Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1991, Side 52

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1991, Side 52
64 LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 1991. Andlát Magnús Sveinjónsson vélstjóri, Reykjavíkurvegi 20, Hafnarfirði, lést á lyflækningadeild St. Jósefsspítala, Hafnarfirði, miðvikudaginn 6. nóv- ember. Safnaöarstarf Árbæjarkirkja: Æskulýðsstarf á morgun kl. 20. Unnið verður að sendingu sjúkra- gagna tO kristniboðsins í Senegal. Helgi- stund. Foreldramorgnar eru í safnaðar- heimili kirkjunnar alla þriðjudaga kl. 10-12. Nk. þriðjudag fjallar Anna Gunn- arsdóttir snyrtifræðingur um litgrein- ingu og klæðastíl. Opið hús miðvikudag kl. 13.30. Fyrirbænastund kl. 16.30. * Dómkirkjan: Orgeltónleikar í dag kl. 17. Við orgehð Ann Thoril Lindstad. Hún leikur verk eftir Mozart, Viern, Böhm, Bach o.fl. Fella- og Hólakirkja: Mánudag. Starf fyrir 11-12 ára börn ld. 18. Fundur í æsku- lýðsfélaginu mánudagskvöld kl. 20.30. Söngur, leikir, helgistund. Upplestur í Gerðubergi kl. 14.30. Fyrirbænir í kirkj- unni kl. 18. Hallgrimskirkja: Samvera fermingar- barna kl. 10. Laugarneskirkja: Guðsþjónusta í Há- túni lOb. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson. Neskirkja: Félagsstarf aldraðra. Sam- verustund í dag kl. 15. Adda Steina Björnsdóttir segir frá ferðum sínum og dvöl í Austur-Evrópu. Snæfellingakórinn syngur undir stjórn Friðriks Kristinsson- ar. Munið kirkjubíhnn. . Seljakirkja: Mánudag. Fundur hjá KFUK, yngri deild, kl. 17.30, eldri deild kl. 18.30. Fundur hjá æskulýðsfélaginu Sela kl. 20. Dómkirkjan: Kórtónleikar Dómkórsins í dag kl. 17 í Landakotskirkju. Flytjendur ásamt Dómkómum eru: Sigríður Ella Magnúsdóttir, Sigríður Gröndal, Þorgeir J. Andrésson og Tómas Tómasson. Ein- leikari á orgel er Ulrik Ólason. Ennfrem- ur leika félagar úr Sinfóniuhljómsveit- inni. Grensáskirkja: Æskulýðsfundur í kvöld kl. 20. Hallgrimskirkja: Fundur í Æskulýðsfé- laginu Örk mánudagskvöld kl. 20. Laugarneskirkja: Æskulýðsfundur í kvöld kl. 20. Neskirkja: Mánudag: Æskulýösfundur kl. 20. Þriðjudag: Mömmumorgunn kl. 10-12. Kaffi og spjall. Seltjarnarneskirkja: Æskulýðsfundur í kvöld kl. 20.30. 10-12 ára starf mánudag kl. 17.30. Tónleikar Hausttónleikar Tónlistar- sambands Alþýðu Laugardaginn 9. nóvember verða haust- tónieikar Tónlistarsambands Alþýðu (Tónal) haldnir í Háskólabíói og hefjast þeir kl. 14. Þetta er í fjórða sinn sem Tónal stendur fyrir tónleikum sem þess- , um en tónleikarnir eru haldnir annað hvert ár. Að þessu sinni koma fram eftir- taldir aðilar: Samkór Trésmiðafélags Reykjavíkur, Söngfélagar SVR, Rarik- kórinn, Lúðrasveit Verkalýðsins, Gmnd- artangakórinn, Reykjalundarkórinn og Álafosskórinn. Mun hver hópur flytja 10-12 min. efnisskrá en auk þess munu allir kórarnir og lúðrasveitin flytja tvö lög sameiginlega í lok tónleikanna. Kynn- ir á tónleikunum verður Vernharður Linnet. Jass á Fógetanum Sunnudaginn 10. nóvember ætlar jass- hljómsveitin „Istanbul jass“ að leika tónlist frá fjórða, fimmta og sjötta ára- tugnum, á veitingahúsinu Fógetanum. Liðsmenn hljómsveitarinnar eru: Kristj- án Guðmundsson, pianó, Páii Pálsson, bassi, og Steingrimur Guðmundsson á trommur. Tónlistarflutningurinn hefst ' kl. 22 og aðgangur er ókeypis. Tilkyimingar Félagsstarf