Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1991, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1991, Blaðsíða 54
66 LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 1991. Afmæli Ásta Jónasdóttir Ásta Jónasdóttir húsmóöir, Bólstað- arhlíð 45, Reykjavík, er áttræð í dag. Starfsferill Ásta fæddist á Sauðárkróki og ólst þar upp. Hún stundaði ýmis störf utan heimihsins, einkum skrifstofu- störf og vann hjá Skipaútgerð ríkis- insífimmtánár. Fjölskylda Fyrri maður Ástu var Bjarni Páls- son frá Hrísey, f. 27.7.1906, d. 1967, vélstjóri og framkvæmdastjóri í Reykjavík. Bjarni var sonur Páls Bergssonar, útgerðarmanns í Ólafs- flrði, og Svanhildar húsmóður Jör- undsdóttur (Hákarla-Jörundar), formanns og útgerðarmanns í Hrís- ey, Jónssonar. Seinni maður Ástu var Skúh Guð- mundsson, f. 6.11.1902, d. 1987, kennari í Reykjavík. Hann var son- ur Guðmundar Þorleifssonar, múrara í Reykjavík, og Guðrúnar Filippusdóttur húsmóður. Börn Ástu eru Svanhildur Bjarna- dóttir, f. 8.2.1937, sölumaður hjá Flugleiðum, og á hún fimm syni; Jónas Bjarnason, f. 23.6.1938, efna- verkfræðingur hjá Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins, kvæntur Kristínu Hjartardóttur og eiga þau einn son; Svavar Bjarnason, f. 26.7. 1946, tæknifræðingur hjá Pósti og síma, kvæntur Brynju Halldórsdótt- ur og eiga þau tvo syni og tvær dætur. Systkini Ástu: Rannveig Jónas- dóttir, f. 18.10.1903, lengst af kenn- ari við Austurbæjarskólann í Reykjavík; Regína Margrét, f. 30.4. 1905, d. 31.8.1923; Guðbjörg, f. 7.5. 1908, gift Sigurði Birkis söngmála- stjóra; Kristján, f. 12.5.1914, d. 27.7. 1947, læknir í Reykjavík, kvæntur Önnu Pétursdóttur. Fóstursystkini Ástu: Hansína Sig- urðardóttir, var frá fæðingu hjá for- eldrum hennar, gift Magnúsi Magn- ússyni, fulltrúa í Reykjavík; Páll Daníelsson, f. 1913, var frá sex ára aldri hjá foreldrum hennar; Ingi- björg H. Jónsdóttir, f. 1917, var frá sex ára aldri hjá foreldrum hennar, og Hansína Bjarnadóttir var í nokk- ur ár hjá foreldrum hennar, ekkja eftir Jón V. Bjarnason garðyrkju- bónda. Foreldrar Ástu voru Jónas Kristj- ánsson, f. 20.9.1870, d. 3.4.1960, læknir og alþingismaður á Sauöár- króki, og kona hans, Hansína Bene- diktsdóttir, f. 17.5.1874, d. 21.7.1948, húsmóðir. Ætt Jónas var sonur Kristjáns, b. á Snæringsstöðum í Svínadal, Kristj- ánssonar „ríka“, b. í Stóradal, bróð- ur Péturs, afa Þórðar Sveinssonar, yfirlæknis á Kleppi. Kristján var sonur Jóns, b. á Snæringsstöðum í Svínadal, Jónssonar, b. á Bala- skarði, Jónssonar „haröabónda", b. í Mörk í Laxárdal, Jónssonar, ætt- föður Harðabóndaættarinnar. Móð- ir Jónasar var Steinunn, systir Jó- hannesar Nordals, fóður Sigurðar Nordals. Steinunn var dóttir Guð- mundar, b. í Kirkjubæ í Norðurár- dal, Ólafssonar, bróður Frímanns, afa Valtýs Stefánssonar ritstjóra og hálfbróður Páls, langafa Ólafs Ól- afssonar landlæknis. Móðir Guð- mundar var Sigríður, systir Vatn- senda-Rósu. Bróðir Sigríðar var Jón, langafl