Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1991, Page 32
44
LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 1991.
„Ég uppgötvaöi snemma'að ég gat
komið fólki til að hlæja. Ég grínaðist
heima hjá mér og þar voru áhorfend-
umir mamma og Hermóður bróðir
minn,“ segir Laddi eða Þórhallur Sig-
urðsson, hinn landsfrægi skemmti-
kraftur, í nýrri viðtalsbók eftir Þráin
Bertelsson. Helgarblaðið hefur feng-
ið leyfi til að birta úr bókinni og höf-
um við valið tvo stutta kafla sem les-
endur ættu að hafa gaman af.
„Ég fíflaðist lika stöðugt í skólan-
um. Þegar ég var tekinn upp var það
aldrei ég sjálfur sem fór upp að töflu
heldur einhver allt annar og ég
skmmskældi mig og umlaði og allir
skeflihlógu - nema kennarinn sem
horfði í forundran og vorkunnsemi
á þetta barn sem stóð þarna og geifl-
aði sig með úfinn hárlubba og græna
hormottu á efri vörinni.
Sennilega er ég feiminn að upplagi,
aUavega man ég ekki eftir að hafa
nokkurn tímann verið laus við
feimni."
Kom frá
fátæku heimili
„Ég kom frá fátæku heimiU.
Mamma, sem var þá orðin einstæð
móðir, vann langan vinnudag í fiski
og við bræðurnir gengum mestan
part sjálfala, svo að þegar ég mætti
í skólann var ég hvorki prúðbúinn
né vatnsgreiddur. Við höfðum alltaf
nóg að borða og áttum föt utan á
okkur, en þau föt voru oft dáldið
ósamstæð og stærðir ekki alltaf við
okkar hæfi. Ég man eftir þvi að ein-
hvern tímann var ég umkringdur
krökkum sem höfðu tekið eftir því
að nærbuxurnar mínar gægðust nið-
ur undan skálmunum á stuttbuxun-
um og voru að skemmta sér við að
toga þær lengra niður.
Eg þótti ekki par fríður. Ég var
kallaður Apabróðir og það var ekki
í virðingarskyni, eins og Tarsan.l
Þetta var æpt á mig á götunni, og
þegar Hemmi bróðir var með mér
var hann spurður að því hvort hann
ætlaði ekki að gefa mér banana."
Eins og skrímsli
„Við áttum heima í Hafnarfirði og
þegar ég var að byrja í skóla var ég
búinn að átta mig á því af fjölmörg-
um ábendingum, að ég væri útlits
eins og skrímsli og heimskur eftir
þvi.
Eins og gefur að skilja átti ég fáa
vini, meira að segja Hemmi bróöir
sem er rúmlega ári eldri en ég varð
fyrir aðkasti ef ég sást í fylgd með
honum. Hann var fríðleikspiltur og
vinsæll og það kostaði hann þess
vegna fórnir að vera á ferli með Apa-
bróðurinn í eftirdragi.
Ég lék mér mest einn. Stundum þó
með öðrum strák, sem einhverra
hluta vegna hafði engar áhyggjur af
heimsku minni eða útlitsgöllum. Við
lékum okkur mest þar sem nú er
Norðurbærinn í Hafnarfirði. Ég átti
heima í Vesturbænum, þá skiptist
byggðin bara í Suðurbæ og Vest-
urbæ.
í hrauninu var okkar leiksvæði.
Viö vorum athafnasamir og príluð-
um út um allt. Við sáum kastala og
riddaraborgir í hveijum kletti og
sjálfir áttum við þarna stórkostlegt
virki sem hét Krókótti kastalinn og
þaöan ríktum við yfir víðlendu ríki.“
Bræðurnir Halli og Laddi voru vinsælustu skemmtikraftar landsins um árabil. Samstarf þeirra hófst þar sem þeir störfuðu saman hjá Sjónvarpinu.
Skrópað í skólanum
„Svo byijaði skólinn og Apabróðir-
inn átti erfitt uppdráttar.
„Með því að fiflast tókst mér að
losna við stríðnina, en best var að fá
að vera í friði, og þá var skrópað.
Ég fór með töskuna að heiman og
stakk henni ofan í gjótu. Svo tók
frelsiö við. Enginn skipti sér af
manni. Mamma var alltaf að vinna.
Við lékum okkur saman í hraun-
inu, vinur minn og ég, en stundum
vildi ég vera einn, bæði til að sökkva
mér niður í draumóra þar sem ég
barðist við ósýnilega óvini og hafði
betur og svo til þess að velta fyrir
mér hlutskipti mínu. Stundum var
ég aö því kominn að bugast af sjálfs-
vorkunn. Afhveiju var ég svona
heimskur, svona ljótur, svona asna-
legur, svona rosalega feiminn?
Apabróðirinn í Hafnarfirði,
Skrímslið unga, heimskastur allra í
bænum.
Afhveiju einmitt ég?
Við því kunni ég engin svör, en úr
því ég var svona misheppnaður lá
beint við að betra væri að gerast ein-
hver annar og ég fór að herma eftir,
bæði fólki sem ég sá og því sem ég
hafði séð í bíó.
