur
um leið og hann þakkar sjálfum sér
þakkað aðalleikurunum það að
myndin var kláruð, þau stóðu við
hlið hans á hverju sem gekk. Denis
Lavant hefur sagt að hann hefði
ekki getað lifað við það að myndin
yrði ekki kláruð. Það var þó Juli-
ette Binoche sem fórnaði mestu til
að geta klárað að leika í myndinni.
Meðan á tökum stóð kom kvdk-
mynd hins frábæra Philips Kauf-
man, The Unbearable Lightness of
Being, á markaðinn þar sem Binoc-
he leikur eitt aðalhlutverkið. Varð
hún samdægurs að stjörnu í hinum
alþjóðlega kvdkmyndaheimi.
Binoche neitaði þó öllum tilboðum,
sem sum hver hefðu freistað allra
leikkvenna, meöal annars aðal-
hlutverk á móti Robert De Niro og
að leika undir stjóm Eha Kazan.
Binoche er samt ekki gleymd og er
nú að leika aöalhlutverkið í endur-
gerð á Wuthering Heights sem
Franco Zeffirelli leikstýrir.
í heild urðu gagnrýnendur í
Frakklandi fyrir vonbrigðum með
myndina. Flestir eru á því að mörg
stórkostleg atriði séu til stáðar en
þær vonir, sem bundnar voru við
myndina, hafi brugðist. Þaö er sér-
staklega handritið sjálft sem þeim
finnst í þynnra lagi, en verst af öllu
segja þeir að það sé ómögulega
hægt að sjá að Binoche og Lavant
séu ástfangin í myndinni.
Léos Carax hefur lítið látið á sér
bera eftir að myndin var fmmsýnd,
hefur neitaö vdðtölum og aöeins
sagt aö hann hafi gefið þrjú ár af
lífi sínu í þessa kvdkmynd og hann
sé mjög feginn að þessu sé lokiö.
-HK
Hér má sjá hina ^—————
Kvikmyndir
ur-Frakklandi
sem hieypti Hilmar Karisson
kostnaðinum ---------------
upp.
til að kvikmynda við hina 400 ára
gömlu brú í þijár vdkur sumarið
1988, en af því varð aldrei vegna
þess að átta dögum áður en tökur
áttu að hefjast veiktist Lavant.
Vegna þess stutta tíma, sem Carax
hafði til að kvdkmynda vdð brúna,
hafði hann gert ráðstafanir til að
byggja lauslega eftirlíkingu í Suð-
ur-Frakklandi þar sem næturatriði
yrðu kvdkmynduð. Carax ákvað nú
nánast að endurbyggja brúna svo
einnig væri hægt að taka atriði þar
sem gerast að degi til. Við þetta fór
kostnaðurinn fyrst að fara úr bönd-
unum, enda fór það svo að þegar
búið var byggja brúna og umhverf-
ið þá hefðu Hollywoodframleiðend-
ur getað verið hreyknir af hinni
vönduöu svdðsmynd.
Peningarnir
fljóttbúnir
í desember 1988 var í fyrsta skipt-
ið hætt að vdnna við myndina
vegna fjárskorts. Þá hafði 10,5
milljónum dollara verið eytt og
aðeins til 45 mínútur af kvdkmynd-
aðri filmu. Svdssneskir kvdk-
myndaframleiðendur hlupu í
skarðið og lofuðu 3 milljónum doll-
ara í vdðbót og haldiö var áfram sex
mánuðum síöar. Sex vdkum síðar
voru þessar þijár milljónir upp-
umar og aftur stöðvaðist verkið og
þá var fyrst farið að afskrifa mynd-
ina fyrir fullt og allt. Carax gafst
samt ekki upp. í ágúst 1990 fékk
hann Lang menntamálaráðherra,
misjafnar undirtektir gagnrýn-
enda, en allt umtaliö um myndina
hefur gert það að verkum að hún
er vel sótt.
Þrjú ár í
framleiðslu
Raunveruleg saga „elskendanna
vdð Pont-Neuf‘ byrjar 1987. Carax
var í miklum metum eftir að hafa
gert tvær frekar ódýrar kvdkmynd-
ir, Boy Meets Girl og Mauvais sang,
sem báðar voru vel sóttar og gengu
í augun á dómnefndum á ýmsum
Aöalhlutverkin i
Les amants du
Pont-Neuf leika
Dany Lavant og
Juliette Binoche.
kvdkmyndahátíðum. Hann var því
fullur sjálfstrausts þegar hann hóf
undirbúning þriðju kvikmyndar
sinnar og var áætlaður kostnaður
6,25 milljónir dollara (375 milljónir
íslenskar). Hann fékk Denis La-
vant, sem hafði leikið aðalhlut-
verkið í fyrri myndum hans, til að
leika annaö aðalhlutverkið, Alex,
útigangsmann sem bjó vdð Pont-
Neuf. Juliette Binoche, sem hafði
leikið á móti Lavant í Mauvais
sang, samþykkti að leika hitt aðal-
hlutverkið, Michéle sem á á hættu
að verða blind vegna sjúkdóms.
Yfirvöld í París gáfu Carax leyfi