Þuríðar Pálsdóttur óperusöngkonu. Sigríður var dóttir Guðmundar, b. í Fornhaga, Rögn- valdssonar og konu hans, Guðrún- ar, hálfsystur Guðrúnar, langömmu Guðrúnar, móður Friðriks Friðriks- sonar æskulýðsleiðtoga. Guðrún var dóttir Guðmundar, b. í Löngu- hlíð, ívarssonar, bróður Björns, langafa Stefáns, afa Davíðs Stefáns- sonar frá Fagraskógi. Björn var einnig langafi Björns, föður Þór- halls biskups, fóður Tryggva forsæt- isráðherra. Hansína var dóttir Benedikts, prófasts á Grenjaðarstað, Kristjáns- sonar, hálfbróður Kristjáns, b. á Asta Jónasdóttir. Snæringsstöðum. Móðir Hansínu var Regína Magdalena Hansdóttir Sívertsen, kaupmanns í Reykjavík, Sigurðssonar Sívertsens, kaup- manns í Reykjavík, Bjarnasonar Sí- vertsens, kaupmanns í Hafnarfirði. Móðir Hans var Guðrún Guð- mundsdóttir, systir Helga Thorder- sens biskups, afa Ragnheiðar Melsted (Hafstein), ömmu Hannesar Þ. Hafstein sendiherra. Móðir Hans- ínu var Christiane Hansdóttir Linn- ets, verslunarstjóra í Hafnarflrði, og konu hans, Regine Seerup. Frank Michelsen Frank Michelsen, Engjaseli 13, Reykjavík, verður fimmtugur á morgun. Starfsferill Frank fæddist í Hveragerði og ólst þar upp. Hann er garðyrkjumaður að mennt og hefur lengst af unnið við þau störf. Þá rak hann heild- verslun í fimmtán ár en hefur nú síðari árin verið sendibílstjóri. Fjölskylda Kona Franks er Sveinbjörg Stein- þórsdóttir, f. 15.3.1945, húsmóðir en hún er dóttir Steinþórs Eiríkssonar, verkstjóra í Reykjavík, og konu hans, Guðríðar Steindórsdóttur. Böm Franks og Sveinbjargar eru Steinþór Frank, f. 2.9.1965, bakari, búsettur í Kópavogi, kvæntur Sig- ríði Heiðu Ragnarsdóttur og eiga þau einn son, Benedikt, f. 20.9.1990; Arnar Páll, f. 7.4.1969, málari, bú- settur í Kópavogi, kvæntur Guð- rúnu Ólínu Ágústsdóttur og eiga þau einn son, Ágúst Frank, f. 25.8. 1991; Emil Orri, f. 26.4.1973, málara- nemi í foreldrahúsum. Frank á tvo bræður. Foreldrar Franks: Paul Michelsen garðyrkjub. ogkonahans, Sigríður Ragnarsdóttir Michelsen húsmóðir sem er látin. Ætt Bróðir Paul er Ottó Michelsen, forstjóri IBM. Paul er sonur Jörgen Frank Michelsen, úrsmíðameistara og kaupmanns á Sauðárkróki, sonar Jens Michelsen múrarameistara og konu hans, Karenar Michelsen. Móðir Pauls var Guðrún Pálsdótt- ir, b. á Draflastöðum í Eyjafirði, Ólafssonar, b. á Gilsbakka, Benja- mínssonar, og Maríu Jónasdóttur, b. í Meðalheimi, Jónssonar. Móðir Guðrúnar var Kristín Frank Michelsen. Gunnlaugsdóttir, b. á Draflastöðum, Sigurðssonar, b. á Þormóðsstöðum, Jónassonar. Sigríöur var dóttir Ragnars, birgðastjóra hjá Reykjavíkurborg Guðmundssonar, og Petrínu, dóttur Þórarins á Melnum í Reykjavík. Frank verður að heiman á afmæl- isdaginn. Sigrún Ásgeirsdóttir Sigrún Ásgeirsdóttir fóstra, Víði- hvammi 14, Kópavogi, verður fertug ámorgun. Starfsferill Sigrún er fædd á Hólmavík og ólst þar upp. Hún tók barna- og ungl- ingapróf frá Hólmavíkurskóla og lagði síðar stund á nám í Hús- mæðraskólanum að Laugalandi í Eyjaflrðieinn vetur, 1968^69. Sigrún hóf nám við Fóstruskóla íslands 1978 og útskrifaðist þaðan 1981. Sigrún hefur meðal annars unnið við fiskvinnslu, afgreiðslu og hótel- störf en þó mest við uppeldisstörf. Fjölskylda Sigrún giftist 24.6.1973 Gunnari Hólm Hjálmarssyni, f. 5.3.1950, iön- fræðingi, en foreldrar hans voru Hjálmar Hinrik Jóhannsson, f. 6.8. 