Jerry Lewis var min mikla fyrir-
mynd. Tímunum saman æfði ég mig
að gera geiflur og glenna mig eins
og hann. Chaphn var hka í uppá-
haldi og Bakkabræöumir amerísku
„Three Stooges". Ég stældi þá aha
og bætti við uppátækjum frá sjálfum
mér.
Og það varð líft í skólanum þegar
í ljós kom að Apabróðirinn gat breytt
sér í Chaplin og Jerry Lewis. Með
því að breyta mér gat ég losnaö við
að vera ég sjálfur.
Um stund.“
Myrkur yfir
minningum
„Þegar ég leita í huganum eftir
minningum til að draga fram í dags-
ljósið verð ég þess var að björtu
minningarnar eru endingarbetri en
þær dökku. En engu að síður á ég
minningar sem myrkur grúfir yfir
og hafa fylgt mér fram á þennan dag.
Það er engin birta yfir óreglunni.
í Hafnarfirði var talsverð óregla á
heimilinu og oft gestkvæmt.
Þetta spurðist út í þessu litla bæjar-
félagi og varð auðvitað ekki til að
styrkja stöðu okkar bræðranna.
Mamma er góð kona, en það er
ekki auðvelt hlutskipti að vera ein-
stæð móðir, ekki í dag og þaðan af
síður á þessum tíma. Hún vann mik-
ið og lét okkur mestan part afskipta-
lausa. Þess heldur kom það sér vel
að eiga hlýtt skjól hjá ömmu og afa.
Það er stundum sukksamt í mínum
bransa. Ég komst ungur í tæri við
óregluna, ólst upp við hana og hafði
kannski meira sjálfsforræöi en ég
var maður til að rísa undir. Óreglan
hefur haft áhrif á líf mitt; það er ekki
gott að segja til um hversu mikil þau
áhrif eru, en hún hefur ekki náð að
gleypa mig. En hún hefur tekið sinn
toll. Fjölskyldan hefur liðið fyrir at-
vinnu mína og það sem henni hefur
tengst. Og hjónabandið mitt - sem
núna er á enda.“
Óreglan eins og
piparogsalt
„Mikil vinna, streita, feröalög og
tengslin við skemmtanalífið, allt er
þetta slítandi fyrir hjónaband og íjöl-
skyldulíf.
Öregla og skemmtanir eiga samleið
eins og pipar og salt. Að vísu er til
fólk sem hefur unnið við svipaðar
aðstæður og ég og haldið sig frá allri
óreglu. Ég valdi ekki þá leiðina.
Hitt er svo annað mál að ef líf mitt
hefði verið jafnsukksamt og gróusög-
ur herma, þá hefði ég látist í hárri
elli fyrir mörgum árum.
Ég held að ég geti ekki talist bitur
eða beiskur, en ég verð samt að við-
urkenna að mig hefur oft sviðiö und-
an þeim sögum af sjálfum mér sem
mér hafa borist til eyrna og enginn
flugufótur er fyrir. Sérstaklega
fannst mér ómaklegt þegar Rósa kon-
an mín varð fyrir barðinu á þessum
sögum sem öldungis vandalaust fólk
fann hjá sér hvöt til að spinna upp
um mig og koma á framfæri við hana.
Það liggja ekki góðar hvatir að baki
slúðursögum.
Stundum gátum við þó hlegið að
þessum sögum, sérstaklega ef Gróa
á Leiti var búin að útlista í löngu
máli framferöi mitt á tilteknum stað
og stund á einhverju landshorni, þeg-
ar við Rósa vissum bæði að ég var
staddur heima hjá mér við einhverja
siðsamlega iðju.“
Gróa á Leiti
í heimsókn
„En illt umtal, baknag, rógur, sög-
urburður - allt þetta hefur komið illa
við mig. Ég hef aldrei gert kröfu til
þess að lífið væri samfelldur dans á
rósum, en ég verð dapur þegar ég
hugsa til þess að til skuli vera fólk
sem lifir svo ófullnægjandi lífi að það
grípur tfi þess ráðs að reyna að troða
sér inn í líf annarra og skilja þar eft-
ir sig spor.
Umtal er að sjálfsögðu fylgifiskur
frægðarinnar. Það skil ég vel. Sum-
part þess vegna er ég að rifja upp
söp mína. Ég veit að ég hef afsalað
mér hluta af réttindum almennra
borgara til einkalífs. En ég hef ekki
afsalað mér öllum réttindum. Og
gæti þaö ekki þótt ég vildi.
En úr því að einkalíf þekktra aðila
er að hluta til opinbert umræðuefni
finnst mér rétt aö sannleikurinn fái
að koma fram, eins og ég sé hann frá
mínum bæjardyrum, og kann best
aö greina frá honum.
Ný bók iim Ladda eftir Þráin Bertelsson:
„Heimskur, ljótur og
kallaður apabróðir"
- skemmtikrafturinn segir opinskátt frá lífi sínu