aldraðra í Furugerði 1 og Hvassaleiti 56-58. Sam- eiginlegur basar sunnudaginn 10. nóv- ember kl. 13.30 í Furugerði 1. Mikið af góðum munum á basamum. Kaffi og vöfflur verða einnig til sölu. Árshátíð Átthaga- félags Sandara verður haldin í félagsheimili Kópavogs þann 23. nóvember nk. Miðasala verður 9. nóvember í versluninni Nóatúni, Nóa- túni 17. Miðaverð kr. 3.000. Taflfélag Kópavogs Nóvemberhraðskákmót Taflfélags Kópa- vogs verður haldið sunnudaginn 10. nóv- ember kl. 14 í sal Taflfélags Kópavogs að Hamraborg 5, 3. hæð. Félagsstarf aldraðra Furugerði 1 og Hvassaleiti 56-58, halda sameiginlegan basar sunnudaginn 10. nóvember kl. 13.30 í Furugerði 1. Mikið af góðum munum verður á basamum. Kaffi og vöfflur verða einnig til sölu._ Myndgáta Myndgátan hér að ofan lýsir hvorugkynsorði í ft. Lausngátunr. 176: Fellur í stafl *--------E7k<Ht_—A— Hádegisfundur Varðbergs og SVS Félögin Varðberg og Samtök um vest- ræna samvinnu (SVS) halda sameiginleg- an hádegisfund laugardaginn 9. nóvem- ber. Fundurinn verður haldinn í Átt- hagasal 1 Bændahöllinni við Hagatorg (Hótel Sögu, suðurenda). Salurinn verður opnaður kl. 12 á hádegi. Framsögumaður á fundinum verður Bjöm Bjamason, al- þingismaður. Umræðuefni hans er: ís- land við breyttar, alþjóðlegar aðstæð- ur. Fundurinn er opinn félagsmönnum í báðum félögum, svo og gestum þeirra. Skólanemendur greiða hálft gjald fyrir hádegisverð, þ.e. 550 krónur. Opið hús í Árseli í tilefni af 10 ára afmæli félagsmiðstöðv- arinnar Ársels veröur opiö hús í félags- miðstöðinni fyrir almennig laugardaginn 9. nóvember nk. kl. 14-16. Starfsmenn og unglingar félagsmiðstöðvarinnar hvetja alla Árbæinga og velunnara til að koma og þiggja kafíiveitingar og hlýða á skemmtidagskrá. Húnvetningafélagið Félagsvist á laugardag kl. 14 í Húnabúö, Skeifunni 17. Á sunnudag verður hluta- velta og kafíisala kl. 15. Allir velkomnir. Skaftfellingafélagið Spilað verður sunnudaginn 10. nóvember kl. 14 í Skaftfellingabúð, Laugavegi 178. Alllir velkomnir. Mexíkönsk kvikmyndavika í Regnboganum Kvikmyndaklúbbur íslands stendur fyrir mexíkanskri viku í Regnboganum dag- ana 9.-17. nóvember, að undanteknum mánudegi 11. nóv. og þriöjudegi 12. nóv. Sýnt verður í F-sal Regnbogans, gengið inn um hliðardyr á Hverfisgötunni. Sýndar verða fjórar myndir: Retorno a Aztlán, 1989, leikstjóri Juan Mora Cat- lett, Cabeza de Vaca, 1989, leikstjóri Nic- olás Echevarría, Morir en el Golfo, 1989, leikstjóri Alejandro Pelayo, La leyenda de una máscara, 1990, leikstjóri José Buil. Miðaverð er kr. 450 en kr. 400 við framvísun skólaskírteinis. Sjá nánari upplýsingar um sýningartíma á bíósíðum blaðanna og prógrammi sem hægt er að nálgast á skrifstofu kvikmyndaklúbbsins í Regnboganum. M-hátíð Mýrdælinga 1991 Hátíðin hefst með guðsþjónustu í Víkur- kirkju kl. 14 á sunnudag. Setning M- hátíðar verður í Leikskálum að lokinni athöfn. Opnun samsýningar listamanna úr Mýrdal og Ijósmyndasýningar á kaffi- húsinu (gamla sýslumannshúsinu) kl. 17. Mánudag 11. nóv. verður kaffihús opið kl. 15-18 og 20-23. Lesið úr verkum Mýr- dælinga. Þriðjudag 12. nóv. verður kaffi- hús opið kl. 15-18. Steinunn Sigurðardótt- ir les úr verkum sínum. Skólakvöld í Leikskálum kl. 20.30 miðvikudag 13. nóv. Kaffihús opið kl. 15-18. Átta í lagi, tvö- faldur karlakvartett skemmtir. Söng- kvöld á kaffihúsinu kl. 20-23. Allir taki söngbókina með. Fimmtud. 