1920, d. 28.5.1983, bóndi, og Jónina Þrúður Hermannsdóttir, f. 13.3. 1919, d. 4.6.1990. Þau bjuggu í Hóls- gerði í Eyjafirði og síðar á Akureyri. Börn Sigrúnar og Gunnars: Agnes Hólm, f. 26.10.1974, iðnnemi, unn- usti Arnþór Hupfeldt Þorvaldsson; Reynir Hólm, f. 31.5.1983; Róbert Hólm, f. 23.9.1989. Systkini Sigrúnar: Svava Hall- dóra, f. 16.8.1949, sjúkraliði, maki Smári Jónatansson vélfræðingur, þau eiga einn son en Svava á þijú börn frá fyrra hjónabandi; Ásgeir Ragnar, f. 10.6.1953, sjómaður, hann á einn son og einn stjúpson; Heið- rún, f. 11.12.1958, húsmóðir, hún á fjóra syni. Hálfsystir Sigrúnar, sam- mæðra; Erla, f. 30.5.1943, húsmóðir, maki Garðar Steinsson, þau eiga þrjú börn. Foreldrar Sigrúnar: Ásgeir Ólafur Sigurðsson, f. 20.11.1915, fyrrv. skip- stjóri og útgerðarmaður, og Rann- veig Guðríður Halldórsdóttir, f. 30.8. 1921, d. 2.7.1973. Þau bjuggu á Hólmavík en Ásgeir býr nú í Reykja- vík. Ætt Foreldrar Ásgeirs voru Sigurður Gísli Magnússon, b. í Vonarholti í Tungusveit, og seinni kona hans, Kristrún Jónsdóttir. Meðal fóður- systkina Ásgeirs voru Jóhanna Sig- ríður, móðir Guðjóns, b. í Arn- kötludal, föður Guðmundar, skrift- arkennara í Reykjavík. Önnur föð- ursystir Ásgeirs var Guðbjörg, móð- ir Guðrúnar Jóhönnu, móður lög- regluþjónanna Kristins og Guð- mundar Óskarssona. Sigurður var sonur Magnúsar, b. í Vonarholti, bróður Guðlaugar í Ólafsdal, ömmu Snorra skálds og Torfa, fyrrv. toll- stjóra, Hjartarsona. Magnús var sonur Zakaríasar, b. á Heydalsá, Jóhannssonar, prests í Garpsdal, Bergsveinssonar, Hafliðasonar er var prestur í Stað í Grunnavík en kona hans var Halldóra (Mála) Snæ- bjarnardóttir á Sæbóli á Ingjalds- sandi. Dóttir Jóhanns var Guðrún, kona Eyjólfs Einarssonar (eyja- jarls), ættforeldrar Svefneyjarætt- arinnar. Önnur dóttir Jóhanns var Þórunn, móðir Guðbrands Stur- laugssonar, b. í Hvítadal í Saurbæ, föður Helgu, móður Haraldar Böð- varssonar, útgerðarmanns á Akra- Til hamingju með afmaelið 9. nóvember 80 ára 40ára Páll Ólafsson, Safamýri 11, Reykjavik. Jóhannes Jóhannesson, Vallarbarði 6, Hafnarfirði. Sigríður Þorsteinsdóttir, Nesbala86, Seltjarnarnesi. Valdimar Valdimarsson, 75ára Eirikur Einarsson, Lagarási 33, Egilsstöðum. Andrea Daviðsdóttir, Grænumýri 13, Akureyri. Ágústa Magnúsdóttir, Vallholti 18, Ólafsvik. Guðrún Atladóttir, Lækjarfit5, Garðabæ. Norðtungu I, Þverárhlíðarhreppi. 60ára María B. Guðbjartsdóttir, Blesugróf38, Reykjavík. Hildur Steingrímsdóttir, Miðleiti 4, Reykjavík. Gunnar Hafsteinsson, Brekkubraut 2, Akranesi. Þorstína Aðalsteinsdóttir, Móaflöt 24, Garðabæ. Guðrún Sigurðardóttir, Leirulæk, Alftaneshreppi. Gísli Þórðarson, Hlíðarvegi 34, Njarðvík. Erla Þorvaldsdóttir, Skúlagötu 55, Reykjavík. 