Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1991, Síða 27
LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 1991.
27
skreytt með ljóðum
„Við Sigmundur Emir höfum sýnt
hvor öðrum ljóð okkar. Hann hefur
einnig oft komið með spumingar í
sambandi við jarðfræði þar sem við
höfum starfað saman á Stöð 2. Ég
fann vel inn á áhuga hans á náttúr-
unni,“ sagði Ari Trausti Guð-
mundsson jarðfræðingur í viðtali
viö helgarblaðið.
í vikunni kom út allsérstæð bók
eftir Ara Trausta sem nefnist Úr
ríki náttúrunnar og er hún skreytt
ljóðum eftir Sigmund Erni Rúnars-
son fréttamann. „Ég var langt kom-
inn með bókina þegar mér datt í
hug að fá Sigmund til að skreyta
hana með ljóðum. Hann fékk efnis-
yfirlit bókarinnar í hendur og orti
eftir því,“ heldur Ari áfram.
Hann segist ekki vita til þess að
slíkt hafi verið gert áður. „Engin
þessara ljóða hafa birst áður og eru
öll samin fyrir bókina. Ég tel full-
víst að þetta hafi ekki verið gert
fyrr,“ segir Ari.
Hann bendir á að nokkrar bækur
hafi verið skreyttar með ljóðum
eftir kunn skáld en aldrei fyrr hafa
ljóðin verið samin í kringum efnis-
þætti. „Það fer mjög vel saman að
skrifa um náttúrima og skreyta
með ljóðum ekki síður en ljós-
myndum. Mér finnst Sigmundur
flinkur við að búa til hluti sem
maður þarf að íhuga vel,“ segir
hann.
Þrjátíu
spurningum svarað
Ari Trausti segir að efni bókar-
innar hafi orðið til er hann hugsaði
upp allar þær spurningar sem
hann er spurður, bæði sem kennari
og fyrirlesari. „Fólk hringir oft í
mig og spyr mig ákveðinna spurn-
inga. Einnig vakna oft spurningar
eftir fréttaflutning í fjölmiðlum. Ég
get nefnt sem dæmi gullæði og
rannsóknir tengdar því. Bókin er
byggð á þijátíu spurningum, sem
hafa verið fólki ofarlega í huga að
undanfömu, tengdum náttúrunni,
veðurfræði, stjörnufræði, liffræði
og umhverfismálum. Þar sem ég
hef ekki vit á hlutunum, eins og
t.d. í líffræði, nota ég skrifað efni
og get þá heimilda. Einnig kem ég
inn á feröamál, t.d. hálendisvegina,
og svara þeirri spumingu hvort
æskilegt sé að fá hingað eina millj-
ón ferðamanna."
Ari Trausti kemur víða við í bók-
inni. Hann segist hugsa bókina fyr-
ir skólanemendur, blaðamenn og
allan almenning sem hefur áhuga
á að fræðast um náttúmna í víðum
skilningi. „Mér hefur fundist vanta
bók sem þessa á markaðinn. Það
eru auðvitaö til hinar ýmsu
kennslubækur, t.d. um jarðfræði
- sérstæð ný bók eftir Ara Trausta og Sigmund Emi
Ari Trausti Guðmundsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson eru að gefa út sameiginlega bók, sambland af spurningum um jarðfræði, veðurfræði
og náttúruna almennt, skreytta með Ijóðum. DV-mynd Brynjar Gauti
eða líffræði. í bókinni eru það hins
vegar hin almennu atriði sem
koma fram og sett upp þannig að
allir skilja.“
í bókinni eru ljósmyndir, kort,
töílur og útskýringar á orðheitum
eins og vindstigum, hnútum og
þess háttar. „Hins vegar eru svart-
hvítar myndir með ljóðum Sig-
mundar Emis. Þær eru allar eftir
fóður minn, Guðmund Einarsson
frá Miðdal, og eru hálfrar aldar
gamlar. Myndirnar eru margar frá
hálendinu. Það var dóttir mín,
Hulda, sem valdi þær úr miklu
safni sem til er enda var faðir minn
mikill áhugaljósmyndari. Hún
valdi þær með hliðsjón af ljóðum
Sigmundar."
Lækninga-
mátturjurta
Meðal þess sem Ari fjallar um eru
jurtir með lækningamátt. „í þeim
kaíla geri ég grein fyrir rannsókn-
um sem fram hafa farið á vegum
Háskóla íslands á gagnsemi og
jafnframt hættum frá jurtum.
