Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1991, Side 34

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1991, Side 34
46 LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 1991. Sérstæð sakamál DV Richard Crafts handtekinn. Elisabet, móðir Helle, til hægri, ásamt túlki. Ákæran á hendur Richard Crafts minnti í mörgu á handrit aö hryll- ingskvikmynd. Engu að síður varð Elisabet Lorck Nielsen, áttatíu og eins árs gömul móðir Helle Lorck Nielsen Crafts, tengdamóðir Ric- hards, að hlýða á ákæruatriðin í réttarsalnum eftir að hún hafði verið beðin um að koma til Banda- ríkjanna frá Charlottenlund í Dan- mörku. Hjónabandserjur Richard Crafts, sem hlaut viður- nefniö „kvistakvarnarmorðing- inn“, var fjörutíu og níu ára þegar hann var handtekinn 13. janúar 1987 og ákæröur fyrir aö hafa myrt konu sína sem verið hafði tíu árum yngri en hann. Crafts-hjónin höfðu búið í Newtown í Connecticut í Banda- ríkjunum en eiginkonan, Helle, var fædd í Danmörku. Þau hjón áttu þrjú börn en það kom ekki í veg fyrir að hann hlutaði lík Helle í sjö hluta, setti þá í kvistakvörn og kastaði síðan því sem úr henni kom í Housatonic-ána sem rennur skammt frá húsinu sem fjölskyldan bjó í. Sjálft morðvopnið er hins vegar talið hafa verið vasaljós og segir síðar hvernig á því stóð að Richard valdi það til verknaðarins. Forsaga málsins er sú að Helle vildi skilja við mann sinn. Hann hafði gert það sem hann taldi síð- ustu tilraun sína til að fá hana til að falla frá skilnaðarkröfu en án árangurs. Það var líka þýðingar- laust fyrir Richard að neita því að hann hefði enn einu sinni gerst konu sinni ótrúr því Helle hafði tekist að fá tekna mynd af honum með ástkonu sinni. Skilnaðurinn þýddi efnahagslegt hrun fyrir Richard og erfiða stöðu gagnvart börnunum og því ákvað hann að leita lausnar sem fæli að- eins í sér konumissinn. Morðáætlunin Richard ákvað að láta konu sína hverfa af yfirborði jarðar. Og til að svo mætti verða gerði hann ná- kvæma og ljóta áætlun. Mánudag- inn 17. og 18. nóvember 1986, meðan kona hans var í tveggja daga flug- ferð til Frankfurt, en hún var starf- andi flugfreyja, keypti hann sendi- bíl og kom fyrir í honum hundrað lítra frystikistu. Þá ákvað hann að taka á leigu kvistakvöm hjá tækja- leigu í nágrenninu. Richard vildi gæta þess vel að börnin yrðu ekki neins vísari um fyrirætlan hans og þess vegna lagði hann sendibílnum góðan spöl frá húsinu. Hann lagði síðan langa raf- magnsleiðslu til hans og tengdi við frystikistuna. Þegar frostið í henni var orðið tuttugu stig taldi hann hana tilbúna til notkunar. Fimmtudaginn 19. nóvember, þegar Helle kom úr ferðinni, var farið að snjóa ákaft. Hefði hún ver- ið á ferðinni tveimur tímum síðar hefði hún ekki komist heim og þá má vera að hún hefði haldið lífi. Framkvæmdin Richard reyndi að koma eins eðli- lega fram og hann gat þegar hann tók á móti konu sinni. Hann færði henni kvöldmat og gaf henni rauð- vín með. Klukkan átta vom yngstu börnin send í rúmið. Sonurinn Andrew, sem var tíu ára, fékk að vera leng- ur á fótum og horfa á sjónvarp. Meðan Richard þvoði upp leirtau- ið fór Helle úr flugfreyjubúningn- um og klæddist ljósbláum náttkjól sem hún hélt mikiö upp á. Síðan settist hún við lestur tveggja bréfa sem höfðu borist. Þótt Helle væri þreytt og vildi fara aö hátta hélt Richard henni vakandi með tali um skilnaðarmál- ið en hann vildi vera viss um að börnin væm öll í fastasvefni þegar hann gerði alvöru úr fyrirætlan sinni. Richard myrti konu sína þessa nótt. En hvernig fór hann að því? Allt bendir til að hann hafi læðst aftan að henni þar sem hún stóð við rúmið og slegið hana í höfuðið með vasaljósi. Það fannst síðar í húsinu og var bæði stórt og þungt, af þeirri gerð sem lögregluþjónar nota. Því til staðfestingar að hann hafi slegið hana við rúmiö eru blóð- blettir sem fundust á dýnunni. Vasaljós er talið hafa verið hent- ugt vopn þvi Helle hefði ekki óttast hann þótt hann væri með þaö í hendinni og því gat hann gengið að henni án óeðlilegra viöbragða hennar. Líkinu komið undan Allt var kyrrt í húsinu eftir verknaðinn. Með lík konunnar í fanginu gekk Richard fram í and- dyrið en þaðan fram í eldhúsið, út um bakdyrnar og aö bílnum með frystikistuna. Enn snjóaði. Er að bílnum kom setti hann líkiö í plast- poka og lagði það síðan í frystikist- una sem