50ára Kristján Kristjánsson, Ásgeröi 6, Reyðarfirði. Guðrún Guðmundsdóttir, Maríubakka 22, Reykjavík. Þórólfur Árnason, Lambhaga 12, Bessastaðahreppi. Grétar Jón Kristjánsson, Vesturbergi 125, Reykjavík. Þórarinn Sæmundsson, Laugarnesvegi 43, Reykjavík. Skúli Lýðsson, Jörundarholti 28, Akranesi. Sigrún Asgeirsdóttir. nesi. Móðir Sigurðar Gísla var Guð- rún Sigurðardóttir, b. á Borgum í Hrútarfirði, Jónssonar og konu hans, Ingibjargar, systur Guðríðar, ömmu Bjarna Þorsteinssonar, prests og tónskáld á Siglufirði. Ingi- björg var dóttir Þorsteins, prests á Staðarhrauni, Einarssonar, prests á Reynivöllum, Halldórssonar, bróð- ur Jóns, vígslubiskups og fræði- manns í Hítardal, föður Finns, bisk- ups í Skálholti. Foreldrar Rannveigar Guðríðar voru Halldór Ingimundur Borgars- son, f. 9.4.1891, d. 10.8.1971, b. á Tyrðilmýri á Snæíjallaströnd, og kona hans, Svava Guðmundsdóttir, f. 3.4.1903, d. 25.5.1944. Halldór var sonur Borgars Bjarnasonar, f. 19.1. 1865, d. 22.5.1910, b. á Tyrðilmýri, og konu hans, Guðnýjar Pálsdóttur, f.21.5.1858, d. 10.1.1925. Sigrún tekur á móti gestum á heimili sínu í dag (9. nóvember) kl. 16-19. Sigurður Bjöm Bjömsson Sigurður Björn Björnsson húsa- smíðameistari, Efstasundi 31, Reykjavík, veröur fimmtugur á mánudaginn. Starfsferill Sigurður er fæddur í Seli í Gríms- nesi en ólst upp í Reykjavík. Hann hóf nám í húsasmíði hjá Sig- urði Elíassyni haustiö 1957 og starf- aði þar til 1963. Sigurður lauk námi í meistaraskóla húsasmíða 1965. Sigurður hefur ávallt starfað að iðn sinn síðan, aö frátöldum sex árum sem hann hefur starfað sem smíðakennari við Réttarholtsskóla. Fjölskylda Sigurður kvæntist 11.11.1961 Sig- ríði Elsu Óskarsdóttur, f. 19.7.1942. Foreldrar hennar: Óskar Áskelsson, látinn, fyrrum bóndi á Bassastöðum í Steingrímsfirði, og Jóhanna Hall- dóra Elíasdóttir. Börn Sigurðar og Sigríðar Elsu: Guðrún, f. 10.3.1961, húsmóðir, maki Alfreð Svavar Erlingsson, deildarstjóri í Ríkisbókhaldi, þau eiga tvö börn, Elsu Ósk og Matthías Svavar; Berglind, f. 20.51964, skrif- stofum. hjá Smith og Norland, maki Viktor Sveinn Viktorsson, sölumað- ur hjá Mjólkursamsölunni; Björn Smári, f. 18.9.1966, starfsm. hjá Eim- Sigurður Björn Björnsson. skip; Hjördís, f. 23.6.1977, nemi. Systir Sigurðar er Sigríður og hálfhræður, sammæðra, Helgi Ól- afsson og Ingimundur Óskarsson. Foreldrar Sigurðar: Björn Kjart- ansson, f. 26.7.1905, d. 9.9.1989, b. í Seli og síðar verkamaður í Reykja- vík, ogUnnur Sigurðardóttir, f. 18.7. 1916, d. 5.7.1958, en þau slitu sam- vistum. Sigurður ólst upp hjá föður sínum ogföðursystur, Guðrúnu Guðjónsdóttur, f. 2.6.1899, d. 11.1. 1991, en hún gekk honum í móður- stað. Þau bjuggu lengst af á Baldurs- götu 18íReykjavík. Sigurður tekur á móti gestum á heimili sínu í dag (9. nóvember) eft- irkl. 20.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.