Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1991, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1991, Side 22
22 LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 1991. Kanaútvarpið fjörutíu ára: „Hérhef ég alltaf kunnað við mig“ - segir Sigurður Jónsson yfírmaður sem byggt hefur upp stöðina og er ráðgefandi fyrir herstöðvar víða mn heim „Ég hóf störf hér í bragganum fyrir rúmum þrjátíu árum, árið 1959. Þá var ég nýkominn heim frá Banda- ríkjunum þar sem ég var í tækni- skóla. Reyndar var ég búinn að ráða mig hjá tölvufyrirtæki ytra og ætlaði því aðeins að stoppa stutt hér. Ég hafði menntað mig í útvarps- og sjón- varpstækni. Þar sem ég vissi af stöð- inni hér langaði mig að skoða hana. Þeir buðu mér hins vegar strax vinnu sem var reyndar íjarri mér þá,“ segir Sigurður Jónsson, fram- kvæmdastjóri útvarps og sjónvarps á vellinum, þegar helgarbiaðið fór í heimsókn í stöðina sl. fimmtudag. Sigurður þykir mikill tæknisnill- ingur og hefur byggt upp stöðina nánast frá grunni og verið óspar á að finna upp nýjungar á því sviði. Kunnátta Sigurðar hefur spurst út því árið 1989 var hann gerður að ráð- gjafa herútvarps og sjónvarps í allri Evrópu og er fyrsti útlendingurinn sem gegnir slíku embætti. Næsta fóstudag, 15. nóvember, verður haldið upp á afmæli í eina bragganum sem eftir er á Keflavíkur- velli. Bragginn sá hefur í fjörutíu ár hýst útvarp varnarliðsmanna, Kana- útvarpið, sem æska landsins lá yfir í fjölda ára. í dag eru í bragganum fimm útvarpsstöðvar og miðstöð fjórtán sjónvarpsrása. Að öllu þessu hafa fimm þúsund manns, sem búa á vellinum, aðgang. Þó að bragginn láti ekki mikið yfir sér þar sem hann stendur einn og yfirgefmn er hann búinn svo fullkomnum tækjum að furðu vekur. Sérstakt leyfisbréf gefiö út Fyrir nákvæmlega fjörutíu árum var aðeins ein stöð á vellinum og hún náði ekki út fyrir svæðið. Sú stöð var aðeins 25 vött. 1. maí 1952 var hins vegar sett upp sterkari stöð, 250 vött, sem náði um allt Suðurland. Þá var gefiö út sérstakt leyfisbréf, undirrit- að af Jónasi Þorbergssyni útvarps- stjóra. Allir íslendingar þekkja Kanaútvarpið og margir muna eftir Kanasjónvarpinu. Það olli talsverð- um deilum meðal manna í lok sjö- unda áratugarins eða stuttu eftir að íslenska sjónvarpið hóf göngu sína. Þá var lokað fyrir útsendingar Kana- sjónvarps utan vallarins. Sigurður segist vilja leiörétta mis- skilning sem ríkt hefur í fjölmörg ár varðandi lokunina. „Það voru ekki þeir sextíu menn, sem skráðu sig á lista, sem höfðu áhrif á lokunina," segir hann og gott að það geti komið fram. „Herstöðvamar kaupa sjón- varpsefni með því skilyrði að það sé ekki notað í samkeppni við aðrar stöðvar heldur í lokuðum stöðvum. Þegar íslenska sjónvarpið hóf göngu sína var því engin spurning um að loka þyrfti fyrir útsendingar utan vallai' því herinn mátti ekki fara í samkeppni við það,“ segir Sigurður. Nú hefur völlurinn verið kapal- lagður og hermenn og aðstandendur þeirra geta valið um fjórtán sjón- varpsstöðvar. Þar á meðal eru tvær sem búnar era til á vellinum, fyrir utan textavarp og veðurrás. Auk þess hefur völlurinn fimm útvarps- rásir, þar af fjórar á FM. Sigurður Jónsson hefur unnið mikið afrek i uppbyggingu útvarps- og sjónvarpsstöðva fyrir bandaríska herinn og fengið verðlaun fyrir. Hér er hann ásamt útvarpsstjóranum á vellinum, Thomas E. Jones. — DV-myndir Gunnar V. Andrésson Brautryðjandi á sínu sviöi Segja má að Sigurður Jónsson sé brautryðjandi á íslandi í sjónvarps- rekstri. Hann kom upp litsjónvarpi á vellinum árið 1974. Og í næsta mán- uði verður byrjaö á stereosendingum þar. Sigurður sá um tengingu stöðv- arinnar við gervihnattasjónvarp árið 1983 og hannaði stjórnkerfi sem gerir kleift að sjónvarpa á tveimur rásum samtímis. Um þessar mundir er Sig- urður að hanna nýja klippitækni. Árið 1989 hlaut Sigurður eftirsótt verðlaun er hann var valinn „fjöl- miðlamaöur ársins" samkvæmt út- nefningu bandarískra útvarps- og sjónvarpsstöðva. Verðlaunin heita Tom Lewis-verðlaunin og eru veitt árlega þeim er þykir skara fram úr á þessu sviði. Þetta er æösta viður- kenning sem starfsmönnum Banda- ríkjahers getur hlotnast. Þá þegar var búið að gera Sigurð að sérstökum tæknilegum ráðgjafa um rekstur út- varps- og sjónvarpsstöðva flotans í Evrópu, á Nýfundnalandi og á Bermúdaeyjum. „Það má segja að ég sé nokkurs konar lykilmaður þar sem skipt er um menn í öllum stöðum á þriggja ára fresti en ég er hér alltaf,“ segir Sigurður. Auk Sigurðar hefur Teitur Albertsson tæknimaður starfað hjá stöðinni nánast jafnlengi og nýlega hóf störf Friðrik Haraldsson tækni- maður. Undirbjó litsjónvarp og kapalvæðingu Hermennimir sjá síðan um dag- skrá. Einn fréttamaður sér um að senda fréttir út í útvarpi. Hann fer út og aflar þeirra, klippir og sendir út. I sjónvarpinu er hálftíma frétta- Þrir íslenskir tæknimenn vinna hjá Kanaútvarpinu. Sigurður Jónsson og Fréttamaður Kanaútvarpsins les fréttir sem hann hefur aflað sjálfur. Teitur Albertsson hafa báðir starfað þar í rúm þrjátíu ár en Friðrik Haralds- son hóf nýlega störf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.