14. nóv. Kaffi- hús opið kl. 15-18. Einar Kárason les úr verkum sínum. Frumsýning í leikskálum kl. 21. Víkurleikflokkurinn og nemendur úr Víkurskóla sýna „Þú ert í blóma lífs- ins, fífliö þitt“. Föstud. 15. nóv. Kaffihús opið kl. 15-18. Söngskemmtun i Leikskál- um kl. 20.30. Samkór Mýrdælinga, tvö- faldur karlakvartett, Átta í lagi, og Skaft- fellingakórinn skemmta. Helgi Her- mannsson og Smári Eggertsson leika fyr- ir dansi. Laugard. 16. nóv. Kafflhús opið kl. 14-18, djass í Leikskálum kl. 16-18. Jazzkvartett Kristjönu Stefánsdóttur frá Selfossi. Sunnud. 17. nóv. Lokahátíð M- hátíðar á Suðurlandi. Hátíðardagskrá í Leikskálum hefst kl. 14. Öll atriði á kaffi- húsi verða flutt tvisvar, kl. 15.30 og 17. Sýning á íslenskri grafík frá Listasafni ASÍ verður í Víkur- og Ketilsstaðaskóla meðan á hátíðinni stendur. Bókamarkaður Bókavörðunn- ar Hinn líflegi bókamarkaður Bókavörð- unnar hófst 8. nóvember í Hafnarstræti. Þar er að finna upplög af bókum sem Skúli Thoroddsen, sýslumaður og alþing- ismaður, lét prenta í prentsmiðju sinni á Bessastöðum í upphafi aldarinnar, bæk- ur, sem ekki hafa verið á markaönum í 75 ár - og ótal upplög seinni tíma bóka áf margvislegu tagi. Auk þess eru um 1000 ævisögur, 1200 erlendar skáldsögur þýddar, 800 íslenskar skáldsögur, hundr- uð kvæða og sálmabóka eftir alþýðu- skáld, góðskáld, leirskáld og þjóðskáld, trúarrit í hundraðatali, þjóðlegt efni, blandaðar fagurbókmenntir, ferðabækur imi erlend lönd, ævisögur, ísL leikrit og erlend og ótal skemmtilegar bækur frá síðustu 100 árum til dagsins í dag. Frá Landvernd Stjóm Landvemdar vill vekja athygli á því að á aðalfundi samtakanna, sem hald- inn var 13. okótber síðastliðinn, var sam- þykkt ályktun varðandi kísilnám í vatn- inu. Aðalfundurinn lýsti yfir fullum stuðningi við niðurstöður Náttúravemd- arráðs um stöðvun kísilnámsins í Mý- vatni. Þá beindi aðalfundurinn þeim ein- dregnu tilmælum til umhverfísráðuneyt- is og annarra opinberra aðila að hafa svonefnda varúðarreglu í heiðri við allar umsagnir og ákvarðanir er snerta lífríki og umhverfi. í þessari reglu felst aö ef minnstu likur em á að framkvæmdir valdi umhverfisspjöllum verði allur vafi túlkaður umhverfi og lifríki í hag. Þá er einnig hvatt til þess að gert verði um- hverfismat við allar slíkar framkvæmdir. Ennfremur er lögð áhersla á að fram- kvæmdaaðilum beri að sanna að athafnir þeirra valdi ekki mengun né öðrum spjöllum á náttúrunni. Þá telur stjóm Landvemdar ástæðu til að minna á að ísland er aðili að Ramsar-samþykktinni, sem gekk í gildi árið 1975 og að Mývatn er eitt af þeim svæðum heimsins sem era á skrá þessarar samþykktar. Markmið hennar er að vernda votlendissvæði heimsins, sérstaklega sem lífsvæði fyrir fugla. Samkvæmt Ramsar-samþykktinni skulu öll dýr og plöntur viðkomandi vot- lendissvæðis vemduð gegn ofnýtingu, þannig að vistkerfið raskist ekki. A Norð- urlöndum hefur þetta í raun þýtt að viö vinnu að skipulagi og landnýtingu og við ákvarðanatöku, sem getur haft áhrif á ástand svæða, hefur verið tekið sérstakt tillit til Ramsar-svæðanna. í Norræna húsinu i kvöld Helga Þórarinsdóttir og Snorri Sigfús Birgisson halda tónleika í Norræna hús- inu í kvöld kl. 