var reyndar ekki nógu stór svo aö hann varð að beygja fótleggina til að koma því fyrir. Þarna átti Helle að liggja þar til hún yrði frosin í gegn. Þá ætlaði Ric- hard að saga hana í stykki en setja þau síðan í kvistakvörn, nokkurs konar tréhakkavél, og losa sig síð- an við það sem úr henni kæmi. Hann valdi þessa aðferð af því hann vissi að auðveldara og hreinlegra er að hluta sundur frosin lík með vélsög en ófryst með hníf. Crafts, með gleraugun, ásamt Sagarin verjanda. Aðfaranótt miðvikudags svaf Ric- hard ekki dúr því hann var önnum kafinn við að fjarlægja öll ummerki eftir morðið. Sömuleiðis reyndi hann að búa þannig um hnútana að hann gæti sagt að kona hans hefði farið til útlanda eða yfirgefiö hann fyrir fullt og allt. Meðal þess sem hann gerði var að taka mikið af fótum og öðru sem Helle átti og setja í ferðatösku. Hana lagði hann síðan í bíl hennar sem hann ók svo aö húsgrunni sem hann átti annars staðar. Rafmagnsleysi Þegar Richard kom heim um íjög- urleytið um morguninn brá honum mikið. Allt rafmagn var farið af. Hann átti því aðeins einn kost og það var að flytja frystikistuna í bíl- skúrinn þar sem hann átti litla dí- silknúna rafstöð. En bílskúrinn var fast við húsið og rafstöðin gat vak- ið börnin. Ekki var þó um annað að ræða og tók Richard áhættuna. Klukkan sex um morguninn vakti hann börnin og fór með þau til systur sinnar og mágs í nærliggj- andi bæ, Westport, og gaf þá skýr- ingu að of kalt væri í húsinu vegna rafmagnsleysisins. í raun óttaðist Richard að börnin færu út í bíl- skúr, fyndu frystikistuna í sendi- bílnum og kæmust að því að hann hefði myrt móður þeirra. Þegar Richard hafði komið börn- unum fyrir hringdi hann til tækja- leigunnar sem haföi ætlað að láta hann fá kvistakvörnina og gekk úr skugga um að hann fengi hana á tilsettum tíma. Síðan tók hann fros- ið lík Helle og hlutaði þaö sundur. Stykkin sjö setti hann síöan í poka, hvert fyrir sig. Daginn eftir fékk Richard loks kvistakvörnina og lauk þá þessu óhugnanlega verki sínu. Leifunum kastaði hann síðan út í Housa- tonic-ána. Réttarhöldin David Rogers, sem kvæntur var Karen, systur Richards, fylgdist vel með handtöku hans og gagnasöfn- uninni sem varð til þess að hann var ákærður fyrir morðið á Helle. Þótt David þættist nokkurn veginn viss um að Richard hefði framiö morðið lagði hann fram allverulega upphæð svo að hann gæti fengið sér góðan verjanda, Danie Sagarin, sem kunnur er fyrir að hafa staðið sig vel í flutningi sakamála fyrir rétti. Réttarhöldin hófust 10. mars 1987. Þá hélt Sagarin því fram að í raun væri ekki um nein sönnunargögn í málinu aö ræða. Það sem ákæru- valdið hefði lagt fram væri „tilbúin gögn“. Það var ekki fyrr en 20. mars að Richard Crafts var sjálfur látinn koma fyrir réttinn. Hann ráðfærði sig oft viö verjandann og lét sem hann hefði mikinn áhuga á öllum atriðum málsins en engu að síður var ljóst að hann var mjög óstyrk- ur. Það mátti hins vegar til sanns vegar færa að það væri einkenni- legur maður sem væri ekki óstyrk- ur við þessar aöstæður, þótt sak- laus væri. Fyrri dómurinn Viö þessi réttarhöld var móðir Helle, Elisabeth. Ákæruvaldið gerði boð fyrir hana og kom hún flugleiðis frá Charlottenlund í Dan- mörku. Var hún vitni. Elisabeth, sem var þá áttatiu og eins árs, er kyrrlát og kurteis kona og þegar hún hafði verið yfirheyrð og sýnt hafði verið fram á að sumt af því sem Richard haföi haldið fram átti ekki viö rök að styðjast brosti hún til hans. Þetta þótti einum kvið- dómenda, Warren Maskell, ein- kennilegt og varð það til þess að hann, einn tólf kviðdómenda, neit- aði að sakfella Richard Crafts. Sagði Waskell að engin kona brosti til manns sem hefði myrt dóttur hennar. Skýringin var hins vegar sú að frú Elisabet Lorck Nielsen var prúð gömul kona frá Danmörku sem lét smar sönnu tilfinningar ekki alltaf í ljós. Síðari dómurinn Eftir þessa niðurstöðu var Ric- hard Crafts hafður í varðhaldi fram á haustið 1989 en þá kom hann á ný fyrir rétt og í þetta sinn voru kviðdómendur ekki í vafa um sekt hans. Hann var síðan dæmdur í fimm- tíu ára fangelsi og þykir ýmsum að hann hafi fyllilega átt það skilið fyrir að hafa á svona óhugnanlegan hátt myrt konu sína og svipt um leið börnin þrjú móður sinni. Hann heldur því þó enn fram að hann sé saklaus.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.