Margar af þessum jurtum, sem
þekktastar hafa verið, innihalda
lyfjaefni, jafnvel eitur. Ég sýni fram
á hvað menn hafa haldið um lækn-
ingamátt. í sumum tilfellum hefur
það verið rétt en í öðrum ekki. Það
sem ég reyni fyrst og fremst að
segja fólki er aö það geri sömu kröf-
ur til jurtalyfja og annarra," segir
Ari Trausti.
í öðrum kafla reynir hann að út-
skýra stjömumerkin. „Ég útskýri
hvernig þau eru notuð í raun og
veru og hvað er rangt við stjörnu-
spár,“ segir Ari Trausti. „Það er
gagn af stjörnumerkjum en ekki á
þann hátt sem fólk heldur."
Ari Trausti segir að stöðuvötn
geti náð niöur fyrir sjávarmál en
það þyki mörgu fólki merkilegt. Þá
gerir hann einnig grein fyrir
hvernig lægðir verða til og alverstu
stormar, svokallaðar sprengilægð-
ir. Hann uppfræðir einnig lesendur
um eldgos og þá hvort óhætt sé að
búa á íslandi. „Það er einmitt
spurning sem ég er mjög oft spurð-
ur um,“ segir hann. „Vissulega er
það hættulegra en í mörgum öðmm
löndum," bætir hann við.
Suðurlandsskjálfti
fyrir aldamót
Umhverfismál hafa verið talsvert
í umræðunni og inn á þau fer Ari
Trausti í bók sinni. Hann talar um
sorphauga sem sprengjur. Þær
sprengjur eiga eftir að springa á
næstu öld. „Þama era alvarlegir
hlutir sem hafa verið látnir átölu-
lausir,“ segir hann. Ari Trausti tel-
ur að Suðurlandsskjálfti veröi fyrir
aldamót og gerir grein fyrir því.
„Það eru mjög miklar líkur á að
hann verði fyrir aldamót og verði
sjö stig á Richter, jafnvel meira.
Það er nokkuð meira en var í San
Francisco. Enginn svo sterkur
kippur hefur orðið hér á landi á
þessari öld. Við lifum við allt aðrar
aðstæður nú en var síðast þegar
slíkur jarðskjálftakippur reið yfir
og því eiga menn mjög erfitt með
að sjá hvaða áhrif slíkur skjálfti
hefur á þjóðfélagið," segir Ari
Trausti.
Orteftirpöntun
Sigmundur Emir hefur fyrir
löngu getið sér gott orð fyrir ljóð
sín. Unnendur hans fá sinn
skammt í bókinni því hver einasti
kafli endar á ljóði. „Við Ari höfum
oft rætt um alla heima og geima „í
útsendingum frétta" og það endaði
með að ég tók þetta verkefni að
mér að beiðni hans og fór að yrkja
eftir pöntun. Það er auðvitað mjög
erfitt að yrkja eftir naktri beina-
grind eins og í þessu tilfelli enda
varð það samkomulag okkar að
hafa ljóðin til hliðsjónar. Ég fór
nokkuð fijálslega með viðfangsefn-
ið þó þau skírskoti í öllum tilfellum
til efnisins."
Sigmundur segist yrkja í bylgjum
eða öldum og hann hafi orðið undr-
andi hversu vel gekk að semja ljóð
eftir pöntun. „Hins vegar er ég van-
ur að yrkja um náttúruna. Þetta
var mjög spennandi verkefni vegna
þess hversu ögrandi er að fjalla um
náttúrana," viðurkennir Sigmund-
ur. „Allir hafa sínar skoðanir á
náttúrunni og eru tilbúnir að tala
um hana með stómm lýsingarorð-
um. íslendingar em náttúruunn-
endur og þekkja hana vel. Þess
vegna fannst mér ég þurfa að vanda
mig mjög mikið.“
Þeir Sigmundur Ernir og Ari
Trausti eru sammála um að ljóðin
setja svip sinn á efni bókarinnar
og telja ekki loku fyrir það skotið
að þetta gæti orðið til áframhald-
andi samstarfs.
Og hér er sýnishorn:
Sá svipur fjalls
sem spinnur streng
úr lausum gusti
er vissulega hvass
úr yggldum brúnum hamra
vefst hann fyrir mönnum.
-ELA