20.30. Helga er 1. víóluleikari Sinfóniuhljóm- sveitar íslands en Snorri er tónskáld og píanóleikari. Bæði em þau kennarar við Tónlistarskólann í Reykjavik og virkir þátttakendur í hinu fjölskrúðuga tónlist- arlífi borgarinnar. Á efnisskránni eru „Sónata nr. 2“ eftir Bach, „Hebresk svíta" eftir Bloch, „Adagio og Allegro" eftir Schumann og að lokum, „Sónata í Es-dúr“ eftir Brahms. Miðar verða seldir við innganginn. Útskrift úr fata- iðndeild Iðnskóians Haustið 1990 tók F.M.S.F. upp þá ný- breytni að samgleðjast nýsveinum í fata- iðn. Þá útskrifuðust 11 stúlkur frá fata- iðndeild Iðnskólans í Reykjavík. Þær vora: Bergdís Guönadóttir, Herdís Snorradóttir, Inga Nína Matthíasdóttir, Jakobína Kristjánsdóttir, Jóna María Nordal, Lína Björk Sigmundsdóttir, Lo- vísa Ásmundsdóttir, Oddný Kristjáns- dóttir, Ólöf Kristjánsdóttir og Sólveig Þóra Jónsdóttir. Á myndina vantar Elísa- betu Böðvarsdóttur. Kvenfélag Kópavogs heldur basar í félagsheimihnu sunnudag- inn 10. nóvember kl. 14. Góðir handunnir munir og kaffisala. Ljóða- og blúskvöld á Hressó Sunnudagskvöldið 10. nóvember leikur Siggi Bjöms trúbador á Hressó. Honum tfl aöstoðar verða þær Ágústa Hlín og Eva Heiða. Skemmtunin hefst kl. 22 og verður síðan endurtekin á miðvikudags- kvöld. Fargjöld SVR hækka Frá og með 9. nóvember verða fargjöld Strætisvagna Reykjvíkur sem hér segir: FuUorðnir: einstök fargjöld, kr. 70, far- miðaspjöld með 8 miðum, kr. 500, farm- iðaspjöld með 20 miðum, kr. 1.000, farm- iðaspjöld aldraðra og öryrkja með 20 miöum, kr. 500. Fargjöld barna: einstök fargjöld kr. 25, farmiðaspjöld með 22 mið- um kr. 300. Gjaldskrá hækkar að jafnaði um 9 %. Farmiðaspjöld era nú seld á. sundstöðum borgarinnar, þ.e. í Laugard- al, Sundlaug Vesturbæjar, Sundhöllinni og í Breiðholti. Tónleikar Tónleikar í Borgarleikhúsinu Bubbi Morthens, Bjartmar Guðlaugsson, Hörður Torfason og Megas efna til tón- leika í Borgarleikhúsinu mánudags- kvöldið 11. nóvember kl. 21. Þetta er í fyrsta skipti sem alUr þessir uppáhalds- farandsöngvarar þjóðarinnar koma sam- an. Heiti tónleikanna er Hafiö, fjöllin og hugarfarið og vísar það tfl umhverfis- vemdar og baráttu gegn hvers kyns mengun, ekki síst af völdum hemaðar. Tónleikamir era haldnir Ul styrktar Samtökum herstöðvaandstæðinga. Fundir JCNes 3. félagsfundur JC Ness verður haldinn að Austurströnd 3, Seltjarnaresi, 3. hæö, mánudaginn 11. nóvember kl. 20.30. Kvenfélag Grensássóknar heldur fund í safnaðarheimilinu mánu- daginn 11. nóvember kl. 20.30. Finnur Fróðason innanhússarkitekt kemur á fundinn og talar um innanhússarkitekt- úr og sýnir litskyggnur. Minnum á vænt- anlegan basar 30. nóvember. Mætum vel og stundvíslega. Tapað fundið Perla týnd frá Ártúnsholti Kisan Perla týndist þann 11. september sl. og hefur ekkert til hennar spurst. Hún er blágrá og hvít og er ómerkt. Hún tapað- ist frá Ártúnsholti og er hennar sárt saknað. Þeir sem gætu gefið einhveijar upplýsingar um afdrif hennar eða vita um hana hafi samband við Kattholt eða í síma 673306. Systir mín og frænka, Þóra Þórðardóttir, Kleppsvegi 134, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 11. nóvember1991 kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda. María A. Þórðardóttir Martha Ingimarsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.